Morgunblaðið - 16.02.2019, Page 26
26
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. FEBRÚAR 2019
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Pedro Sanchez,forsætisráð-herra Spán-
ar, tilkynnti í gær,
að hann myndi boða
til nýrra þingkosn-
inga hinn 28. apríl næstkomandi,
eftir að fjárlagafrumvarp ríkis-
stjórnar hans var fellt fyrr í vik-
unni.
Þetta verða þriðju kosning-
arnar á fjórum árum á Spáni og
það sem reið baggamuninn um
örlög Sanchez-stjórnarinnar var
að í sömu viku og greidd voru at-
kvæði um fjárlögin hófust um-
deild réttarhöld yfir tólf for-
svarsmönnum sjálfstæðis-
hreyfingar Katalóníuhéraðs.
Sakborningarnir hafa mátt dúsa í
fangelsi í rúmlega ár fyrir stuðn-
ing sinn annars vegar við um-
deilda þjóðaratkvæðagreiðslu í
október 2016 og hins vegar við
sjálfstæðisyfirlýsingu héraðsins
sem fylgdi skömmu síðar.
Sakborningunum er meðal
annars gefið að sök að hafa ætlað
að stuðla að stjórnarbyltingu,
sem samkvæmt spænskum lög-
um felur í sér beitingu ofbeldis.
Stuðningsmenn sakborninganna
hafa hins vegar bent réttilega á,
að ofbeldið í tengslum við sjálf-
stæðisbaráttu Katalóna hafi að
mestu eða öllu leyti stafað af of-
stopa spænskra ríkislögreglu-
manna, sem reyndu allt hvað þeir
gátu til þess að meina Katalónum
að kjósa.
Minnihlutastjórn Sanchez hef-
ur hingað til þurft að treysta á
stuðning katalónskra aðskiln-
aðarsinna, sem
settu ýmis skilyrði
fyrir þeim stuðn-
ingi. Meðal þeirra
var að ríkisstjórn
Spánar myndi hefja
viðræður við Katalóna um aukna
sjálfstjórn héraðsins, en spænsk-
ir íhaldsmenn hafa lagst alfarið
gegn því, með þeim rökum að þar
með sé verið gefa eftir gagnvart
óbilgjörnum og ólöglegum kröf-
um aðskilnaðarsinna.
Viðræðurnar hafa enda ekki
skilað miklum árangri, og sú
staðreynd ásamt réttarhöldunum
varð til þess að aðskilnaðarsinn-
ar ákváðu að slíta stuðningi sín-
um við Sanchez, sem var þar með
stillt upp við vegg. Þingrof og
kosningar voru eina ráðið fyrir
Sanchez, en ekkert er víst um
niðurstöðu kosninganna.
Kannanir benda þannig til
þess að spænsku hægriflokk-
arnir fái meirihluta þingsæta en
að Sósíalistaflokkur Sanchez
verði stærsti flokkurinn á þingi.
Þá er einnig talið mögulegt að
engin fylking fái meirihluta þing-
sæta eftir kosningarnar, sem
væri í takti við annað. Augljóst er
þó að langstærsta kosningamálið
verður Katalóníudeilan og það
hvernig leysa má hana. Fátt
bendir þó til að ásættanleg lausn
náist í þeirri deilu og líkur eru á
að stjórnvöld á Spáni haldi áfram
eftir kosningar að beita kata-
lónska sjálfsstæðissinna harð-
ræði. Allar líkur eru sömuleiðis á
því að Evrópusambandið haldi
áfram að horfa ákaft í aðrar áttir.
Katalóníumálið
yfirgnæfir Spán
og Sanchez}
Réttarhöld
fella ríkisstjórn
Indverjar hótuðuþví í gær að ein-
angra Pakistana á
alþjóðlegum
fjármálamörkuðum,
eftir að hræðileg
sprengjuárás í Kasmír-héraði
felldi á fimmta tug manna á
fimmtudag. Segja indversk
stjórnvöld að ábyrgðin á ódæðinu
hvíli meðal annars á herðum Pak-
istana sem hafi skotið skjólshúsi
yfir ýmis hryðjuverkasamtök
sem starfi óáreitt í Kasmír-
héraði, bitbeini ríkjanna tveggja
frá því að þau fengu sjálfstæði.
