Morgunblaðið - 16.02.2019, Side 39

Morgunblaðið - 16.02.2019, Side 39
MINNINGAR 39 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. FEBRÚAR 2019 ✝ Unnur Mar-teinsdóttir fæddist á Norðfirði 9. nóvember 1928. Hún lést 6. febrúar 2019. Hún ólst upp á Sjónarhóli, Nes- kaupstað, ásamt stórum systkina- hópi. Foreldrar hennar voru Mar- teinn Magnússon bóndi, f. 19. apríl 1887, d. 17. desember 1964, og María Stein- dórsdóttir, f. 20. mars 1898, d. 29. desember 1959. Systkini Unnar voru Guðlaug Marteins- dóttir, f. 1917, d. 2008, Guðný Marteinsdóttir, f. 1918, d. 1921, Jóna Marteinsdóttir, f. 1920, d. meistara, f. 28. apríl 1928, d. 27. júní 1982. Börn eru þeirra eru 1) Guðbjörg f. 1949, börn hennar eru Unnur María Sólmundar- dóttir f. 1973 og Haraldur Hrannar Sólmundsson f. 1980, 2) Ríkharð Már f. 1953, d. 2014, eftirlifandi eiginkona hans er Laufey Sveinsdóttir, börn þeirra Stefán Ríkharðsson f. 1976 og Sæunn Svana Ríkharðs- dóttir f. 1982, 3) Bergvin f. 1964, kona hans er Helga Sveins- dóttir, börn þeirra Haraldur Bergvinsson f. 1992 og Ásta Friðrika f. 1999, og 4) Stefán f. 1966, d. 1972. Unnur bjó alla tíð í Neskaup- stað, lengst af á Melagötu 4 sem þau hjónin byggðu sér. Hún vann hin ýmsu störf, m.a. hjá Pósti og síma, við fiskvinnslu og þrif. Síðustu æviárin dvaldi Unnur í þjónustuíbúð aldraðra í Breiðabliki. Hún verður jarðsett frá Norð- fjarðarkirkju í dag, 16. febrúar 2019, klukkan 13. 1921, Magnús Mar- teinsson, f. 1921, d. 1997, Guðjón Mar- teinsson, f. 1922, d. 1989, Sigurbjörg Marteinsdóttir, f. 1924, d. 2001, Kristín Steinunn Marteinsdóttir, f. 1926, d. 2015, Hall- dóra Stefanía Mar- teinsdóttir, f. 1927, d. 1994, Jóna Sig- ríður Marteinsdóttir, f. 1931, Guðný Jenný Marteinsdóttir, f. 1934, d. 1993, Erna Aðalheiður Marteinsdóttir, f. 1936 og Stefán Skaftfell Marteinsson, f. 1940, d. 1970. Unnur giftist Haraldi Berg- vinssyni, báta- og húsasmíða- Kveðja til tengdamóður minnar, Unnar Marteinsdóttur, er lést á heimili sínu 6. febrúar síðastliðinn. En komin eru leiðarlok og lífsins kerti brunnið, og þín er liðin æviönn á enda skeiðið runnið. Í huga kemur minning mörg og myndir horfinna daga. Frá liðnum stundum læðist fram mörg ljúf og falleg saga. Þín vinartryggð var traust og föst og tengd því sanna og góða, og djúpa hjartahlýju og ást þú hafðir fram að bjóða. Og hjá þér oft var heillastund, við hryggð varst aldrei kennd. Þú komst með gleðigull í mund og gafst í þinni grennd. Svo vina góða vertu sæl, nú vegir skilja að sinni. Þín gæta máttug verndarvöld á velferð nýrri þinni. Með heitu bljúgu þeli þér ég þakka kynninguna, um göfuga og góða snót ég geymi minninguna. (Höf. ók.) Helga Sveinsdóttir. „Elsku engill, hjartans speng- ill, amma mín.“ Þessi orð sagði lítil stúlka við ömmu sína, móður þína og langömmu mína, Maríu á Sjónarhól, um miðja síðustu öld. Þessi orð og margar aðrar tilvitnanir, gamanvísur, brand- ara og frasa þuldir þú upp milli þess sem þú sagðir mér sögur af uppvexti þínum í stórum systk- inahópi. Þú varst óþreytandi frásagnarbrunnur, mundir allt og varst svo viljug að deila visku þinni og sögum. Þú gafst mér innlit í æskuárin þín á Sjónar- hóli, sagðir mér sögur af for- eldrum þínum og aðstæðum fólks áður fyrr. Þú mundir tím- ana tvenna og varst mikilvæg tenging elsta ömmubarnsins fyrir sunnan, við ættfólk sitt og uppruna hinum megin á landinu. Þið Halli