Morgunblaðið - 16.02.2019, Side 18

Morgunblaðið - 16.02.2019, Side 18
18 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. FEBRÚAR 2019 „Nú vakna ég útsofinn og hv Skúli Sigurðsson Minnkar óþægindi við þvaglát Fæst í apótekum, heilsuverslunum og heilsuhillum stórmarkaðanna. Brizo™ er fæðubótarefni sérhannað fyrir karlmenn sem þjást af einkennum góðkynja stækkunar á blöðruhálskirtli. Rannsóknir hafa sýnt að með þriggja mánaða inntöku á Brizo™ hefur blöðruhálskirtill minnkað töluvert. ™ íldur“ VIÐTAL Helgi Bjarnason helgi@mbl.is „Húskveðja var orðin býsna algeng. Ég held því fram að hún hafi náð svona mikilli útbreiðslu vegna þess að það vantaði einhvern vettvang fyrir persónulega kveðju,“ segir Þórólfur Sveinsson, búfræði- kandídat á Ferjubakka í Borgarfirði, en hann hefur kynnt sér útfararsiði og sagði „ögn“ frá þeim í erindi í Snorrastofu í Reykholti í vikunni. Húskveðjan barst til landsins á seinni hluta 19. aldar sem viðbót- arathöfn við jarðarfarir höfðingja og stórmenna en varð síðan að al- mennri venju og hluti af útförinni. „Það var að vísu munur á útfarar- siðum eftir efnum og þjóðfélags- stöðu, eins og er í dag og verður sjálfsagt alltaf,“ segir Þórólfur. Seg- ist hann til dæmis ganga út frá því að fólk sem var á framfæri sveitarfé- laga hafi ekki verið kvatt húskveðju og jafnvel ekki haldin líkræða, held- ur hafi aðeins verið sinnt forms- atriðum útfarar. Leikmenn töluðu Þórólfur segir sérstakt við hús- kveðju að þar hafi húsbændur eða aðrir leikmenn stundum talað, ekki aðeins prestar, og jafnvel séð um at- höfn. Húskveðja fór fram frá heimili. Í stöku tilvikum utandyra vegna þess að lík stóðu oft uppi í skemmu við bæjarhlað og ekki hafi verið talin ástæða til að fara með þau inn í íbúð- arhúsið. Við húskveðju var ekki aðeins ver- ið að kveðja fjölskyldu og íbúðarhús heldur það líf sem viðkomandi hafði lifað. Presturinn stóð eða sat við höfða- lag kistunnar og fór með bæn. Síðan var sunginn sálmur, jafnvel tveir. Þá flutti prestur eða leikmaður kveðju frá eigin brjósti. Loks var farið til kirkju og útför gerð á hefðbundinn hátt. Þórólfur hefur eftir eldra kirkju- kórafólki að söngur við húskveðjur hafi verið langerfiðasta verkefnið sem það tókst á við. Oft hafi verið mikil þrengsli og svo hafi þurft að syngja nánast ofan í grátandi syrgj- endum. Oft komst ekki nema hluti fólksins inn og gestir stóðu þá úti, gjarnan við glugga til að reyna að fylgjast með. Bornar voru fram veitingar fyrir húskveðju og aftur við erfidrykkja eftir útför. Þórólfur segir að minna sé talað um veitingar við húskveðjur í þéttbýlinu og er ekki viss um að eins vel hafi verið veitt þar og í sveit- unum þar sem fólk þurfti að fara um lengri veg til að vera við útför. Húskveðja var ráðandi siður í byrjun 20. aldar og fram yfir miðja öldina. Mjög dró úr eftir það og eftir árið 1970 heyra húskveðjur til und- antekninga, samkvæmt athugunum Þórólfs. Einstaka dæmi eru þó um húskveðjur á þessari öld. Þórólfur segir að húskveðjur hafi verið gagnrýndar, taldar óþarfi. Hann nefnir að eftir að Íslendingar fluttu í hús á mörgum hæðum með þröngum stigagöngum hafi það þótt skelfilegt að brölta með kistur þar um. Það hafi ef til vill átt stóran þátt í því að þessi siður lagðist af. Sterk hefð á Norðurlandi Þórólfur fór að kynna sér útfarar- siði eftir að hann skrifaði sögu Kirkjukórs Borgarness í tilefni sjö- tugsafmælis hans árið 2012. Hann segir að elstu konurnar í kórnum hafi sagt hvað það hafi verið mikill léttir þegar kórfélagar voru lausir við að syngja við húskveðjuna og einnig við gröfina. Hann er