Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 09.02.2019, Qupperneq 31

Morgunblaðið - Sunnudagur - 09.02.2019, Qupperneq 31
vilja borgarstjóranum og við hvaða embættismenn þeir hafa rætt það mál sem þeir vilja nefna við borg- arstjórann svo kanna megi hvort þeir hafi þegar rætt við embættismenn sem ættu að hafa tök á því að svara fyrir um erindið. Og svo framvegis. Allt ber þetta merki þess að borgarbúar verða að hafa þvælst um borgarkerfið sem er orðið óárennilegra en áður var. Það er fjarri því að vera auðvelt að komast í færi við rétta embættismenn. Búið er að fjölga ráðum og nefndum, snarfjölga pótintátum og skipta upp starf- semi sem áður átti saman. Lögð voru niður embætti sem báru með sér hvert verksviðið væri svo auðskilj- anlegt var fyrir borgarbúa. Alls konar furðuráð hafa verið stofnuð sem hafa ekkert með eðlilegan borg- arrekstur að gera en eiga rót í pólitískum sérvitrings- hætti. Það eru ekki þekkt dæmi frá fyrri tíð um að borg- arstjórinn hafi reynt að firra sig ábyrgð á borgar- rekstrinum eða stærstu málum borgarinnar með því að kenna undirsátum sínum um. Nú er það oftar en hitt að borgarbúar fái að heyra og sjá undanhlaup af því tagi. Borgarbúar sem aðrir þekkja mörg slík mál frá ný- liðnum tíma. Hvort sem málin snúast um brjálæðislega dýra bragga, strá eða pálma eða þjónustu sem lofað var án efnda. Borgarstjórinn kemur jafnan af fjöllum og kennir óþekktum aðilum í borgarrekstrinum um allt sem fór úrskeiðis. Viðbrögðin við braggamálinu liggja nú fyrir og þau virðast eiga að felast í því að skipta um nöfn á nokkrum ráðum! Er mönnum alvara? Þegar stóralvarlegt hneyksli kom upp sem snerti holræsamál og útbíaðar fjörur þar sem leikskólabörn fóru um, þá lét borgarstjórinn einn undirmanna sinna gefa sér vottorð um að þessi stórmál væru ekki á ábyrgð hans að neinu leyti. Viðbrögðin við fyrrgreindum málum og svo ótal- mörgum þar á undan draga upp þá mynd að engu er líkara en að borgarstjórinn sé að reyna að sanna að hann sjálfur sé óþarfi maðurinn í borgarrekstrinum. Ef heldur áfram sem horfir standa allar líkur til þess að sú sönnunarfærsla verði á endanum bæði létt og löð- urmannleg. Hvert sem litið er Það ríkir heimatilbúið umferðaröngþveiti í borginni með tilheyrandi daglegum töfum og sívaxandi kostnaði fyrir borgarbúa og borgaryfirvöld ýta með þessum aumingjadómi undir mengun og spillingu loftslags í borginni. Skipulagsmál eru í öngstræti og engar tímaáætlanir um þau standast. Sá þáttur hefur neikvæð áhrif á ein- staklinga og fyrirtæki í framkvæmdahug og ýtir undir hækkun á fasteignaverði og þar með fasteignagjöldum enda hafa borgaryfirvöld ekki lækkað fasteignaálögur á móti, eins og þeim ber að lögum og siðferðislega að gera. Borgaryfirvöld halda öllum skattpóstum í toppi þess sem lög leyfa. En þrátt fyrir það er fjárhagsstaða borgarinnar óviðunandi. Lengi má enn leggja slíkar staðreyndir á borð. Þrátt fyrir hlífðarlausa skattheimtu er þjónusta við borg- arbúa sífellt lakari. Ekki er lengur hægt að tala um að umferðarleiðir í borginni séu greiðar sem er þó frum- skylda hennar að tryggja. Og ekki er hægt að afsaka sig með fjárskorti þótt illa sé farið með borgarféð. Þar ráða pólitísk sérviska og einkennilegheit ferðinni. Þau hafa ekkert inn í borgarrekstur að gera og skaða hann mikið. Það kom verulega á óvart að klofningsbrotið Við- reisn, sem lét fyrir kosningar eins og það hefði eitthvað nýtt fram að færa skyldi setjast þegjandi undir árar hjá Samfylkingunni, sem einhver konar staðgengill fyrir gnarrfyrirbærin og gera engar kröfur um nauð- synlega stefnubreytingu. En nú er það svart En þótt öll þessi hneyksli séu bölvuð og skaðleg er það seinasta sýnu alvarlegast. Það þarf mikið til að Persónuvernd skuli að eigin frumkvæði taka upp mál sem snýr að framgöngu borg- aryfirvalda í aðdraganda kosninga. Þar er úrslitamál sem tengist tryggingu lýðræðisins á ferð. Misferli þar er með því alvarlegasta sem upp kemur. Björn Bjarna- son fyrrverandi dómsmálaráðherra lýsir hluta málsins svo í pistli sínum: „Nú liggur fyrir að Persónuvernd taldi að eigin frumkvæði ástæðu til að rannsaka framgöngu af hálfu stjórnenda Reykjavíkurborgar í aðdraganda sveit- arstjórnarkosninganna undir lok maí 2018. Niðurstaða rannsóknarinnar var birt 31. janúar 2019: Reykjavík- urborg, rannsakendur við Háskóla Íslands og Þjóðskrá brutu persónuverndarlög. Þá átelur Persónuvernd borgina fyrir að hafa ekki veitt stofnuninni upplýsingar um alla þætti málsins þrátt fyrir óskir um það. Þetta