Morgunblaðið - 16.02.2019, Qupperneq 35
MINNINGAR 35
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. FEBRÚAR 2019
þá ætíð tilbúin að rétta hjálpar-
hönd. Þau eru mörg líknarmálin
sem hún hefur lagt lið. Að auki
var hún mikil fjölskyldumann-
eskja og hélt vel utan um börnin
sín, Stephen og Samönthu, og síð-
ar barnabörn og tengdabörn. Hún
uppskar ríkulega í veikindum sín-
um ást og umhyggju barna sinna,
sem hún sjálf veitti svo rausnar-
lega af í gegnum lífið.
Það er mikill gæfa að eiga sam-
leið með góðu fólki í lífinu. Fyrir
rúmum þremur áratugum lágu
leiðir okkar Karólínu saman og
varð úr mjög góð vinátta. Við urð-
um mjög góðar vinkonur og átt-
um margar góðar og skemmtileg-
ar stundir með fjölskyldum
okkar, bæði hér heima sem og í
Bretlandi, á Spáni og í Frakk-
landi. Myndir horfinna daga
renna í gegnum hugann á kveðju-
stund sem þessari en eftir standa
góðar minningar. Nú er þessari
sameiginlegu vegferð með henni
lokið í bili en við munum hittast
síðar á annarri strönd.
Far þú í friði kæra vinkona.
Margt ég vildi þakka þér
og þess er gott að minnast
að þú ert ein af þeim sem mér
þótti gott að kynnast.
(Guðrún Jóhannsdóttir)
Elsku Stephen, Samantha,
börn og tengdabörn. Ég votta
ykkur mína dýpstu samúð vegna
fráfalls elskulegrar móður, ömmu
og tengdamóður.
Hrafnhildur B.
Sigurðardóttir.
Sérstök kona, hún Karólína.
Jafnvel eftir næstum 60 ára sam-
fylgd er erfitt að staðsetja hana í
mannflórunni. Heimskona með
skinnkraga sem málaði stórar
myndir af skrýtnu fólki í sérís-
lenskum aðstæðum. Hárbeittur
húmoristi í miðju hópsins, en á
sama tíma eins og utangátta, upp-
tekin af eigin hugsunum.
Við stelpurnar í 6. bekk A, MR
1964, vorum kallaðar „málverkið“
og það var ekki vegna listakon-
unnar í hópnum, heldur vegna
ásýndarinnar þegar við skunduð-
um stífmálaðar á Skalla, Mokka,
Borgina eða í Sjálfstæðishúsið,
partíglaðar og skellihlæjandi,
ekki síst Karólína, sem kynnti
okkur fyrir Bítlunum, „strákar
frá Liverpool sem eru að gera allt
brjálað í Englandi“ . Og þar með
dró hún upp 78 snúninga plötu úr
veskinu sínu og spilaði She loves
you ye ye ye í Íþöku þegar söng-
tíminn var að byrja.
Hún var á vissan hátt „petite“
eins og við slettum á mennta-
skólafrönskunni, en líka sú hug-
rakkasta, sem hélt ein út í heim og
skapaði sér listamannsnafn,
kannski þvert á allar væntingar.
Hún tjáði sig í margræðu mynd-
máli úr lífi fjölskyldunnar, en lítt
um eigin tilfinningar. Þjóðin tók
henni vel, sýningar vel sóttar,
myndir rokseldust, of mikið þótti
sumum. Það skapaði öfund ein-
hverra kollega á listabrautinni.
Karólínu sárnaði þegar hennar
verka var ekki getið á 1.400 blað-
síðum Listasögu Íslands frá 2011.
Þó hafði hún komið með ferska
vinda inn í íslenska menningu,
eftirtektarverður listamaður.
Þessi sérkennilegheit voru ekki
frekar rædd, heldur haldið áfram.
Þetta var einkennismerki Karól-
ínu.
Ferill Karólínu einkenndist af
skýrri sýn, metnaði og ósérhlífni.
