Morgunblaðið - 07.02.2019, Side 59
MENNING 59
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. FEBRÚAR 2019
AF LEIKLIST
Silja Björk Huldudóttir
silja@mbl.is
Krakkar skrifa var yfirskriftsýningar sem sýnd var tvisv-ar sinnum á Litla sviði Borg-
arleikhússins um liðna helgi. Þar
voru á tæpum klukkutíma sýnd
stuttverkin Tölvuvírusinn eftir
Iðunni Ólöfu Berndsen og Friðþjófur
á geimflakki eftir Sunnu Stellu
Stefánsdóttur. Iðunn Ólöf, sem er 11
ára, og Sunna Stella, sem er 7 ára,
unnu leikritasamkeppnina Krakkar
skrifa sem Borgarleikhúsið stóð að í
samstarfi við RÚV og KrakkaRÚV
og ætluð var börnum á aldrinum 6-12
ára, hvaðanæva af landinu.
Samkvæmt upplýsingum frá
leikhúsinu bárust alls hátt í 50 leikrit
í samkeppnina sem er til merkis um
sköpunargleði ungviðisins sem sam-
félaginu ber skylda til að leggja rækt
við. Skapandi hugsun eflir okkur sem
manneskjur, hún hjálpar okkur að
hugsa út fyrir rammann og finna nýj-
ar og jafnvel óvæntar lausnir. Skap-
andi hugsun er því eitt besta vega-
nestið sem við getum gefið börnum
okkar til framtíðar. Önnur frum-
skylda okkar í samskiptum við börn
er að hlusta á þau og meðtaka hvað
þau hafa að segja. Hvernig líður
þeim, hvað brennur á þeim, hvað
veldur þeim áhyggjum og hvað gerir
þau hamingjusöm?
Í Tölvuvírusnum beinir Iðunn
Ólöf sjónum sínum að snjall-
tækjavæðingu samfélagsins sem
slævir notendur og dregur úr per-
sónulegum samskiptum. Á sama
tíma birtir hún okkur mynd af full-
orðinni manneskju sem við fyrstu
sýn þolir ekki hávaðann sem fylgir
börnum að leik, en er í reynd fyrst og
fremst einmana og telur sig einangr-
aða af aldri sínum. Þegar tækifæri
gefst til að ræða málin og allir skilja
hvernig í pottinn er búið næst lausn
sem allir geta verið sáttir við.
Jóhann Sigurðarson gerði sér
mat úr hlutverki hinnar einmana
Hólmfríðar sem með einföldu dul-
argervi breytti sér í Krúsilínu tölvu-
kennara sem bar ábyrgð á því að allir
nemendur skólans soguðust inn í
snjalltækin sem hún dreifði til þeirra.
Anna María Tómasdóttir, Edda
Björg Eyjólfsdóttir, Davíð Þór Katr-
ínarson, Halldór Gylfason og Har-
aldur Ari Stefánsson voru skemmti-
leg í hlutverkum nemenda.
Vinátta og hugrekki voru leið-
arstef í Friðþjófi á geimflakki eftir
Sunnu Stellu þar sem ákveðin dulúð
sveif jafnframt yfir vötnum. Svart-
klæddir sögumenn kynntu bæinn
Skrifandi krakkar
Hæfileikaríkar Sunna Stella Stefánsdóttir og Iðunn Ólöf Berndsen.
Marglettis til leiks þar sem ormurinn
Brandur var, áður en leikurinn hófst,
horfinn inn í dularfult geimhol. Titil-
persónu verksins, hákarlinn Friðþjóf
(Haraldur Ari Stefánsson) langar að
ganga í augun á svala ofurhetju-
genginu í skólanum með súper Sónik
stökkinu sínu, en leitar ásjár hjá hol-
inu eftir að það mistekst. Áður en
hann veit af hefur hann sogast út í
geim þar sem hann hittir fyrir brjál-
aða og vonda vísindamanninn Halla
(Davíð Þór Katrínarson). Þegar
Friðþjófur snýr aftur eftir að hafa
bjargað Brandi vilja Bolli rostungur
(Halldór Gylfason) og Nóla kanína
(Anna María Tómasdóttir) í ofur-
hetjugenginu gjarnan umgangast
hann vegna frægðar hans, en Mína
sauðkind (Edda Björg Eyjólfsdóttir)
minnir hann á að sannir vinir eru allt-
af til staðar óháð frægð eða vel-
gengni.
