Morgunblaðið - 16.02.2019, Síða 30

Morgunblaðið - 16.02.2019, Síða 30
30 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. FEBRÚAR 2019 Fallegt einbýlishús á einni hæð ásamt tvöföldum bílskúr á vinsælum stað við Leirutanga 14 í Mosfellsbæ. Eignin er skráð 234,8 m2, þar af einbýlishús 178,8 m2 og bílskúr 56,0 m2. Við hlið hússins stendur bílskúrinn sem er ókláraður. Gott skipulag. Glæsilegt stórt eldhús og stórar stofur. Fjögur svefnherbergi. Tvö baðherbergi. Fallegur gróinn garður í suðurátt með steyptri verönd og skjólgirðinu. V. 79,9 m. Einar Páll Kjærnested, löggiltur fasteignasali Þverholti 2 // Mosfellsbæ // Sími 586 8080 fastmos.is // fastmos@fastmos.is Sigurður Gunnarsson Löggiltur fasteignasali S. 899 1987 Svanþór Einarsson Löggiltur fasteignasali S. 698 8555 Op ið hú s Opið hús Mjög glæsilegt 253 m2 einbýlishús á einni hæð með tvöföldum bílskúr á 1.014 m2 eignarlóð. Eignin skiptist í forstofu, baðherbergi með þvottaaðstöðu, 3 svefnherbergi, eldhús, stofu og borðstofu. Auk þess er aukaíbúð inn af bílskúr með baðherbergi og eldhúsaðstöðu, einnig herbergi með baðherbergi í kjallara. V. 89,9 m. Leirutangi 14 - 270 Mosfellsbær Leirvogstunga 12 - 270 Mosfellsbær Opið hús mánudaginn 18. febrúar frá kl. 17:30 til 18:00 Opið hús þriðjudaginn 19. febrúar frá kl. 17:00 til 17:30 Samningar ríkisins við hjúkrunarheimili landsins runnu út á síðasta ári og fjárlög gera ráð fyrir að lækka greiðslur til þeirra á þessu ári. Fyrir hjúkrunarheim- ilið Mörkina þýðir það um 50 milljóna niður- skurð. Rekstur hjúkr- unarheimila hefur lengi verið erfiður og mörg heimili barist í bökkum við að veita lög- boðna þjónustu. Það sem einkennir hjúkrunarheimili er að þar býr fólk sem er háð öðrum og getur illa borið hönd fyrir höfuð sér. Heimilin eru rekin samkvæmt fjár- lögum hvers árs eins og heilbrigð- iskerfið, en íbúar borga hluta af dvalarkostnaði úr eigin vasa en fá að halda vasapeningum. Á móti er allur heimiliskostnaður innifalinn, hjúkrun, hjálpartæki, þjálfun, lyf og lækniskostnaður. Ég hef verið yfirlæknir á hjúkr- unarheimilinu Mörkinni frá upp- hafi og tekið þátt í að móta starfið. Rekstrarféð hefur þó aldrei dugað alveg og hefur verið margfarið yfir alla þætti rekstursins, endur- skipulagt og hagrætt aftur og aft- ur. Á síðasta ári virtist þó ætla að takast að ná endum saman en þá koma fréttirnar, samningar voru útrunnir og ekki endurnýjaðir og dregið úr fjárframlögum án þess að skilaboð komi um hvaða þætti þjónustunnar eigi að skera niður. Í Mörkinni hefur markvisst og þrotlaust starf verið unnið við að veita frábæra þjónustu. Það hefur oft tekist vel, vegna okkar góða starfsfólks. Gott starfsfólk er for- senda þess að hægt sé að veita góða þjónustu. Ekki fást þó nægi- lega margir faglærðir starfsmenn til starfa, sennilega vegna mikillar ábyrgðar, erfiðrar vinnu og lélegra kjara. Margir starfsmenn eru ófaglærðir og á lágum launum, kröfur mjög miklar bæði um mannleg samskipti, samviskusemi, þekkingu, dugnað og að geta tekist á við allt litróf mannlegrar tilveru. Í Mörkinni höfum við séð batnandi ár- angur í samband við marga þá þætti sem mældir eru, má sér- staklega nefna minnk- andi notkun svefn- og róandi lyfja og sterkra geðlyfja, fækkandi þvagfæra- sýkingar vegna mark- vissari greininga, fækkandi bylt- um, aukinni virkni og hreyfingu og svo má lengi telja. Hjúkrun er mjög góð og í flestum gæðavísum betri en landsmeðaltal. Undirrituð hefur unnið að bættum sam- skiptum við aðstandendur með fjölskyldufundum, þar sem farið er yfir ástand einstaklings, langvinna sjúkdóma og forvarnir auk þess sem markmið og gildismat ein- staklingsins er rætt til þess að geta veitt þá þjónustu sem ein- staklingurinn kýs sjálfur. Lyfja- notkun er sniðin að einstaklingn- um og langvinnum sjúkdómum fylgt eftir markvisst með það fyrir augum að koma í veg fyrir sjúkra- húslegur og að langvinnir sjúk- dómar versni. Á Íslandi er hefð fyrir að hjúkr- unarheimili hafi fastráðna lækna, en