Vatnslitir, steinþrykk og olía, allt
þetta lék í höndunum á henni. En
berjast þurfti hún fyrir sínu alla
tíð. Börnin tvö hjartkæru, Steph-
en og Samönthu, eignaðist hún
með fyrri eiginmanni sínum, Clive
Percival. Allnokkru eftir skilnað
þeirra giftist hún Fred Roberts.
Hann lést árið 2002. Upp úr því
dvaldi hún æ meir á Íslandi og var
orðin heimilisföst hér 2007.
Þá urðu tengsl okkar í saumó
aftur nánari. Þrátt fyrir hlé-
drægnina var eins og Karólína
væri í miðju hópsins. Það kom
skýrt fram þegar við ákváðum að
ferðast saman til útlanda.
Skoðanir á áfangastað voru fleiri
en við stelpurnar í hópnum. Kar-
ólína hjó á hnútinn og skipulagði
frábæra ferð til Cambridge þar
sem við bjuggum í einu af húsum
hennar. Hún leiddi okkur um
töfra borgarinnar, rifjandi upp
gamlar minningar og skapandi
nýjar. Mikil gleði. En alvara undir
niðri. Á sama hátt varð hún sú
sem hélt hópnum saman eftir að
heilsu fór að hraka. Saumó hélt
áfram að hittast við sjúkrabeð
hennar í Sóltúni, sama gæskan og
frásagnargleðin. Lítill varð
saumaskapurinn eftir puðið í
hálfa öld. En tryggðabönd ofin
sem héldu.
Það dró smám saman af Karól-
ínu þar til hún fékk hægt andlát 7.
febrúar. Karólína lifir áfram með
þjóðinni í myndum sínum. Og með
okkur í perlum minninganna.
Blessuð sé minning Karólínu.
Saumó,
Aðalheiður, Guðrún,
Gyða, Hrafnhildur,
Ingunn, Sigríður Ella,
Sigríður Ragna og Svala.
Postulín og silfur, kaffi, kökur
og hljóðfæraleik má gjarnan sjá í
myndum Karólínu Lárusdóttur
og þannig var það líka í hennar
eigin lífi. Ekkert var til sparað
þegar von var á gestum. Upp í
hugann kemur lítill fundur sem
hún hélt þegar verið var að leggja
drög að bókinni sem Aðalsteinn
Ingólfsson skrifaði um verk henn-
ar fyrir nokkrum árum. Þvílíkar
veitingar, snittur og kökur á fín-
um diskum, innan um ókláruð ol-
íuverk sem voru að taka á sig
mynd inni í miðri stofu. Strengja-
kvartettinn sem spilaði í sjötugs-
afmælinu hennar skapaði líka
stemningu sem seint gleymist.
Glæsileiki, gómsæti og gott fjör,
hún gat alltaf sprengt öll viðmið,
frumleg og hvatvís, einlæg og við-
kvæm. Hún var líka spaugsöm og
einkar hnyttinn textasmiður eins
og þeir sem þekkja nöfn verka
hennar geta vitnað til um. Örlæti
hennar var einnig einstakt, við
hjónin nutum þess sannarlega
þegar hún bauð okkur afnot af
íbúð sinni við Russel Square í
miðborg London og vorum varla
snúin aftur heim þegar hún var
búin að ganga frá tímasetningu
næstu heimsóknar. Hún var góð-
ur vinur, glettin, gestrisin og gjaf-
mild. Okkur hjónunum þótti mjög
vænt um hana og við vottum fjöl-
skyldu hennar okkar innilegustu
samúð.
Bryndís Loftsdóttir og
Arnbjörn Ólafsson.
Við Karólína áttum samleið í
Menntaskólanum í Reykjavík og
tengsl okkar rofnuðu aldrei. Þau
mótuðust að sjálfsögðu af því að
eftir að við lukum stúdentsprófi
árið 1964 bjó hún erlendis. Alltaf
þegar við hittumst var þó eins og
það hefði síðast gerst í gær. Ein-
lægni hennar og gleði yfir lífinu
var fölskvalaus.
