Morgunblaðið - 16.02.2019, Page 37
MINNINGAR 37
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. FEBRÚAR 2019
Elsku hjartans
amma mín, takk fyr-
ir ástina, umhyggj-
una, kærleikann og
allar góðu stundirnar. Þú varst
heimsins besta amma, alltaf svo
ljúf, góð, umhyggjusöm og já-
kvæð, það var alltaf svo gott að
koma og vera hjá þér. Þú varst
ekki bara amma heldur líka kær
vinkona sem alltaf var hægt að
leita til og fá góð ráð, og þú varst
alltaf til staðar með traustan og
hlýjan faðminn.
Þú kenndir mér náungakærleik
og að maður yrði að bera virðingu
fyrir fólki og að það væri mikil-
vægt að taka tillit til annarra.
Lífsviðhorf þitt var einstakt og þú
sást alltaf það besta í fólki, varst
glaðlynd og einstaklega hjálpsöm.
Margar af mínum bestu stund-
um voru í Hraunbænum, þar sem
bakaðar voru pönnukökur og ann-
að góðgæti, þú sagðir mér sögur
frá Suðureyri þar sem rætur þín-
ar lágu, mér þótti alltaf svo vænt
um að koma til Suðureyrar og var
ég einstaklega glöð að fá að fara
með alla fjölskylduna mína þang-
að með þér sumarið 2014, þar sem
þú sagðir börnunum mínum sömu
sögur og þú sagðir mér, þar feng-
um við að upplifa þína paradís,
fara með þér í göngutúra út að
fossi og niður í fjöru og upplifa
einstaka náttúrufegurð Suðureyr-
ar.
Þú sagðir mér líka frá ævintýr-
um þínum í Boston þar sem þú
varst au pair, og frá ferðalögum
þínum um heiminn. Þú kenndir
mér að spila og oft var það maríus
eða kleppari sem varð fyrir val-
inu.
Ömmubíó var í uppáhaldi, þar
sem þú sýndir mér slides-myndir
frá því að mamma og Bjarni voru
með þér á ferðalagi um Þýska-
land. Þú gafst mér líka leyfi til að
máta alla fallegu kjólana þína sem
ég bar stolt á árshátíðum síðar.
Við fórum oft í bíó og á Árbæj-
arsafnið, og ég fékk að fara með
þér í skemmtilegar heimsóknir,
sérstaklega var gaman að koma til
Siggu og Þóris, þar sem var fjör
og mikill hlátur. En umfram allt
var best að vera bara með þér og
fá að kúra í ömmufangi og hlusta á
þig syngja vísur.
Ferðin okkar til Bournemouth í
Englandi, þar sem við fórum sam-
an í enskuskóla, var ógleymanleg,
þú 64 ára og ég 16 ára sem lýsir
vel hvaða karakter þú hafðir að
geyma, allt var hægt og að sjálf-
sögðu myndir þú bara skella þér í
enskuskólann með mér.
Þegar Birta Karen mín kom í
heiminn varstu mér innan handar
með pössun á meðan ég kláraði
menntaskólann og Garðyrkju-
skólann. Á milli ykkar voru ávallt
ástrík og sterk bönd, og er ég þér
einstaklega þakklát fyrir alla þá
hjálp. Öll mín börn hafa notið góðs
af prjónaskap þínum í formi ull-
arsokka og vettlinga, vandvirk
varstu fram í fingurgóma, elsku
amma mín.
Það hefur verið erfitt að vera
svo langt frá þér síðustu ár, þó svo
að við höfum verið duglegar að
heimsækja hvor aðra á milli
landa, og heyrst reglulega í síma,
þá er það aldrei það sama og að
geta kíkt til ömmu Gógóar þegar
mann langar til. Það var mér
ómetanlegt að geta fagnað og ver-
ið með þér á 90 ára afmælisdaginn
þinn í nóvember sl. þar sem við
áttum yndislegan tíma saman,
þetta var sérstaklega skemmti-
legur dagur, mikið hlegið og mikil
gleði.
Gróa Jóna
Bjarnadóttir
✝ Gróa JónaBjarnadóttir
fæddist 12. nóvem-
ber 1928. Hún lést
27. janúar 2019.
Útför Gróu fór
fram 15. febrúar
2019.
Elsku besta
amma, ég mun
geyma allar okkar
minningar í hjarta
mínu um ókomna
tíð.
