Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 09.02.2019, Qupperneq 4

Morgunblaðið - Sunnudagur - 09.02.2019, Qupperneq 4
INNLENT 4 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 10.2. 2019 Fimmtán mínútur af forritun UTmessan er haldin í níundasinn í um helgina og sé tekiðmið af aðsóknartölum síð- ustu ára má gera ráð fyrir að allt að fimmtán þúsund manns leggi leið sína í Hörpu á laugardag og kynni sér það nýjasta í tölvu- og tækni- heimum. Arnheiður Guð- mundsdóttir, fram- kvæmdastjóri UT- messunnar og Ský, sem er fagfélag tölvufólks á Ís- landi, segir mark- mið viðburðarins vera fyrst og fremst að brúa bil- ið milli tæknigeirans og almennings og skapa vettvang fyrir fyrirtæki til að sýna það nýjasta í tölvum og tækni. Ráðstefnan dregur nafn sitt af orðinu upplýsingatækni sem gjarnan er stytt niður í skammstöfunina UT. UTmessan stóð fyrir stórri ráð- stefnu á föstudag en laugardagurinn er sýningardagur og þá er opið öll- um. „Það er opið allan daginn frá 10 til 17 og yfirleitt hefur verið frekar jafn straumur inn allan daginn. Nú er spáð góðu veðri þannig að við eigum von á miklum fjölda fólks,“ segir Arnheiður. Svipta dulúðinni af forritun Margt er í boði á sjálfan sýning- ardaginn og ættu börn jafnt og full- orðnir að finna eitthvað við sitt hæfi. Stærðarinnar risaeðluvélmenni hafa komið sér fyrir í Hörpu og einnig er þar stórt tungl. Stjörnufræðin verð- ur stúderuð og Bjarni Tryggvason, íslenskættaði geimfarinn, verður með fræðslufyrirlestra fyrir almenn- ing. Þá verður hægt að reyna sýnd- arveruleika og kynnast þannig vík- ingatímum, spjalla við vélmenni, reyna að skora hjá vélmennamark- verði í handbolta og margt fleira. Og er þá aðeins lítill hluti af viðburðum dagsins talinn upp, en heildar- dagskrá má finna á vefnum www.ut- messan.is. Arnheiður bendir á að það sé mikilvægt að tölvugeirinn og það nýjasta í upplýsingatækni sé sýni- legt, enda sé rík ástæða til að hvetja fólk til að sækja sér menntun á þessu sviði. „Tilgangurinn með UTmess- unni að reyna að tengja saman al- menning og tæknifólk. Við viljum reyna að brúa þetta bil og ástæðan er sú að það vantar fleira tölvu- menntað fólk Það vantar forritara, kerfisstjóra, hönnuði og svo mætti lengi telja. Það er mikil breidd í þessum geira og það þarf að passa upp á að við séum að mennta fólk í öllum þessum greinum.“ Hún segir marga veigra sér við því að læra forritun, enda sé forritun gjarnan sveipuð ákveðinni dulúð og fólk tengi hana við dulmál og óskilj- anlega kóða. Fyrir þá sem þora verð- ur hægt að fá stutta forritunar- kennslu á UTmessunni. „Við ætlum að reyna að svipta dulúðinni af for- ritun. Fólk á öllum aldri eða jafnvel heilu fjölskyldurnar saman geta komið og prófað að forrita í 15 mín- útur. Við viljum eftir fremsta megni reyna að tengja tölvuheiminn við fólk. Forritun er bara rökhugsun og ekkert annað, en hún er alls ekki eitt- hvað óskiljanlegt.“ Um 50 fyrirtæki eru með bás á UTmessunni sem almenningi býðst að skoða á laugardag. Arnheiður seg- ir áhuga erlendra aðila hafa aukist undanfarin ár og nú séu erlend fyr- irtæki í bland við innlend sem sýni nýjustu tækni á sýningunni. Einnig hefur fjöldi erlendra gesta á ráð- stefnunni aukist þannig að viðburð- urinn verður sífellt alþjóðlegri. Á föstudag var ráðstefnu- dagur UTmessunnar. Á laug- ardag er almenningi boðið frá kl.10-17 í Hörpu. Morgunblaðið/Golli Vélmennamarkvörður og víkingatíminn í sýndarveruleika er meðal þess sem hægt verður að skoða í Hörpu á laugardag þegar UTmessan opnar dyr sínar fyrir almenningi. Viðburðurinn stækkar ár frá ári og nýtur aukinna vinsælda hjá erlendum gestum. Eyrún Magnúsdóttir eyrun@mbl.is Arnheiður Guðmundsdóttir Geðstirð 4 metra há risaeðla er meðal fyrirbæra sem hægt verður að virða fyrir sér á UTmessunni á laugardag en auk þess býðst gestum og gangandi að prófa sýndarveruleika, reyna sig í golfhermi og leika við vélmenni. Morgunblaðið/Eggert ’ Þetta er vondur samningur, óhagstæður og hættu- legur okkur Íslendingum. Við afsölum okkur frum- burðarrétti okkar Íslendinga til landsins og auðlinda þess til lands og sjávar. Þessi samningur kemur til með að færa okkur ósjálfstæði, atvinnuleysi, fátækt og auðnuleysi.