afi áttuð fallegt heimili á Melagötunni en afi kvaddi allt of fljótt, aðeins 10 ár- um eftir að þið misstuð Stefán yngsta barnið ykkar. Og svo dó Rikki frændi elsti sonur þinn fyrir fimm árum. Ég ólst upp í skugga þessara áfalla og fylgd- ist með sorg þinni síðustu árin, amma mín. Þú barst þig vel og lifðir fyrir þá sem eftir voru. Þú kenndir mér að minnast þess góða, kenndir mér að tala um sorgina og dauðann, og kenndir mér að það væri í lagi að gráta. Og við grétum saman. Þú kenndir mér líka að það væri mannlegt að reiðast og mann- legt að fyrirgefa. Þú kenndir mér að sjá björtu hliðarnar á mannlífinu, kenndir mér að sigr- ast á erfiðleikum og að láta hverjum degi nægja sína þján- ingu. Þú kenndir mér líka fullt af tvíræðum vísum, amma mín, og þá hlógum við saman. Þú varst góður hlustandi, hafðir áhuga á lífinu, samfélaginu og fólkinu þínu. Þú varst fyndin, hnyttin í tilsvörum og uppá- tækjasöm á þinn hátt. Sem barn þráði ég að geta skroppið í mjólk og kex til ykkar afa eftir skóla líkt og vinkonur mínar gerðu. Sem unglingur naut ég þeirra forréttinda að dvelja heilu sumrin hjá þér og vinna í fiski. Það var yndislegur tími og í dag afskaplega dýrmætur tími. Sem uppkomin ömmustelpa ylj- aði það mér að fylgjast með samskiptum þínum við börnin mín þrjú. „Og hvað á ég svo að elda handa ykkur í kvöld?“ var viðkvæðið þegar þú vissir að við værum á austurleið eftir langt ferðalag. Ekki stóð á svari þess elsta: „langömmukjöt“, sem var kjöt í karrí. Okkur þótti það skemmtilega tvírætt báðum tveim. Það fór enginn svangur frá þér. Að fá tíma með forfeðr- um og formæðrum er ómetanleg gjöf sem langömmubörn þín munu átta sig betur á eftir því sem þau eldast. Langömmukjöt í karrí er dýrmæt perla í fjár- sjóðskistu minninganna. „Ertu ekki örugglega að taka lýsi, Unnur mín?“ var oft fyrsta setning þín í símtölum okkar og nú verða þau ekki fleiri. Og þetta er jafnframt síðasta bréfið til þín, amma mín. Tárin streyma þegar ég skrifa þessar línur því ég var ekki tilbúin að kveðja þig, ekki alveg strax, en af síðustu samtölum okkar veit ég að þú varst farin að huga að ferðalokum. Sorgin verður ekki þurrkuð burt þótt tárin þorni. Sorgin er merki þess að hafa lif- að og átt, og ég átti þig. Elsku engill, hjartans spengill, amma mín, takk fyrir allt og allt. Ég elska þig og mun ávallt minnast þín, þín Unnur María. Elsku langamma, mér fannst alltaf gaman að tala við þig þótt það væri ekki lengi. Og að koma í heimsókn til Norðfjarðar ár- lega var alltaf mjög skemmti- legt. Þú varst alltaf svo ljúf og góð við alla, og falleg líka. Ég man allar þessar góðu minning- ar með þér og brosi með sjálfri mér. Því að ég veit að ég er af- skaplega heppin að hafa fengið að kynnast þér. Ég sakna þín svakalega en nú ertu komin á betri stað upp í himnaríki og brosir niður til okkar, ég bara veit það. Takk fyrir að vera hluti af lífi mínu, ég elska þig og mun ávallt gera. Þín langömmustelpa, Sóldís Perla Ólafsdóttir. Elsku langamma mín, mér fannst mjög skemmtilegt að heimsækja þig í Neskaupstað. Takk kærlega fyrir að vera góð við mig og alla í fjölskyldunni. Ég man hvað við Sóldís vorum hrædd þegar þú tókst tennurnar út úr þér. Mér þykir leitt að þú sért dáin og ég mun aldrei gleyma þér. Takk fyrir allt, elsku langamma, þinn Sævar Karl Ólafsson. Elsku langamma ég sakna þín mjög mikið en ég veit að þú ert komin á betri stað. Ég