Morgunblaðið - 16.02.2019, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. FEBRÚAR 2019
Njóttu þess að hlakka til
Sigling um
Adría- og Miðjarðarhaf
10. til 24. september 2019
Ferðakynning hjá VITA
Kynningarfundur umsiglinguna verður þriðjudaginn
19. febrúar kl. 17:30 á skrifstofuVITA, Skógarhlíð 12.
Gengið inn neðan við húsið – gegnt Bústaðavegi.
Fararstjóri: Kristinn R. Ólafsson
ÍS
L
E
N
S
K
A
/
S
IA
.I
S
V
IT
9
0
9
8
9
0
2
/
19
Veður víða um heim 15.2., kl. 18.00
Reykjavík 1 skýjað
Hólar í Dýrafirði -1 skýjað
Akureyri -3 skýjað
Egilsstaðir -4 léttskýjað
Vatnsskarðshólar -1 heiðskírt
Nuuk -7 snjókoma
Þórshöfn 4 rigning
Ósló 2 þoka
Kaupmannahöfn 6 heiðskírt
Stokkhólmur 4 heiðskírt
Helsinki 6 heiðskírt
Lúxemborg 13 heiðskírt
Brussel 16 heiðskírt
Dublin 13 skýjað
Glasgow 11 heiðskírt
London 13 heiðskírt
París 14 heiðskírt
Amsterdam 13 heiðskírt
Hamborg 14 heiðskírt
Berlín 12 heiðskírt
Vín 9 heiðskírt
Moskva 2 léttskýjað
Algarve 17 heiðskírt
Madríd 16 heiðskírt
Barcelona 14 heiðskírt
Mallorca 16 léttskýjað
Róm 16 heiðskírt
Aþena 5 súld
Winnipeg -25 heiðskírt
Montreal 0 snjókoma
New York 8 alskýjað
Chicago -10 léttskýjað
Orlando 21 heiðskírt
16. febrúar Sólarupprás Sólsetur
REYKJAVÍK 9:21 18:04
ÍSAFJÖRÐUR 9:35 17:59
SIGLUFJÖRÐUR 9:19 17:42
DJÚPIVOGUR 8:53 17:31
VEÐUR KL. 12 Í DAG
Á sunnudag Norðaustan og austan 13-18, en 18-23
m/s NV-til. Snjókoma norðan heiða, annars rigning.
Á mánudag Allhvöss norðanátt með snjókomu eða
éljum, en bjartviðri syðra. Frost 0 til 8 stig.
Vaxandi norðaustanátt, þykknar upp og dregur úr frosti. Norðaustan 13-23 í kvöld, hvassast
syðst, með snjókomu eða slyddu á SA- og A-landi.
VIÐTAL
Hjörtur J. Guðmundsson
hjortur@mbl.is
„Við munum ekki lengur taka vin-
um okkar, raunverulegum banda-
mönnum og samstarfsaðilum sem
sjálfsögðum hlut. Við getum ein-
faldlega ekki leyft okkur að van-
rækja þá,“ sagði Mike Pompeo, ut-
anríkisráðherra Bandaríkjanna, í
ávarpi sem hann flutti í gær í tón-
listar- og ráðstefnuhúsinu Hörpu í
Reykjavík eftir að hann hafði
fundað með Guðlaugi Þór Þórðar-
syni utanríkisráðherra. Vísaði Pom-
peo til fyrri ríkisstjórna í Banda-
ríkjunum og rifjaði upp að
bandarískur utanríkisráðherra
hefði ekki heimsótt Ísland frá því
árið 2008, en þá heimsótti Condo-
leezza Rice landið í forsetatíð
Georges W. Bush.
Löndin deila mikilvægri sögu
Pompeo sagði Íslendinga og
Bandaríkjamenn deila stórkostlegri
og mikilvægri sögu sem mætti aldr-
ei gleyma. Landkönnuðir frá Ís-
landi hefðu ferðast til Ameríku
mörgum öldum áður en Bandaríkin
urðu til. Í dag ferðuðust tugir þús-
unda Bandaríkjamanna til Íslands.
Bandaríkin hefðu verið fyrsta ríkið
sem viðurkenndi íslenska lýðveldið
og bandarískir geimfarar hefðu æft
sig hér á landi áður en þeir fóru út
í geiminn. Þá hefði Ísland gegnt
mikilvægu hlutverki í síðari heims-
styrjöldinni fyrir stríðsrekstur
bandamanna og gegndi í dag að
sama skapi mikilvægu hlutverki í
NATO.
Traustari viðskiptabönd
Ráðherrann minntist þannig á
hlutverk Íslands sem tengingar á
milli Bandaríkjanna og Evrópu.
Ekki síst þegar kæmi að sam-
göngum. Bandaríkjamenn hefðu ný-
verið orðið stærsta einstaka við-
skiptaland Íslands og markmiðið
væri að styrkja viðskiptatengsl
landanna enn frekar. Í því skyni
hefði verið komið á fót vettvangi
fyrir efnahagslegt samtal á milli
ríkjanna með það að markmiði að
halda áfram að byggja traustari
viðskiptabönd á milli þeirra næstu
áratugina. Með því yrðu tvíhliða
tengsl Íslands og Bandaríkjanna
styrkt sem og íslenskra og banda-
rískra fyrirtækja og fjárfesta.
