Morgunblaðið - 07.02.2019, Qupperneq 50

Morgunblaðið - 07.02.2019, Qupperneq 50
50 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. FEBRÚAR 2019 ✝ Anna Gunn-laug Eggerts- dóttir fæddist 4. júlí 1928 á Þórs- höfn. Hún lést á Landspítala – Há- skólasjúkrahúsi 30. janúar 2019. Foreldrar henn- ar voru Eggert Einarsson héraðs- læknir og Magnea Jónsdóttir hús- móðir. Systkin hennar eru Jó- hanna, f. 1924, d. 1970, hús- móðir á Patreksfirði, Jón, f. 1925, kaupmaður í Borgarnesi, Ester, f. 1927, hjúkrunarfræð- ingur í Reykjavík, Einar, f. 1930, d. 2014, skipstjóri í Reykjavík, Eggert Ólafur, f. 1931, bryti í Reykjavík, og Hall- dór, f. 1936, flugvirki í Los Angeles. Gulla, eins og hún var kölluð, fluttist til Borgarness með fjöl- skyldunni 1941. Hún fór í Verslunarskóla Íslands 1948 og kynntist þá eiginmanni sínum, Jóhanni Friðrikssyni (1914- 1986) frá Efri-Hólum í Núpa- sveit, forstjóra í Reykjavík. Þau giftu sig á gamlársdag 1949. Heimili þeirra var fyrst við Bergstaðastræti en síðan á Laugarásvegi 13. Annað heimili þeirra var í bústað við Selvatn í Guðnadóttur húsmóður. Þau eiga fjögur börn, Katrínu hag- fræðing sem er gift Tryggva Guðmundssyni hagfræðingi og eiga þau eina dóttur; áður eign- aðist Katrín tvo drengi; Jóhann verkfræðing sem er kvæntur Eygló Hafsteinsdóttur og eiga þau þrjá drengi; Önnu Gunn- laugu verkfræðing sem er gift Erni Hrafnssyni verkfræðingi og eiga þau eina dóttur; Guðni er yngstur; 4) Guðrún, f. 1959, hjúkrunarfræðingur. Börn hennar eru Friðrik Hover há- skólanemi og á hann tvo syni með Stefaníu Sif Stefánsdóttur háskólastúdent, og Magnea Þóra Jónsdóttir framhalds- skólanemi og á hún dreng með Friðrik Fannari Jónassyni tón- listarmanni. Sambýlismaður hennar er Andri Axelsson; 5) Jóhanna, f. 1961, kennari. Hún er gift Kjartani R. Guðmunds- syni tölvunarfræðingi og eiga þau tvo drengi, Guðmund Pál tölvunarfræðing og Jóhann há- skólastúdent; 6) Ingibjörg, f. 1966, skólastjóri. Hún er gift Einari Fal Ingólfssyni ljós- myndara og blaðamanni og eiga þau tvær dætur, Hugrúnu Eglu háskólastúdent og Elín- borgu Unu menntaskólanema; 7) Þórný, f. 1970, hjúkrunar- fræðingur, í sambúð með Peter Lund verkfræðingi og eiga þau tvö börn í æsku, Karólínu og Alexander. Anna Gunnlaug verður sung- in til moldar frá Áskirkju í dag, 7. febrúar 2019, og hefst at- höfnin klukkan 15. Mosfellssveit þar sem fjölskyldan bjó á sumrin og þar átti Jóhann hesthús en Gulla ræktaði landið. Hún fluttist þangað þegar hún seldi íbúðina við Laugarásveg og bjó við Selvatn fram yfir aldamót- in að hún fluttist að Hlaðhömrum 2 í Mosfellsbæ þar sem hún bjó til lokadægurs. Þau Jóhann eign- uðust sjö börn: 1) Magnea, f. 1949, bókari, gift Sölva Sveins- syni fv. skólameistara og eiga þau tvo drengi, Svein Loga fjármálastjóra Össurar sem kvæntur er Birtu Björnsdóttur fréttamanni og eiga þau þrjú börn og Gunnlaug hönnuð og á hann þrjú börn með Kolbrúnu Kristjánsdóttur hárgreiðslu- konu; 2) Eggert Ólafur, f. 1953, feldskeri, dóttir hans og Ingu Bravell, fyrri konu hans, er Anna Gunnlaug hattagerð- armeistari, hún er gift Chri- stopher Morgan Harper hatta- gerðarmeistara. Eggert ættleiddi Nínu, dóttur seinni eiginkonu sinnar, Grétu Garð- arsdóttur flugfreyju; þau skildu; 3) Friðrik, f. 1957, við- skiptafræðingur, kvæntur Hildi Amma Gulla hét hún okkar á milli í fjölskyldunni