var mjög glöð að fá að kynnast þér. Þú varst svo falleg og góð við alla. Það er gott að eiga góðar minn- ingar um þig. Ég var svo heppin að fá að heimsækja þig síðustu þrjú sumur og eiga með þér góð- ar stundir. Takk fyrir allt, elsku langamma, þín Svava Lind Haraldsdóttir. Með nokkrum fátæklegum orðum langar mig að skrifa og minnast fyrrverandi tengda- móður minnar Unnar Marteins- dóttur frá Sjónarhól í Neskaup- stað. Unnur sleit barnsskónum á Sjónarhól,og alla sína tíð átti hún heimili á Neskaupstað. Hún var ung þegar hún kynntist og gekk í hjónaband með Haraldi Bergvinssyni en hann lést 1982. Það var árið 1971 sem ég kynntist dóttur þeirra sem er elst þeirra barna og fluttum við fljótlega austur. Það var vel tek- ið á móti mér af tilvonandi tengdaforeldrum og öllu tengdu fólki tilvonandi konu minnar. Af þessum þremur árum sem við bjuggum á Neskaupstað vor- um við í eitt ár hjá Unni og Halla við Melagötu 4. Aldrei bar skugga á sambýli okkar meðan við vorum í Nes- kaupstað. Í mínum huga er ég ævinlega þakklátur fyrir það sem þau hjón gerðu fyrir okkur, mig og mína fjölskyldu í mínum veikindum veturinn 1981-1982 að hafa fjölskyldu mína hjá sér meðan ég var að jafna mig í Reykjavík. Unnur var ákveðin og afar skynsöm kona, fréttir sem voru í fjölmiðlum og í hennar heima- byggð fóru ekki fram hjá henni. Hún spurði mig oft spurninga um fréttir og talaði oft um þjóð- þekkt fólk bæði lífs og liðna. Mér þótti það oft athyglisvert að kona austur á fjörðum væri að spá í bæði stórt og smátt sem skeði í landinu. Unnur var snögg til svars hvort sem það var í vörn eða sókn, var ekki að lognmollast með svörin. Unnur og Haraldur eignuðust fjögur börn, þrjá drengi og eina stúlku. Tveir drengjanna eru látnir. Það voru erfiðir tímar hjá Unni og hennar fjölskyldu að sjá á eftir eiginmanni, sonum og bræðrum. Ég votta aðstandend- um samúð mína og þakka fyrir hlýjan hug sem mér var alltaf sýndur þegar ég var í návist Unnar. Ber mig inn í óskalandið öldurótið kynngi blandið, ævistritsins strengda bandið sterka, greiðist mér af háls, baðað skini bíður landið brautin opin, þrællinn frjáls. Heyri ég raddir himins gjalla, hörpur stilltar, tóna falla, til að kalla okkur alla upp til starfs og rýmri hags. - Yfir hraun og hamrastalla hrynur glóð hins nýja dags. Ljóðið er eftir Sólmund Sig- urðsson frá Smiðjuhólsveggjum, afa greinarhöfundar. Sólmundur Þormar Maríusson. Atburðir frá barnæsku og unglingsárum fylgja manninum alla ævi. Barnsárin gleymast aldrei þótt maður flytji heims- álfa á milli. Í dag kveðjum við föðursyst- ur mína, Unni Marteinsdóttur. Er ég var að alast upp heima í Neskaupstað bjuggu fjórar föð- ursystur mínar þar, þær Unnur, Stína, Dóra og Bogga, með fjöl- skyldum sínum. Það voru for- réttindi að alast upp á fallegum stað með yndislegu og skemmti- legu fólki. Alls staðar var maður velkomin. Unnur er sú síðasta sem kveður af þessum fjórum systrum heima í Neskaupstað. Það verður söknuður í hjarta næst er ég kem austur. Unnur hafði gaman af íþrótt- um. Hún spilaði handbolta með Þrótti Neskaupstað á yngri ár- um. Ég man er ég sá þau systk- inin, Unni og föður minn Guð- jón, úti á íþróttavelli heima að hvetja Þróttaranna áfram. Það var gaman að heimsækja Unni frænku, hún var gamansöm og jákvæð en bar samt sína sorg. Hún missti eiginmann sinn, Harald Bergvinsson, aðeins 54 ára gömul og sá á eftir