Morgunblaðið - 07.02.2019, Page 47

Morgunblaðið - 07.02.2019, Page 47
Nú geta aðdáendur Nespresso sem gremst einnota hylkjanotkunin tekið gleði sína því WayCap eru margnota og áfyllanleg kaffihylki fyrir Nespresso- kaffivélar. Þau eru úr ryðfríu stáli og því hægt að fylla á þau og nota um ókomna tíð og þú velur þitt uppáhaldskaffi í uppáhellinguna. WayCap Nespresso-kaffihylkið dugar ævilangt og þú getur notað það til að hella þér upp á fyllra og betur ilmandi kaffi það sem eftir er. Hylkið virkar eins og einnota hylkin um leið og þú hefur náð tökum á því og ert komin/n upp á lag með að hella upp á þitt uppáhaldskaffi. Í kaffihylkjunum er sérhannað rennsliskerfi bæði þegar vatnið rennur í hylkið og úr því. Tilgangurinn með því er að ná fram bestu mögulegu gæð- unum í kaffinu sem þú kaupir, hvort sem þú kaupir malað í poka í mat- vöruverslunum eða baunir frá kaffiframleiðendum. Það tók WayCap tvö ár að prófa mismunandi fyrirkomulag á inn- og út- rennslisspjöldunum til að finna besta flæðið og ná þannig fram besta espres- sóinu. Markmiðið var að hella upp á gæðakaffi, hvaðan sem það kæmi og í leið- inni gera þér kleift að hella upp á með fallegri og betur hannaðri vöru. Hylkin eru úr ryðfríu stáli, áreiðanlegu og sterku efni. Þéttihringurinn und- ir lokinu er úr sílikoni samþykktu fyrir matvæli. Hráefnin sem notuð eru í kaffihylkin eru öll samþykkt fyrir matvæli. Hægt er að panta hylkin á mistur.is og kostar pakki með tveimur hylkjum 7.390 krónur. Margnota hylki fyrir Nespresso Umhverfisvænt Margir aðdá- endur Nespressó hafa beðið hylkj- anna með mikilli eftirvæntingu. Fallegar marensrósir gera ótrúlega mikið fyrir veisluborðið enda njóta þær mikilla vinsælda á veisluborðum fagurkera og kökunagga. Hér er það meistari Berglind Hreiðarsdóttir á Gotterí & gersemum sem kennir lesendum hvernig á að bera sig að við að búa til hina fullkomnu púðursyk- ursrós. Eins og sjá má eru þetta í raun litlar sam- lokur með rjóma á milli og hér má leyfa ímynd- unaraflinu að leika lausum hala og setja alls kyns dásemdir á milli eða bragðbæta rjómann. Púðursykursrósir 3 eggjahvítur 3 dl púðursykur rjómi á milli Aðferð: Þeytið eggjahvítur og sykur þar til stífþeytt og topparnir halda sér vel. Setjið í stóran sprautupoka með 2D-stút frá Wil- ton. Sprautið rósum á bökunarplötu íklædda bök- unarpappír og bakið við 120°C í um 40 mínútur. Slökkvið þá á ofninum og leyfið marensinum að kólna þar inni. Ég baka marens oft að kvöldi til og leyfi honum að vera í ofninum yfir nótt. Þegar marensinn hefur kólnað má sprauta rjóma á milli og klemma saman í rósasamloku. thora@mbl.is Ljósmynd/Berglind Hreiðarsdóttir Púðursykursrósir á veisluborðið Einfaldar en áhrifaríkar Púðursykursrósirnar eru fremur einfaldar í fram- kvæmd en alveg óskap- lega bragðgóðar. Út er komin bókin Hagnýta pottaplöntubókin sem verður eft- irleiðis kölluð biblía áhugafólks um hvernig á að halda plöntum á lífi. Í bókinni er því lýst á einfaldan og skýran hátt, skref fyrir skref, hvernig hægt er að rækta blómleg- ar og heilbrigðar pottaplöntur og tryggja að þær dafni sem best allan ársins hring. Langt er síðan slík bók hefur komið út á íslensku og má búast við að hún geti hjálpað öllum þeim sem langar að lífga upp á heimilið með gróskumiklum og fallegum plöntum. Fjallað er um 175 tegundir og góð ráð gefin um umhirðu, meðal annars hvaða birtu- og rakastig þær þurfa og hvaða næring er best fyrir þær. Ýmsar hugmyndir eru í bókinni að frumlegri uppstillingu plantnanna og sýnt hvernig má út- búa skilrúm með klifurplöntum og blómahengi og blómakrans úr þykkblöðungum svo fátt eitt sé nefnt. Ljóst er að bókin er mikill fengur fyrir íslensk heimili þar sem það er afskaplega móðins þessi dægrin að fylla heimilið af blómum. Hagnýta potta- plöntubókin komin út Allt er vænt sem vel er grænt Nú verður hægðarleikur að halda lífi í heimilisplöntunum. Hér er eitthvað sem við bjugg- umst alls ekki við að sjá, bara aldrei nokkurn tíman. Tóm- atsósuframleiðandinn Heinz kynnti á dögunum tómatsósu- kavíar í tilefni Valentínusardags- ins sem nálgast óðfluga eins og flestir rómantískir einstaklingar vita. Varan verður þó ekki fáanleg í verslunum því Heinz setti fram leik á Twitter með einungis 150 krukkum sem þeir vildu gefa í tilefni að Valen-HEINZ deginum. Einhver mamman á Twitter var ekki par hrifin af þessari nýjung og gat varla ímyndað sér hvernig borðhaldið myndi enda með þess- um belgjum við krakkaborðið, á meðan aðrir veltu fyrir sér fínna borðhaldi með hníf og gaffli, frönskum og tómatsósubelgjum. Lúxus tómatsósukavíar frá Heinz Hver getur staðist svona huggu- legheit? Aðdáendur tómatsósu munu væntanlega slást um krukk- urnar 150 sem í boði eru. Hvern hefði grunað? Þessi líka lekkeri kavíar er bara tómatsósa. Hamraborg 10, Kópavogi Sími: 554 3200 Opið: Virka daga 9.30–18 VERIÐ VELKOMIN Í SJÓNMÆLINGU ———

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.