og var með sínum hætti eins og sólin á spor- baug kringum börn sín, systkin og tengdafólk og lét til sín taka þar sem hún taldi aðstoðar sinn- ar þörf, kraftbirting dugnaðar og starfsgleði og miklaði aldrei fyrir sér verkahringinn. Hún hélt að óléttu væri lokið þegar tvö börn voru fædd – nýja húsið við Laugarásveg var bara með tveimur barnaherbergjum – en svo fæddust fimm í viðbót, kjall- arinn smáfylltist. Jóhann sá um að skaffa, hún annaðist heimilið, eldaði mat, þreif, hélt stórveisl- ur, saumaði barnaföt; raulaði gjarnan sálmalög með nál milli fingra. Hún var einkar smekk- lega klædd og glæsileg kona í alla staði; oft stórtæk í innkaup- um. „Mútta er eldur í fé“ sagði Jóhann stundum og kímdi; hún kunni ekki að spara. Hún hlust- aði á fornsögur og sótti nám- skeið Jóns Bö, þuldi ljóð og vís- ur. Hún var stolt og býsna geðrík ef henni fannst á sig hall- að; langrækin ef illa var gert á hennar hlut og tvinnaði sterk- lega eins og þau fleiri systkin og lærðu það í föðurhúsum. En hún var að jafnaði glöð, hláturmild og einstaklega greiðvikin, stór- höfðingi heim að sækja – og af- ar skemmtileg. Hún ræktaði skóg uppi við Selvatn, helgaði sér sífellt stærri skika af beitar- landinu með því að gróðursetja eitt eða kannski tvö tré í þúfu „til að verða sýnileg“ – og Jó- hann gafst upp og fór með hrossin á næstu sléttu. Hún hreif alla með sér í ákafa sínum og dugnaði. Við Selvatn átti hún sínar sælustu stundir. Þar bjó hún ein í meira en áratug með hundi, fuglum og músum á hlaði og púaði stóra vindla, gestaglöð; þrestirnir urðu svo feitir að þeir komust ekki til heitu landanna. Hún ólst upp á Þórshöfn og í Borgarnesi og var uppátækja- söm. Hana langaði til að læra og vildi kosta námið sjálf, réðst því sem ráðskona í vegavinnuflokk í Borgarfirði 16, 17 ára og sauð til skiptis lax og hrossakjöt og bakaði daglega. Dreif sig síðan í Versló en námið varð enda- sleppt: Jóhann birtist, kannski ekki á hvítum hesti, en þau urðu ástfangin eins og unglingar og sú hrifning varði til lokadags. Þau voru mikið saman, enda einstakir vinir og milli þeirra fóru aldrei styggðaryrði. Það varð mikið tóm í lífi ömmu Gullu þegar hann dó. Kannski var það þess vegna sem hún varð ölkær eftir miðjan aldur. Það skyggði stundum á reisn hennar, en mannkostirnir voru slíkir að hún náði vopnum sínum á ný, stund- um særð. „Ég er sjálfstæð kona,“ sagði hún þegar einhver „veitti henni hómilíur“. Þetta veikti baráttu hennar við Elli kerlingu. Eftir sem áður varð- veitti hún skopskyn sitt, sem stundum var gráglettið, og orð- heppin var hún enn sem fyrr. Henni féll einkar illa að geta ekki gert alla hluti sjálf og stundum brást hún reið við þeim sem vildu hjálpa henni. Lífið var henni þungbært síð- ustu misserin og hún spurði þráfaldlega af hverju hún fengi ekki að fara þegar hún frétti andlát kunningja. Að leiðar- lokum þakka ég tengdamóður minni fyrir tæplega hálfrar ald- ar samleið. Hún var tryggðatröll sem var gott að eiga að. Ég mun ávallt minnast hennar með gleði og þakklæti. Sölvi Sveinsson. Það verða senn 33 ár síðan amma Gulla tók mig undir sinn trausta verndarvæng. Tæplega tvítugan unglinginn sem flutti inn til næstyngstu dótturinnar. Gulla var nýbúin að missa Jó- hann sinn, einungis tvær yngstu dæturnar af sjö börnum voru eftir heima og hún sagðist bros- andi fagna því að