víða erlendis eru læknar á hjúkrunarheimilum til hliðar við önnur störf. Fyrir vikið eru dag- legir stofugangar lækna sem þekkja til heimilismanna og hægt að sinna hratt og örugglega bráð- um veikindum. Flestir njóta þess að fá að deyja í sínu eigin rúmi, oftast umkringdur ástvinum. Ég hef séð tölur frá bæði Bandaríkj- unum og Noregi um að 20-25% íbúa á hjúkrunarheimilum deyi á bráðasjúkrahúsi. Ef eins væri hér myndi það þýða að tugir aldraðra deyjandi einstaklinga myndi vera á Landspítalanum á hverju ári með tilheyrandi óhagræði og kostnaði fyrir alla. Einnig hef ég séð tölur um að á fyrsta ári dvalar á hjúkr- unarheimilum, fari um 30% á bráðasjúkrahús. Ég leyfi mér að fullyrða að það er ekki eins mikið hér á landi, vegna betri þjónustu á heimilunum. Með þessari lýsingu er ég að færa rök fyrir því að með að fjár- svelta hjúkrunarheimil, er verið að eyðileggja góða þjónustu sem er bæði betri og hagkvæmari en víða annars staðar. Afleiðing þess væri aukið álag á Landspítalann sem þegar veldur ekki sínu hlutverki og aukinn kostnaður annars staðar í kerfinu. Nú þurfum við stjórnendur enn einu sinni að setjast niður og velja hvar á að skera niður. Eigum við að leggja niður sjúkra- og iðju- þjálfun og þar með hreyfingu og virkni? Eigum við hætta að hafa læknisþjónustu um kvöld og helgar og senda alla á sjúkrahús sem veikjast alvarlega? Eigum við að neita fólki um lyf burtséð frá þörf- um einstaklingsins? Eigum við að hætta að nota dýr hjálpartæki því fólkið er hvort eð er svo gamalt og lélegt að það tekur því ekki að púkka upp á það? Hvað með mat, þrif, hjúkrun, er hægt að taka af þar meira en orðið er? Nei, það tel ég ekki gerlegt. Mér sárnar fyrir hönd íbúa á hjúkrunarheimilum sem margir greiða hátt verð fyrir dvölina og hafa alla sína ævi greitt skatta til velferðarþjóðfélagsins. Hafa þeir enga rödd og enga talsmenn? Er bara hægt að skera niður án sam- tals eða útskýringa? Fjárframlög til hjúkrunarheimila Eftir Helgu Hansdóttur »Mér sárnar fyrir hönd íbúa á hjúkr- unarheimilum sem virð- ast eiga sér fáa tals- menn. Margir greiða hátt verð fyrir dvölina en fá litlu að ráða. Helga Hansdóttir Höfundur er yfirlæknir á hjúkrunar- heimilunum Grund og Mörkinni. helga.hansdottir@morkin.is Borgarstjórnar- meirihlutinn lætur ekki deigan síga í að sjá sundlaugagestum heitu pottanna fyrir súrrealísku samræðu- efni. Eftir að hafa kyrjað Braggablús og haldið pálmasunnudag óvenju snemma í ár varð kosningabrask Dags B. og Samfylk- ingar næsta Spaug- stofa. Lýðræðisvakning með pólitískri slagsíðu Þegar leið að kosningum sl. vor, var ljóst að borgaryfirvöld höfðu ákveðið að blása til lýðræðisvakn- ingar, einkum á meðal ungs fólks sem var að öðlast kosningarétt, meðal nýbúa, íbúa með erlent rík- isfang og kvenna sem orðnar eru áttræðar. Þessi lýðræðisvakning fólst í bréfaskriftum frá Reykja- víkurborg til einstaklinga í þessum hópum. Bréfin voru rækilega merkt Reykjavíkurborg og þeim sem bréfin fengu ýmist þakkað fyrir, eða hvött til, að nýta at- kvæðisréttinn. Þar var m.a. haldið fram þeim ósannindum að það væri borgaraleg skylda hvers og eins að kjósa. Viðkomandi voru einnig minntir á allt það góða starf og óeigingjörnu þjónustu sem Reykjavíkurborg er stöðugt að láta í té, ekki síst fyrir markhóp- ana. Það hefur líklega ekki hvarfl- að að bréfriturum að þeir sem ekki hafi grænan grun um kosningarétt sinn, geri enn síður greinarmun á borgarstjóraembættinu og starfs- fólki Reykjavíkurborgar, og stjórnmálamanninum Degi B. Eggertssyni. Lýðræðisvakningin fólst einnig í sms-skeytum til ungs fólks og til- vísun í öllum bréfunum á vefsíðuna „egkys.is“. Sú vefsíða var styrkt af borgaryfirvöldum með fjár- og vinnuframlagi en hún hafði mjög pólitíska slagsíðu. Tvö framboð- anna komust ekki á síðuna fyrr en eftir dúk og disk, framboð þáver- andi borgarstjórnarmeirihluta og borgarstjóri voru á aðalsíðu en leita varð að öðrum framboðum á undirsíðum með smáu letri. Þaggað niður í pólitískri bókun