Spurður nánar um þetta efna-
hagslega samtal sagði Pompeo að
það væri alltaf mikilvægt að vekja
athygli aðila í einkageiranum á
tækifærum sem væru fyrir hendi.
Það yrði lykilatriði í þeirri vinnu.
Ráðherrann var einnig spurður
hvort hann teldi að þetta samtal
gæti mögulega á endanum leitt til
fríverslunarsamnings á milli Ís-
lands og Bandaríkjanna og sagði
hann að það yrði góð niðurstaða ef
hægt yrði að semja um slíkan
samning en það ætti einfaldlega
eftir að koma í ljós hvort sú yrði
niðurstaðan eða hvort samstarfið
myndi einfaldlega snúast um að
draga úr viðskiptahindrunum. Það
yrði að sama skapi góð niðurstaða.
Áskoranir á norðurslóðum
Pompeo sagði Bandaríkjamenn
einnig gjarnan vilja styrkja sam-
starf sitt við Íslendinga í málefnum
norðurslóða í ljósi vaxandi mikil-
vægis svæðisins. Sagðist hann
hlakka til þess samstarfs samhliða
því að Ísland tæki við formennsku í
Norðurskautsráðinu í maí. „Við vit-
um að þegar Bandaríkin draga sig í
hlé fylla ríki eins og Kína og Rúss-
land tómarúmið sem skapast. Hjá
því verður ekki komist ef við erum
ekki til staðar,“ sagði hann. Sagði
Pompeo aðspurður að Bandaríkin
gerðu sér vel grein fyrir þeim
áskorunum sem fyrir hendi væru á
norðurslóðum og áherslu Kínverja
og Rússa á að styrkja stöðu sína á
svæðinu. Þar teldi hann samstarf
Bandaríkjanna og Íslands skipta
máli.
Pompeo sagði aðspurður að besta
leiðin til þess að bregðast við þess-
ari þróun væri einfaldlega að
styrkja tengslin við bandamenn
Bandaríkjanna. Þá ekki síst innan
Norðurskautsráðsins. Sagði hann
Bandaríkjamenn reiðubúna að
leggja sitt af mörkum til þess að
stuðla að friðsamlegum samskiptum
þjóða á norðurslóðum.
Vill styrkja tengslin enn frekar
Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, í heimsókn Fundaði með
forsætisráðherra og utanríkisráðherra Vill styrkja viðskiptatengsl landanna
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Í Hörpu Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, og Guðlaugur Þór Þórðarson á sviðinu í Hörpu.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Í Ráðherrabústaðnum Mike Pompeo og Katrín Jakobsdóttir funduðu í
gær. Ungliðahreyfingar fimm stjórnmálaflokka mótmæltu fyrir utan.
„Fólk spyr mig stundum hvort
Ísland sé Evrópuríki. Ég geri ráð
fyrir að fræðilega svarið sé já.
En þegar málið er hugsað betur
þá tilheyrum við bókstaflega
bæði Evrópu og Ameríku þar
sem flekaskilin liggja beint í
gegnum landið,“ sagði Guð-
laugur Þór Þórðarson utanríkis-
ráðherra meðal annars í ávarpi
sínu sem hann flutti í gær í til-
efni af heimsókn Mikes Pom-
peo, utanríkisráðherra Banda-
ríkjanna, til Íslands. Sagði hann
Íslendinga meira ameríska en
aðra Evrópumenn.
Rifjaði Guðlaugur Þór enn-
fremur upp söguleg tengsl Ís-
lands og Bandaríkjanna. Banda-
ríkjamenn og Íslendingar væru
ekki aðeins tengdir í gegnum
sameiginlega sögu heldur einn-
ig í gegnum mörg sameiginleg
gildi og arfleifð. Vera banda-
rísks herliðs á Íslandi í áratugi á
síðustu öld hefði haft varanleg
áhrif á íslenska menningu. Sam-
starf Íslands og Bandaríkjanna
á sviði varnarmála væri sem fyrr
mikilvægt og löndin væru mikil-
vægir bandamenn þegar kæmi
að málefnum norðurslóða.
Guðlaugur benti á að Banda-
ríkin væru í dag stærsta ein-
staka viðskiptaland Íslands og
mikill fjöldi bandarískra ferða-
manna sækti landið heim á
hverju ári. Hins vegar væru enn
mörg tækifæri ónýtt í þeim efn-
um. Markmiðið með fyrirhug-
uðu auknu efnahagslegu sam-
tali á milli ríkjanna sem
fyrirhugað væri að koma á lagg-
irnar hefði einmitt það að mark-
miði að nýta þau.
Amerískari
en aðrir
Evrópumenn
GUÐLAUGUR ÞÓR
Í pontu Guðlaugur Þór ávarpaði
gesti í Hörpu ásamt Mike Pompeo.