fá karlmann aftur á heimilið og dekraði við okkur unga fólkið, kraftmikil og vinnusöm eins og hún alltaf var. Það var veisla í öll mál og frek- ar eins og níu væru enn í heimili en aðeins fjögur, og tengda- sonurinn verðandi komst ekki upp með mótmæli þegar tekið var að þvo af honum og strauja, meira að segja nærfötin. Við Ingibjörg réðumst fljót- lega í framkvæmdir í samvinnu við Gullu og breyttum hluta kjallarans í húsinu stóra við Laugarásveg í íbúð, þar sem áð- ur voru geymslur og vinnuher- bergi. Og sambýlið var fram- úrskarandi. Um nokkurra ára skeið vorum við í framhaldsnámi erlendis en fluttum um tíma aft- ur inn eftir heimkomuna; kom- um með kött frá New York og læðan sú var ekki lengi að átta sig á því hvers konar gæðablóð amman á efri hæðinni væri – þegar við Ingibjörg héldum í vinnu fór kisa upp tröppurnar með eftirlætisleikfang sitt í kjaftinum og beið þar til Gulla hleypti henni inn. Enda fékk hún þar góð atlot, skinku og harðfisk, og fékk að heyra upp- lestur Einars Ólafs Sveinssonar á Njálu sem hljómaði þar oftar en ekki hátt úr hátölurum, auk upplesturs á öðrum Íslendinga- sögum sem Gulla unni og naut að vitna í. Ættmóðirin passaði alla tíð upp á allt sitt fólk, og dýrin líka. Þegar voraði flutti Gulla ætíð sumarlangt upp í sælureit sinn við Selvatn. Hvergi undir hún sér betur og þegar hún var orð- in ein í heimili með hund sér við hlið flutti hún alfarin í bústað- inn, þar sem hún bjó í áratug í þeirri gróðurparadís sem hún hafði skapað af stórhug, krafti og framsýni, allt þar til hún kom sér fyrir í þjónustuíbúð í Mos- fellsbæ. Gulla var sjálfstæð, sterk og stolt. Það heyrðust sögur af skrautlegum uppátækjum í upp- vexti í læknisinsbústaðnum á Þórshöfn, ekki endilega allar sannar, en fjölskyldan flutti svo til Borgarness þegar hún var að komast á unglingsár þar sem Eggert varð héraðslæknir. Bestu sögurnar sagði hún sjálf enda góður sögumaður; sögur af Jóhanni sínum, af ferðalögunum góðu sem þau fór í, til að mynda að heimsækja Halldór bróður hennar í Los Angeles, sem var henni svo kær, eða seinna um söguslóðir Mið-Austurlanda. Hún naut þess að spjalla um ættingja, lífs sem liðna; Briem- fólk úr föðurleggnum sem móð- urættina úr Breiðafirðinum; og stundum fór hún jafnvel kerskn- islega með blautlegar vísur og leiddist það ekki. Því Gulla var afar skemmtileg, samkvæmisl- jón sem naut sín í góðum fé- lagsskap; hún var fræg fyrir veislur sem hún undirbjó af miklum metnaði og naut þess að fá fólk heim. Og áhugamálin voru mörg, hún naut þess til að mynda að fara á skíði, heima og erlendis, og síðustu árin missti hún varla af leik í sjónvarpi með Chelsea-liðinu. Gulla var ættmóðir upp á gamla mátann enda afkom- endurnir margir, nálgast hálft hundrað. Og hún bar hag þeirra allra fyrir brjósti. Dætur mínar hafa notið þess að eiga góða og áhugasama ömmu að en hún vildi fá frá þeim skýrslur um nám, störf og lífsins ævintýr. Þegar ég var farinn að stunda veiðar spurði hún gjarnan um það og gladdist þegar ég loksins komst til veiða í Hafralónsá og Ormarsá, sem Jóhann hafði á leigu um tíma – þá var rætt um hyli og strengi af þekkingu. Enn á ég eftir að kasta flugu í Gunn- laugarhyl í Deildará sem kennd- ur er við hana, enda fékk hún þar eitt sinn tvo laxa í einu kasti – slíkt leika ekki margir eftir. Við ferðalok er ég Gullu þakklátur fyrir