Fyrir tæpum 35 árum heim-
sótti fjölskylda mín Karólínu og
Fred, eiginmann hennar, í
Bishop’s Stortford, fallegum
smábæ milli London og Cam-
bridge. Hún fór með okkur til há-
skólaborgarinnar og meðal ann-
ars í galleríið þar sem myndir
hennar voru eftirsóttar.
Vinnusemi Karólínu var mikil.
Féll það vel að vinsældunum sem
hún og verk hennar nutu. Þegar
hún sýndi fyrst á Kjarvalsstöðum
árið 1982 voru verkin 176. Bið-
raðir mynduðust áður en sýning-
arsalir voru opnaðir. Seldust öll
verkin upp á fyrsta degi.
Þegar litið er til baka voru
þetta skemmtilegir og líflegir
tímar. Karólína varð þjóðsagna-
persóna. Ég átti hlut að því að
leiða þær saman Karólínu og Jón-
ínu Michaelsdóttur sem skráði
ævisögu hennar (útgefin 1993).
Síðar ritaði Aðalsteinn Ingólfsson
listaverkabók um Karólínu að
frumkvæði Jóhanns Valdimars-
sonar, forstjóra Forlagsins. Ein-
mitt þegar útgáfu hennar var
fagnað 27. nóvember 2013 bárust
okkur fréttir um alvarleg veikindi
Karólínu.
Listamenn sem vinna mikið
einir eins og Karólína kynnast
auðveldlega sársaukanum. Hann
brýst fram samhliða gleðinni við
listsköpunina og getur tekið á sig
mynd biturleika yfir að vera ekki
metinn að verðleikum. Ýmsir
álitsgjafar litu list Karólínu öðr-
um augum en þeir fjölmörgu sem
nutu þess að eiga verk eftir hana.
Við sem áttum því láni að fagna
að eignast vináttu Karólínu og
listaverk höfum hana ávallt ná-
lægt okkur, gleði litanna og sög-
unnar sem hún sagði okkur.
Blessuð sé minning Karólínu
Lárusdóttur.
Björn Bjarnason.
„Glöggt er gests augað“ er gott
íslenskt máltæki yfir fyrirbæri
sem bestu menn hafa eytt ómæld-
um tíma í að útlista, það sem við
getum nefnt „nauðsynlegan fram-
andleikann“ sem listamenn verða
að hafa til að bera til að vera dóm-
bærir á aðstæður í því þjóðfélagi
sem þeir eru hluti af. Sem þýðir
að þeir mega ekki vera „heimsk-
ir“, heldur nógu fjarlægir í lund til
að koma auga á gildi þess sem
stendur þeim næst.
Íslensk myndlist er ekki rík af
mannlífslýsingum. Átakalínur í ís-
lenskri myndlist lágu fyrst og
fremst um sjálfan vettvang mann-
lífsins, sveitina eða „mölina“, ekki
innviði þess, hið einkanlega og
félagslega svipmót sem þar þró-
aðist.
Því skal engan undra þótt
myndlist Karólínu Lárusdóttur
hafi komið flatt upp á margan Ís-
lendinginn snemma á níunda ára-
tugnum. Hér var mætt til leiks ís-
lensk kona sem alist hafði upp við
næsta ævintýralegar aðstæður,
dótturdóttir hins þjóðþekkta Jó-
hannesar á Borg, og vílaði ekki
fyrir sér að gera ævi sína að um-
fjöllunarefni. Hér voru menn
óvanir sjálfsævisögum í myndlist,
þótt íslenskur bókamarkaður
væri uppfullur með slíkt efni.
