Morgunblaðið - Sunnudagur - 09.02.2019, Page 36
Eftir að hafa setið í 55 daga inni íhinu alræmda Rikers Island-fangelsi, þar sem hann gekkst
meðal annars undir meðferð vegna
eiturlyfjafíknar, var Sid Vicious
leystur úr haldi og settur út á götur
New York-borgar. Hann beið ekki
boðanna, heldur hélt þráðbeint í
næsta partí, þar sem elskuleg móðir
hans beið eftir honum – með stóran
skammt af heróíni. Það var í síðasta
sinn sem hún útvegaði syni sínum
dóp en morguninn eftir kom hún að
honum liggjandi á gólfinu við hliðina
á stungunál og boginni skeið. Hann
var látinn.
Margt bendir til þess að Vicious
hafi gert klassísk mistök fíkilsins,
farið í sama skammtinn og síðast
sem er vitaskuld vafasamt þegar
menn hafa verið í tæpa tvo mánuði á
snúrunni.
Eða ætlaði hann að svipta sig lífi
og virða þannig samkomulagið sem
hann á að hafa gert við unnustu sína,
Nancy Spungen, í anda elskenda
elskendanna, Rómeós og Júlíu?
Dró játninguna til baka
Spungen lést fjórum mánuðum fyrr;
var stungin til bana á herbergi 100 á
Chelsea-hótelinu í New York, 12.
október 1978, og Vicious var efstur á
lista lögreglunnar yfir hina grunuðu.
Hann var handtekinn og mun til að
byrja með hafa gengist við verkn-
aðinum. „Ég gerði þetta … vegna
þess að ég er dólgur,“ á hann að hafa
sagt. Seinna dró hann játninguna til
baka. Kvaðst ekki muna nokkurn
skapaðan hlut enda hefði hann verið
sofandi og undir áhrifum sterkra
deyfilyfja þegar Spungen á að hafa
verið stungin. Blóðprufa renndi stoð-
um undir það.
Hann var í framhaldinu látinn laus
gegn tryggingu en hnepptur aftur í
hald þegar hann réðst á Todd, bróð-
ur rokksöngkonunnar Patti Smith,
með brotinni bjórflösku á næt-
urklúbbi.
Rannsóknin á láti Spungen sigldi í
strand þegar Vicious féll frá og því
verður líklega aldrei svarað fyrir víst
hver varð henni að bana enda þótt
margt bendi til þess að unnusti
hennar hafi verið þar að verki. Eng-
ar vísbendingar eru um annað. Hitt
hefur þó örugglega verið rétt hjá
honum, hafi hann framið verknaðinn
hefur hann örugglega ekki munað
eftir því.
Ekki eru þó allir sannfærðir og í
heimildarmyndinni Pretty Vacant: A
History of UK Punk heldur Phil
nokkur Strongman því fram að líf-
vörður og fíkniefnasali með því til-
komumikla nafni Rockets Redglare
hafi myrt Spungen en hann mun
hafa verið mikill aðdáandi Vicious.
Kenningin er sú að Redglare hafi
stolið frá Vicious og Spungen borið
þær sakir á hann með fyrrgreindum
afleiðingum. Strongman heldur því
fram að Redglare hafi stært sig af
morðinu við félaga sína í mekka
pönksins í New York, GBGB’s.
Ekki verður þetta borið undir
Redglare úr þessu en hann sálaðist
árið 2001.
Fyrsta og eina ástin hans
Umboðsmaður Sex Pistols, hinn lit-
ríki Malcolm McLaren, gagnrýndi
líka rannsókn lögreglu harðlega á
sínum tíma. „Hún var fyrsta og eina
ástin í lífi hans … Ég er ekki í
minnsta vafa um sakleysi Sids,“
hafði The Daily Beast eftir honum
árið 2009.
Hvað sem gerðist þá verða Vicious
og Spungen alla tíð spyrt saman eins
og Cathy og Heathcliff eða Bonnie
og Clyde. Þökk sé meðal annars
kvikmyndinni Sid & Nancy sem Alex
Cox gerði árið 1986. Þar gera menn
því skóna að Vicious hafi stungið
Spungen en opið er fyrir túlkun
hvort það hafi verið óvart eða af
ráðnum hug.
Skapgerðarleikarinn Gary
Oldman fór á kostum í hlut-
verki Vicious og Chloe
Webb lék Nancy en marg-
ir kannast líklega við
hana sem mömmuna í
bandaríska spédramanu
Shameless. Stjörnuleikur
í báðum hlutverkum en
svo virðist sem það henti
Webb best að leika konur í
klóm fíknar og ólifnaðar.
Rómeó og
Júlía pönksins
Fjörutíu ár voru á dögunum liðin frá andláti Sids
Vicious, holdgervings pönksins. Þegar of stór
skammtur af heróíni varð honum að bana sætti
hann rannsókn vegna dauða unnustu sinnar.
Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is
36 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 10.2. 2019
LESBÓK
Nancy Spungen var aðeins
tvítug þegar hún lést. Hún var
bandarísk en flutti til Lund-
úna, þar sem hún kynntist Sid
Vicious og með þeim tókust
ástir. Sambúðin var þó
stormasöm enda neyttu þau
bæði fíkniefna ótæpilega, auk
þess sem hermt er að Spung-
en hafi glímt við geðsjúkdóm.
Ekki ber þó heimildum saman
um af hvaða tagi hann var.
Spungen var uppátækjasöm
og féll ekki í kramið hjá
bresku pressunni, sem þótti
hún hafa slæm áhrif á alla í
kringum sig, ekki síst Vicio-
us. Þá á hún að hafa átt
stóran þátt í því að
Sex Pistols lið-
aðist í sundur.
Frasinn kunni
í God Save
the Queen, „eng-
in framtíð“,
átti ekki síst
við um þau.
Lést aðeins
tvítug
Sid Vicious
með bassann.
SJÓNVARP ABC hefur ákveðið að næsta sería af Mod-
ern Family verði sú síðasta í röðinni en gamanþættirnir
vinsælu hófu göngu sína árið 2009. Raðirnar verða því
alls ellefu og fara síðustu þættirnir í loftið á næsta ári.
„Chris[topher Lloyd] og Steve [Levitan] hafa skapað
einn áhrifamesta og eftirminnilegasta gamanþáttinn í
sjónvarpssögunni. Í lokaseríunni verða frekari vatnaskil
sem enginn aðdáandi þáttanna getur látið framhjá sér
fara,“ sagði Karey Burke, yfirmaður afþreyingar-
deildar ABC. Og Levitan sló á létta strengi: „Eftir tíu ár
saman gerðum við okkur grein fyrir því að við handrits-
höfundarnir vitum ekki ennþá allt um kynlíf hver ann-
ars.“ Modern Family hefur hækkað prófílinn á ýmsum
leikurum, m.a. Sofiu Vergara og Jesse Taylor Ferguson.
Lokasería Modern Family
Sofia
Vergara
AFP
ÓSKAR Breska dagblaðið The Independent
hefur útnefnt The Greatest Show On Earth
verstu kvikmyndina sem unnið hefur til Ósk-
arsverðlauna sem besta mynd ársins. Myndin
var frumsýnd árið 1952, leikstjóri var Cecil
B. DeMille og með helstu hlutverk fóru Betty
Hutton, Cornel Wilde, Charlton Heston og
James Stewart. Blaðið segir myndina skarta
ágætum leikurum og sirkusatriðin séu mörg
hver þokkaleg. Á hinn bóginn sé myndin allt-
of löng, 152 mínútur, og eldist illa. Nær hefði
verið að velja myndir á borð við High Noon
eða The Quiet Man sem einnig komu út á því
herrans ári 1952.
Versta óskarsmynd allra tíma
Úr The Greatest Show On Earth.
Björg Magnúsdóttir annast kynningu.
Söngvakeppnin
RÚV Fyrri undankeppni Söngva-
keppninnar 2019 er á dagskrá í
kvöld, laugardagskvöld, í beinni út-
sendingu frá Háskólabíói. Flutt
verða fyrstu fimm lögin af tíu sem
keppa um farseðilinn í Eurovisjón.
Kynnar kvöldsins eru Fannar
Sveinsson, Benedikt Valsson og
Björg Magnúsdóttir.
STÖÐ 2 Laugar-
dagsmyndirnar eru
af ólíkara taginu.
Fyrst er það 55
Steps, sannsöguleg
mynd frá 2017 með
Hilary Swank og
Helenu Bonham
Carter í aðal-
hlutverkum. Myndin
fjallar um Eleanor Riese sem var
greind með geðklofa og aðrar geð-
raskanir en sætti sig ekki við að
vera gefin lyf gegn vilja sínum. Síð-
an er það The Foreigner, spennu-
tryllir frá 2017 með Jackie Chan í
aðalhlutverki. Hún fjallar um veit-
ingastaðareigandann Quang sem
leitar hefnda eftir að dóttir hans
deyr í sprengingu.
Drama og hasar
Hilary Swank
Íslensk hönnun - Íslenskt handverk
Skinnhúfa kr. 19.800
Vargur kr. 37.000
Vesturgötu 4, 101 Reykjavík, s. 562 8990
www.kirs.is,
Kirsuberjatréð Íslensk Hönnun
Opið: Mán.-fös. 10-18, lau. 10-17, sun 10-17
Hálsmen kr. 13.900
Fagnaðar–
fundir
af öllum
stærðum
og gerðum
Bókaðu 8–120 manna fundarými.
Nánar á harpa.is/fundir