höfðinglegar móttökurnar á sínum tíma, tryggðina, samverustundirnar og alla skemmtunina. Einar Falur. Amma Gulla var einhver mesta karlremba sem ég hef kynnst. Í boðum átti hún til að bjóða strákunum upp á bjór en stelpunum, dætrum sínum upp á hálfa coke light til að blanda í afganginn. Ég man vel eftir jólaboði fyrir nokkrum árum, þegar amma byrjaði að tala um að hún væri ekki of sátt við kon- ur á þingi, þær kvörtuðu svo mikið. Gestum varð mikið um og munaði minnstu að mamma gripi fyrir eyrun á mér. Í júlí í fyrra varð amma níræð og af því tilefni var slegið upp heljarinnar veislu, amma sætti sig ekki við neitt slor og bað sérstaklega um karlkyns skemmtikraft. Úr varð að stórsöngvarinn Geir Ólafs mætti, tók nokkur lög og hafði orð á því að hún Anna væri glæsilegasta kona landsins. Þar hitti Geir naglann á höfuðið en amma var ekki bara glæsileg heldur einhver sterkasta, þrjóskasta, duglegasta og fram- takssamasta kona sem ég hef vitað um. Amma sinnti aldrei neinu sem hún kom nálægt af hálfum hug heldur tók hlutina alla leið og skrefinu lengra en það. Hún fæddi og ól upp sjö börn og þeg- ar hún ákvað að ráðast í þjóð- búningasaum sætti hún sig ekki við hvaða uppskrift sem var heldur fékk leyfi frá Þjóðminja- safninu til að sauma eftir upp- hlutunum í safneigninni. Áhuga sínum á garðrækt fullnægði hún svo aldeilis ekki með því að dúll- ast ein úti í blómabeði, heldur betur ekki; eitt sumarið réð hún tvo menn í vinnu með stórvirkar vinnuvélar sem hún verkstýrði með harðri hendi sumarlangt við skógrækt við sumarbústað- inn. Nýlegra dæmi um fram- takssemi ömmu er frá því að hún flutti í þjónustuíbúð fyrir aldraða og reiddist því að ekki var borinn fram þar smjör- steiktur laukur með steiktum fiski. Amma tók sig þá til, keypti nokkur kíló af lauk og steikti fyrir alla gamlingjana næst þegar fiskur var í matinn. Upp frá þessu var aldrei borinn fram fiskur án steikts lauks í matsalnum, enda annað fráleitt. Amma reyndi alla tíð að fá sem mest út úr lífinu og hafa það skemmtilegt. Hún ólst upp úti á landi og sem stelpa var hún mikill prakkari. Einu sinni sagði hún mér sögu af því þegar hún stal hesti á Þórshöfn og fór ríðandi á honum í messu en það var helsta afþreyingin í þeim bæ! Hún vildi ekki sitja heima eins og jafnöldrur sínar og dunda sér við prjónaskap heldur vildi hún skemmta sér með strákunum og lét engar mót- bárur stoppa sig í þeim ásetn- ingi. Þegar hún var eldri og með uppkomin börn spilaði amma bridge og fékk sér í tána með köllunum á meðan konurnar þeirra stússuðust við eitthvað annað. Bara amma og strák- arnir. Stundum hef ég hugsað hvort ástæða þess að amma hélt á yfirborðinu meira upp á karl- kynið, hafi verið sú að í kringum Anna Gunnlaug Eggertsdóttir Útfararþjónusta & lögfræðiþjónusta Við önnumst alla þætti undirbúnings og fram- kvæmd útfarar ásamt vinnu við dánarbússkiptin. Við þjónum með virðingu og umhyggju að leiðarljósi og af faglegum metnaði. Emilía Jónsdóttir, félagsráðgjafi Við erum til staðar þegar þú þarft á okkur að halda Vesturhlíð 9, Fossvogi | Sími 551 1266 | útför.is Með kærleik og virðingu Útfararstofa Kirkjugarðanna ✝ GuðrúnStraumfjörð fæddist í Reykja- vík 24. maí 1911. Hún lést 17. jan- úar 2019. Foreldrar henn- ar voru: Ragnheið- ur Valby Jóns- dóttir, f. 31. júlí 1877, d. 19. nóv- ember 1958, og maður hennar Jón Jónasson Straumfjörð, f. 2. nóvember 1874, d. 2. mars 1938. Árið 1934 gekk hún að eiga Ólaf Þórðarson fulltrúa, f. 8. desember 1902, d. 19. desem- ber 1977. Þau eignuðust einn son, Jón Þórð Ólafsson, f. 21. júní 1941. Guðrún og Ólafur slitu sam- vistum. Jón sonur þeirra eignaðist tvo syni með þáverandi eig- inkonu sinni Brynju Ingimund- ardóttur, f. 22. júní 1942. Syn- ir þeirra eru: 1) Ólafur Örn, f. 18. ágúst. 