Morgunblaðið - 07.02.2019, Síða 64

Morgunblaðið - 07.02.2019, Síða 64
64 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. FEBRÚAR 2019 30-60% afsláttur af öllum útsöluvörum Bláu húsin v/Faxafen Sími 553 7355 • www.selena.is • Selena undirfataverslun • Næg bílastæði Útsölulok Undirföt • Sundföt Náttföt • Sloppar laugardaginn 9. febrúar 15% aukaafsláttur Það er alltaf kærkomið þegarút koma nýjar plötur meðíslenskum tónlistarkonum.Ekki það að ég haldi eitt- hvað meira upp á tónlist kvenna en karla, en það hefur bara verið mun minna framboð af íslenskum tónlist- arkonum en karlkyns kollegum þeirra í gegnum tíðina. Það var því með mikilli til- hlökkun sem ég hóf hlustun á fyrstu plötu GDRN sem nefn- ist Hvað ef. Sú breiðskífa hefur hlotið heilmikla athygli og var til að mynda ein af sex plötum sem hlutu Kraums- verðlaunin í lok síðasta árs. Inngangsstef, rúmlega 40 sek- úndna forleikur sem nefnist „Intro“, er það fyrsta sem maður heyrir á plötunni, og gefur sannarlega tóninn fyrir það sem koma skal. Það er til- finning í intróinu og svo í hverju ein- asta lagi sem kemur á eftir. Þar er þó alls ekki alltaf leitað í sömu til- finningu. Við erum svo sannarlega með ást, bæði platónska og líkamlega, svo er- um við með daður og leikgleði, jafn- vel þrá eða óendurgoldna ást. Við tekur traust og jafnvægi um miðbik plötunnar, þegar allt virðist leika í lyndi, en svo tekur við eftirsjá og depurð þegar sígur á seinni hluta plötunnar, og í laginu „Ein“ er svo lokauppgjör við allar tilfinningarnar. Það má vera að ég sé að tengja text- ana óþarflega mikið saman og búa til eins konar söguþráð, en þeir gætu náttúrlega túlkast á aðra vegu. Þarna er að minnsta kosti allt mor- andi í tilfinningum, um það efast enginn. Rödd Guðrúnar er það sem þessi tónlist snýst um og það er sjálf rödd- in sem er svo tilfinninga- og blæ- brigðarík að hún kallar einfaldlega á slíka texta og lagasmíðar fullar af bláum nótum. Því jú, þarna er um einhvers konar djasspopp eða sálar- fullt r og b-popp að ræða. Lögin eru auðvitað mis-poppuð; allt frá hinu næstum því klúbbvæna og daðrandi „Komdu yfir“ til hins bjarta og hreina „Án mín“, sem er eitt af betri lögum plötunnar. Þar minnir söng- lína ögn á hljómsveitir á borð við Moses Hightower: Laumulega flókin og djössuð en samt svo einföld, ber- strípuð og brotin. Þá á ég eftir að minnast á lög þar sem djössuð og heit tónlist frá ní- unda áratugnum kemur upp í kollinn sem áhrifavaldur, en mér datt til dæmis í hug tónlist hinnar stórkost- legu bresk-nígerísku Sade Adu. Þannig eru bæði titillagið, „Hvað ef“, og „Þarf þig“ og hið síðarnefnda er eiginlega allt of stutt miðað við hvað raddirnar þar eru flottar, en það er stysta lag plötunnar, einungis um tvær og hálf mínúta. Plötunni lýkur með ábreiðu af Frikka Dór-laginu „Hlið við hlið“ en það finnst mér mun verri endir en ef platan hefði bara endað á hinu fyrr- nefnda lagi „Ein“, en það er einmitt fyrsta lagið sem heyrðist frá GDRN, og hefði verið sniðugt sem lokalag, auk þess sem síðasta hálfa mínútan í því er einfaldlega eins og gerð til að vera endir á plötu. Þar brotnar allt niður og hægist og berstrípast og eftir stendur auðnin ein. Heildarstemning plötunnar er þó firnafín og þarf ekki að efast um að GDRN eigi erindi á íslenskan popp- markað, jafnvel að hún sé að fylla þar upp í ákveðið skarð íslenskra poppkvenna sem staðið hefur autt um tíma. Það eru þó djössuðustu hliðar hennar sem mér finnst áhuga- verðastar og gaman væri að heyra hana taka eitt skref í átt frá hinu út- varpsvæna og yfir í flóknara flæði. TLFNGR með GDRN Morgunblaðið/Hari Tilfinningagnótt „Þarna