Morgunblaðið - 16.02.2019, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 16.02.2019, Blaðsíða 20
20 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. FEBRÚAR 2019 Guðrún Erlingsdóttir ge@mbl.is 1. janúar voru liðin 100 ár frá því að Vestmannaeyjabær fékk kaupstað- arréttindi. Tímamótanna verður minnst með ýmsum hætti í ár. Sérstakur hátíðarfundur sem op- inn var bæjarbúum var haldinn 14. febrúar. Í gær var boðað til bæjar- stjórnarfundar þar sem ungt fólk tók við hlutverki bæjarfulltrúa. Á vel sóttum fundi komu ungu bæjar- fulltrúarnir með tillögur um for- gang heimamanna að Herjólfi, skólaafslátt með flugi. Bæjarstjórn var hvött til þess að skoða mögu- leika á móttöku flóttafólks. Óskað var eftir mini golfi, lazer tag, paint ball og keilu fyrir ungt fólk og auknu framboði á íþróttum auk betri stóla og borða fyrir nemendur grunnskóla. Nú stendur yfir myndlistarsýn- ing nemenda við Grunnskóla Vest- mannaeyja og á morgun verður op- ið málþing um Vestmannaeyjar í 100 ár. Kvikmyndahátíð verður í apríl og október. Veglegt afmæl- isrit verður gefið út í sumar og mik- ið verður um dýrðir á goslokahátíð í byrjun júlí. Hátíðhöldunum lýkur á safnanótt fyrstu helgina í nóvember. Morgunblaðið/Óskar Pétur Friðriksson Hátíðarfundur Bæjarstjórn Vestmannaeyja bauð til opins hátíðarfundar vegna þess að 100 ár eru liðin frá því að fyrsti fundur var haldinn í bæjarstjórn 14. febrúar 1919. Sýndur var annáll í myndum af sögu Vestmannaeyjabæjar. Vest- mannaeyja- bær orðinn 100 ára Morgunblaðið/Óskar Pétur Friðriksson Framtíðin Bæjarstjórn Unga fólksins í Vestmannaeyjum fundaði í gær og lagði fram tillögur um önnur málefni en kjörnum bæjarfulltrúum er tamt. HURÐIR Tunguháls 10, 110 Reykjavík, sími 567 3440, vagnar@vagnar.is, vagnar.is • Stuttur afhendingartími • Hágæða íslensk framleiðsla • Val um fjölda lita í RAL-litakerfinu • Vindstyrktar hurðir Bílskúrs- og iðnaðarhurðir Iðnaðarhurðir Iðnaðarhurðir með gönguhurð Bílskúrshurðir Hurðir í trékarma Tvískiptar hurðir Smíðað eftir máli Fyrsta flokks þjónusta og ráðgjöf Nú finnur þú það sem þú leitar að á FINNA.is ÚR BÆJARLÍFINU Gunnlaugur Árnason Stykkishólmi Kvikmyndabærinn Stykkis- hólmur iðar af mannlífi þessa dag- ana. Sagafilm, í samstarfi við sænska fyrirtækið Yellowbird, er að taka upp átta þátta sjónvarpsseríu. Þætt- irnir verða að stærstum hluta teknir upp í Hólminum. Upptökur hófust 27. janúar sl. og munu standa fram í miðjan mars. Leikmyndin gefur til kynna að atriðin sem hér eru tekin upp eiga að gerast á Grænlandi. Bærinn hefur víða fengið grænlenskt yfirbragð. Það er þá ekki í fyrsta sinn sem Stykkishólmur er valinn til að líkjast grænlenskum bæ, en það var árið 2012, er kvikmyndin Secret Life of Walter Mitty var tekin upp.    Mikill fjöldi fólks fylgir kvik- myndatökunni. Þegar mest er um að vera er talið að 100 manns komi að kvikmyndagerðinni. Allt þetta fólk þarf þjónustu og eru flest gistirými bæjarins fullbókuð á meðan á tökum stendur. Á þessum tíma árs er heim- sóknin góð viðbót í ferðaþjónustuna. Hólmarar taka gestunum vel og sýna kvikmyndaverkefninu skilning og umburðarlyndi. Þeir hafa einnig gaman af að fylgjast með upptökum og tímabundnum breytingum á hús- um og umhverfi í bænum.    