Morgunblaðið - 16.02.2019, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 16.02.2019, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. FEBRÚAR 2019 ALVÖRUMATUR Á ÖRFÁUM MÍNÚTUM Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Sextíu ungmenni taka þátt í Norðurlandamótinu í skólaskák, sem hófst á Hótel Borgarnesi í gær. Keppt er í sex aldursflokkum og í hverjum flokki eru tveir keppendur frá Íslandi, Danmörku, Finnlandi, Fær- eyjum, Noregi og Svíþjóð. Íslensku keppendurnir fóru vel af stað í gær, að sögn Björns Ívars Karlssonar, út- sendingarstjóra mótsins, og fengu 6,5 vinninga af 10 í fyrstu umferðinni. Mótinu lýkur á sunnudag. Hægt er að fylgjast með taflmennskunni á heimasíðu Skák- sambands Íslands, skak.is. Norðurlandamót Morgunblaðið/Theódór Kr. Þórðarson Ungir skákmenn reyna með sér Magnús Heimir Jónasson Hjörtur J. Guðmundsson Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir ljóst að kjaraviðræðurnar muni sigla í strand án aðkomu stjórn- valda eftir að gagntilboði Eflingar, VR, Verkalýðsfélags Grindavíkur og Verkalýðsfélag Akraness var hafnað af Samtökum atvinnulífsins (SA) í gær. „Valkostirnir eru skýrir fyrir stjórnvöld, það er annaðhvort að vera með vinnumarkaðinn í fanginu út kjörtímabilið eða fá vinnufrið og byggja upp betra, réttlátara og stöð- ugra samfélag,“ segir Ragnar Þór. „Það er óvenjulegt að þetta skuli standa og falla með stjórnvöldum beint. Það er alveg ljóst að þegar við fórum í þessar viðræður voru kröfur okkar að stórum hluta um ákveðnar kerfisbreytingar sem snúa að stjórn- völdum. Hvernig sem hefði farið okk- ar á milli í viðræðum við SA þá hefði alltaf þurft stjórnvöld til hvort sem er. Ég leyfi mér að vera bjartsýnn þangað til annað kemur í ljós en stað- an er alvarleg, því er ekki að leyna,“ segir Ragnar. Verða að sjá til lands fyrst Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, telur hins vegar býsna augljóst að aðkoma stjórnvalda sé skilyrt við það að samningar séu á lokametrunum. Katrín Jakobsdóttir forsætisráð- herra segir að stjórnvöld séu að und- irbúa ýmsar tillögur sem gætu greitt fyrir kjarasamningum. „En við höf- um líka sagt að aðkoma stjórnvalda hangir auðvitað á því að það sjái til lands í kjaraviðræðum,“ segir Katr- ín. Krónutöluhækkun helsta málið Á fréttavef RÚV var greint frá því að tilboð SA hljóðaði upp á 20.000 króna hækkun á mánaðarlaun sem eru lægri en 600.000 krónur. Mán- aðarlaun yrði hækkuð um 20.000 krónur árlega í þrjú ár. Hækkun á hærri laun á, samkvæmt tilboðinu, að vera 2,5 prósent. Spurður um þessa hækkun segir Ragnar Þór krónutöluhækkun enn vera helsta kröfumál VR. „Við höfum ekki vikið frá þeim kröfum. Síðan er það þannig að SA koma með ákveðið útspil eins og í fréttum RÚV sem er svona blönduð leið en við stöndum föst á krónutöluhækkunum og að þær séu hafðar í fyrirrúmi. Við mun- um standa fast í lappirnar gagnvart því og síðan ákveðnum kerfisbreyt- ingum. Ég hugsa að það sé ekki það sem strandar á í viðræðunum í raun- inni. Við erum það nálægt markmið- inu hvað varðar krónutöluhækk- unina.“ Hann segir að tilboð SA hafi verið það fyrsta sem hægt var að taka til efnislegrar umræðu innan samninganefndar þó það hafi verið ljóst frá upphafi að það hefði aldrei gengið. „Ég held að það sé orðið alveg ljóst miðað við afstöðu SA í dag [í gær] að við munum ekki fara mikið lengra í þessum viðræðum. En við höfum ekki fengið neina afstöðu stjórnvalda til þeirra krafna sem við höfum verið að gera varðandi kerfisbreytingar. Ég ætla ekki að gefa mér neitt í þeim efnum annað en að það hlýtur að vera öllum ljóst að ef ekkert mun gerast hjá stjórnvöldum liggur alveg aug- ljóst fyrir að við munum slíta og það verða átök.