er að minnsta kosti allt morandi í tilfinningum, um það efast enginn,“ segir meðal annars í jákvæðri gagnrýni um fyrstu breiðskífu GDRN, Hvað ef. Rýnir segir heildarstemningu plötunnar firnafína. Popp GDRN – Hvað efbbbbn Fyrsta breiðskífa Guðrúnar Ýrar Eyfjörð, sem kallar sig GDRN. Alda Music gefur út. 2018. RAGNHEIÐUR EIRÍKSDÓTTIR TÓNLIST Enski söngvarinn og rokkarinn Ro- bert Plant, fyrrverandi forsprakki rokksveitarinnar Led Zeppelin, mun halda tónleika á tónlistar- hátíðinni Secret Solstice í Laugar- dal í sumar. Hátíðin verður haldin 21.-23. júní og mun Plant koma fram með hljómsveitinni Sensatio- nal Spaceshifters. Í fyrra var hálf öld liðin frá því Plant og félagar í Led Zeppelin gáfu út sína fyrstu breiðskífu og er Plant orðinn sjö- tugur en slær þó ekki slöku við. Í fyrra gaf hann út elleftu sólóplötu sína, Carry Fire, og hlaut hún lof- samlega dóma. Af öðrum flytj- endum sem koma fram á hátíðinni má nefna Ritu Ora, Morcheeba, Pussy Riot, Foreign Beggars og Martin Garrix. Morgunblaðið/Sverrir Íslandsvinur Plant á tónleikum með sveit sinni í Laugardalshöll árið 2005. Robert Plant á Secret Solstice Í hinu nýja sýningarrými Midpunkt í Hamraborg 22 í Kópavogi verður ástinni fagnað í nýrri sýningu sem listakonurnar Eilíf Ragnheiður og Rakel Blom standa að og verður opnuð kl. 17 í dag, fimmtudag. Á sýningunni Í þinni eigin ást verður ástin skoðuð frá ýmsum hliðum og horft til ýmissa afbrigða hennar, þrárinnar, söknuðarins og gleðinnar. Eilíf Ragnheiður er lærður dans- ari sem sérhæfði sig í list í almenn- ingsrýmum við háskólann í Gauta- borg. Hún hefur unnið bæði með myndlist og dans síðustu ár. Rakel Blom lærði textíl og fatahönnun við Otago Polytechnic á Nýja- Sjálandi. hún hefur unnið til ým- issa viðurkenninga m.a. Overall Excellence- og Directioanl Design- verðlaunin hjá iD-alþjóðasam- keppninni. Menningarrýmið Midpunkt var opnað í haust og er sérhæft í al- þjóðlegri og nýlegri samtímalist. Sýningar Midpunkts eru styrktar af Kópavogsbæ. Tákn Ástin er skoðuð frá ýmsum hliðum. Ástinni fagnað á sýningu í Midpunkt Guðmundur Pét- ursson gítarleik- ari og lagahöf- undur er þessa vikuna gestur tónleikaraðar Borgarbóka- safns, Jazz í há- deginu. Guð- mundur kemur fram á þrennum tónleikum með Leifi Gunnarssyni á bassa og trymblinum Matthíasi Hemstock, í Borgarbókasafninu í Grófinni í dag kl. 12.15, á morgun föstudag í Gerðubergi, einnig kl. 12.15, og á laugardag kl. 13.15 í menningar- húsinu í Spönginni. Guðmundur leikur hádegisdjass Guðmundur Pétursson Þeim sem hafa áhuga á að kynna sér samtímamyndlist en vita ekki hvar þeir eiga að byrja er ráðlagt að sækja leiðsögn í Listasafni Reykjavíkur, Hafnarhúsi, í kvöld klukkan 20. Leiðsögn udir yfirskriftinni „Án titils – sam- tímalist fyrir byrjendur“ er í boði mánaðarlega. Gestir fá innsýn í heim myndlistar í dag – hvað lista- menn eru að spá, hvernig listasafn virkar og hvað að- greinir það frá öðrum sýningarstöðum. Farið verður yf- ir meginatriði samtímalistar frá 1973 til dagsins í dag og notuð valin verk úr safneign Listasafns Reykjavíkur til glöggvunar. Gestir fá fræðslu um yfirstandandi sýn- ingar. Í tilkynningu segir að þessi kynning sé kjörið tækifæri til að ræða í góðu tómi um allt sem fólki dettur í hug og leita svara við því sem vekur furðu eða forvitni. Þeir sem skilja hvorki upp né niður í samtímalist eða hafa jafnvel aldrei komið á listasafn eru sér- staklega velkomnir, þátttökugjald er innifalið í aðgöngumiða að safninu. Leiðsögn um listina fyrir byrjendur Frá sýningu Leifs Ýmis Eyjólfssonar í Hafnarhúsinu.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.