1966, kvæntur Guð- rúnu Örnu Björns- dóttur, f. 7. apríl 1972. Dóttir þeirra er Jóhanna Brynja, f. 23. des- ember 2003. 2) Kjartan Ingi, f. 12. september 1971. Dóttir hans með barnsmóður hans, Höllu Hall- marsdóttur er Nanna Líf, f. 13. ágúst 2004. Guðrún ólst upp í Reykjavík þar sem faðir hennar starfaði sem skósmiður og síðar sem húsvörður á pósthúsinu í Reykjavík. Hún var við nám í Verslunarskóla Íslands einn vetur og starfaði síðan við verslunar- og skrifstofustörf lengst af, og síðast hjá Skipa- útgerð ríkisins, síðar Rík- isskipum, sem aðstoðar- gjaldkeri í 25 ár eða til ársins 1981 er hún lét af störfum skv. aldursákvæðum. Útför Guðrúnar fór fram í kyrrþey 31. janúar 2019. Mig langar að minnast elsku Dídíar með nokkrum orðum. Hún og mamma mín byrjuðu saman í sjö ára bekk og voru vinkonur alla tíð á meðan mamma lifði. Ég kallaði hana alltaf Dídí frænku og hélt að hún væri frænka mín þar til ég vel stálpuð áttaði mig á að hún var „bara“ vinkona mömmu, ekki frænka. Dídí eyddi síðustu 13 árun- um á Sóltúni þar sem ég heim- sótti hana oft. Einhver var að segja að það væri fallegt af mér en þetta var alls ekki síður fyr- ir mig en hana. Það var svo gaman að tala við hana og heyra hana segja frá gömlum dögum – og það sem hún mundi, orðrétt samtöl sem áttu sér stað fyrir mörgum áratug- um og fleira og fleira. Hún lék sér að því að segja mér hver hefði búið í hverju einasta húsi á Vesturgötunni og líka hvað hefði verið til húsa í hverju húsi á Hverfisgötunni, mann- eskjan komin á 108. aldursár. Hún sagði bæði í gamni og al- vöru að minnið ætti hún því að þakka hvað hún spilaði mikið bridds en það gerði hún nánast daglega í mörg ár eftir að hún hætti að vinna og grínaðist með að það væri vinnan hennar. Hún var ekki sú gamla kona sem beið eftir að maður hefði samband, heldur hringdi sjálf til skiptis við mig á meðan hún gat vegna sjónarinnar sem var farin mikið að daprast. Þetta var jafningjasamband hjá okk- ur. Fram á síðasta dag nánast fylgdist hún með öllu mínu fólki og spurði hvernig þessi og hinn hefði það. Hún Dídí hafði mjög skemmtilegan húmor og hennar uppáhald voru stúlkurnar á Sóltúni sem voru til í að grínast með henni. Það verður mikið tóm að heyra ekki í henni dag- lega, þó samtölin gengju stund- um ekki út á annað en hvernig maturinn hefði verið og líðanin hjá okkur báðum og svo að bjóða góða nótt. Það var tóm- legt að koma í Fríhöfnina í gær og fara ekki að kaupa Lindt-súkkulaðikúlur en hún var mikill sælkeri og óspör á að bjóða; „fáðu þér kúlu“. Jón sonur hennar eða Nonni kom nánast daglega til hennar og/eða var í símasambandi. Hún mat þetta mikils og sagði oft við mig að hún ætti besta son í heimi. Ég votta honum og hans börnum, barnabörnum og tengdadóttur samúð mína og þakka henni samfylgdina öll þessi ár. Margrét S. Pálsdóttir. Guðrún Unnur Valby Jónsdóttir Straumfjörð
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.