Morgunblaðið - Sunnudagur - 09.02.2019, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - Sunnudagur - 09.02.2019, Blaðsíða 15
10.2. 2019 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15 hjálpað mér mikið í þessu uppgjöri. Hún veitir manni styrk.“ Sá styrkur kemur þó ekki frá íslensku þjóð- kirkjunni. „Það er illa komið fyrir þjóðkirkj- unni. Því miður. Hún á að vera griðastaður en þess í stað eru þar eilífar deilur. Þegar ég kom út úr skápnum ræddi ég við prest og án þess að gagnrýna mig beint lét hann í það skína að þetta skref væri óæskilegt. Ég ræddi líka við lækni og fékk svipuð skilaboð. Hann reyndi að telja mér hughvarf; ekki vegna þess að sam- kynhneigð væri synd heldur fyrir þær sakir að þetta þýddi að ég yrði útsettari fyrir sjúkdóm- um. Það er skondin afstaða, eftir á að hyggja.“ Eitt er að gera upp sín mál í ró og næði, ann- að að ræða þau á opinberum vettvangi eins og Sævar gerir hér. „Ég hef velt því vandlega fyr- ir mér í heilt ár hvort ég ætti að fara í blaða- viðtal út af þessu; hvort saga mín eigi erindi við þjóðina. Og niðurstaðan er sú að svo sé. Mér finnst ég þurfa að opna mig um þessa reynslu; þetta hefur hamlað mér alla tíð og partur af uppgjörinu er að tala opinskátt um þetta. Bæði er í því fólgin heilun fyrir mig og svo verður það vonandi öðrum, sem standa í sömu sporum og ég, hvatning til að taka á sín- um málum og leggja drauga fortíðarinnar til hvílu.“ Það er ekki bara blaðaviðtal, Sævar er líka að skrifa bók sem byggist á lífsreynslu hans. „Það er partur af uppgjörinu. Þetta er skáld- saga sem byggist á þessari reynslu. Í raun er ég að segja sögu húss, þar sem íbúarnir hafa orðið fyrir miklum áföllum. Ég á og bý í húsi foreldra minna en auk þess sem kom fyrir mig bjó þar á undan okkur fólk sem missti son sinn. Ég hef unnið að þessari bók í nokkur ár og er langt kominn með hana.“ Setjast niður á hverjum degi Sævar er á góðum stað í lífinu í dag; hefur ekki aðeins gert upp við fortíðina, heldur jafnframt fundið jafnvægi milli fjölskyldulífs og vinnu. „Mig langaði alltaf að eignast fjölskyldu og er óendanlega þakklátur fyrir að sá draumur hafi orðið að veruleika. Við erum mjög náin lítil fjölskylda og við Lárus leggjum mikið upp úr stöðugleika fyrir son okkar. Þrátt fyrir ungan aldur býr hann að mikilli lífsreynslu og þarf á öryggi og hlýju að halda. Okkur þykir mjög mikilvægt að setjast niður með honum á hverj- um einasta degi og gefa honum tækifæri til að ræða við okkur á sínum forsendum. Andri er algjör fótboltastrákur – svell sem ég var ekki sterkur á fyrir en er allur að koma til. Get til dæmis sagt þér allt um rangstöðu.“ Hann hlær. „Við eigum mjög vel skap saman, feðgarnir, erum báðir stríðnir og kappsamir og húmorinn liggur á áþekku sviði. Ég er þakklátur fyrir hverja einustu stund með syni mínum og sam- veran með honum hefur hjálpað mér að takast á við lífið á réttum forsendum,“ heldur hann áfram. „Og maður verður að nýta hvert augna- blik, tíminn er svo fljótur að líða. Allt í einu er hann að verða níu ára.“ Sævar og Lárus hafa enn ekki fengið að ættleiða Andra Jón en hafa engar áhyggjur af framvindu þess máls. „Málið hefur dregist, af ástæðum sem óþarfi er að rekja hér, og við hefðum getað tekið þann slag en ákváðum að gera það ekki. Aðalatriðið er það að Andri er mjög ánægður og man ekki annað en að vera hjá okkur. Það kemur að því að við fáum að ættleiða hann með formlegum hætti. Við er- um í góðu sambandi við ættingja hans í Litháen og hann hefur fengið að hitta það fólk. Það er svo undir honum sjálfum komið með hvaða hætti hann vill rækta þau tengsl í framtíðinni.“ Hvað vinnuna varðar kveðst Sævar sinna henni af kostgæfni áfram en velur þó verk- efnin meira en hann gerði áður. „Eigum við ekki að orða þetta svona: Ég er hættur að svara tölvupóstum á nóttunni.