“ Ragnar bætir við að hann sé bjartsýnn á að stjórnvöld taki stöðuna alvarlega. Sigla í strand án aðkomu stjórnvalda  Efling, VR, VLFG og VLFA höfnuðu tilboði SA  Gagntilboð verkalýðsfélaganna óaðgengilegt, seg- ir framkvæmdastjóri SA  Slitnar upp úr ef aðkoma stjórnvalda verður engin, segir formaður VR Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Ríkissáttasemjari Aðilar kjara- deilunnar hittust á fundi í gær. Landsréttur staðfesti í gær sex mánaða skilorðsbundinn fangelsis- dóm yfir konu fyrir líkamsárás og brot á barnaverndarlögum. Konan var ákærð fyrir að hafa beitt stjúp- son sinn ofbeldi, líkamlegum refs- ingum, ógnunum og sýnt yfirgang og ruddalegt athæfi. Í ákærunni kemur fram að kon- an hafi slegið stjúpsoninn ítrekað með flötum lófa í andlitið og höfuð, með þeim afleiðingum að hann hlaut roða á báðum kinnum og öðru eyra. Fram kemur í dómi Landsréttar að síðari ákærulið hafi verið breytt undir rekstri málsins. Konunni sé nú gefið að sök að hafa í eitt skipt- ið slegið drenginn í tvö til þrjú skipti með flötum lófa í andlit og höfuð. Stjúpsonurinn hlaut sár og bólgu á neðri vör, eymsli innan á neðri vör og vinstri kinn, mar á vinstri kinn, bólgu á nefi og mar aftan við hægra eyra. Kona beitti stjúpson sinn ofbeldi Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Tvö norsk veiðiskip hafa bæst í hóp skipa sem leita loðnu við landið og í gær voru sex skip við loðnuleit. Langt er síðan slíkur fjöldi skipa hefur tekið þátt í verkefni sem þessu ef þá nokkurn tímann. Þá hafa Norðmenn ekki tekið þátt í leit að loðnu við landið fyrr en nú, en verði veiðikvóta úthlutað þá er í gildi samningur um veiðar þeirra við landið. Þorsteinn Sigurðsson, sviðsstjóri uppsjávarsviðs á Hafrannsókna- stofnun, sagði í gær að staðan yrði metin um leið og upplýsingar bær- ust. „Við gerum okkur grein fyrir því eins og aðrir að tíminn vinnur ekki með okkur. Ef einhverjar vís- bendingar koma um betra ástand en áður hefur verið talið munum við bregðast hratt við,“ sagði Þor- steinn. Til þessa hefur árgangurinn sem ber uppi veiðistofn ársins ekki náð viðmiði Hafrannsóknastofnunar og Alþjóðahafrannsóknaráðsins til að gefa út upphafskvóta. Norður með Austfjörðum Í gær var Ásgrímur Halldórsson SF við leit grunnt með Suðaust- urlandi og er leið hans merkt með grænu á kortinu hér að ofan. Rann- sóknaskipið Árni Friðriksson og grænlenska skipið Polar Amaroq leituðu utar og munu þessi þrjú skip síðan skipta með sér leit norð- ur með Austfjörðum eftir fjólubláu línunum. Þau halda síðan áfram leit á svæði milli rauðra og grænna lína. Norsku skipin Åkerøy og Roald- sen fara annars vegar grynnra upp með Austfjörðum eftir rauðum lín- um og hins vegar mun dýpra eftir grænum línum. Gert er ráð fyrir að norsku skipin verði við leit í 4-5 daga. Vísbendingar hafa borist um loðnu frá skipum úti fyrir Austur- landi eins og sjá má á kortinu. Bjarni úti fyrir Vestfjörðum Þá var rannsóknaskipið Bjarni Sæmundsson við loðnuleit úti fyrir Vestfjörðum í gær, en meginverk- efni skipsins í hringferð um landið eru þó ekki mælingar á loðnu. Norsku skipin komu til landsins í vikunni, annað með farm af kol- munna, hitt til að vera tilbúið ef loðnukvóti yrði gefinn út. Sex skip voru við loðnuleit Kraftur í loðnuleit Heimild: Hafrannsóknastofnun  Tvö norsk veiðiskip bættust við í gær  Hratt brugðist við berist jákvæðar fréttir Við leit Árni Friðriksson á siglingu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.