“ ’ Ég er viss um að bjórinn verður ákaflega mikill peningaþjófur því að þegar hann verður leyfður eða ef hann verður leyfður verður keppst við að hafa hann í ísskápnum. Þá verður boðinn bjór í staðinn fyrir kaffi. Við erum orðin allt of fínt fólk til að vera að bjóða þennan gamla þjóðardrykk okkar.“ ’ Ég held því að fjölgun útvarpsstöðva muni ekki verða til þess að auka tjáningarfrelsi, a.m.k. ekki að neinu ráði, og allra síst með því fyrirkomulagi sem mér virðist að mjög sterk öfl í samfélaginu, a.m.k. há- vær öfl, hafi haldið fram.“ Þetta eru brot úr umræðum á Alþingi þegar tekist var á um þrjú stórmál: Inngöngu í EES, lögleiðingu bjórsins og afnám einokunar Ríkisútvarpsins. Það skiptir í sjálfu sér ekki máli hverjir sögðu þetta og til- gangslaust að vera að gera lítið úr þeim sem létu þessi orð falla. Þetta eru samt sem áður dæmi um viðhorf sem við eigum erfitt með að skilja í dag. Í ljósi sög- unnar eru þau eiginlega bæði fyndin og dapurleg en við megum ekki gleyma því að þetta voru raunveruleg við- horf sett fram á heiðarlegan hátt af skynsömu fólki sem meinti vel. Íhaldssemi er ekki óeðlilegt ástand, og það er mjög mannlegt að óttast breytingar. Við vitum hvað við höf- um en kannski ekki alveg hvað við fáum. En ætti það ekki að vera einhverskonar þumalputtaregla að frelsi er betra en einokun? Víða um heim hafa leigubílstjórar mótmælt svoköll- uðum farveitum á borð við Uber og Cabify, en hefur orðið miságengt. Þannig gáfust þeir í vikunni upp í Ma- drid eftir hálfsmánaðar mótmæli, en borgaryfirvöld í Barcelona hafa komið til móts við verkföll leigubílstjóra með því að breyta reglum á þann hátt að farveiturnar mega ekki veita þjónustu nema fimmtán mínútum eftir að far er pantað. Það segir sig sjálft að aukabið er ekki að gera neitt fyrir neinn, enda brugðust þessar farveit- ur við með því að afturkalla þjónustu sína í Barcelona. Uppgangur Uber og annarra slíkra fyrirtækja bygg- ist á eftirspurn viðskiptavina. Það er eitthvað sem þessi fyrirtæki gera sem fellur viðskiptavinum í geð og mögulega þurfa þeir sem fyrir voru á markaðnum að laga sig að því í stað þess að brjálast yfir samkeppni og minnkandi viðskiptum. Þetta er soltið eins og ef plötu- snúðar færu í verkfall og lokuðu götum til að krefjast þess að Spotify yrði bannað á Íslandi. En niðurstaðan í Barcelona varð sem- sagt lægsti samnefn- arinn. „Við höfum það ömurlegt og för- um fram á að aðrir hafi það að minnsta kosti jafn ömurlegt, ef ekki öm- urlegra.“ Við þurfum ekki að hafa áhyggjur af þessu, enda er ekki útlit fyrir að við leyfum farveitur hér í bráð. Rökin sem hafa heyrst gegn þeim eru margvísleg, allt frá því að glæpatíðni aukist yfir í hversu stórhættulegt það er að setjast uppí bíl með ökumanni sem er ekki með meirapróf. Kannski getum við brosað að þessu eftir nokkur ár. Á meðan reynum við bara að muna að vera vel klædd í endalausu leigubílaröðinni. Brosum í röðinni ’Þetta er soltið eins og ef plötu-snúðar færu í verkfall og lok-uðu götum til að krefjast þess aðSpotify yrði bannað á Íslandi. Á meðan ég man Logi Bergmann Eiðsson logi@mbl.is

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.