Ég mun syngja
vísurnar sem þú
kenndir mér fyrir
börnin mín.
Takk fyrir allt,
elsku amma. Ég
kveð þig með kvöld-
bæninni okkar:
Vertu yfir og allt um kring
með eilífri blessun þinni,
sitji Guðs englar saman í hring
sænginni yfir minni.
(Sigurður Jónsson)
Sofðu rótt, elsku besta amma
mín.
Þín ömmustelpa,
Katharína.
Gógó, eins og Gróa var alltaf
kölluð, var mín helsta fyrirmynd.
Ég dáðist alltaf að góðmennsk-
unni í ömmu Gógó þar sem að
hún talaði aldrei illa um neinn og
vildi alltaf gefa fólki séns. Amma
Gógó var alltaf í góðu skapi og
var hún ein af jákvæðustu mann-
eskjum sem ég hef nokkurn tíma
kynnst.
Ein af mínum bestu minning-
um með ömmu Gógó var að fá að
gista hjá henni. Ég man að maður
vaknaði við ilminn af nýbökuðum
pönnukökum og útvarpið sem var
alltaf í gangi. Við spiluðum marí-
as og í hvert skipti sem maður
kom í heimsókn til hennar sat
hún alltaf í stólnum sínum að
leggja kapal.
Amma Gógó passaði mig oft
þegar ég var lítil og ég er svo
þakklát fyrir allar góðu minning-
arnar sem við eigum saman. Hún
var mjög opin fyrir öllum um-
ræðum og maður sat alltaf lengi
hjá henni að spjalla um lífið og til-
veruna.
Amma Gógó var frá Suðureyri
og elskaði að vera úti í nátt-
úrunni. Hún talaði mikið um
hvernig það var að alast upp í
sveitinni. Við fjölskyldan fórum
þangað í nokkur skipti og það
gladdi hana mjög mikið. Henni
þótti gaman að ferðast og fékk
hún einnig verðlaun fyrir að hafa
tekið þátt í öllum ferðalögum hjá
Eimskip. Eitt af hennar síðustu
ferðalögum í lifanda lífi var á
Suðureyri. Hún talaði mikið um
húsmæðraskólann sem hún var í
og var mjög stolt af því. Hún var
metnaðarfull og studdi mig einn-
ig til þess að mennta mig.
Amma Gógó ferðaðist alltaf
ístrætó og fórum við í margar
strætóferðir og við fórum sér-
staklega oft niður á Hlemm og
inn í Hafnarfjörð að fá okkur ís.
Hún var mikill lestrarhestur og
ein af mörgum ferðum með henni
var á bókasafnið á Garðatorgi.
Hún var einnig mikill gestgjafi og
fannst alltaf gaman að fá heim-
sókn. Hún kenndi mér að koma
vel fram við aðra og að taka ekki
lífinu of alvarlega. Einnig kenndi
hún mér að hræðast ekki neitt og
treysta á sjálfa mig.
Ég vil þakka ömmu Gógó fyrir
að hafa haft stór áhrif á líf mitt og
fyrir að hafa alltaf verið til staðar
fyrir mig í gegnum erfiða tíma.
Hennar verður sárt saknað,
minning hennar mun lifa. Megi
heilladísirnar umvefja þig að ei-
lífu, elsku amma Gógó.
Birta Karen Haraldsdóttir.
Ég kveð hér kæra konu, hana
Gróu mína, mömmu hennar Kar-
enar vinkonu. Yndisleg kona sem
öllum þótti vænt um, sem henni
kynntust.
Hún trúði aldrei að það væri
vont í neinum, allir voru góðir en
sumir áttu bara erfitt. Ætíð að
hrósa manni. Alltaf jákvæð þessi
yndislega kona. Sátt við alla og
fannst kominn tími til að kveðja.
Hér með fylgja nokkur erindi
til hennar sem föðurbróðir minn
orti til móður minnar árið 1977:
Góða nótt þér gefi og frið
Guð úr sínu hjarta
sem gull í huga geymum við
um góða konu og bjarta.
Þetta er allra endir vor
enginn fær við snúið
sífellt gengin sömu spor
sem enginn getur flúið.
(Grímur Aðalbjörnsson)
Anna Björg Stefánsdóttir.
Látin er elskuleg frænka mín,
Gróa Jóna Bjarnadóttir frá Suð-
ureyri við Tálknafjörð. Við vorum
báðar fæddar á Suðureyri og ól-
umst þar upp fram á unglingsár.
