Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 09.02.2019, Qupperneq 28

Morgunblaðið - Sunnudagur - 09.02.2019, Qupperneq 28
28 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 10.2. 2019 HEILSA Hann er nú svo beinastór,“ segja hinarelskulegustu mæður þegar taliðberst að þungum sonum þeirra. En beinin eru heldur engin léttavigt. Þumalputt- aregla gerir ráð fyrir að mín beinagreind sé um 12 kg að þyngd eða í kringum 14-15% af líkamsþyngdinni. En þótt 12 kg séu talsvert þá vegur það ekki nema lítinn hluta af heild- arþyngdinni. Auk þess eru beinin þess eðlis að þau taka litlum breytingum hvort sem ég er feitur eða grannur. En þrátt fyrir góðan hug mæðra þessa heims þá gefur ytra útlit yfirleitt ákveðna mynd af því hvort fólk sé of þungt eða ekki. Líkamsbyggingin getur magnað myndina, ekki síst hæð fólks og jafnvel herðabreidd, en í heild leynir fita sér ekki þar sem hún er og sjaldan virðist grannur maður feitur. Hvað er þetta BMI? Þegar reynt er að leggja mat á ástand fólks með tilliti til fituforða eru sannarlega ýmsar leiðir færar. Meðal þeirra, og sú sem líkams- ræktarfrömuðir styðjast helst við er svokölluð fituprósentumæling. Hún er metin ein- staklingsbundið með misáreiðanlegum bún- aði, töngum og ýmsu öðru fremur óþægilegu. Þessi mæling er hins vegar betri mælikvarði en margur annar þegar litið er til þyngd- artaps þar sem þeir sem stunda styrktaræf- ingar bæta óneitanlega vöðvum á líkamann um leið og það losnar um fitu. Því getur sá sem æfir stíft orðið fyrir vonbrigðum með þróun þyngdarinnar, jafnvel þótt fitan minnki og minnki. En svo er það BMI-stuðullinn sem oft er vitnað til. Þar er um skammstöfun að ræða sem vísar til Body Mass Index. Er honum ætlað, eftir ákveðinni reikniformúlu að gefa fólki hugmynd um hvort það sé í góðum mál- um með líkamsþyngd sína. Í framsetningu á stuðlinum er fólki gjarnan skipt í þrjá til fimm hópa, allt eftir því hversu nákvæmlega er reynt að skilgreina líkamsþyngd viðkom- andi. Einfaldasta myndin er að tala um fólk í „eðlilegri þyngd“, „yfirvigt“ og svo þá sem kljást við raunverulega „offitu“. En sú skipt- ing er að líkindum of mikil einföldun á veru- leikanum þar sem einnig er til fólk sem er of létt, og því ekki rétt að skilgreina mögulegan vanda fólks aðeins í aðra áttina. Horfa verður til þess að meðalhófið stendur mitt á milli tvennra öfga. Það á við um líkamsþyngd eins og flest annað. Byggist á gömlum fræðum BMI-stuðullinn á sér langa sögu í raun. Hann rekur sig aftur til fræða Adolphe Quetelet (1796-1874) sem var belgískur vísindamaður sem starfaði, líkt og gjarnan var um hans daga þvert á mörg svið vísindarannsókna. Hann var því ekki aðeins stjörnu- og stærð- fræðingur heldur lagði hann einnig talsvert af mörkum við þróun félagsfræðinnar sem vís- indagreinar en hún var að slíta barnsskónum á þeim árum. Var stuðullinn í raun hluti af þeirri viðleitni hans til þess að móta tölfræðilegar upplýs- ingar í félagsfræði. Það var hins vegar á 20. öld sem stuðullinn tók á sig endanlega mynd. Reikniformúlan að baki honum er í raun fremur einföld. Hæð einstaklings, mæld í metrum (mínu tilviki 1,85) í öðru veldi, er deilt í þyngd hans, mælt í kg (mínu tilviki 84,9). Í einfaldaðri mynd er formúlan því: 84,9/3,4225. Það gefur svo aftur niðurstöðuna 24,8 sem er sú tala sem ákvarðar hvar ég lendi á hinum miskunnarlausa kvarða. Rétt innan marka! Og sé það gert kemur í ljós að miðað við nú- verandi þyngd mína er ég rétt innan þeirra marka sem stuðullinn setur sem „kjörþyngd“. Í þann eftirsótta flokk komast aðeins þeir sem fá mælingu á bilinu 18,5 og 24,9. Beri ég stöðuna nú, saman við það þegar átakið hófst hefur staðan þó batnað talsvert. í