er óvenjulegt mál að því leyti að það snertir til- raun til að hafa áhrif á kjósendur skömmu fyrir kosn- ingar. Vegið er að persónuvernd ungs fólks annars vegar og kvenna eldri en 80 ára auk erlendra ríkis- borgara. Reykjavíkurborg leitaði álits Persónuverndar áður en til þessa leiks var gengið en upplýsti stofnunina að- eins um hluta verkefnisins auk þess sem ítrekaðs ósamræmis gætti í svörum borgarinnar til Persónu- verndar. Í niðurstöðu stofnunarinnar segir að ekki hafi komið fram fullnægjandi skýringar á því hvers vegna hún hafi ekki fengið allar upplýsingar sem óskað var eftir sérstaklega. Það sé alvarlegt og ámælisvert að ábyrgð- araðili, sem vinni með persónuupplýsingar og sé auk þess stærsta sveitarfélag landsins, skuli láta undir höf- uð leggjast að svara fyrirspurnum eftirlitsvalds. Persónuvernd segir að texti sms-skilaboða borg- arinnar til ungs fólks hafi verið gildishlaðinn. Texti í bréfum, þar sem rætt var um skyldu til að kjósa, hafi verið rangur. Hvergi sé minnst á kosningaskyldu í ís- lenskum lögum. Þá segir Persónuvernd að bæði smá- skilaboðin og bréfin hafi verið til þess fallin að hafa áhrif á hegðun unga fólksins í kosningunum. Persónuvernd segir að bréfin sem voru send til kvenna 80 ára og eldri og erlendra ríkisborgara hafi ekki einungis verið til upplýsinga og fræðslu heldur hafi þau einnig verið hvatning til að kjósa. Persónu- vernd telur engin rök standa til þess að upplýsa þurfi konur á þessum aldri um kosningarétt þeirra. Þá geti það ekki samrýmst kröfum að opinberir aðilar sendi tilteknum hópum kjósenda hvatningu um að nýta kosningarétt sinn í aðdraganda kosninga. Af þessu má sjá að meira að segja að því er varðar kosningar fer Reykjavíkurborg út fyrir ramma laga og réttar undir forystu Dags B. Eggertssonar borg- arstjóra. Það er sama hvar drepið er niður af hálfu eftirlits- aðila með stjórnsýslu Reykjavíkurborgar, alls staðar er um lögbrot eða annars konar ámælisverða hluti að ræða. Að misnota aðstöðu sína til að hafa áhrif á kjós- endur á lokadögum kosningabaráttu sýnir að vald- höfum í ráðhúsinu er ekkert heilagt.“ Þetta stórmál þarf skoðun sem má treysta Þau afskipti sem pólitískir forystumenn höfðu með þessum hætti af kosningum í Reykjavík kveikja fjöl- mörg aðvörunarljós. Við fyrstu sýn virðast þarna á ferðinni þættir sem gætu leitt til þess að borgarstjórn- arkosningar yrðu ógiltar. Skoðanakannanir hafa lengi sundurgreint hverjir séu líklegastir til að kjósa ein- staka flokka sé horft til kyns, aldurs, upprunalands og þar fram eftir götunum. En að Reykjavíkurborg skuli fara í mikið átak með tilheyrandi útgjöldum til að tryggja umfram aðra að tileknir hópar kjósi að þessu sinni er grafalvarlegt eins og hver maður sér. Það mætti hugsa sér að borgarstjórnin öll ræddi um hvort hvetja bæri þá sem hafa kosningarétt í Reykjavík til að nota hann. En jafnvel það myndi orka tvímælis þótt all- ir þeir sem kæmu að þeirri ávörðun væru einhuga, því að þeir sem væru að hugleiða eða undirbúa framboð kæmu hvergi að. Persónuvernd gerir mjög alvarlegar athugasemdir. Við blasir að um mjög alvarlega misnotkun var að ræða og reynt var með öllum ráðum að blekkja Per- sónuvernd. Borgarstjórn þarf að fara rækilega yfir málið og hverjir það voru sem tóku ákvörðun um þá misnotkun, vissu um hana eða komu að öðru leyti að undirbúningi hennar. Í stórmáli eins og þessu þýðir ekki að hlaupast undan allri ábyrgð. Það er ekki líklegt að æðsta stjórn borgarinnar geti komið ábyrgð á al- menna starfsmenn borgarinnar. Þegar liggur fyrir að borgarstjórinn og æðstu starfs- menn borgarinnar hafa eytt eða látið eyða tölvupóstum sem tengjast fyrra hneykslismáli og sætir furðu að lög- regla hafi ekki verið kvödd til. Það eru til fordæmi fyrir því hvernig má bregðast við alvörumálum af þessu tagi. Í borgarstjórn komu á sínum tíma upp umræður í röðum sjálfstæðismanna um það hvort óeðlileg vinnu- brögð hefðu átt sér stað varðandi tilteknar lóðaúthlut- anir borgarinnar. Eftir umræður ákvað borgarstjórn- arflokkur sjálfstæðismanna að óska eftir því að Saksóknari ríkisins tæki málið til meðferðar. (Svo vildi til að þáverandi saksóknari, grandvar embættismaður, hafði áður verið borgarfulltrúi í minnihluta af hálfu framsóknarmanna.) Bréf borgarfulltrúa sjálfstæðismanna til saksóknara var birt á forsíðu Morgunblaðsins. Þar er enn pláss til reiðu. Morgunblaðið/Árni Sæberg 10.2. 2019 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 31

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.