Einföld leikmynd Önnu Maríu
Tómasdóttur, þar sem rauðu leik-
hústjöldin voru áberandi, þjónaði
báðum verkum vel. Búningar fyrra
verksins tóku mið af klæðnaði
krakka samtímans, en í seinna verk-
inu lék Anna María sér skemmtilega
með bæði ofurhetjubúninga og út-
færslu persónanna sem dýra við
mikla kátínu áhorfenda, sem voru í
miklum meirihluta í yngri kantinum.
Myndband Elmars Þórarinssonar
sem varpað var á skjá ofan við sviðið
bætti miklu við heildarupplifunina.
Greinilegt var að uppfærslan
hafði verið unnin hratt. Hráleikinn
og afslöppuð nálgun leikhópsins,
undir stjórn Halldórs Gylfasonar, í
bland við hátt orkustig þjónaði hins
vegar naífum efniviðnum einstaklega
vel. Þegar brúa þurfti bil í skipt-
ingum nýttu leikarar tækifærið til að
ræða við áhorfendur og spyrja hvort
þeir væru að semja sínar eigin sögur
og leikrit. Af svörum þeirra að dæma
eru krakkarnir duglegir að skapa og
virkja ímyndunaraflið. Vonandi gef-
ast þeim áfram sem flest tækifæri til
að virkja sköpunargáfu sína. Og von-
andi er leikritasamkeppnin Krakkar
skrifar komin til að vera, því það er
óneitanlega mikilvæg hvatning fyrir
unga höfunda að eiga þess kost að sjá
hugmyndir sínar lifna við á leiksvið-
inu.
» Skapandi hugsuner því eitt besta
veganestið sem við get-
um gefið börnum okkar
til framtíðar.
Rússneski píanistinn Denis Kozhukhin leikur einleik í
Píanókonsert nr. 2 eftir Sergei Prokofíev undir stjórn
spænska hljómsveitarstjórans Antonios Méndez á tón-
leikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands í Hörpu í kvöld kl.
19.30. Á efnisskránni eru einnig Örsmá eilífðarbrot eft-
ir Atla Heimi Sveinsson og Sinfónía nr. 4 eftir Johannes
Brahms. Tónleikakynning hefst í Hörpuhorni kl. 18 og
bein útsending frá tónleikunum á Rás 1 kl. 19.27.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Kozhukhin leikur Prokofíev í kvöld
Ronja Ræningjadóttir (Stóra sviðið)
Sun 10/2 kl. 13:00 38.sýn Sun 10/3 kl. 13:00 46.sýn Sun 7/4 kl. 13:00 50.sýn
Sun 10/2 kl. 16:00 39.sýn Sun 10/3 kl. 16:00 47.sýn Sun 7/4 kl. 16:00 51.sýn
Sun 17/2 kl. 13:00 40.sýn Sun 17/3 kl. 13:00 Aukas. Sun 14/4 kl. 13:00 52.sýn
Sun 17/2 kl. 16:00 41.sýn Sun 17/3 kl. 16:00 48.sýn Sun 14/4 kl. 16:00 53.sýn
Sun 24/2 kl. 13:00 42.sýn Sun 24/3 kl. 13:00 Auka Sun 28/4 kl. 13:00 Aukas.
Sun 24/2 kl. 16:00 43.sýn Sun 24/3 kl. 16:00 Auka Sun 28/4 kl. 16:00 Aukas.
Sun 3/3 kl. 13:00 44.sýn Sun 31/3 kl. 13:00 Auka Sun 5/5 kl. 13:00 Aukas.
Sun 3/3 kl. 16:00 45.sýn Sun 31/3 kl. 16:00 49.sýn Sun 5/5 kl. 16:00 Aukas.
Stórskemmtilegur og æsispennandi söngleikur fyrir alla fjölskylduna!
Einræðisherrann (Stóra Sviðið)
Fös 8/2 kl. 19:30 Auka Lau 16/2 kl. 19:30 13.sýn Lau 2/3 kl. 19:30 15.sýn
Lau 9/2 kl. 19:30 12.sýn Fös 22/2 kl. 19:30 Auka Fös 8/3 kl. 19:30 Aukas.
Fös 15/2 kl. 19:30 Aukas. Lau 23/2 kl. 19:30 14.sýn
Siggi Sigurjóns mætir Charlie Chaplin!
