Morgunblaðið - 06.03.2019, Qupperneq 1
M I Ð V I K U D A G U R 6. M A R S 2 0 1 9
Stofnað 1913 55. tölublað 107. árgangur
SÖGUSÝNING UM
FANGA Á LITLA-
HRAUNI Í 90 ÁR
STARFSVENJUR,
GILDI OG
SKILNINGUR
EINAR TEKUR
VIÐ MEISTARALIÐI
H71 Í FÆREYJUM
ÍSLENSKT LÝÐRÆÐI 30 HANDBOLTI ÍÞRÓTTIRHÚSIÐ Á EYRARBAKKA 12
A
ct
av
is
9
11
01
3
91
10
13
Omeprazol
Actavis
20 mg, 14 og 28 stk.
Magasýruþolin hörð hylki ætluð fullorðnum til
skammtímameðferðar við einkennum bakflæðis
(t.d. brjóstsviða og nábít). Gleypið hylkin í heilu
lagi með hálfu glasi af vatni fyrir mat eða á
fastandi maga. Lesið vandlega upplýsingar á
umbúðum og fylgiseðli fyrir notkun lyfsins.
Leitið til læknis eða lyfjafræðings sé þörf á
frekari upplýsingum um áhættu og auka-
verkanir. Sjá nánari upplýsingar um lyfið á
www.serlyfjaskra.is
Börn og foreldrar hafa undanfarna daga búið sig undir ösku-
daginn sem er í dag. Ef til vill ekki með því að sauma ösku-
poka til að hengja aftan á fólk eins og í „gamla daga“ heldur
útbúa sem flottasta búninga til að geta náð árangri í heim-
sóknum í hús og fyrirtæki til að safna sælgæti í poka. Ekki
hefur verið kveðinn upp úrskurður um vinsælasta búninginn í
ár en leðurgrímur eins og Hatara-piltarnir skrýðast hljóta að
njóta hylli. Það voru þó einfaldari og litskrúðugri grímur sem
eiturhress börn keyptu í Partýbúðinni í Faxafeni í gær.
Börnin fá sér grímubúninga fyrir öskudaginn
Morgunblaðið/Eggert
Helgi Bjarnason
Þorgerður Anna Gunnarsdóttir
„Staðan er óljós en við búumst við
röskun, hvort sem það verður með
beinum eða óbeinum hætti,“ segir
Helga Árnadóttir, framkvæmda-
stjóri vöruþróunar-, sölu- og mark-
aðssviðs Bláa Lónsins þegar leitað
er viðbragða hennar við ákvörðun
Verkalýðsfélags Grindavíkur um
verkfallsaðgerðir sem beinast munu
gegn ferðaþjónustufyrirtækjum í
aprílmánuði, ef samningar hafa ekki
tekist.
Stjórn Verkalýðsfélags Grinda-
víkur samþykkti aðgerðaáætlun í
gærkvöldi en hún verður ekki birt
að svo stöddu, að sögn Harðar Guð-
brandssonar, formanns félagsins.
Hann segir að atkvæðagreiðsla um
aðgerðirnar sé í undirbúningi og
verði kynnt þegar að henni kemur.
„Ég heyri ekki annað á mínum fé-
lagsmönnum en að þeir séu tilbúnir í
að gera það sem þarf,“ segir Hörður.
Verkalýðsfélag Grindavíkur er í
samfloti með Eflingu, VR og Verka-
lýðsfélagi Akraness í viðræðum við
Samtök atvinnulífsins. Félögin slitu
viðræðum fyrir tæpum hálfum mán-
uði og hafa verið að birta aðgerða-
áætlanir sínar og hrinda þeim í
framkvæmd með atkvæðagreiðslum.
Aðgerðir Eflingar og VR eru
„skæruverkföll“ sem beinast gegn
fyrirtækjum í hópferðaakstri og til-
greindum hótelum í síðari hluta
þessa mánaðar og í apríl og síðan
verður ótímabundin vinnustöðvun
frá og með 1. maí. Aðgerðirnar sem
Verkalýðsfélag Akraness hyggst
efna til eru víðtækari, ná einnig til
veitingaþjónustu og afþreyingarfyr-
irtækja en felast eingöngu í ótíma-
bundnu verkfalli frá 12. apríl.
Röskun í ferðaþjónustu
Félögin fjögur segja að aðgerð-
irnar séu hluti af sömu aðgerðaáætl-
un. Hvort sem aðgerðir Verkalýðs-
félags Grindavíkur eru í líkingu við
það sem stendur til á Akranesi eða í
Reykjavík verður röskun á ferða-
þjónustu í Grindavík, þar á meðal
hjá Bláa Lóninu sem rekur baðstað,
veitingasölu, hótel og hópferðir auk
annars.
Stefna að verkfalli
í Grindavík í apríl
Búumst við röskun, segir framkvæmdastjóri hjá Bláa Lóninu
Verkföll
» Atkvæðagreiðslur eru hafn-
ar í Eflingu stéttarfélagi og VR
um verkfallsaðgerðir gagnvart
hótelum og hópferðafyrir-
tækjum í mars og apríl og
ótímabundna vinnustöðvun frá
og með 1. maí.
» Eins dags verkfall Eflingar á
hótelum og gististöðum er
boðað nk. föstudag. Í dag er
von á niðurstöðu Félagsdóms í
máli SA gegn Eflingu.
MÓlíkar leikreglur … »18
Spennandi verkefni bjóðast Ólafi
Ragnari Grímssyni, fyrrverandi
forseta Íslands, víða um heim. Hann
hefur verið á stanslausum ferðalög-
um síðan í desember, m.a. ráð-
stefnum í Kóreu og Peking, fundum
í Hong Kong og í gær lá leiðin til
Rómar þar sem hann mun sitja fund
í Vatíkaninu um þúsaldarmarkmið
Sameinuðu þjóðanna.
Vegna þessara tíðu ferðalaga
gekk erfiðlega að finna tíma fyrir
vígsluathöfn brjóstmyndar af Ólafi,
sem afhjúpuð var á Bessastöðum í
fyrradag. Ólafur segist ánægður
með myndina sem Helgi Gíslason
gerði. „Mér finnst vel hafa tekist til
að ná svipmóti mínu frá ýmsum
hliðum,“ segir Ólafur um brjóst-
myndina. »11
Ólafur Ragnar
á fund páfa
Ljósmynd/Gunnar G. Vigfússon
Á Bessastöðum Frá afhjúpun
brjóstmyndarinnar af Ólafi.
Túr Sólbergs ÓF-1 í Barentshafið
er að ljúka, það er einn stærsti túr
sem íslenskt skip hefur farið í á
þessar slóðir en alls er afli úr sjó
orðinn um 1.760 tonn. Þar af er
þorskur að nálgast 1.600 tonn. Sig-
þór Kjartansson skipstjóri segir
túrinn hafa gengið vel með góðum
mannskap á öflugu og góðu skipi.
»10
Einn stærsti túrinn
í Barentshafið