Rétt fyrir kosningar sl. vor varð okkur sjálfstæðismönnum ljóst að þetta verkefni kynni að fara úr böndum. Við vöruðum við því að farið yrði út í sértækar aðgerðir með tiltekna markhópa í huga og ég flutti tillögu í borgarstjórn 15. maí 2018 um að leitað yrði eftir áliti Persónuverndar vegna verk- efnisins. Þeirri tillögu var vísað til borgarráðs. Þar bókaði þáverandi borgarfulltrúi, Kjartan Magnús- son, um málið 17. maí 2018. Bókuninni var vísað í Trúnaðarbók sem þýddi að leynd ríkti yfir henni og ekki mátti ræða hana fyrr en eftir kosningar. Klúður á klúður ofan Persónuvernd er opinber stofn- un sem fylgist með lögum, reglum og vinnslu er varða persónu- upplýsingar, veitir leiðbeiningar um slíka vinnslu og er umsagnar- og úrskurðaraðili um þau málefni. Það er skemmst frá því að segja að samskipti Reykjavíkurborgar við Persónvernd vegna þessa verk- efnis voru með slíkum endemum að Persónvernd sá ástæðu til að hefja frumkvæðisathugun á verk- efninu. Í úttekt Persónuverndar segir m.a.: „Bréfin voru með mis- munandi hvatningarskilaboðum sem voru gildishlaðin og í einu til- viki röng og voru til þess fallin að hafa áhrif á hegðun þeirra í kosning- unum.“ Í ákvörðunarorðum Persónuverndar segir að vinnsla Reykjavík- urborgar og HÍ á per- sónuupplýsingum um alla markhópana hafi ekki samræmst Per- sónuverndarlögum. Auk þess telur Per- sónuvernd ámælisvert að Reykjavíkurborg hafi ekki upplýst stofnunina um alla þætti verkefnisins þrátt fyrir skriflega beiðni þar að lútandi. Persónuvernd sá ástæðu til að vekja athygli dómsmálaráðuneyt- isins og Umboðsmanns Alþingis á þessu verkefni. Í kjölfarið sendi dómsmálaráðuneytið Reykjavík- urborg bréf þar sem framkvæmd verkefnisins var gagnrýnd en þeirri gagnrýni var ekki sinnt. Allt eru þetta grafalvarlegar ávirðingar á ýmsum stigum verkefnisins og mikill áfellisdómur yfir vinnu- brögðum borgarinnar. ,,Ekki benda á mig“ Eitt er að klúðra málum en ann- að að bregðast við þegar upp kemst um strákinn Tuma. Þar eru borgaryfirvöld alltaf með sömu viðbragðsáætlunina. Byrjað er á því að klippa á öll tengsl klúðurs- ins við sjálfan borgarstjórann, jafnvel þó það kosti töluverða vinnu við að koma tölvupóstum í svarthol. Síðan hverfur borgar- stjórinn sporlaust í nokkra daga svo fréttasnápar séu ekki að kvabba á honum út af svona smá- málum. Síðan eru samin minnis- blöð í gríð og erg vegna rang- hugmynda um að þau geti á einhvern hátt hnekkt niðurstöðu réttbærra úrskurðaraðila. Verkefni borgarstjóra En hér þarf enga tölvupósta til að sanna hver eigi krógann. Þessi lýðræðisvakning hófst þann 12. október 2017 er Dagur B. Egg- ertsson borgarstjóri lagði fram til- lögu í borgarráði um að skipaður yrði starfshópur til að gera til- lögur að aðgerðum til að auka kosningaþátttöku í sveitarstjórn- arkosningunum. Í tillögunni er lagt til að sérstaklega verði hugað að því að auka kosningaþátttöku ungs fólks og fólks af erlendum uppruna. Í kjölfarið tilnefndi Dag- ur síðan í starfshópinn. Hann til- nefndi sérfræðing af sinni eigin skrifstofu sem varð formaður hópsins, verkefnisstjóra og sér- fræðing af Mannréttindaskrifstofu auk verkefnastjóra af skrifstofu borgarstjórnar. Hann átti því frumkvæði að verkefninu, skipaði í starfshópinn og lagði meginlínur þess. Skrifstofa hans og hinar tvær skrifstofurnar, sem allar heyra beint undir borgarstjóra, sáu síðan um framkvæmd verkefn- isins. Það er auðvitað ólíðandi að borgarstjórinn í Reykjavík láti borgarbúa greiða fyrir kosninga- bæklinga til markhópa sem hann sjálfur ákveður og að hann skipi samstarfs- og undirmenn sína til að sinna slíkum verkefnum. Það er ekki lýðræðisvakning heldur aðför að lýðræðinu í Reykjavík. Eftir Mörtu Guðjónsdóttur » Persónuvernd sá ástæðu til að vekja athygli dómsmálaráðu- neytisins og Umboðs- manns Alþingis á þessu verkefni. Marta Guðjónsdóttir Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins Kosningabrask Matur

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.