Eins og áður hefur komið fram hafa tvö fyrirtæki sýnt áhuga á að koma á fót þörungavinnslu í Hólm- inum. Um er að ræða Íslenska kalk- þörungafélagið og Acadian Sea- plants sem er kanadískt fyrirtæki. Bæjarstjórn hefur ekki tekið afstöðu til beiðni félaganna. Í desember skip- aði hún 10 manna ráðgjafanefnd heimamanna sem hafa víðtæka þekkingu og reynslu á málefninu. Nefndin á m.a. að fara yfir og meta fyrirliggjandi gögn, leggja mat á kosti og galla sem snúa að starfsem- inni og koma með tillögur að við- miðun Stykkishólmsbæjar í áfram- haldandi viðræðum um leyfis- veitingu Niðurstöður eiga að liggja fyrir í lok mars.    Ákveðið er að sameina St. Fransisskusspítala og hjúkrunar- deild dvalarheimilisins og fjármagn tryggt til að ráðast í þessa brýnu framkvæmd. Hönnun húsnæðisins er langt komin. En það er ekki allt komið með því. Í haust var skipuð samstarfsnefnd með fulltrúum frá Stykkishólmsbæ, Heilbrigðisstofnun Vesturlands, Framkvæmdasýslu ríkisins, Velferðarráðuneytinu og Ríkiseignum til að fylgja eftir fram- kvæmdum. Illa gengur að funda hjá nefndinni, því enn hefur ekki frést hver verða næstu skref. Á meðan bíða bæjarbúar eftir úrbótum og er biðin orðin löng    Skák er skemmtileg. Það fá nemendur í grunnskólanum að kynn- ast í næstu viku. Þá kemur Bragi Þorgrímsson skákmeistari og kennir skák í öllum bekkjum skólans. Um er að ræða samstarf Skáksambands Ís- lands og Stykkishólmsbæjar í fram- haldi af atskákmóti sem fram fór hér í bæ í nóvember s.l.    Góð heilsa er dýrmætasta eign hvers einstaklings. Eftir því sem fólk eldist þarf það að hugsa að heilsunni. Öll hreyfing er góð til að viðhalda og styrkja líkamlega hreysti. Stykkis- hólmsbær hefur í vetur boðið öllum þeim íbúum sem eru 60 ára og eldri upp á fjölbreytta heilsurækt í íþróttahúsinu fjóra daga í viku. Tvo daga er hópleikfimi í sal og aðra tvo daga er farið í þrek í tækjasal. Íþróttakennararnir Gísli Pálsson og Gunnhildur Gunnarsdóttir halda ut- an um hópinn og veita leiðsögn. Góð mæting hefur verið í tímana og hefur fjöldinn farið upp í 30 manns á æf- ingu. Þátttakendur taka þessu fram- taki bæjaryfirvalda fagnandi og vona að framhald verði á.    Rólegt hefur verið við höfnina frá áramótum. Landaður afli er um 150 tonn sem ekki þykir mikið magn á þessum árstíma. En aflatölur eru athyglisverðar og þar gætir mikillar fjölbreytni: Ígulker 97 tonn, hörpu- diskur 27,7 tonn, þorskur 12, 6 tonn, beitukóngur 9,6 tonn og loks grjót- krabbi 248 kg. Það er oft sem þess- um nýja landnema er landað á vigt.    Í Stykkishólmi eru starfandi tvær öflugar saltfisksvinnslur, Ag- ustson ehf og Þórsnes ehf. Bátar á þeirra vegum stunda veiðar frá Snæ- fellsbæ og er aflanum ekið inn í Hólminn til vinnslu.    Lóð Grunnskólans verður stærsta verkefni bæjarins á þessu ári. Búið er að hanna skólalóðina og er áætlaður kostnaður 100-120 millj- ónir króna. Verktími skiptist niður á næstu fjögur ár. Í vor verður farið í fyrsta áfanga sem eru jarðvegs- framkvæmdir og eru 55 milljónir króna áætlaðar í þann áfanga.    Stykkishólmsbær hefur sam- þykkt áætlun um fjárfestingar og framkvæmdir árin 2019-2022. Fram- kvæmt verður á tímabilinu fyrir 500 milljónir. Eigið fé mun standa undir stærstum hluta kostnaðar, en lán- tökur eru áætlaðar að upphæð 55 milljónir króna. Morgunblaðið/Gunnlaugur Árnason Stykkishólmur Norræn þáttaröð verður til. Upptökur fara fram víða í bænum þessa dagana. Bíóbærinn iðar af mannlífi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.