Morgunblaðið - 16.02.2019, Qupperneq 45
DÆGRADVÖL 45
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. FEBRÚAR 2019
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Grasið er ekkert grænna handan
girðingarinnar þó einhver haldi því fram við
þig. Taktu mark á þinni innri rödd.
20. apríl - 20. maí
Naut Vandræðaleg augnablik, sem þú ósk-
ar þess að geta þurrkað út skipta ekki
neinu einasta máli þegar upp er staðið.
Gakktu ekki fram af þér í vinnu.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Það hefnir sín að slá slöku við í
vinnunni og eyða þar tíma í vangaveltur um
persónuleg mál. Sýndu lit og bjóddu ástinni
í óvissuferð, þó ekki væri nema út í ísbúð.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Þótt það sé stundum gott að fá at-
hygli skaltu gæta þess að það sé ekki á
annarra kostnað. Brettu upp ermarnar og
taktu til við að losa þig við óþarfa..
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Vinsældir þínar í einkalífi og starfi eru
miklar um þessar mundir. Mundu að það
sem þú gefur frá þér færðu til baka.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Það léttir lífið að slá á létta strengi
en mundu að öllu gamni fylgir nokkur al-
vara. Líttu í eigin barm og leggðu spilin á
borðið.
23. sept. - 22. okt.
Vog Nú er úr vöndu að ráða svo þú skalt
ekki skrifa undir neitt fyrr en þú hefur
kynnt þér alla málavöxtu. Taktu djarfar
ákvarðanir. Annað er tímaeyðsla.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Þú þarft ekki að réttlæta allar
þínar gerðir. Taktu aftur gleði þína því
næstu mánuðir munu verða góðir hvað
varðar ferðalög og vinnu.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Þótt þér finnist einhver hafa
haft þig að fífli með því að segja bara hálf-
an sannleikann er ekki víst að það sé vilj-
andi gert. Að hugsa um sjálfan sig felst í
fleiru en að mæta grunnþörfunum.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Þig langar svo að njóta athygli
vinnufélaga þinna að þú ert reiðubúin/n að
leggja ýmislegt á þig hennar vegna. Láttu
þó ekki tækifæri um stöðuhækkun yfirtaka
hugann.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Taktu mark á ráðleggingum
þeirra sem þykir vænt um þig og settu þær
ofar öllu öðru. Góður vinur er allt sem þú
þarft þessar vikurnar.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Það er ákveðinn léttir þegar búið er
að taka ákvörðun um hvert skal halda.
Mundu að þú hefur fullan rétt á því að
verja hagsmuni þína. Haltu dagbók ef þú
getur.
Víkverji er ekki duglegur að takatil. Hann leyfir bókum að hlað-
ast upp á borðinu hjá sér. Honum
finnst einnig ágætt að stinga hlutum
inn í skáp þegar hann veit ekki alveg
hvað hann á að gera við þá. Svo lokar
hann skápnum og vandamálið er úr
sögunni. Í það minnsta þar til hann
opnar skápinn næst.
x x x
Nýlega sá Víkverji þátt með jap-anska tiltektarsérfræðingnum
Marie Kondo. Hann átti reyndar
ekki frumkvæði að því að kveikt var
á þessum þætti, en fylgdist þó með
því sem fram fór á skjánum. Senni-
lega kom Víkverja mest á óvart að
þáttur með stjórnanda, sem talar að
mestu japönsku, skuli hafa slegið í
gegn í Bandaríkjunum. Þar eru
menn ekki vanir textuðu efni og
leggja til dæmis frekar á sig að end-
urgera heilu bíómyndirnar ef þar er
töluð útlenska en að setja texta.
x x x
Condo kynnti fræði sín fyrst í bók,sem selst hefur í bílförmum og
hefur meðal annars verið þýdd á ís-
lensku. Svo mikið þykir í hana
spunnið að samningurinn um hennar
næstu bók mun hljóða upp á sjö stafa
tölu í dollurum. Það liggur við að
Víkverji ákveði að leggja fyrir sig að
kenna fólki að taka til, en hann er
ekki viss um að lögmál framboðs og
eftirspurnar verði honum í hag.
x x x
Þátturinn varð hins vegar til þessað Víkverji ákvað að opna einn
af skápunum sem hann hefur notað
til að geyma hluti. Skápurinn var
fullur af snúrum. Snúrurnar voru
eins og ormar í bendu. Þegar hann
tók út eina snúru fylgdu tíu aðrar
með. Snúrurnar voru af ýmsum
toga. Þarna mátti rekja sögu far-
símaeignar Víkverja með því að
skoða hleðslusnúrur. Loftnetssnúr-
ur báru vitni fyrri aðferðum til að
taka á móti sjónvarpsútsendingum.