Skiljanlegt er að indversk
stjórnvöld vilji refsa hinum seku,
og ljóst er að þrátt fyrir mótbár-
ur Pakistana hafa þeir ekki gert
nærri því nóg til að koma í veg
fyrir að öfgamenn geti athafnað
sig innan eigin landamæra eða í
grannríkjunum. Hefur sá grunur
raunar verið lengi uppi að í besta
falli hafi pakistönsk stjórnvöld
sett kíkinn fyrir blinda augað, og
í versta falli að þau hafi veitt
samtökum vígamanna virkan
stuðning í formi vopna og fjár-
magns.
Saga þessara grannríkja hefur
ekki beinlínis verið friðsöm, og
sú staðreynd að bæði ráða yfir
kjarnorkuvopnum
þýðir að ríkis-
stjórnir beggja
verða að stíga var-
lega til jarðar, svo
að ástandið fari ekki
á versta veg. Yfirlýsing Indverja
um að þeir vilji einangra Pakist-
an er því þeirra aðferð til þess að
reyna að knýja stjórnvöld þar til
að breyta um stefnu án þess að
hætta um of á frekari átök, en
engu að síður er ástandið eld-
fimt.
Þá er spurning hvort Indverj-
ar hafi afl eða stuðning til þess að
ná fram markmiðum sínum í
þessari deilu. Bandaríkjastjórn
hefur á síðustu misserum reynt
að nálgast Pakistana og fá aðstoð
þeirra við að binda enda á stríðið
í Afganistan, og Kínverjar, sem
eru nágrannar hvorra tveggja,
telja sig einnig hafa hag af Pak-
istan sem mótvægi við Indland.
Refsiaðgerðir Indverja gætu því
hæglega misst marks, sem væri
miður, því að full ástæða er til
þess að Pakistanar, sem fréttu
aldrei af því að eftirlýstasti mað-
ur heims byggi í næsta húsi við
eina af herstöðvum þeirra, taki
sig saman í andlitinu þegar slíkir
menn eru annars vegar.
Hryðjuverk ógna
samskiptum Ind-
verja og Pakistana}
Ódæði í Kasmír
H
á laun bankastjóra ríkisbank-
anna og sérstaklega hækkun
launanna að undanförnu vekja
úlfúð. Heppilegast er að laun
séu ákveðin í frjálsum samn-
ingum og það er sannarlega ekki markmið að
laun séu almennt lág. Þaðan af síður hef ég
ástæðu til þess að efast um hæfni þeirra sem
nú eru í æðstu stöðum bankanna.
Um mörg störf gildir lögmál framboðs og
eftirspurnar. Geta fyrirtækja til þess að
greiða laun fer eftir afkomu. Oft þurfa þau að
keppa við erlenda markaði, t.d. vegna heil-
brigðisstarfsmanna, iðnaðar- og tæknimanna.
Ef laun þeirra verða of lág leita þeir einfald-
lega og auðveldlega annað.
Um bankamenn gilda þeirra eigin lögmál.
Frank Partnoy, prófessor í lögum og fjármálum hjá Há-
skólanum í San Diego, skrifaði bókina Infectious Greed.
Hann var spurður um himinháa starfslokasamninga
tveggja erlendra bankastjóra fyrir um 15 árum. Svarið
kom á óvart: „Hið raunverulega hneyksli er ekki of há
laun þessara tveggja manna, heldur of há laun næstum
allra annarra. Ef hluthafar veltu viðskiptalíkani banka-
starfsemi rækilega fyrir sér myndu þeir reyna að telja
bankaráðin á að fækka starfsmönnum eða borga þeim
að minnsta kosti minna.“
Skilvirk bankastarfsemi er stórmál. En á Íslandi er
hún dýr. Vextir á bankabókum eru lágir og vextir á lán-
um háir. Þjónustugjöld eru há og svo flókin að doktors-
gráða nægir ekki til þess að skilja þau.