fæddur og alinn upp í Fljótum og var sjálfur við tvær hús- kveðjur þar, fyrst 1958 eftir að bróð- ir hans dó tólf ára og 1970 þegar afi hans var kvaddur húskveðju. „Þetta var sterk hefð á Norður- landi, sérstaklega við útfarir eldra fólks,“ segir hann. Löngu seinna söng hann við húskveðju með gamla laginu við útför í Kolbeinsstaða- hreppi. Stund fyrir persónulega kveðju  Húskveðja við útfarir lagðist af sem almennur útfararsiður fyrir 1970  Húsbændur og aðrir leikmenn töluðu og sáu jafnvel um athafnir  Var eitt erfiðasta verkefni kirkjukóra á fyrri tíð Ljósmynd/Bergur Þorgeirsson Húskveðja » Húskveðja er kveðjuathöfn um látinn mann í heimahúsi, áður en jarðsett er frá kirkju. » Presturinn stóð eða sat við höfðalag kistunnar og fór með bæn. Síðan var sunginn sálm- ur, jafnvel tveir. Þá flutti prest- ur eða leikmaður kveðju frá eigin brjósti. » Þórólfur Sveinsson, bú- fræðikandídat og fyrrverandi bóndi á Ferjubakka í Borgar- firði, kynnti sér útfararsiði og sagði frá í erindi í Snorrastofu. Fyrirlestur Oft er vel mætt á „fyrirlestra í héraði“ í Snorrastofu í Reykholti. Líflegar umræður urðu að loknu erindi Þórólfs Sveinssonar um útfararsiði þar sem áherslan var á húskveðjuna og höfðu gestir margt til málanna að leggja. Áætla má að kostnaður við útfarir sé nokkuð á þriðja milljarð króna á ári. Þórólfur Sveinsson segir að ef kostnaður við venjulega útför sé orðinn yfir milljón skipti hann verulegu máli fyrir talsverðan hóp fólks. Samkvæmt tölum frá árinu 2017 voru um 12% útfara gerð í kyrrþey. Kostnaður við slíka athöfn er um 400 þúsund. Þórólfur gefur sér að kostnaður við það sem hann kallar „venjulega“ útför sé um 1.100 þúsund en tekur fram að fólk standi að þessu með ýmsum hætti og kostnaðurinn fari eftir því. Miðað við þetta og að um 2.300 útfarir séu á Íslandi á ári er veltan ríflega 2,3 milljarðar króna. Hann segir ljóst að margir hafi vinnu og framfæri af þessari starfsemi og hagsmuni af því að hvergi sé dregið úr kostnaði. Nefnir hann útfarar- þjónustur, legsteinaverkstæði og blómabúðir. Einnig hafi margt tónlist- arfólk og söngfólk tekjur af tónlistarflutningi við útfarir. Kostnaður á þriðja milljarð VENJULEG ÚTFÖR KOSTAR YFIR MILLJÓN Sérstakt kynningarkvöld um verk- efnið Snorri West, sem Þjóðræknis- félagið í Norður-Ameríku (The Ice- landic National League of North America) í samstarfi við Snorrasjóð og Íslendingafélög á hverjum stað, skipuleggur, verður í sendiráði Kan- ada, Túngötu 14, nk. þriðjudags- kvöld, 19. febrúar. „Fjórum til sex ungmennum gefst kostur á að taka þátt í verkefninu í sumar,“ segir Sandra Björg Ernu- dóttir, verkefnastjóri Snorra West á Íslandi. Um er að ræða fjögurra vikna ferðalag um Íslendingaslóðir í Norður-Ameríku fyrir ungt fólk á aldrinum 18-28 ára. Verkefnið hefur staðið til boða árlega frá 2001 og í sumar verður farið um vesturströnd Kanada og Bandaríkjanna. Þátttakendur búa hjá Vestur- Íslendingum. Þátttökugjaldið er 2.400 kanadadalir, um 220 þúsund krónur, og innifalið í verðinu er allur ferðakostnaður, matur og húsnæði í fjórar vikur. Umsóknarfrestur renn- ur út 22. febrúar, en kynningin hefst klukkan 20 nk. þriðjudag. Sandra Björg leggur áherslu á að nauðsyn- legt sé að skrá þátttöku fyrir fram á info@snorri.is og að mæta síðan með skilríki á fundinn. Nánari upp- lýsingar eru á heimasíðu verkefnis- ins (snorri.is/snorri-west) og á Face- book (facebook.com/snorriwest). steinthor@mbl.is Gaman Þátttakendur í verkefninu 2013 bregða á leik á ferðalagi. Snorri West á vesturströndinni í ár

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.