Víkverji velti fyrir sér hvort sú
tækni ætti sér von um endurkomu
og komst að raun um að það væri
hæpið. Á endanum sat hann uppi
með heilan sekk af snúrum sem hann
hefur ekkert við að gera. Sekkurinn
er enn á leið í Sorpu. vikverji@mbl.is
Víkverji
Þú, Drottinn, ert góður og fús til að
fyrirgefa, gæskuríkur öllum sem
ákalla þig.
(Sálm: 86.5)
Krókháls 1 • 110 Reykjavík • S. 567 8888 • www.pmt.is
Allt til merkinga & pökkunar
PRENTARAR
& VOGIR
• LÍMMIÐAPRENTARAR - Godex, Zebra, Quicklabel og Videojet
• LÍMMIÐAHUGBÚNAÐUR - Nicelabel
• LÍMMIÐAVOGIR - Ishida, Dibal
• MIÐAÁLÍMINGARVÉLAR
• VERÐMERKIVÉLAR
Allar stærðir af prenturum
Úrval af aukabúnaði og varahlutum
Gátan er sem endranær eftir Guð-mund Arnfinnsson:
Fjallsins brún oss blasir við.
Beitt hún löngum klýfur við.
Má það kalla matarbúr.
Maðurinn því kemur úr.
„Þá er það lausnin,“ segir Harpa á
Hjarðarfelli:
Í ferð ég legg að fjallsins egg.
Flugbeitt egg á sláttuljá
Mér ég egg til munns oft legg.
Í móðurlífi egg má sjá.
Guðrún Bjarnadóttir á þessa lausn:
Á fjallseggina fer í túr,
með fínni hnífsegg kexið myl
og svartbaksegg, það „sæta“ búr.
Úr sæði og eggi varð ég til.
Böðvar Björgvinsson á þessa
lausn:
Fjallsegg gnæfir firna hvöss.
Fleygar viðinn skeggju egg.
Eggið nærir aldinn segg.
Úr eggi kemur Páll „gordjöss“.
Böðvar gaf þessa skýringu á síð-
ustu hendingunni: „Páll „gordjöss“,
er það ekki hinn fullkomni maður?
Sumum finnst það víst. ;-)“
Sigmar Ingason svarar:
Fjallsegg oft ber heiðan himin við
Hárbeitt axareggin klýfur við
Egg er fæða af ágætustu sort
Að eggi smáu rekjum upphaf vort.
Þessi er lausn Helga Seljan:
Egg á fjallstindi fögur er,
flott klýfur viðinn axarblað.
Hænueggjunum hampa ber,
en heiðra konuegg, víst um það.
Bogi Sigurðsson svarar:
Niður leystan sá ég segg
sá var að míga upp við vegg.
En nú má ég þola hrím og hregg
og hripa skýringuna EGG.
Sjálfur skýrir Guðmundur gátuna
svona:
Fjallsins egg vér eygjum þar.
Egg er beitt við smíðarnar.
Fullt hús matar eggið er.
Úr eggi kemur maður hver.
Og ný gáta eftir Guðmund:
Napur bítur kári kinn,
kom ég mér í skjólið inn,
penna greip og gulnað blað,
gátu párað hef á það:
Þessi maður aumur er.
Í hann skírnarvatnið fer.
Blóð úr þessu beni rann.
Í búri súrmat geymir hann.
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Allflest munu
eggin með freknum
Í klípu
„þetta er ekki í fyrsta sinn sem
þú hefur veriÐ ákærÐUR FYRIR AÐ
GERA BÓTAKRÖFU VEGNA UPPLOGINS
LÍKAMSTJÓNS, EKKI SATT?”
eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger
„ó elskan! fyrsti sjúklingurinn þinn.”
Hermann
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
... þegar þið hættið bara
að kyssast til þess að
ná andanum!
JÓN BRENNDI
HAMBORGARANA AFTUR
SKELL!
SKELL!
SKELL!
SKELL!
FÉLAGAR, MÉR SKILST AÐ
ÞIÐ VILJIÐ LEGGJA FRAM
SKRIFLEGAR KVARTANIR!
ÉG HEF
FENGIÐ
HEPPNA EDDA
ÞAÐ HLUTVERK
AÐ LESA ÞÆR
YFIR!
OG ÉG LEGG TIL
SÖFNUNAR KASSANN!