Morgunblaðið - 07.02.2019, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 07.02.2019, Blaðsíða 60
60 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. FEBRÚAR 2019 VIÐTAL Guðrún Erlingsdóttir ge@mbl.is Ég kom til Íslands fyrir tveimur og hálfu ári með Still standing sem ég dansaði og samdi með portúgalska dansaranum Guilherme Garrido. Þetta var dúettdansverk sem við fluttum naktir í Tjarnarbíói,“ segir Pieter Ampe, belgískur danshöf- undur sem stjórnar Íslenska dans- flokkum í verkinu Um hvað syngjum við sem frumsýnt verður á Stóra sviði Borgarleikhúsins annað kvöld. Um hvað syngjum við er annað verkið sem Ampe semur fyrir stóran hóp dansara. Fyrra verkið, Get lost, samdi hann fyrir Carte Blanchem, nútímadansflokk Norðmanna. Ampe segir að Erna Ómarsdóttir, listdansstjóri Íslenska dansflokks- ins, hafi komið að máli við sig eftir flutninginn á Still standing og óskað eftir að hann semdi verk fyrir hóp. „Við Erna vissum hvort af öðru, lærðum í sama skóla en ekki á sama tíma. Ég sagði nei við Ernu af því að ég vissi ekki hvernig ég ætti að búa til verk fyrir hóp. Ég ákvað síðar að semja verk fyrir norskan nútíma- danshóp en ég hafði áttað mig á því að ef ég prófaði það aldrei myndi ég ekki vita hvort ég gæti samið fyrir hóp,“ segir hann og bætir við að þeg- ar Erna hafði samband aftur hafi hann slegið til. Ampe segir að í Noregi hafi hann fengið aðstoðarfólk með sér og hafi sem dæmi fundað mánaðarlega með búningahönuðum og öðrum þeim sem komu að verkinu. Á Íslandi sé þetta minna í sniðum en samvinnan við dansarana og aðra sem þátt eiga í verkinu þeim mun meiri og það hafi tekið hann lengri tíma að finna fast land undir fótum. Ampe segir Jakob bróður sinn sjá um tónlist, raddsetn- ingu og raddþjálfun, Barbara Dem- aret veiti dramatúrgíska aðstoð og Valdimar Jóhannsson sjái um ljós og leynda aðstoð. Hann bætir við að það ljái danshópnum sem tekur þátt í Um hvað syngjum við aukna dýpt að í honum skuli vera fjórir íslenskir dansarar; Elín Signý Weywadt Ragnarsdóttir, Erna Gunnarsdóttir, Sigurður Andrean Sigurgeirsson og Una Björg Bjarnadóttir, en auk þeirra eru fjórir erlendir dansarar, Charmene Pang, Felix Urbina Alej- andre, Shota Inoue og Tilly Sordat. „Ég tel það skipta miklu máli að allir sem koma að verkinu upplifi sig jafna, hver og einn hafi rödd og sé tekinn alvarlega. Ég ákvað að leggja fram spurninguna Um hvað syngj- um við á fyrsta fundi mínum með Ís- lenska dansflokknum,“ segir Ampe, sem þykir það sérstakt á Íslandi hvað fjölskyldur og vinir eru í nánu sambandi. Sú nánd geri það að verk- um að fólk á erfiðara með að opna sig þar sem þræðirnir liggja víða. Þetta sé í senn gagnsætt umhverfi, fallegt og ógnvænlegt. „Á fyrsta fundinum lét ég dansara segja frá sjálfum sér og út frá þeim svörum þróaðist verkið, þar sem spurningum er svarað í söng og dansi.“ Hann segir suma hafa verið alveg skýra á því sem þeir vildu segja en aðrir hafi verið mjög óskýrir. „Dansararnir þurfa að ákveða hvað þeir vilja skapa og með hvernig hreyfingum. Að lokum þarf allt að spila saman; hreyfingar, túlkun og tónlist,“ segir Ampe og hlakkar til að flytja dansverkið á Stóra sviðinu, sem hann segir mikla áskorun og hann hafi haft efasemdir um í fyrstu. „En sviðið virðist gott og þegar dansarar eru í tengslum við sjálfa sig tengjast þeir áhorfendum, sama hver stærð sviðsins er, og þá getur mynd- ast alveg alveg ótrúleg orka,“ segir hann og kveðst aldrei taka umdeild mál með á sviðið eins og pólitík eða umhverfismál. Íslendingar mjög sjálfstæðir „Ég hefði getað valið að búa til dansverk úr sögu en ákvað frekar að fá svar við spurningunni Um hvað syngjum við, sem er afskaplega pirr- andi spurning og á vissum tímapunkti hafa allir dansararnir orðið ringlaðir vegna hennar. Það kom vel í ljós í vinnunni við sýninguna hversu mis- munandi fólk upplifir hlutina, t.d. hvernig foreldar tala hvort við ann- að. Íslendingar eru mjög sjálfstæðir og leggja mikla áherslu á að standa með sjálfum sér. Mér finnst íslensk- ar konur sértaklega sjálfstæðar og vilja ekki þurfa að reiða sig á neinn,“ segir Ampe sem telur að munurinn á dansi og leikhúsi sé sá að í dansinum þurfi allir að vera í líkamlega góðu formi og þurfi ekki að tengja sig við texta heldur nota líkamann til að túlka tilfinningar. „Ég valdi í Um hvað syngjum við að nota röddina líka og það var mörgum dansaranum erfitt að syngja einsöng þótt það væri ekkert mál að syngja í hóp,“ segir Ampe sem útskrifaðist úr dansnámi fyrir rúmum 10 árum. Hann segist ekki geta útskýrt hvers vegna hann valdi dans á annan hátt en þann að hann hafi haft mikla þörf fyrir að tjá sig á líkamlegan hátt. Hann segist líka vera með hugmynd að næsta verk- efni en ekki sé tímabært að segja frá henni. Ampe hefur dansað og samið fyrir sólódansara, dúó og nú stærri hópa. Árið 2012 samdi hann ásamt Jakobi bróður sínum og Alain Platel dúett- inn Attempt From The Disputes From The Past. „Við dönsuðum þar saman bræð- urnir og túlkuðum persónulega það sem við upplifðum í æsku. Við kom- um fram í Belgíu, Hollandi og fleiri stöðum í Evrópu. Dansinn okkar var svo persónulegur að áhorfendur sögðust hafa fundið fyrir bræðra- tilfinningunni í honum,“ segir Ampe og bætir við að í Still standing hafi í fyrstu ekki staðið til að dansa naktir. Á æfingum hafi hlutirnir þróast á þann veg að dansararnir tveir töldu sig geta tjáð sig með einlægari og skýrari hætti með því láta allt sjást og ekkert hægt að fela. Um hvað syngjum við á Stóra sviðinu  Pieter Ampe stýrir Íslenska dansflokknum í verki sem frumflutt verður á morgun  Hreyfingar, túlkun og tónlist þurfa að spila saman  Íslenskar konur sjálfstæðar og vilja engum vera háðar Morgunblaðið/Hari Danshöfundur Pieter Ampe segir fjölskyldur og vini nána á Íslandi. Dans Íslenski dansflokkurinn svarar með dansi spurningunni um hvað við syngjum á Stóra sviði Borgarleikhússins undir stjórn Pieters Ampes á föstudag. Ljósmynd/Jónatan Grétarsson SKRIFSTOFUHÚSGÖGN Síðumúli 35 | 108 Reykjavík | S. 568 2828 | www.holmris.is Bjóðum uppá húsgögn eftir marga fræga húsgagnahönnuði. Mörg vörumerki.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.