upphafi mældist ég 27,14 á BMI-kvarðanum og það er skilgreint sem yfirvigt. Ég verð þó að viðurkenna að mér líður ekki í dag eins og að ég sé á mörkum kjörþyngdar og yfirvigtar. Vissulegar langar mig að missa 2-3 kíló í viðbót og get það án mikils átaks, en það breytir því ekki að ég teldi mig ekki í hópi fólks í yfirvigt þótt skyndilega bættust á mig 1,5 kg miðað við núverandi stöðu. Vandmeðfarinn mælikvarði Mælikvarði eins og BMI er ekki óskeikull og kannski er hann hvað vandmeðfarnastur þeg- ar fólk liggur á markalínum kjörþyngdar ann- ars vegar og vannæringar eða yfirvigtar hins vegar. Ef ég skoða mælikvarðana ofan við yf- irvigtina get ég hins vegar tekið undir að ég væri farinn að kljást við talsverðan offitu- vanda ef ég skoraði 30 eða hærra á kvarð- anum. Þá væri ég kominn vel upp í þriggja stafa tölu, 102 kg eða hærra. Stuðull sem deilt er um Mér er eflaust enn feitt um hjartarætur en að utanverðu hefur þetta lekið af. Í allri þeirri vinnu sem orðið hefur þess valdandi hef ég líka rætt meira um heilsu og heilsueflingu en áður. Þar kemur forvitnileg stafaruna ótrúlega oft upp í umræðunni – BMI. Líkamsmassastuðull (BMI) <18,5 Vannæring 18,5-24,9 Kjörþyngd 25-29,9 Yfirvigt 30-34,9 Offita 35< Mikil offita Íslendingum finnst gaman að slá met, þó finnst þeim skemmtilegra en annað að gera það á grundvelli hinnar svoköll- uðu „höfðatölu“. Hún vísar reyndar ekki til annars en fá- mennisins og þegar afreksfólk eða hópar ná miklum árangri hefur í raun engin þjóð roð í Ís- lendingana sem telja aðeins 350 þúsund eða svo. En við eigum líka met þar sem höfðatalan kemur hvergi við sögu. Það á við þegar holda- far þjóðarinnar er borið saman við nágrannaþjóðir okkar í Skandinavíu. Skv. rannsókn sem unnin var á árunum 2011- 2014 af sérfræðingum við Tækniháskólann í Danmörku (DTU) var mun hærra hlutfall Íslendinga að kljást við yfirvigt og offitu en í hinum löndunum. Reyndar sýndi rannsóknin að fullorðið fólk á Norðurlöndum var að jafnaði nokkuð yfir kjör- þyngd árið 2014 og stóð í 25,3 skv. BMI-stuðlinum. Skv. rann- sókninni var hlutfall Íslendinga í yfirvigt/offitu 59,6% á meðan Finnar komu næstir með 48,1%. Hinar þjóðirnar stóðu mun bet- ur og Svíarnir ráku offitulestina með 44,8% fólks í fyrrnefndum flokki. Þegar aðeins var litið til þeirra sem kljást við offitu var hlutfallið 21% hér á landi, 14,8% í Finnlandi en aðeins 10,1% í Sví- þjóð. Rannsóknin sýndi sömuleiðis að ástandið hefði versnað frá árinu 2011 og einhvern veginn læðist sá grunur að manni að enn hafi sigið á ógæfuhliðina hér á landi, þrátt fyrir heilsu- bylgju sem náð hefur til hluta landsmanna. Reyndar verð ég að við- urkenna að það er ekki gott að- gengi að gögnum um holdafar þjóðarinnar. Kannski er heldur ekki smekklegt að gera kröfu um slíkt, svona á miðjum þorr- anum. Ofangreindar tölur eru hins vegar til viðmiðunar og það er full ástæða fyrir fólk að máta sig og líkamsþyngd sína við BMI- stuðulinn, þrátt fyrir alla þá annmarka sem fylgja slíkum mælingum. Líkt og formúlan sem útskýrð var hér að ofan er lítið sem ekkert mál að reikna þetta út. STAÐAN VERSNAR BMI-óvinur Íslendinga Pistill Stefán Einar Stefánsson ses@mbl.is ÞYNGD SKREFAFJÖLDI MATARÆÐI ÆFINGAR 92,9 kg 84,1 kg 84,9 kg Upphaf: Vika 21: Vika 22: 13.526 16.109 12.123 16.249 2 klst. 2 klst. HITAEININGAR Prótein 25,2% Kolvetni 38,2% Fita 36,6% á heimasíðu Hreyfils: hreyfill.is eða í App Store og Google Play SÆKTU APPIÐ Sæktu appið frítt á AppStore eða Google Play Hreyfils appið Pantaðu leigubíl á einfaldan og þægilegan hátt Þú pantar bíl1 3 og færð SMS skilaboðað bíllinn sé kominn. 2 fylgist með bílnum í appinu

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.