Þá var nýjabragð að vinnu-
brögðum Karólínu. Í tvo áratugi
hafði hún dvalið í Bretlandi, þar
sem hún var mótuð af megin-
straumum breskrar myndlistar-
hefðar, sem Íslendingar þekktu
varla nema af verkum Barböru
Árnason. Þessi hefð er býsna ólík
þeirri norrænu; gott handverk,
einkum og sérílagi teiknikunn-
átta, er þar í fyrirrúmi. Í Bret-
landi er einnig mikið lagt upp úr
myndlist sem lýsir blæbrigðum
mannlegra samskipta. Með þessa
menntun í farteskinu tók Karól-
ína til við að gera það sem hana
hafði alltaf langað að gera, að
mála venjulegt íslenskt fólk við
venjulegar kringumstæður.
Í fjöldamörgum mannlífs-
myndum listakonunnar, olíumál-
verkum og grafíkmyndum, er
dregin upp ógleymanleg mynd af
lífinu á Íslandi á uppgangsárum
eftirstríðsáranna, þegar lands-
menn höfðu loksins komist í álnir
og vildu sýna af sér heims-
mennsku. Karólína fylgir eftir
löndum sínum fyrstu klunnalegu
skrefin út á dansgólfið á Hótel
Borg, upp í sumarbústaðalöndin
þangað sem efnaðar fjölskyldur
fóru til að slaka á, hún lýsir
áhlaupum þeirra á útsölumarkaði,
eða heimkomum þeirra úr árleg-
um reisum með Gullfossi, klyfjuð-
um Mackintosh-dunkum. Lista-
konan gleymir ekki heldur þeim
sem eru baksviðs við þessar nýju
aðstæður, þjónustufólki í verslun-
um og á veitingastöðum. Það er
ekkert hlutlaust eða yfirborðslegt
við þessar lýsingar; þvert á móti
eru þær gegnsýrðar ísmeygilegri
kímni og fjarstæðukennd, auk
þess sem sár persónuleg reynsla
listakonunnar sjálfrar síast inn í
nokkrar þeirra.
Úr þessum efniviði verða til
tímalausar dæmisögur, mannlífs-
stúdíur sem eiga sér helst hlið-
stæður í sögum Balzacs, þar sem
við sjáum fólk á öllum stigum
þjóðfélagsins leika, nauðugt vilj-
ugt, þau hlutverk sem því hefur
verið úthlutað í samræmi við við-
teknar siðareglur og tíðaranda.
Höfundur kveður mæta lista-
konu með stórt hjarta og vottar
öllu hennar fólki innilega samúð.
Aðalsteinn Ingólfsson.
Nú er hún fallin frá listakonan
sem svo ótrúlega margir dáðu fyr-
ir listsköpun sína. Hún sótti efni-
við í minningar úr æsku og dag-
legu lífi. Fólk að störfum, fólk að
leik, fólk að tala saman. Stundum
á Hótel Borg, stundum á farþega-
skipinu Gullfossi, stundum í laut-
arferðum eða bátsferðum, eða í
garðinum heima hjá sér eða við
sumarhúsið. Hljóðfæraleikarar,
og skemmtikraftar prýddu verk
hennar og ekki má gleyma engl-
unum sem héldu verndarhendi yf-
ir fólkinu. Allt þetta skildi fólk og
kunni svo vel að meta. Ekkert var
verið að flækja hlutina. Allt var
þetta svo eðlilegt.
Karólína Lárusdóttir hafði ein-
stakt lag á að segja sögur og að
setja efnið fram á þann hátt að
tekið var eftir. Hún vann jöfnum
höndum að grafíkverkum og í
vatnslit og olíu. Margir töldu hana
besta í vatnslitaverkunum og
sumir héldu því fram að þar ætti
hún sér fáa líka. Skrifari er á
þeirri skoðun. Karólína var vel
menntuð myndlistarkona. Hún
hlaut fjölda verðlauna og viður-
kenninga fyrir störf sín, bæði hér-
lendis, en mun fleiri erlendis.
Verk hennar eru ekki aðeins vel
metin á Íslandi eða í Bretlandi þar
sem hún bjó og starfaði lungann
úr starfsævi sinni. Þau prýða
veggi víðsvegar um heim.
