Morgunblaðið - Sunnudagur - 09.02.2019, Side 12

Morgunblaðið - Sunnudagur - 09.02.2019, Side 12
VIÐTAL 12 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 10.2. 2019 H ann er átta ára gamall, einn að leik í vesturbænum í Reykja- vík. Saklaus, sæll og glaður. Illska heimsins eins óviðkom- andi honum og hún getur mögulega orðið. Á vegi hans verður ókunnug kona sem biður hann vingjarnlega um að koma með sér inn í gamalt vöruhús í grenndinni. Hann hreyfir engum andmælum enda vanur því að geta treyst fullorðnu fólki. Inni í vöru- húsinu bíða hans tveir ókunnugir karlmenn og fljótt kemur í ljós að fólkið hefur ekkert gott í huga. Í sameiningu nauðgar það drengnum, karlarnir tveir og konan. Setja hann að því búnu aftur út á götu. Barnæskunni fátækari. Sævar Þór Jónsson sagði ekki nokkrum manni frá þessari skelfilegu lífsreynslu, ekki einu sinni foreldrum sínum. Byrgði hana þess í stað inni og fór næstu þrjá áratugi eða svo gegnum lífið á hnefanum. „Það eru tvær leiðir í þessari stöðu; að takast á við málið eða ýta því frá sér. Ég valdi seinni kostinn. Gróf mig nið- ur. Og barði frá mér. Ég hvorki gat né vildi takast á við þetta,“ segir hann nú, þar sem við sitjum á skrifstofu hans í Sundagörðum, 33 ár- um síðar. Við þegjum um stund. Ég horfi út á sundin blá og eyjarnar og allt í einu hefur þetta stór- kostlega útsýni ósjálfrátt látið á sjá. Það fellur á fegurstu hluti þegar sögur sem þessar eru sagðar. Veit hver konan er „Ég hef aldrei séð mennina aftur og hef ekki hugmynd um hverjir þeir eru eða hvað varð um þá,“ heldur Sævar áfram. „Konuna hitti ég hins vegar skömmu síðar og þá hafði hún aftur kynferðislega tilburði í frammi án þess að ganga eins langt og í fyrra skiptið. Ég veit hver þessi kona er; sá hana síðast bíða eftir strætó fyrir nokkrum árum. Þekkti hana undir eins. Um mig fór hrollur.“ Hratt seig á ógæfuhliðina hjá Sævari eftir ódæðið. „Það sá strax á mér, átta ára gömlum. Ég var á stöðugum hlaupum undan þessu áfalli. Þú veist hvernig þetta er í teiknimynd- unum; fígúran hleypur og hleypur og alltaf elt- ir skugginn. Þannig leið mér. Ég var erfitt barn og treysti engum, hvorki börnum né full- orðnum. Ég þróaði með mér slæmar hugsanir og alls konar kæki, svo sem sjálfsskaða sem fylgdi mér langt fram á fullorðinsár. Ég hafði ríka þörf fyrir að refsa sjálfum mér – enda fannst mér ég lengi bera ábyrgð á því sem gerðist. Mér skilst að það séu ekki óalgeng við- brögð fórnarlamba í málum sem þessum. Það er furðuleg tilfinning, þessi sektarkennd þol- andans. Lúmsk en yfirþyrmandi og mér gekk illa að átta mig á henni. Tilfinningalíf mitt varð mjög flókið. Þótt maður eigi enga sök fer ein- hver mekanismi í gang sem gerir það að verk- um að maður hugsar þetta í grunninn rangt og verður fullur af skömm og reiði. Þess vegna réðst ég á sjálfan mig. Það var þrautaganga að byggja upp sjálfsmyndina og komast gegnum lífið.“ Skrifaði foreldrum sínum bréf – Reyndirðu aldrei að tala um þetta, ekki einu sinni við foreldra þína? „Ég reyndi einu sinni að segja mömmu frá þessu. Ég var að fara að sofa og hún fann að eitthvað var að og gekk á mig. Ég var að því kominn að opna mig fyrir henni en guggnaði á því. Það kom á mömmu þegar ég fór að gráta en hún fékk ekkert upp úr mér. Raunar var það fyrst fyrir tveimur árum að ég öðlaðist kjark til að segja foreldrum mínum frá þessu; skrifaði þeim bréf, þar sem ég treysti mér ekki til að tala um þetta við þau augliti til auglitis. Þau vildu strax vita hverjir hefðu verið þarna að verki en ég hef ekki ennþá rætt þann hluta málsins við þau.