Jónsmessunæturdraumur (Stóra sviðið)
Mið 27/2 kl. 19:30 Fors. Fös 15/3 kl. 19:30 3.sýn Lau 6/4 kl. 19:30 7.sýn
Fim 28/2 kl. 19:30 Fors. Lau 16/3 kl. 19:30 4.sýn Fös 12/4 kl. 19:30 8.sýn
Fös 1/3 kl. 19:30 Frums Fös 22/3 kl. 19:30 5.sýn
Fim 7/3 kl. 19:30 2.sýn Lau 30/3 kl. 19:30 6.sýn
Fyndinn og erótískur gamanleikur
Þitt eigið leikrit (Kúlan)
Fim 7/2 kl. 18:00 Aukas. Fös 1/3 kl. 18:00 11.sýn Lau 23/3 kl. 15:00 16.sýn
Fös 8/2 kl. 18:00 4.sýn Lau 2/3 kl. 15:00 12.sýn Lau 23/3 kl. 17:00 17.sýn
Lau 9/2 kl. 15:00 5.sýn Lau 2/3 kl. 17:00 Auka Sun 24/3 kl. 15:00 18.sýn
Fim 14/2 kl. 18:00 6.sýn Fös 8/3 kl. 18:00 Auka Sun 24/3 kl. 17:00 19.sýn
Fös 15/2 kl. 18:00 7.sýn Lau 9/3 kl. 15:00 14.sýn Lau 30/3 kl. 15:00 20.sýn
Lau 16/2 kl. 15:00 8.sýn Lau 9/3 kl. 17:00 Auka Sun 31/3 kl. 15:00 21.sýn
Fim 21/2 kl. 18:00 9.sýn Sun 17/3 kl. 15:00 15.sýn Sun 31/3 kl. 17:00 22.sýn
Lau 23/2 kl. 15:00 10.sýn Sun 17/3 kl. 17:00 Auka
Það er þitt að ákveða hvað gerist næst!
Súper - þar sem kjöt snýst um fólk (Kassinn)
Lau 16/3 kl. 19:30 Frums Fim 28/3 kl. 19:30 5.sýn Lau 6/4 kl. 19:30 8.sýn
Mið 20/3 kl. 19:30 2.sýn Lau 30/3 kl. 19:30 6.sýn Fim 11/4 kl. 19:30 9.sýn
Fim 21/3 kl. 19:30 3.sýn Mið 3/4 kl. 19:30 Aukas. Fös 12/4 kl. 19:30 10.sýn
Fös 22/3 kl. 19:30 4.sýn Fim 4/4 kl. 19:30 7.sýn
Velkomin heim (Kassinn)
Lau 9/2 kl. 19:30 3.sýn Sun 10/2 kl. 19:30 4.sýn Fös 15/2 kl. 19:30 5.sýn
Improv Ísland (Þjóðleikhúskjallari)
Mið 13/2 kl. 20:00 Mið 27/2 kl. 20:00 Mið 13/3 kl. 20:00
Mið 20/2 kl. 20:00 Mið 6/3 kl. 20:00
Spunasýningarnar vinsælu snúa aftur - engin sýning eins!
Mið-Ísland (Þjóðleikhúskjallarinn)
Fim 7/2 kl. 19:30 Fös 15/2 kl. 19:30 Fös 22/2 kl. 22:00
Fös 8/2 kl. 19:30 Fös 15/2 kl. 22:00 Lau 23/2 kl. 19:30
Fös 8/2 kl. 22:00 Lau 16/2 kl. 19:30 Lau 23/2 kl. 22:00
Lau 9/2 kl. 19:30 Lau 16/2 kl. 22:00 Sun 24/2 kl. 21:00
Lau 9/2 kl. 22:00 Fim 21/2 kl. 19:30 Mán 25/2 kl. 22:00
Fim 14/2 kl. 19:30 Fös 22/2 kl. 19:30 Fim 28/2 kl. 19:30
Bara Góðar - Uppistandssýning (Þjóðleikhúskjallarinn)
Sun 17/2 kl. 20:00
leikhusid.is | midasala@leikhusid.is | 551 1200
BORGARLEIKHÚSIÐ
Kynntu þér nýjan tapas-matseðil Leikhúsbarsins
á borgarleikhus.is
Miðasala | 568 8000 | borgarleikhus.is
Matthildur (Stóra sviðið)
Fös 15/3 kl. 19:00 Frums. Sun 24/3 kl. 19:00 8. s Mið 10/4 kl. 19:00 17. s
Lau 16/3 kl. 19:00 2. s Mið 27/3 kl. 19:00 9. s Fös 12/4 kl. 19:00 18. s
Sun 17/3 kl. 19:00 3. s Fim 28/3 kl. 19:00 10. s Lau 13/4 kl. 13:00 19. s
Mið 20/3 kl. 19:00 4. s Sun 31/3 kl. 19:00 12. s Sun 14/4 kl. 19:00 20. s
Fim 21/3 kl. 19:00 5. s Mið 3/4 kl. 19:00 13. s Þri 16/4 kl. 19:00 21. s
Fös 22/3 kl. 19:00 6. s Fös 5/4 kl. 19:00 15. s Mið 24/4 kl. 19:00 22. s
Lau 23/3 kl. 19:00 7. s Sun 7/4 kl. 19:00 16. s Fim 25/4 kl. 19:00 23. s
Miðasalan er hafin!