Hér heima mætti hún stundum
mótlæti frá sjálfskipuðum fræð-
ingum, en ávallt hélt fólkið tryggð
við hana.
Karólína var afskaplega þægi-
leg manneskja í viðkynningu, þótt
vissulega væri hún ekki skaplaus.
Fjölskyldan var henni afar hug-
stæð og oft ræddi hún um barna-
börnin af mikilli umhyggju. Hún
var glaðvær og skemmtileg og
lagði mikla áherslu á að halda
góðu sambandi við vini og kunn-
ingja. Það var gaman að heim-
sækja hana og fá hana í heimsókn.
Síðasta heimsókn hennar í Gallerí
Fold var síðsumars í fyrra. Erind-
ið var að skoða upphengi af verk-
um eftir hana sem sýnd voru á
Menningarnótt í galleríinu.
Heimsóknin var jákvæð og
skemmtileg eins og ávallt og fyllti
okkur ánægju. Fyrir okkur og
fjölda fólks var Karólína ómetan-
leg. Sennilega á enginn íslenskur
myndlistarmaður verk á fleiri
heimilum en Karólína Lárus-
dóttir. Víðast eru þessi verk
órjúfanlegur hluti af heimilisp-
rýðinni. Það segir sína sögu.
Nú þegar leiðir skilja er okkur
þakklæti og virðing efst í huga.
Fjölskyldunni sendum við inni-
legar samúðarkveðjur.
Fyrir hönd fólksins í Galleríi
Fold,
Tryggvi P. Friðriksson.
Karólína Lárusdóttir listmál-
ari verður jarðsett í dag. Við
kynntumst þegar Karólína setti
upp sýningu á Kjarvalsstöðum á
níunda áratugnum, ég hafði aldrei
upplifað önnur eins læti kringum
einn listamann, Karólína var samt
alveg sallaróleg, keypti vínar-
brauð fyrir okkur og við skemmt-
um okkur vel við undirbúning
sýningarinnar. Ég held að Karól-
ína hafi endanlega slegið alveg í
gegn á þessari sýningu, opnunin
var eins og hjá Erró eða Kjarval.
Karólína talaði til þjóðarinnar í
gegnum verk sín; sagði sögur sem
fólk hafði áhuga á; hún hafði góða
tækni en myndirnar voru gjarnan
minningar hennar úr æsku; sjálf-
sagt einn anginn af svo kölluðu
töfraraunsæi, en það er einmitt
það sem togast svo mikið á í okkur
öllum, töfrarnir og hinn óumflýj-
anlegi raunveruleiki.
Innilegar samúðarkveðjur til
ættingja og vina.
Daði Guðbjörnsson.
Elsku ljúfa bróð-
urdóttir mín, Tinna
Mjöll, er látin aðeins
26 ára gömul. Þegar veikindi ber að
dyrum og maðurinn með ljáinn
birtist er ekki spurt um aldur.
Það eru svo margar minningar
sem þjóta um hugann allt frá því að
þessi fallega stelpa kom í heiminn
og þær mun ég geyma í hjarta mér.
Á svona stundu er oft erfitt að
finna orð. Fallegt kvæði við fallegt
lag lýsir tilfinningum oft betur.
Snert hörpu mína, himinborna dís,
svo hlusti englar guðs í Paradís.
Við götu mína fann ég fjalarstúf
og festi á hann streng og rauðan skúf.
Úr furutré, sem fann ég út við sjó,
ég fugla skar og líka úr smiðjumó.
Í huganum til himins oft ég svíf
og hlýt að geta sungið í þá líf.
Þeir geta sumir synt á læk og tjörn,
og sumir verða alltaf lítil börn.
En sólin gyllir sund og bláan fjörð
og sameinar með töfrum loft og jörð.
Ég heyri í fjarska villtan vængjaþyt.
Um varpann leikur draumsins perluglit.
Snert hörpu mína, himinborna dís,
og hlustið, englar guðs í Paradís.