“ Þegar Sævar er misnotaður, um miðjan ní- unda áratuginn, er umræðan um kynferðisbrot gegn börnum lítil sem engin í samfélaginu. Brot Steingríms Njálssonar höfðu að vísu rat- að í fjölmiðla og Sævar minnist þess að hafa verið varaður við honum. Á heildina litið átti umræðan um brot sem þessi þó eftir að taka út mikinn þroska. Þögnin ríkti. „Á þessum tíma áttu börn að vera hrein og snyrtilega til fara, fá að borða og mæta á rétt- um tíma í skólann. Aldrei var rætt um tilfinn- ingar,“ segir hann. Eftir á að hyggja telur Sævar viðbrögð sín ekkert óeðlileg; barn hafi engar forsendur til að skilja hvað átti sér stað í vöruhúsinu. „Það gerist ekki fyrr en maður fullorðnast og þá eru aðstæður breyttar.“ Einangraði sig meira og meira Hluti af vandanum var skömmin. Sævar vildi ekki vera kenndur við mál af þessu tagi. „Mér leið eins og ég væri skemmdur og fólk myndi finna á mér snöggan blett og jafnvel ekki treysta mér lengur kæmist það að þessu. Sér- staklega eftir að ég byrjaði í lögmennskunni og fólk fór að stóla á mig. Svona voru rang- hugmyndirnar miklar.“ Margt breyttist eftir að Sævar var misnot- aður. Á þeim tíma átti hann góða vinkonu en fljótlega eftir þetta var sú vinátta búin. „Sem barn einangraði ég mig alltaf meira og meira og gerði mér upp veikindi til að sleppa við skól- ann. Var svo að segja vinalaus á löngum köfl- um. Mér leið illa innan um fólk og var hræddur við ókunnuga. Ég var stöðugt á varðbergi.“ Þegar hegðunarvandinn var mestur fór móðir Sævars með hann til barnalæknis. „Ætli ég hafi ekki verið tólf eða þrettán ára. Lækn- irinn gekk á mig og spurði meðal annars hvort einhver hefði gert mér eitthvað og hvers vegna ég væri að skaða mig. Ég skildi ekki hvað hann var að fara. Læknirinn gaf mér einhverjar töfl- ur en að öðru leyti var þessu ekki fylgt eftir. Og áfram hélt ég á hnefanum. Ég hafði þróað með mér mikla vörn og eftir á að hyggja var ég ótrúlega sterkur miðað við aldur.“ Ryðgaður bíll í garðinum Einn vin átti Sævar á þessum árum sem hann treysti upp að vissu marki, þó ekki fyrir leynd- armálinu mikla. „Það bjargaði mér á margan hátt að geta talað við hann. Við vorum eins og bræður og ég var logandi hræddur við að missa hann. Haldreipi mitt í lífinu. Seinna flutti hann úr hverfinu og við misstum þráðinn en höfum náð saman aftur síðan. Ég er þessum æskuvini mínum afar þakklátur.“ Á unglingsárum tók við mikil áfengis- drykkja og andlegir erfiðleikar. „Þegar maður fullorðnast myndast skel eða hjúpur utan um áfall eins og það sem ég varð fyrir. Við getum líkt þessu við að vera með gamlan ryðgaðan bíl í garðinum sem enginn hefur rænu á að draga í burtu.“ Lengi vel gekk Sævari illa í skóla enda átti hann erfitt með að einbeita sér. „Metnaðurinn hélt mér samt gangandi. Ég var staðráðinn í að standa mig og sýna heiminum að ég myndi ekki bugast. Ég læt ekki halda mér niðri, var ég vanur að segja við sjálfan mig. Síðan hef ég alltaf verið svo lánsamur að hafa kynnst góðu fólki sem hefur verið mér innan handar á lífs- brautinni.“ Inn í þrautir Sævars á þessum árum flétt- uðust efasemdir um kynhneigðina. „Ég var mjög ósáttur við mínar kenndir og vildi ekki viðurkenna fyrir sjálfum mér, hvað þá öðrum, að ég væri samkynhneigður. Margar spurn- ingar vöknuðu og til að byrja með gat ég ekki útilokað þann möguleika að misnotkunin sem ég sætti í æsku hefði gert mig samkyn- hneigðan. Fáránleg pæling en eftir öðru á þessum tíma. Það var þungur kross að bera. HIV-umræðan var líka í algleymingi og maður var smeykur við smit.