Morgunblaðið - 16.02.2019, Síða 10

Morgunblaðið - 16.02.2019, Síða 10
10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. FEBRÚAR 2019 Vantar þig ráðleggingar við sölu eignar þinnar? s 893 6001 Kópavogi | Selfossi | s 893 6001 | beggi@fasteignasalan.is Guðbergur Guðbergsson Löggiltur fasteignasali og leigumiðlari Mjólk ergóð Grusas segir hópinn ekki hafa mikinn tíma til stefnu. Nota sérstaka tækni „Hér verða höggmyndir úr ís og útskorin íslistaverk. Við notum mjög flókna tækni. Við höfum gert drög að listaverkunum og munum hefjast handa um leið og við höfum ísinn og nægan kulda í herberginu. Hver ís- blokk vegur um 100 kíló en við ætlum að vera með yfir 60 tonn af ís,“ segir Grusas en notast verður við ís sem er frystur með sérstakri aðferð til að hann sé sem gagnsæj- astur. á ísgalleríinu þegar það var kynnt á ferðakaupstefnunni Mid-Atlantic í Reykjavík í byrjun mánaðarins. „Þar voru ferðaskipuleggjendur hvaðanæva úr heiminum. Þeir voru afskaplega hrifnir af því að Ísland væri að fá svona gallerí. Ferðaskipu- leggjendur reyna að setja saman góða dagskrá þannig að ferðamenn geti upplifað margt. Það eru ekki svo margir valkostir í miðborginni fyrir upplifun,“ segir hún. Íslistamaðurinn Marius Grusas fer fyrir hópi átta sérþjálfaðra lista- manna á vegum fyrirtækisins sem munu skera listaverk í ísinn. Baldur Arnarson baldura@mbl.is Áformað er að opna ísgalleríið Magic Ice Reykjavík með vorinu. Hópur sérþjálfaðra íslistamanna mun á næstu vikum skera út verkin. Galleríið verður í niðurkældu sýn- ingarrými í kjallara nýbyggingar á Laugavegi 4-6. Kælikerfið er komið upp og er upplifunin af rýminu eins og að vera í kæliklefa. Christine Rae, framkvæmdastjóri Magic Ice Reykjavík, segir fyrir- tækið hafa auglýst eftir starfsfólki fyrir um einum og hálfum mánuði. Viðbrögðin hafi verið gífurleg og borist milli 160 og 170 umsóknir. Áhuginn yfirþyrmandi „Slíkur var áhuginn að við þurft- um að taka auglýsinguna niður. Það barst umsókn á tveggja mínútna fresti. Við erum að leita að fólki sem er spennt fyrir starfinu og vill vera hluti af einhverju nýju í miðbænum. Við erum að leita að 8-10 starfs- mönnum í fullt starf en það á eftir að koma í ljós hversu margir þeir verða yfir veturinn,“ segir Rae sem starf- aði áður hjá Icelandair-hótelunum. Hún er Kanadamaður og býr hér á landi ásamt íslenskum eiginmanni. Kirsten Holmen, forstjóri Magic North, móðurfélags Magic Ice Reykjavík, segir markmiðið að opna fyrir páska, mögulega í lok mars. Hún segir marga hafa sýnt áhuga Morgunblaðið/Árni Sæberg Undirbúningur Marius Grusas, Christine Rae og Kirsten Holmen í fyrirhuguðu sýningarrými í kjallaranum. Ísgallerí á Laugavegi opnað með vorinu  Magic Ice bárust 170 umsóknir um störf hjá galleríinu Morgunblaðið/Árni Sæberg Nýbygging Galleríið verður í kjallara hússins. Rúllustigi tengir hæðirnar. „Ég var frekar undrandi að sjá þetta og kannaðist ekki við að hafa verið þarna á ferðinni, eða bílar á mínum vegum,“ segir Anders Han- sen á Leirubakka í Landsveit á Suðurlandi, sem rak augun í rukk- un frá Vaðlaheiðargöngum í vik- unni, þegar hann opnaði heima- banka sinn í tölvunni. Anders hefur ekki farið norður í langan tíma, en til gamans má geta að frá Leiru- bakka að Vaðlaheiðargöngum eru tæpir 500 km landleiðina, ef ekið væri eftir þjóðveginum til Reykja- víkur og þaðan norður. Anders hafði samband við þjón- ustuver Vaðlaheiðarganga í tölvu- pósti, með ósk um leiðréttingu, og fékk strax til baka afsökunarbeiðni og þá skýringu að búnaður tengd- ur við myndavélar í göngunum hefði lesið vitlaust á bílnúmer. Anders segist ekki hafa komið norður í nokkur ár en það sé aldrei að vita nema að hann geri sér ferð næsta sumar og heimsæki vini og kunningja í Eyjafirði og Þingeyjar- sýslum. Tími sé kominn á það. Búnaður les númerin vitlaust Skammt er síðan frétt birtist í Morgunblaðinu um svipað tilvik. Þá fengust þau svör hjá Valgeiri Bergmann, framkvæmdastjóra ganganna, að mistök hefðu átt sér stað í tölvu sem les á númer bílanna sem aka í gegnum göngin. Sem kunnugt er þá eru engin gjaldskýli við göngin heldur geta vegfarendur greitt með rafrænum hætti, annaðhvort fyrir fram eða að rukkað er eftir á. Valgeir sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að það mætti búast við því að svona mistök ættu sér stað. Erfitt væri að eiga við þetta ef illa sæist í númeraplöt- urnar eða þær skyggðar með ein- hverjum hætti. Þetta væri þó að- eins í 0,05% tilvika af þeirri umferð sem hefði verið í göngunum síðan farið var að rukka veggjöldin. Valgeir sagði að því fleiri sem myndu skrá sig inn á vefsíðuna veggjald.is því minni hætta væri á að fá rukkun fyrir ferð sem ekki var farin um göngin. Fékk rukkun fyrir ferð um göngin sem aldrei var farin  Mistök við lestur á bílnúmerum gerð í 0,05% tilvika í Vaðlaheiðargöngum Ljósmynd/Vaðlaheiðargöng Vaðlaheiðargöng Vissara er að hafa númeraplöturnar í lagi.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.