(Davíð Stefánsson)
Tinna varð altalandi einungis
eins og hálfs árs.
Þegar eins og hálfsárs barn er
orðið altalandi er það oft þannig að
ekki gengur alltaf að bera fram öll
hljóð og þannig var það að Tinna
mín kom gjarnan að heimsækja
Frebbnu frænku.
Það nafn á mér varð síðar, þegar
hún gat sagt Hrefna, að gríni okkar
á milli og í stórfjölskyldunni.
Ljúft var að fá að hafa hana
stund og stund þegar hún var lítil
og ekki síðra þegar hún var komin
á unglingsár og alltaf var fyrsta
spurningin þegar hún kom til okk-
Tinna Mjöll Snæ-
land Halldórsdóttir
✝ Tinna MjöllSnæland Hall-
dórsdóttir fæddist
14. desember 1992.
Hún lést 5. febrúar
2019.
Jarðarförin fór
fram 15. febrúar
2019.
ar: „Get ég ekki
hjálpað þér eitt-
hvað?“
Nú er þessi fal-
lega, hæfileikaríka
stúlka farin frá okkur
en minning hennar
mun lifa með okkur.
Minning þín er mér ei
gleymd;
mína sál þú gladdir;
innst í hjarta hún er
geymd,
þú heilsaðir mér og kvaddir.
(K.N.)
Elsku þið, Dóri bróðir, Unnu
mágkona og strákarnir, við vottum
ykkur okkar innilegustu samúð.
Hrefna, Gauti, Hrafnhildur
(Habbý) og Magnús Torfi.
Elsku fallega og hæfileikaríka
frænka mín er látin, langt fyrir ald-
ur fram.
Með ástarþökk ertu kvödd í hinsta sinni
hér
og hlýhug allra vannstu er fengu að
kynnast þér.
Þín blessuð minning vakir og býr í
vinahjörtum
á brautir okkar stráðir þú, yl og geislum
björtum.
(Ingibjörg Sigurðardóttir)
Tinna okkar var barngóða og
hjartahlýja frænkan sem prjónaði
bangsa, 10 ára gömul, þegar von
var á lítilli frænku. Hún var líka
yndisleg brúðarmey, hæfileikarík-
ur fiðluleikari og svo ótal margt
fleira.
Innilegar samúðarkveðjur,
elsku Dóri, Unnur og synir.
Hrefna Gunnhildur (Gunný),
Hallgrímur og börn.
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
RAGNHEIÐUR JÓNÍNA
VALDIMARSDÓTTIR,
Kirkjuvegi 1, Keflavík,
lést á hjúkrunarheimilinu Hrafnistu
Nesvöllum, þriðjudaginn 12. febrúar.
Útför hennar fer fram frá Keflavíkurkirkju fimmtudaginn
21. febrúar klukkan 13.
Innilegar þakkir til starfsfólks Hrafnistu fyrir góða umönnun og
hlýtt viðmót.
Valdimar Þorgeirsson Margrét S. Karlsdóttir
Þorgeir Þorgeirsson Hulda K. Jóhannesdóttir
Ólöf Karlsdóttir
ömmu- og langömmubörn
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
PÁLL SIGURGEIRSSON,
Fróðengi 3, Reykjavík,
frá Hlíð, A-Eyjafjöllum,
lést í faðmi fjölskyldunnar föstudaginn
15. febrúar.
Útförin fer fram frá Grafarvogskirkju fimmtudaginn 21. febrúar
klukkan 13.
Blóm og kransar eru vinsamlega afþakkaðir en þeim sem vilja
minnast hans er bent á að láta Landsbjörg njóta þess.
Þórhildur Margrét Guðmundsdóttir
Guðjón Þór Pálsson Dolores Mary Foley
Sigurgeir Pálsson Sus Kirk Holbech
Anna Dóra Pálsdóttir Hrafn Sveinbjarnarson
barnabörn og barnabarnabörn
HJARTAVERND
Minningarkort
535 1800
www.hjarta.is