Morgunblaðið - Sunnudagur - 09.02.2019, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - Sunnudagur - 09.02.2019, Blaðsíða 2
Hvernig er að vera einn á sviðinu í svona langan tíma? Að standa einn á sviði og tala í klukkutíma er í senn ógn- vekjandi og frelsandi. Það er ekki á neinn að treysta nema sjálfan sig ef eitthvað klikkar, en um leið er ég algjörlega við stjórn og ræð mér sjálfur. Það er enginn annar leikari að bíða eftir að grípa boltann. Svo fæ ég líka allt klappið fyrir sjálfan mig, það er fátt betra en að láta klappa fyrir sér. Hvernig tilfinning er að tak- ast á við glænýtt íslenskt leik- rit? Vanalega með svona ný verk þá eru þau í mótun á æfingaferlinu þar sem texti og karakter breytist og þróast. Það er mjög skapandi og gefandi að taka þátt í því og þ.a.l. finnst manni maður eiga meira í því. Þetta ferli var einstaklega ánægjulegt, samstarfið gekk eins og í sögu og ekki sakar hvað leikritið er fyndið, sorglegt og umhugsunarvert. Hann Matti (skáldið og leikstjórinn) er rosa klár sko. Griðastaður gerist í IKEA. Kanntu vel við þig í versluninni? Bæði og. Ég á alls konar minningar úr IKEA. Það er staður sem maður heimsækir á tíma- mótum lífs síns. Þegar maður flytur í nýja íbúð, byrjar í sambúð, endar sambúð o.fl. Ég hef rifist í IKEA, ég hef hlegið í IKEA, ég hef verið sorgmæddur í IKEA. Flestir eiga minn- ingar eða einhverja tengingu við IKEA og það er líka það sem gerir verkið svona áhugavert. Hver er þinn griðastaður? Hugsa að minn mesti griðastaður sé heima hjá mér. Svo eru líka nánast allar sundlaugar ein- hvers konar griðastaður fyrir mér. Hvað er fram undan hjá þér? Næst á dagskránni er að sýna einleikinn Griða- stað. Ég er að vinna að nokkrum kvikmynda- verkefnum sem verða vonandi að veruleika í framtíðinni og er í alls konar lausa- mennsku, t.d. sem leiðsögumaður og svo auðvitað leikari. Annars er ég mest að sinna föðurhlutverk- inu og njóta lífsins eins og ég mögu- lega get. JÖRUNDUR RAGNARSSON SITUR FYRIR SVÖRUM Í FÓKUS 2 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 10.2. 2019 Ritstjórn Árni Matthíasson arnim@mbl.is Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.is Júlía Margrét Alexandersdóttir julia@mbl.is Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is Sigurborg Selma Karlsdóttir sigurborg@mbl.is Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is Það verður að viðurkennast að viðtal Orra Páls Orrasonar við SævarÞór Jónsson lögmann í blaðinu í dag er ekki auðveld lesning, eðaeins og blaðamaður kemst svo réttilega að orði: Það fellur á feg- urstu hluti þegar sögur sem þessar eru sagðar. Í ljósi þess að lesturinn einn er eins og ákveðið högg má rétt ímynda sér að það að segja frá; deila þessari reynslu, sé stórt og ekki létt skref. Enda íhugaði Sævar Þór, eins og hann segir sjálfur, í heilt ár hvort saga hans, af alvarlegu kynferðisbroti sem hann varð fyrir sem barn, ætti er- indi við lesendur. Hann komst að þeirri niðurstöðu að hún ætti það. Bæði var það ákveðið skref í vinnu hans með sjálfan sig og um leið ber hann þá von í brjósti að sagan verði öðrum sem standa í sömu sporum og hann hvatning til að vinna í sínum mál- um. Maður efar að nokkur fari í gegnum þennan lestur án þess að setja hljóðan. Ekki bara yfir því sem gerðist, heldur yfir því órétt- læti að sá sem síst skyldi, barn sem brotið var á, sitji uppi með sektarkennd, upplifi sig skemmt, og hvernig sú tilfinning getur elt barnið út lífið. En þótt lesturinn veki alls kyns tilfinningar, reiði og áleitnar hugsanir, er það þó þakklætistaugin sem tifar hvað ákafast og trónir yfir öllu eftir lesturinn. Sævari Þór verður seint fullþakkað fyrir frásögn sína. Hún er saga af því að það er sama hvað við höfum gengið í gegnum og reynt; við eigum möguleika á að staldra við og hætta að vera á flótta. Það skiptir þá ekki máli hversu lengi við höfum hlaupið undan því sem við viljum ekki mæta, það er ekkert lögmál að sá flótti þurfi að standa inn í eilífðina. Þegar manneskja er tilbúin til að opna hjarta sitt, teygja sig í sára lífs- reynslu og deila með annarri manneskju geta töfrar gerst. Hjörtu opnast og fleiri teygja sig eftir sinni. Morgunblaðið/Árni Sæberg Flóttinn getur tekið enda Pistill Júla Margrét Alexandersdóttir julia@mbl.is ’Þegar manneskja ertilbúin til að opnahjarta sitt, teygja sig ísára lífsreynslu og deila með annarri manneskju geta töfrar gerst. Hjörtu opnast og fleiri teygja sig eftir sinni. Erla Scheving Halldórsdóttir Nei, aldrei. Ég bý ekki í Bandaríkj- unum. Íslenskt, já, takk! SPURNING DAGSINS Heldur þú upp á Valentínus- ardaginn? Sigurbjörg Guttormsdóttir Ég man eftir þessum degi en held ekki sérstaklega upp á hann. Guðfinna Elsa Haraldsdóttir Ég hef ekki gert það. Samt aldrei að vita nema ég kaupi blóm. Hilmar Þorkelsson Nei, hvað heldurðu að ég haldi hann hátíðlegan? Ritstjóri Davíð Oddsson Ritstjóri og framkvæmdastjóri Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri Karl Blöndal Umsjón Eyrún Magnúsdóttir, eyrun@mbl.is Prentun Landsprent ehf. Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Útgáfufélag Árvakur hf., Reykjavík. Forsíðumyndina tók Kristinn Magnússon Aukasýningar verða á einleiknum Griðastað eftir Matthías Tryggva Haraldsson með Jör- undi Ragnarssyni í Tjarnarbíói 22. og 28. febrúar. Nánar á tix.is. Sundlaugar eru griðastaður Morgunblaðið/Eggert

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.