Há laun bankastjórnenda eru ekkert nýtt á Íslandi.
Árið 2008 voru 40 íslenskir bankastarfsmenn
með yfir 5 milljónir króna á mánuði, um 7,5
milljónir að núvirði. Bankastjórarnir vísuðu
til mikillar ábyrgðar, árangurs og alþjóð-
legrar samkeppni um bankamenn, þegar
rætt var um laun þeirra. Í október 2008
svaraði einn þeirra blaðamanni: „Ég vil ekki
tala um þessa hluti“.
En við þurfum að tala um þessa hluti.
Bankakerfið á Íslandi er ekki í alþjóðlegri
samkeppni, engir bankar úti í heimi bíða eft-
ir því að snillingar frá Íslandi verði á lausu.
Þegar talað er um samkeppnishæf laun er
eina samkeppnin launamarkaður sem banka-
menn skapa sjálfir. Bankastjórnendur geta
aukið þrýsting á hækkun eigin launa með
framsækinni hækkun launa næstráðenda.
Dettur einhverjum í hug að ekki sé hægt að fá góðan
bankastjóra fyrir þrjár milljónir á mánuði?
Hermann Guðmundsson framkvæmdastjóri nefndi
nauðsyn fjárhagslegs sjálfstæðis bankastjóra: „[Að] það
komi einhver spillingarmál þar sem bankastjórinn er að
fá einhverjar þóknanir eða að liðka fyrir einhverjum
viðskiptum sem annars hefðu ekki komið í gegn.“
Bendir fjöldi dóma yfir bankamönnum eftir hrun til
þess að há laun tryggi að bankamenn eða aðrir séu
heiðarlegir? Þeir sem taka við þóknunum eða öðrum
greiðum til þess að liðka fyrir viðskiptum gera það líka
þó að launin séu há. Ágirnd vex með eyri hverjum, segir
máltækið.
Benedikt
Jóhannesson
Pistill
Land allra bankamanna
Höfundur er stærðfræðingur og stofnandi Viðreisnar.
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen BAKSVIÐ
Ágúst Ingi Jónsson
aij@mbl.is
Alls nam kostnaður vegnaflutnings Fiskistofu tilAkureyrar árið 2016 tæp-lega 180 milljónum króna.
Stærstu einstöku liðirnir eru vegna
starfslokakostnaðar upp á 45 millj-
ónir og flugkostnaður innanlands,
dagpeningar og annar ferða- og
dvalarkostnaður nam samtals um 42
milljónum. Þá greiddi Fiskistofa
leigu í tvö ár í húsnæði við Dals-
hraun í Hafnarfirði fyrir húsnæði
sem stofnunin þurfti ekki á að halda.
Nam þessi kostnaður alls tæplega 50
milljónum frá miðju ári 2016, en um
mitt síðasta ár tók Matvælastofnun
yfir samninga á þeim hluta húsnæð-
isins sem Fiskistofa þurfti ekki á að
halda.
Framlag ríkisins vegna flutn-
inganna nam 130 milljónum, en
stofnunin hefur þurft að mæta
kostnaði upp á tæplega 50 milljónir.
Að sögn Eyþórs Björnssonar, fiski-
stofustjóra, hættu allmargir starfs-
menn og var rekstrarafgangur m.a.
nýttur til að mæta þessum kostnaði.
Auk þess hefur Fiskistofa fengið vil-
yrði fyrir fjármagni út næsta ár
vegna aukins ferðakostnaðar. Árleg-
ur kostnaðarauki vegna ferðakostn-
aðar innanlands er talinn nema níu
milljónum króna.
