Morgunblaðið - 16.02.2019, Síða 33

Morgunblaðið - 16.02.2019, Síða 33
Saga Konrad Maurers og Íslend- inga hefur eignast nýtt líf eftir að hand- rit Maurers að Ís- landsferð hans 1858 fannst í Augsburg 1972. Ferðasaga þessi var þýdd á íslensku og gefin út 1997 af Ferðafélagi Íslands og einnig gefin út á frummálinu, þýsku, af norrænudeild Ludwig Maximilian háskólans í München árið 2017. Árið 2016 var stofnað Konrad Maurer-félag í München af niðjum Maurers, menntamönnum og fleir- um þar í borg. Þetta félag hélt upp á 100 ára afmæli fullveldis Ís- lands með glæsilegu málþingi í Köln 16. og 17. nóvember 2018. Nú stendur til að stofna Konrad Maurer-félag á Íslandi 21. febrúar nk. Stofnfundurinn verður í sal Ferðafélags Íslands, Mörkinni 6, 108 Reykjavík og hefst klukkan 17. Auk venjulegra fundarstarfa flytur Vilhjálmur Bjarnason erindi um Jón Árnason þjóðsagnasafnara og Sigurjón Pétursson verður með myndasýningu úr ferðum Maur- ers. Ferðafélag Ísland hefur boðist til að sjá um rekstur félagsins, sem verður til húsa í húsnæði þess að Mörkinni 6 í Reykjavík. Ýmis starfsemi hefur farið fram í tengslum við Konrad Maurer eft- ir 1972. Má þar nefna útgáfu ferðasögunnar á íslensku og þýsku. Mest hefur borið á umfjöllun um þátt Maurers í að bjarga þjóðsagnaarfi Íslend- inga, en Maurer ann- aðist eða sá um útgáfu á þjóðsögum Jóns Árnasonar, sem voru prentaðar í tveimur bindum í Leipzig 1862 og 1864. Sigrún Gylfadóttir ritaði, 2015, 120 bls. ritgerð um aðkomu Mau- rers að íslenskri þjóðsagnasöfnun á árunum 1858-1864. Sama ár gaf Háskólaútgáfan út þýðingu Steinars Matthiassonar á íslenskum þjóðsögum, sem Maur- er hafði safnað í Íslandsferð sinni 1858 og gaf út í Leipzig 1860 og nefndi „Isländische Volkssagen der Gegenwart“. Í þessu verki skipulagði Maurer þá flokkun ís- lenskra þjóðsagna, sem haldist hefur lítt breytt síðan. Þessi ágæta þýðing, sem ber titilinn „Ís- lenskar alþýðusögur á okkar tím- um“ er gott framlag eftir 155 ára bið. Árlegar ferðir í fótspor Kon- rads Maurers sem farnar hafa verið á vegum Ferðafélags Íslands njóta vaxandi vinsælda. Alls hafa verið farnar fimm ferðir og sú sjötta er í undirbúningi. Farið verður 8. september í haust til Stykkishólms og Helgafellssveitar. Alls verða þessar ferðir tíu talsins og verða endurteknar ef vinsældir haldast. Eftir Jóhann J. Ólafsson Jóhann J. Ólafsson Höfundur er stórkaupmaður. Konrad Heinrich von Maurer. Maurer-félag »Nú stendur til að stofna Konrad Maur- er-félag á Íslandi þann 21. febrúar nk. Stofnfundurinn verður í sal Ferðafélags Íslands, Mörkinni 6, 108 Reykja- vík og hefst klukkan 17. UMRÆÐAN 33 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. FEBRÚAR 2019 4ra herbergja íbúð á 3. hæð í nýlegu fjölbýli í Dalshverfi. Mjög vönduð eign. Staðsett við nýja Stapaskóla. Stærð 111 m2 Verð kr. 41.500.000 Efri hæð í þríbýlishúsi við Hringbraut í Keflavík. Eign með mikla möguleika Stærð 225,5 m2 Verð kr. 39.900.000 Þriggja herbergja íbúð á annarri hæð í vel staðsettu fjölbýli. Stærð 83,7 m2 Verð kr. 23.500.000 3ja herbergja íbúð á annarri hæð í nýbyggingu í Dalshverfi Reykjanesbæ. Mjög vönduð og glæsileg íbúð. Stærð 90,2 m2 Verð kr. 36.000.000 4ra herbergja nýlegt parhús með bílskúr við Grímsholt í Garði. Rólegt og barnvænt umhverfi. Stærð 146,6 m2 Verð kr. 36.900.000 Góð 3ja herbergja neðri hæð ásamt 49,8 m2 bílskúr. Stærð 143 m2 Verð kr. 35.900.000 Bjarkardalur 2, 260 Reykjanesbæ Hringbraut 46, 230 Reykjanesbæ Fífumói 3, 260 Reykjanesbæ Trönudalur 9, 260 ReykjanesbæGrímsholt 9, 250 GarðiSólvallagata 24, 230 Reykjanesbæ Nánari upplýsingar á skrifstofu s. 420 6070 eða eignasala@eignasala.is Full ástæða er til að hrósa Sigurði Inga Jóhannssyni samgönguráðherra og fleiri þingmönn- um fyrir stórhuga áform um löngu tímabærar úrbætur á umferðarmestu þjóð- vegum landsins til og frá höfuðborgar- svæðinu. Það er rétt hjá Sigurði Inga að við getum ekki beðið lengur eftir því að auka öryggi á þessum leið- um og bæta afkastagetu þeirra. Fullyrða má að allir séu því sam- mála. Fjármögnun framkvæmdanna með vegtollum hefur hins vegar farið öfugt ofan í meirihluta landsmanna. Fólki finnst skatt- lagning á bíla og umferð nógu mikil nú þegar og aðeins hluti þess fjár skilar sér til vegamála. Vegtollar eru dýr og röng leið til að skattleggja umferðina. Þess vegna er fagnaðarefni að samgönguráðherra hefur vakið máls á annarri og skynsamlegri fjármögnunarleið en vegtollum, sem sé að nýta arð af opinberum fyrirtækjum. Það er alltaf virð- ingarvert þegar stjórnmálamenn kunna að bakka frá fyrri hug- myndum til að finna betri lausnir. Rætt hefur verið um að ávaxta arð af Landsvirkjun í út- löndum til seinni tíma nota. Margfalt betri ávöxtun fæst af því að nota fjármunina nú þegar í úrbætur í vegakerfinu eins og samgönguráðherra hefur vakið máls á. Öruggari vegir og greiðari samgöngur skila sér í minni slysakostnaði og hagvexti. Reynslan af tvöföldun Reykjanesbrautar er besta dæmið um þennan ávinning. Við erum öll í sama liði og öll notendur samgöngumannvirkja á einn eða annan hátt. Umferðarör- yggi er okkar hjartans mál því slysin tengjast okkur öllum. Finn- um leið til framkvæmda – saman. Skynsamlegar hugmyndir sam- gönguráðherra Eftir Steinþór Jónsson Steinþór Jónsson » Fólki finnst skatt- lagning á bíla og um- ferð nógu mikil nú þeg- ar og aðeins hluti þess fjár skilar sér til vega- mála. Höfundur er formaður FÍB.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.