Gógó, eins og hún var oftast
kölluð, var 12 árum eldri en ég.
Gógó gætti okkar systkinanna og
var okkur afar góð, glöð og
skemmtileg og góð fyrirmynd.
Sama var með systkini hennar.
Eldri systkini mín tvö sem voru
nær þeim í aldri náðu fyrr að
verða þeim sem félagar og þarna
myndaðist vinátta sem alltaf
varði.
Á Suðureyri voru þá tvö íveru-
hús, stórt timburhús, hús ömmu
okkar og afa, og svo hús foreldra
minna, lítið steinhús sem þau
byggðu sér. Heimilin voru mis-
mörg og íbúarnir líka. Þá var allt-
af unnið að öllum verkum eins og
um eitt heimili væri að ræða og
allir hjálpuðust að, bæði til lands
og sjávar. Þetta var því yndislegt
samfélag að alast upp í.
Veturinn 1945 var Gógó komin
til Reykjavíkur í skóla. Þá gerðist
sá hörmulegi atburður að faðir
hennar, Bjarni E. Kristjánsson,
fórst í sjóslysi við strönd Amer-
íku. Þó að ég væri bara fimm ára
gömul man ég þá miklu hryggð
sem færðist yfir fólk og heimili.
Eftir þetta flutti Jóna frænka
með börnin sín til Reykjavíkur.
Nokkru seinna fór Gógó til dvalar
hjá frænda sínum í Ameríku. En
hún kom aftur og færði öllum
gjafir við heimkomuna. Það var
nú ekki lítið fínt að eiga frænku
sem farið hafði til Ameríku. Vet-
urinn 1959-60 dvaldi ég í Reykja-
vík í skóla. Gógó bjó þá „vestast í
Vesturbænum“ ásamt Harrý og
börnunum, Bjarna og Karen.
Leið mín lá oft þangað og til
þeirra var gott að koma.
Seinna var ég sjálf komin með
mann og börn og bjó líka í Vest-
urbænum. Þá var gott að geta
leitað til góðrar frænku og fengið
aðstoð og ráð. Margt gerðum við
saman síðar, hittumst í Austur-
brún hjá frænku okkar beggja,
sem hún kallaði Rúnu en ég
frænku. Við fórum í Norræna
húsið þrjár saman og dönsuðum
þar á Jónsmessu. Við Gógó sam-
an í Gerðubergi á tónleikaröð. Á
ættarmótum á Suðureyri og á
Eyrarhúsum hjá elsku Steinu.
Við Gógó og Lóló þrjár saman í
berjaferð á Suðureyri, með Lóló í
matarboðum hjá yndislegum
heimakonum, þar sem grilluð
grásleppa var aðalréttur. Daginn
eftir við þrjár á náttfötum í sól og
grasi fyrir ofan litla „Pölluhúsið“
okkar fjölskyldunnar, horfandi
yfir tjörnina, brekkuna og fjöllin,
komnar út fyrir tímann. Síðan
gönguferð um brekkuna og skoð-
aðar allar gömlu minjarnar sem á
Suðureyri eru. Þónokkru síðar,
við systurnar hjá Gógó í Garða-
bænum, ýmist tvær eða fleiri,
endalaus umræðuefni og alltaf
gaman. Seinast við Gunna systir
hjá henni á Ísafold í vistlega her-
berginu hennar, þar sem við sát-
um saman yfir kaffi og súkkulaði,
sóttum enn í minningafjársjóðinn
okkar.
Og ekki má gleyma að nefna
þegar Suðureyrarfrænkur hitt-
ast, þökk sé yngri frænkunum,
sem vonandi halda áfram að sjá til
þess.
Elsku Gógó mín, endalausar
þakkir til þín frá mér og fjöl-
skyldu minni. Vertu Guði falin.
Elsku Karen, Bjarni og fjöl-
skyldur. Innilega samúð vottum
við ykkur og biðjum Guð að vera
með ykkur öllum.
Kristín Lára Þórarinsdóttir.
Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir afi
og langafi,
HALLDÓR G. BJÖRNSSON,
fyrrverandi verkalýðsleiðtogi,
sem lést föstudaginn 8. febrúar á Hrafnistu
í Reykjavík, verður jarðsunginn frá
Digraneskirkju mánudaginn 18. febrúar klukkan 15.