“ Núna á ég tvo pabba – Veltir Andri því eitthvað fyrir sér hvers vegna hann á tvo pabba? „Ekki þannig lagað. Hann hefur að vísu ver- ið spurður að því í skólanum hvar mamma hans sé og svarar því til að hún sé dáin. Og núna á ég bara tvo pabba, segir hann og ekki þarf að ræða það frekar.“ Sjaldgæft er að samkynhneigð karlkyns pör hafi ættleitt barn eða komið inn í fósturkerfið á Íslandi, eins og Sævar og Lárus. Sjálfur er hann svolítið undrandi á þessu. „Ég held að þetta séu innan við tíu pör í það heila. Mín kenning er sú að vandinn liggi meira hjá sam- kynhneigðum sjálfum en samfélaginu. Þrátt fyrir bréfið leiðinlega sem ég gat um áðan held ég að fordómar gagnvart barnauppeldi sam- kynhneigðra séu hverfandi á Íslandi. Samkyn- hneigðir sjá þennan möguleika hins vegar ekki alltaf fyrir sér sjálfir. Ætli það séu ekki bara leifar frá þeim tíma þegar það var erfiðara að koma út úr skápnum. Menn áttu fullt í fangi með sjálfa sig og viðbrögðin í kringum sig og sáu ekki fyrir sér eðlilegt fjölskyldulíf, þar sem barn eða börn kæmu við sögu. Þessi möguleiki er þannig lagað nýtilkominn og vonandi kom- um við til með að sjá fleiri og fleiri samkyn- hneigð pör taka að sér börn. Það er fullt af börnum þarna úti sem þurfa að komast inn á gott heimili.“ Sævar Þór þegar hann var fimm ára gamall. ’Sem barn einangraði ég migalltaf meira og meira oggerði mér upp veikindi til aðsleppa við skólann. Var svo að segja vinalaus á löngum köfl- um. Mér leið illa innan um fólk og var hræddur við ókunnuga. Ég var stöðugt á varðbergi. Sævar er flokksbundinn framsókn-armaður, eins og Lárus eiginmaðurhans, og báðir voru þeir í framboði fyrir flokkinn í Reykjavík í þingkosningunum árið 2016. Síðan klofnaði flokkurinn þegar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi formaður, og fleiri gengu úr honum árið 2017 og stofnuðu Miðflokkinn. Margir vinir og kunningjar Sævars fylgdu Sigmundi yfir og fyrir borgarstjórnarkosningarnar í fyrra var Sævari boðið að taka annað sætið á lista Miðflokksins á eftir oddvitanum, Vigdísi Hauksdóttur. „Ég kunni að meta traustið en að vel at- huguðu máli ákvað ég að þiggja ekki boðið og halda kyrru fyrir í Framsóknarflokknum. Í huga Lárusar var þetta aldrei spurning; hann var ekki á leið úr Framsóknarflokkn- um. Ég var hins vegar á báðum áttum; þurfti að staldra aðeins við og meta stöðuna enda hef ég átt mjög gott samstarf við Sigmund Davíð og hef trú á honum sem stjórnmála- manni. Sama máli gegnir raunar um bæði Sigurð Inga Jóhannsson, formann Framsókn- arflokksins, og Lilju Alfreðsdóttur varafor- mann; þau hafa bæði tekið mér afskaplega vel og treyst mér fyrir trúnaðarstörfum. Því trausti vildi ég ekki bregðast. Framsókn- arflokkurinn er í mjög góðum höndum hjá þessu fólki og flokkurinn gegnir lykilhlut- verki í ríkisstjórn. Ég á vini í Miðflokknum og virði afstöðu þeirra, að yfirgefa Framsókn- arflokkinn, enda þótt ég hafi sjálfur komist að annarri niðurstöðu.“ Gamla íslenska seiglan Lárus er rótgróinn framsóknarmaður en Sævar gekk í flokkinn á miklum um- brotatímum árið 2016 eftir að Panamaskjölin komu upp á yfirborðið. „Ég fann strax að enginn friður var í flokknum og þess vegna kom klofningurinn ekki á óvart. Maður gat ekki annað en dáðst að því hvernig Sigurður Ingi brást við þessari erfiðu stöðu. Hann stóð eins og klettur, tók bara upp neftóbaksdósina og bretti upp ermar. Engan bilbug var á hon- um að finna – enda ærið verk að vinna. Við aðstæður sem þessar skiptir höfuðmáli að eiga traustan leiðtoga sem ekki fer á taugum, sama á hverju gengur. Gamla íslenska seigl- an holdgervist ekki betur í nokkrum manni en Sigurði Inga Jóhannssyni og ég treysti þeim Lilju fyllilega til að byggja flokkinn áfram upp.