Morgunblaðið - 16.02.2019, Síða 52

Morgunblaðið - 16.02.2019, Síða 52
Falleg, rómantísk, þekkt klassísk lög verða á boðstólum á hádegis- tónleikum í Hannesarholti á morg- un, sunnudag, kl. 12.15 í flutningi Tríó Grande. Tríóið skipa Rúnar Þór Guðmundsson tenór, Alexandra Chernyshova sópran og Helgi Hann- esson á píanó. Hádegistónleikar Tríó Grande á morgun LAUGARDAGUR 16. FEBRÚAR 47. DAGUR ÁRSINS 2019 5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0 Í lausasölu 1.108 kr. Áskrift 6.960 kr. Helgaráskrift 4.346 kr. PDF á mbl.is 6.173 kr. iPad-áskrift 6.173 kr. Sími: 569 1100 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is Í dag ráðast úrslitin í bikarkeppni KKÍ, Geysisbikarnum í körfuknatt- leik, þegar úrslitaleikirnir fara fram í Laugardalshöllinni. Ljóst er að nýtt nafn fer á bikarinn í kvenna- flokki en Stjarnan og Valur leika til úrslita. Stjarnan er í úrslitum hjá báðum kynjum. Leikur gegn gamla stórveldinu Njarð- vík í karlaflokki. »1 Nýtt nafn fer á bikar- inn hjá konunum Myndlistarmaðurinn Þrándur Þór- arinsson opnar myndlistarsýn- ingu í menningarhúsinu Hofi á Akureyri í dag kl. 16. Þrándur fæddist þar í bæ árið 1978, stundaði nám um tíma í Listahá- skóla Íslands og Myndlistaskól- anum á Akureyri og gerðist lær- lingur norska listmálarans Odd Nedrum. Þránd- ur sækir innblástur meðal ann- ars í ís- lenskar þjóð- sögur og forn- an sagnaarf. Sýningin stendur yfir til 7. apríl. Þrándur opnar mynd- listarsýningu í Hofi ÍÞRÓTTIR FÓLK Í FRÉTTUM Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Fyrst var leyfilegt að selja bjór hér- lendis 1. mars 1989 og allar götur síðan hefur Lionsklúbburinn Ás- björn í Hafnarfirði minnst þessara tímamóta. „Þessi árlega bjórhátíð okkar verður því haldin í 31. sinn föstudaginn 1. mars næstkomandi,“ segir Skúli Gunnar Böðvarsson, einn stofnfélaga klúbbsins, fyrrverandi formaður og nú formaður fjáröfl- unarnefndar. Fyrsta bjórhátíð Ásbjarnar var haldin 3. mars 1989. „Við höfum haldið uppteknum hætti fyrsta föstudag í mars og erum, að sögn, eina félagið sem hefur haldið svona hátíð óslitið á hverju ári síðan bjór- inn var leyfður,“ segir Skúli. „Þetta er okkar helsta fjáröflun til líknar- mála.“ Lionsklúbburinn Ásbjörn var stofnaður í mars 1973 og nokkrum dögum fyrir „Bjórdaginn“ ákváðu félagsmenn að blása til bjórhátíðar í fjáröflunarskyni. „Guðmundur Árni Stefánsson, þáverandi bæjarstjóri í Hafnarfirði, var sá fyrsti og hélt er- indi um grenndargáma og endur- vinnslu,“ rifjar Skúli upp. „Arthur Björgvin Bollason var síðan ræðu- maður á ársafmæli bjórsins og fór yfir hefðir og venjur við bjórdrykkju enda þekkti hann vel til þýskrar bjórmenningar.“ Pítsur í neyð Fyrsta Bjórhátíðin var haldin í húsi Fiskakletts, deildar Slysavarnafélagsins í Hafnarfirði. „Það var húsfyllir og rúmlega það,“ segir Skúli. Hann minnir á að mikil ásókn hafi verið í bjórinn eftir að hann fór í sölu og tegundir selst upp. „Við urðum að fara bakdyramegin til þess að útvega okkur bjór fyrir há- tíðina og sluppum fyrir horn.“ Ann- ars segir hann að hátíðin hafi gengið vel fyrir sig og án vandræða. „Einu sinni komu reyndar mun fleiri en voru bókaðir, fiskréttahlaðborðið nægði ekki og við urðum að útvega pítsur í skyndi fyrir um 40 manns.“ Bjórhátíðin hefur alla tíð verið karlakvöld og segir Skúli að færri hafi komist að en vildu. Því veiti ekk- ert af Kaplakrika og í tilefni tíma- mótanna verður hátíðin veglegri en venjulega. Lederhosensveit Lúðra- sveitar Hafnarfjarðar tekur á móti gestum með lögum frá Bæjaralandi og gengur inn með formanni félags- ins og Bjarna töframanni veislu- stjóra. Eyþór Ingi skemmtir með eftirhermum og söng og Ari Eldjárn verður með uppistand. Uppboð verður á málverkum eftir Tolla og boðið verður upp á happdrætti í tombólustíl. „Þegar klúbburinn var stofnaður héldum við tombólu og það var fyrsta fjáröflun okkar til líknarmála,“ segir Skúli og bætir við að Jón Guðlaugsson, fyrsti formaður Ásbjarnar, hafi þá verið um tvítugt, sem hafi ekki verið staðalímynd Lions á þeim tíma. Fyrsta bjórhátíðin Gestir kunnu vel að meta kræsingarnar. Úr tombólu í árlega bjórhátíð í þrjá áratugi  Lionsklúbburinn Ásbjörn í Hafnarfirði heldur í hefðina

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.