“ Faldi samkynhneigðina Sævar var nítján ára þegar hann kom út úr skápnum gagnvart foreldrum sínum og fjöl- skyldu og var strax vel tekið. „Mamma og pabbi áttu samkynhneigðan vin og voru alveg fordómalaus. Eins systkini mín tvö sem eru sjö og níu árum eldri en ég. Samt vildi ég ekki tala um þetta og faldi lengi vel að ég væri í sam- bandi með öðrum karlmanni. Mér var reglu- lega boðið hingað og þangað en mætti alltaf án maka. Vandamálið var með öðrum orðum ég en ekki samfélagið í kringum mig. Þetta varð vítahringur. Á þessum tíma var ég ekki bara að rogast með djöfla fortíðarinnar, heldur líka kynhneigðina og sjálfsmyndina.“ Hann rifjar upp sögu í þessu sambandi. „Ég hafði farið í sumarbústað ásamt kærasta mín- um og vinnufélagi kom óvænt í heimsókn ásamt eiginkonu sinni. Úr varð að þau borðuðu með okkur og er leið á kvöldið spurði kona vinnufélaga míns hvort við værum saman, ég og þessi maður. Mér fannst spurningin gríð- arlega óþægileg enda hafði ég falið þetta svo vel að ég hafði aldrei lent í þessari aðstöðu áð- ur. Það var mjög erfitt að segja sannleikann og viðurkenna þetta en ég gerði það eigi að síður. Og það var ákveðinn léttir. Þegar ég hugsa um þetta í dag er það auðvitað meinfyndið en svona var staðan – enginn mátti vita að ég væri samkynhneigður.“ Missti góðan vin Á unglingsárunum eignaðist Sævar góðan vin í sumarvinnu hjá Granda. „Þetta var skemmti- legur og frískur strákur og við náðum góðri tengingu. Djömmuðum mikið saman og það var gott að tala við hann. Hann var gagnkyn- hneigður sjálfur en ég trúði honum fyrir því að ég væri samkynhneigður. Við gátum rætt um allt milli himins og jarðar; urðum sálufélagar um stund. Það var því mikið áfall þegar ég fékk símhringingu einn morguninn og mér til- kynnt að hann hefði svipt sig lífi. Mögulega sá maður sem ég þekkti sem var ólíklegastur til að fremja slíkan verknað. Svona getur lífið komið manni í opna skjöldu.“ Sævar lauk stúdentsprófi frá Kvennaskól- anum í Reykjavík árið 1999 og hóf í framhald- inu nám í hagfræði við Háskóla Íslands, fyrir hvatningu vinar sem hann hafði eignast á þeim tíma. „Vinur minn sá að ég hafði hæfileika á því sviði og dró mig í námið. Hann sá líka að ekki var allt með felldu hjá mér og langaði að ræða það við mig. Þetta ýtti við mér en ég var einfaldlega ekki tilbúinn að lýsa reynslu minni fyrir honum á þessum tíma. Ég hefði betur gert það, þá væri ég löngu búinn að vinna úr mínum málum. En það er gott að vera vitur eftir á.“ Og alltaf elti skugginn Sævar Þór Jónsson lögmaður var gróflega misnotaður kynferðislega af þremur ókunnugum einstaklingum þegar hann var aðeins átta ára. Í stað þess að segja frá þagði hann og gróf atvikið dýpra og dýpra í sálarlíf sitt. Uppgjörið kom ekki fyrr en um þrjátíu árum síðar en þá sá Sævar að hann yrði aldrei heill maður nema hann tækist á við skugga fortíðar sinnar. Það sem hjálpaði honum mest í þeirri glímu var fyrirgefningin. Hann hefur fyrirgefið níðingunum. Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is ’Mig langaði alltaf að eignastfjölskyldu og er óendanlegaþakklátur fyrir að sá draumurhafi orðið að veruleika. Við erum mjög náin lítil fjölskylda og við Lárus leggjum mikið upp úr stöðugleika fyrir son okkar. Þrátt fyrir ungan aldur býr hann að mikilli lífsreynslu og þarf á öryggi og hlýju að halda.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.