Grímur Halldórsson Hildur M. Blumenstein
Guðrún Ellen Halldórsdóttir Guðmundur Kr. Jóhannesson
Ketill Arnar Halldórsson Jóhanna H. Oddsdóttir
Hrafnhildur Halldórsdóttir Smári Ríkarðsson
og fjölskyldur.
Elsku mamma okkar, tengdamamma,
amma og langamma,
RAGNHEIÐUR KLEMENZDÓTTIR
frá Görðum,
lést á Heilbrigðisstofnun Suðurlands
sunnudaginn 10. febrúar.
Útför hennar fer fram frá Reyniskirkju í Mýrdal föstudaginn
22. febrúar klukkan 14.
Kristín Elínborg Þorsteinsdóttir, Sigurður Sigurjónsson
Gunnheiður Guðlaug Þorsteinsd., Ólafur Pálmi Baldurss.
og fjölskyldur
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
ERLA JÓHANNSDÓTTIR,
lést á Hrafnistu, Hafnarfirði, þriðjudaginn
12. febrúar. Jarðarförin fer fram frá
Hafnarfjarðarkirkju föstudaginn
22. febrúar klukkan 13.
Hallfríður Ólafsdóttir Jón Frímann Ágústsson
Heimir Ólafsson Kristín Jónsdóttir
Anna Ólafsdóttir Páll Hermannsson
barnabörn og barnabarnabörn
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
UNNUR AXELSDÓTTIR,
Hlíðarvegi 11, Kópavogi,
lést 14. febrúar á hjartadeild Landspítalans.
Jarðarförin fer fram frá Kópavogskirkju
fimmtudaginn 21. febrúar klukkan 13.
Stefanía Hjartardóttir
Sveinn Hjörtur Hjartarson Sigurveig H. Sigurðardóttir
Þórunn Ingibjörg Hjartard. Sveinn B. Larsson
Axel Garðar Hjartarson Rannveig Sigurðardóttir
barnabörn og barnabarnabörn
Faðir minn, tengdafaðir, afi og vinur,
FINNUR BERGSVEINSSON
rafvirkjameistari
frá Gufudal,
Laugarnesvegi 90,
lést á líknardeild LSH í Kópavogi
mánudaginn 11. febrúar.
Útförin fer fram frá Fossvogskirkju mánudaginn 18. febrúar
klukkan 11. Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir en þeim
sem vilja minnast hans er bent á Slysavarnafélagið Landsbjörg.
Martha V. L. Finnsdóttir Sigurður K. Gíslason
Finnur Marteinn Sigurðsson Ágústa B. K. Kristjánsdóttir
Elínborg Guðjónsdóttir
Faðir minn,
JÚLÍUS KRISTINN MAGNÚSSON,
Bylgjubyggð 67, Ólafsfirði,
lést á Heilbrigðisstofnun Norðurlands,
Siglufirði, laugardaginn 9. febrúar.
Jarðarförin fer fram í Laugarneskirkju
fimmtudaginn 21. febrúar klukkan 15.
Sérstakar þakkir fær starfsfólk Heilbrigðisstofnunar Norðurlands
í Fjallabyggð og Sjúkrahússins á Akureyri fyrir hlýhug og góða
umönnun.
Vera Júlíusdóttir
og fjölskylda
Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir
og afi,
ÁSTÞÓR RAGNARSSON
iðnhönnuður,
verður jarðsunginn frá Neskirkju
föstudaginn 22. febrúar klukkan 13.
Elísabet Harpa Steinarsdóttir
Gauti Þór Ástþórsson Ágústa M. Þorsteinsdóttir
Erna Ástþórsdóttir
Þorsteinn Jón Gautason Ástþór Ragnar Gautason
Ásta Þórunn Ólafsdóttir
Elskuleg föðursystir mín,
INGER IDSÖE
læknir,
andaðist föstudaginn 25. janúar síðastliðinn
á Tasta Sykehjem í Stavanger, Noregi.
Fyrir hönd aðstandenda,
Thormod Idsöe
Jörgens vei 2
1386 Asker, Noregi
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð
og hlýhug við andlát og útför ástkærs
eiginmanns míns, föður, tengdaföður
og afa,
INGVARS PÁLS SVEINSSONAR,
Lækjasmára 4.
Sigurlína Stella Árnadóttir
Árni Sveinn Pálsson Stefanía Dögg Hauksdóttir
Ómar Örn Pálsson
og barnabörn