tveimur sonum sínum. Ég trúi því að allt hennar fólk taki nú vel á móti henni á fallegum stað. Móðir mín, Guðrún, og við systurnar Gígja Sólveig, María og Hólmfríður og fjölskyldur okkar, vottum Guðbjörgu, Berg- vini, Laufeyju og fjölskyldunni samúð okkar. Guðný Steinunn Guðjónsdóttir. Unnur Marteinsdóttir Hjartans þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, RAFNS ÓLAFSSONAR, Gröf, Grundarfirði. Sérstakar þakkir viljum við færa starfsfólki gjörgæsludeildeildar LSH fyrir auðsýnda hlýju og umönnun. Hrafnhildur Lilla Guðmundsdóttir Kristbjörn Rafnsson Oddný Gréta Eyjólfsdóttir Bárður Rafnsson Dóra Aðalsteinsdóttir Unnur María Rafnsdóttir Eiríkur Helgason Héðinn Rafn Rafnsson Jóhanna Beck Ingibjargard. barnabörn og barnabarnabörn Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát elsku dóttur minnar, systur, mágkonu og frænku, HELGU STEFÁNSDÓTTUR, Keilusíðu 7-b, Akureyri. Sérstakar þakkir til starfsfólks Heimahlynningar og Sjúkrahússins á Akureyri fyrir einstaklega góða umönnun og hlýhug. Stefán Sigurðsson Lilja, Sóldís og fjölskyldur Ástkær móðir mín, tengdamóðir, amma og langamma, INGA SVANÞÓRSDÓTTIR, lést sunnudaginn 3. febrúar á Landspítalanum, Hringbraut. Útför hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Anna Sigríður Markúsdóttir Trausti Þór Guðmundsson Inga Karen Traustadóttir Laurent Donceel Sara Dögg Traustadóttir Trausti Hrafn Karitas Embla Baltasar Birkir Ísak Styrmir Elsku móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, JÓHANNA H. SCHEVING TAYLOR, Haddý, lést mánudaginn 11. febrúar á lungnadeild Landspítalans, Fossvogi. Sérstakar þakkir viljum við færa starfsfólki lungnadeildar. Útför hinnar látnu hefur farið fram í kyrrþey. Anna Scheving Jóhannesd. Jón Davíðsson Guðrún S. Guðmundsdóttir Linda Björk Bjarnadóttir Högni Guðmundsson barnabörn og barnabarnabörn Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SIGRÍÐUR ANTONSDÓTTIR hjúkrunarfræðingur, lést á líknardeild Landspítalans föstudaginn 8. febrúar. Jarðsett var í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Blóm og kransar eru vinsamlegast afþökkuð en þeim, sem vilja minnast hennar, er bent á Félag nýrnasjúkra og Minningarsjóð líknardeildar og heimahlynningar Landspítalans. Þökkum starfsfólki líknardeildar og vinkonum Sigríðar alla þá virðingu, vinsemd og kærleika sem hún og við nutum. Guðfinna Harðardóttir Hrafnkell Harðarson Eygló Huld Jónsdóttir Líney, Hildur, Jón Egill, Sigríður Erna, Hafþór Arnar og Sóley Móðir okkar og tengdamóðir, GUÐRÍÐUR BJARGEY HELGADÓTTIR frá Austurhlíð í Blöndudal, lést á Heilbrigðisstofnun Sauðárkróks 11. febrúar. Útförin fer fram frá Sauðárkrókskirkju laugardaginn 23. febrúar klukkan 13. Helgi Sæmundsson Bjarney Guðrún Þórarinsdóttir Ásdís Sæmundsdóttir Gunnar Karl Guðjónsson Sigríður Guðrún Friðriksd. Guðmundur Guðmundsson Brynjólfur Friðriksson Jóhanna Helga Halldórsdóttir Kristín Friðriksdóttir Ólína Þóra Friðriksdóttir Eiríkur Jónsson Við þökkum af alhug auðsýnda samúð og virðingu við andlát og útför okkar heittelskaða GYLFA GUÐMUNDSSONAR, hagfræðings og leiðsögumanns. - Þú fagra minning eftir skildir eina, sem aldrei gleymist meðan lífs ég er. - Ása Hanna Hjartardóttir Helga Maureen Gylfadóttir Ásta Camilla Gylfadóttir Jónína Guðrún Gylfadóttir Sólveig Elke Gylfadóttir Gerður G. Bjarklind

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.