60 starfsmenn víða um land
Eyþór fiskistofustjóri var eini
starfsmaður Fiskistofu, sem flutti til
Akureyrar þegar höfuðstöðvarnar
voru fluttar norður. Hann sagði í
samtali við Morgunblaðið í gær að
alls störfuðu nú 60 starfsmenn hjá
Fiskistofu. Á Akureyri starfar 21
starfsmaður, þar af 5 veiðieftirlits-
menn, í Hafnarfirði eru alls 27
starfsmenn að meðtöldum átta veiði-
eftirlitsmönnum. Tólf starfsmenn
Fiskistofu starfa síðan víða um land
við eftirlit og önnur störf, fjórir í
Stykkishólmi, fjórir á Hornafirði,
tveir á Ísafirði og tveir í Vest-
mannaeyjum.
Áform eða ákvörðun um að
flytja höfuðstöðvar Fiskistofu frá
Hafnarfirði til Akureyrar voru
kynnt í júní 2014. Starfsmönnum var
brugðið við þessar fréttir og í kjöl-
farið fylgdu ólga og uppsagnir. Á
heimasíðu Fiskistofu birtist í vik-
unni skýrsla fiskistofustjóra um
flutningana. Skýrslan var tilbúin
fyrir mitt ár 2018 en þar sem hún
var hluti þeirra gagna sem Ríkisend-
urskoðun voru fengin frá stofnun-
inni vegna vinnslu á skýrslu um eft-
irlitsstarfsemi Fiskistofu var beðið
með birtingu skýrslunnar. Þar er
ferlinu lýst frá því að ráðherra til-
kynnti um áformin og fram á árið
2018 þegar flestir þættir málsins
lágu skýrt fyrir.
Starfsemin í uppnám
Fram kemur í skýrslu Eyþórs
að það hefði hugsanlega sparað
mikla vinnu og haft minni kostnað í
för með sér hefði flutningurinn verið
undirbúinn betur, s.s. með samráði
við fiskistofustjóra, mannauðsstjóra
og með ráðgjöf fagaðila. Þá hafi
markmið stjórnvalda með flutning-
unum ekki verið fyrirliggjandi með
skýrum hætti.
„Langur óvissutími frá því að
tilkynnt var um flutning höfuðstöðv-
anna þangað til formleg ákvörðun lá
fyrir setti starfsemi stofnunarinnar í
uppnám þar sem mikill mannauður
og þekking tapaðist,“ segir í skýrsl-
unni. Og ennfremur: „Læra þarf af
þessu ferli og undirbúa þarf sam-
bærileg verkefni mun betur en gert
var í tilviki Fiskistofu, út frá mann-
auði, kostnaði, verkefnum og verk-
ferlum. Sú umræða sem spannst í
kringum flutninga Fiskistofu er til
þess fallin að draga upp mjög nei-
kvæða mynd af flutningi verkefna út
á land og um leið draga úr tiltrú á
slík verkefni.“
Fram kemur í skýrslunni að
nýtt starfsfólk hafi komið inn með
nýja sýn, sem gefi einstakt tækifæri
til að hafa stefnumiðuð áhrif á vinnu-
staðarmenninguna.
Betri undirbúningur
hefði sparað vinnu og fé
Úr skýrslu fiskistofustjóra, sem var unnin fyrri hluta síðasta árs:
„Kostnaður við flutninginn er umtalsverður og hefur verið ákveðinn
baggi á stofnuninni og óljóst hvort fjárframlög fáist að fullu vegna þess
kostnaðarauka sem orðinn er og er fyrirsjáanlegur. Viðbúið er að slíkt
geti ekki gengið lengi án þess að koma niður á starfsemi stofnunar-
innar.
Ef horft er til langtíma kostnaðarauka má segja að Fiskistofa þurfi að
fórna einu til tveimur stöðugildum til þess að standa undir auknum
kostnaði vegna breyttrar staðsetningar höfuðstöðvanna komi ekki til
varanlegt viðbótarfjármagn til að mæta því.“
Eitt til tvö stöðugildi
AUKINN KOSTNAÐUR
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Á Akureyri Eyþór Björnsson, fiskistofustjóri, í húsnæði Fiskistofu í Borg-
um. Hann var eini starfsmaðurinn sem flutti norður með stofnuninni.