“ Hrikt hefur í stoðum Miðflokksins eftir að Klausturmálið kom upp og svo virðist sem vík hafi orðið milli vina en meðal þeirra sem fengu á baukinn hjá þingmönnunum er þar sátu kvöldið örlagaríka var Lilja Alfreðs- dóttir. „Þetta er ömurlegt mál og tal þessara manna út úr öllu korti,“ segir Sævar. „Menn ættu þó að varast að alhæfa út frá því sem þarna fór fram. Ég veit til dæmis fyrir víst að Sigmundur Davíð hefur ekki fordóma gagn- vart samkynhneigðum. Hann hefur ítrekað hrósað okkur Lárusi fyrir okkar framgöngu.“ Útséð með sameiningu Spurður hvort hann sjái Framsóknarflokkinn og Miðflokkinn sameinast í náinni framtíð hristir Sævar höfuðið. „Ég veit að margir sem töldu klofninginn ekki leysa málin höfðu væntingar til þess; að menn myndu slíðra sverðin. Eftir Klaustur er útséð með það. Orðin sem þar voru höfð um Lilju, einn af okkar klárustu og duglegustu stjórn- málamönnum, voru langt út fyrir öll velsæm- ismörk.“ Sævar náði ekki kjöri árið 2016 og sér sig ekki endurtaka leikinn – alltént ekki í bráð. „Áhugi minn á pólitík snýst ekki um persónu- legan frama heldur um að koma góðum mál- um áleiðis. Færi ég einhvern tíma aftur í framboð og næði kjöri myndi ég líta á það sem verkefni til skamms tíma, þar sem sýnin yrði að vera mjög skýr. Ég hef mjög ríka réttlætiskennd og hef bæði viljann og duginn en held eigi að síður að kröftum mínum sé betur varið í lögmennsku og á vettvangi fyr- irtækja en í borgarstjórn eða á Alþingi. Alla vega eins og staðan er í dag. Ég hef setið í nefndum fyrir Framsóknarflokkinn í Reykja- vík og upplifi borgarkerfið sem mikið bákn.“ Framsóknarflokkurinn er þriðji flokk- urinn sem Sævar gengur í um dagana. „Ég kynntist Össuri Skarphéðinssyni á fyrsta fyll- eríinu mínu á Kaffi List árið 1994. Ég var mjög fullorðinslegur í jakkafötum og frakka og var hleypt inn. Ég settist hjá Össuri og í framhaldi af því gekk ég í Alþýðuflokkinn. Þess má líka geta að faðir vinar míns var um tíma aðstoðarmaður Jóhönnu Sigurð- ardóttur. Ég fór ekki yfir í Samfylkinguna þegar hún tók við keflinu en gekk síðar í Frjálslynda flokkinn að beiðni vinar míns. Mér leist ekki nægilega vel á mig þar og sagði mig fljótt úr þeim flokki. Þar af leið- andi er eina flokksstarfið sem ég hef verið virkur í hjá Framsóknarflokknum.“ Blöskrar efnishyggjan Spurður um grunngildin svarar Sævar því til að sér sé annt um frelsi einstaklingsins en á sama tíma blöskri honum grímulaus efn- ishyggja sem orðin sé meinsemd í íslensku samfélagi. „Maður er svo sem ekkert saklaus í því sambandi, hefur stigið þann dans sjálfur, en gleymum því ekki að kapp er iðulega best með forsjá. Sérstaklega í samfélagi þar sem ekki allir geta eignast þak yfir höfuðið. Við eigum heldur ekki að láta það viðgangast að sjúku fólki sé refsað fyrir veikindi sín, til dæmis fíklum og alkóhólistum. Samfélag sem gerir það er ekki á góðum stað. Við þurfum kerfi sem tekur á vandamálum sem þessum út frá veikindunum sjálfum. Eins og þú heyr- ir þá á ég líklega best heima á miðjunni.“ Hann brosir. Sævar viðurkennir þó að fólk hleypi stund- um brúnum þegar það fréttir að hann sé framsóknarmaður en ekki sjálfstæðismaður og dragi jafnvel þá ályktun að hann hafi gengið í flokkinn til að þóknast Lárusi. „Vel má vera að hjónabandið hafi gert mig grænni en blárri en bara svo það sé á hreinu þá gift- ist ég Lárusi en ekki Framsóknarflokknum.“ Hann hlær. „Ég veit ekki um aðra en mér hefði alla vega aldrei dottið í hug að ég ætti eftir að verða samkynhneigður framsóknarmaður, frímúrari og lögmaður með fornbíladellu sem horfir á fótbolta.“ Sævar Þór ásamt Sigurði Inga Jóhannssyni, formanni Framsóknarflokksins, og Birki Jóni Jóns- syni, bæjarfulltrúa flokksins í Kópavogi, í fertugsafmæli sínu á síðasta ári. Morgunblaðið/ Stella Andrea Vel má vera að hjónabandið hafi gert mig grænni en blárri

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.