Elly (Stóra sviðið)
Fim 7/2 kl. 20:00 199. s Lau 16/2 kl. 20:00 202. s Fös 1/3 kl. 20:00 205. s
Lau 9/2 kl. 20:00 200. s Fös 22/2 kl. 20:00 203. s Lau 2/3 kl. 20:00 206. s
Fös 15/2 kl. 20:00 201. s Lau 23/2 kl. 20:00 204. s
Sýningum lýkur í mars.
Ríkharður III (Stóra sviðið)
Sun 10/2 kl. 20:00 11. s Fim 21/2 kl. 20:00 13. s
Sun 17/2 kl. 20:00 12. s Sun 3/3 kl. 20:00 14. s
5 stjörnur - ÞT. Morgunblaðið / 5 stjörnur - SJ. Fréttablaðið
Fólk, staðir og hlutir (Litla sviðið)
Mið 13/2 kl. 20:00 33. s Fös 22/2 kl. 20:00 38. s Fös 1/3 kl. 20:00 43. s
Fim 14/2 kl. 20:00 34. s Lau 23/2 kl. 20:00 39. s Lau 2/3 kl. 20:00 44. s
Fös 15/2 kl. 20:00 35. s Sun 24/2 kl. 20:00 40. s Mið 6/3 kl. 20:00 45. s
Lau 16/2 kl. 20:00 36. s Mið 27/2 kl. 20:00 41. s Fim 7/3 kl. 20:00 46. s
Mið 20/2 kl. 20:00 37. s Fim 28/2 kl. 20:00 42. s Fös 8/3 kl. 20:00 47. s
Athugið, takmarkaður sýningafjöldi.
Kvenfólk (Nýja sviðið)
Fös 8/2 kl. 20:00 28. s Fim 14/2 kl. 20:00 31. s Sun 24/2 kl. 20:00 38. s
Lau 9/2 kl. 20:00 29. s Sun 17/2 kl. 20:00 32. s
Sun 10/2 kl. 20:00 30. s Fös 22/2 kl. 20:00 37. s
Drepfyndin sagnfræði með söngvum.
Kæra Jelena (Litla sviðið)
Fös 12/4 kl. 20:00 Frums. Mið 24/4 kl. 20:00 5. s Fim 2/5 kl. 20:00 9. s
Lau 13/4 kl. 20:00 2. s Fim 25/4 kl. 20:00 6. s Fös 3/5 kl. 20:00 10. s
Sun 14/4 kl. 20:00 3. s Fös 26/4 kl. 20:00 7. s Sun 5/5 kl. 20:00 11. s
Þri 16/4 kl. 20:00 4. s Sun 28/4 kl. 20:00 8. s Mið 8/5 kl. 20:00 12. s
Kvöld sem breytir lífi þínu.
Kvöldvaka með Jóni Gnarr (Litla sviðið)
Lau 13/4 kl. 20:00 aukas.
Aukasýning komin í sölu.
Ég dey (Nýja sviðið)
Fim 7/2 kl. 20:00 9. s Fös 15/2 kl. 20:00 10. s
Síðustu sýningar.
Allt sem er frábært (Litla sviðið)
Lau 4/5 kl. 20:00 aukas. Fim 9/5 kl. 20:00 aukas. Lau 11/5 kl. 20:00 aukas.
Aukasýningar vegna mikillar eftirspurnar!