Morgunblaðið - 06.03.2019, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 06.03.2019, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. MARS 2019 HURÐIR Tunguháls 10, 110 Reykjavík, sími 567 3440, vagnar@vagnar.is, vagnar.is • Stuttur afhendingartími • Hágæða íslensk framleiðsla • Val um fjölda lita í RAL-litakerfinu • Vindstyrktar hurðir Bílskúrs- og iðnaðarhurðir Iðnaðarhurðir Iðnaðarhurðir með gönguhurð Bílskúrshurðir Hurðir í trékarma Tvískiptar hurðir Smíðað eftir máli Fyrsta flokks þjónusta og ráðgjöf var alvarlegt. Vanalega eru slík verk unnin utan háannatíma. „Það er flókið tæknilegt úrlausn- arefni að bregðast við svifryki. Núna er til dæmis norðaustanátt og tals- vert frost við jörð. Við svoleiðis að- stæður getum við ekki sent út sópa vegna þess að þá kemur raki í ryk- sugubarkana. Svo frýs og þetta get- ur eyðilagt þá. Við getum heldur ekki sett vatn á göturnar eins og gert er við vorhreinsun,“ segir Hjalti þegar hann er spurður hvort borgin hefði ekki getað sópað götur í síð- ustu viku eins og Vegagerðin. „Jú, við hefðum getað sópað götur en þar sem meirihluti svifryks er á stofn- brautunum hefði það ekki skipt miklu máli í stóra samhenginu.“ braut frá Reykjanesbraut og út að ljósum við Kringlumýrarbraut, Reykjanesbraut, Hringbraut, Mikla- braut og upp fyrir Ártúnsbrekku og Kringlumýrarbraut. Í gær var hafist handa við að rykbinda umræddar götur en einnig stóð til að rykbinda Suðurlandsbraut og Bústaðaveg, sem eru á forræði borgarinnar. Það voru sérfræðingar á vegum Hreinsitækni sem byrjuðu að ryk- binda um miðjan dag í gær. Fyrst var farin ein umferð þar sem ryk- bindiefni var úðað í kanta. Síðan stóð til að fara aðra umferð á göturnar sjálfar í gærkvöld og í nótt. Hjalti sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að ákveðið hefði verið að byrja strax í gær vegna þess hve ástandið Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is „Borgarlandið er að koma undan vetri og þá vill svifrykið láta á sér kræla. Við gerum allt sem við getum til að bregðast við því,“ segir Hjalti J. Guðmundsson, skrifstofustjóri reksturs og umhirðu borgarlands hjá Reykjavíkurborg. Varað hefur verið við styrk svif- ryks í höfuðborginni síðustu tvo daga. Hægur vindur hefur verið í Reykjavík, kuldi og þurrar götur. Þetta eru kallaðir „gráir dagar“ enda eru allar líkur á að loftmengun fari yfir heilsuverndarmörk þegar svona viðrar. Fólk sem er viðkvæmt fyrir í öndunarfærum og börn hafa verið hvött til að forðast útiveru í ná- grenni stórra umferðargatna. Klukkan 14 í gær var klukkutíma- gildi svifryks við Grensásveg 120 míkrógrömm á rúmmetra en sólar- hringsheilsuverndarmörk fyrir svif- ryk eru 50 míkrógrömm á rúm- metra. Klukkan 14 í gær var svifryksstyrkurinn kominn í 123 míkrógrömm á rúmmetra. „Svifrykið á uppruna sinn að mestu að rekja til stofnbrautanna þar sem er þung og hröð umferð. Þegar aðstæður eru með þessum hætti vinnur viðbragðsteymi okkar með Vegagerðinni og nú reynum við að rykbinda stofnbrautirnar,“ segir Hjalti. Þær upplýsingar fengust hjá Vegagerðinni í gær að allir vegir sem eru á hennar forræði hafi verið sópaðir í síðustu viku. Þetta eru Sæ- Morgunblaðið/Hari Rykbinding Starfsmenn Hreinsitækni voru önnum kafnir við að úða rykbindiefni á götur borgarinnar í gær. Bregðast við hættu af völdum svifryks  Rykbindiefni borið á stofnbrautir á höfuðborgarsvæðinu Magn svifryks* við Grensásveg í Reykjavík Míkrógrömm á rúmmetra (μg/m2), frá 4.2. kl. 15 til 5.2. kl. 15 *Magn PM10 svifyks (10 μm og minna) 150 125 100 75 50 25 0 mánudagur 4. febrúar þriðjudagur 5. febrúar Heimild: Umhverfi sstofnun /loftgæði.is Heilsu- verndarmörk fyrir svifryk eru 50 μg/m2 123 μg/m2 kl. 11 15 16 17 18 19 20 21 22 23 24 01 02 03 04 05 06 07 08 09 10 11 12 16 14 15 Vonir manna um að loðnukvóti verði gefinn út í vetur hafa ekki aukist síð- ustu daga, samkvæmt heimildum Morgunblaðsins. Í yfirferð tveggja skipa með suðurströndinni mun engin viðbót hafa mælst frá fyrri mælingum. Loðna er hins vegar víða á ferð á hefðbundinni gönguslóð við suðurströndina til hrygningar fyrir vestan land. Búist var við að leitarskipin Polar Amaroq og Ásgrímur Halldórsson, lykju yfirferð sinni meðfram suður- ströndinni í gærkvöldi. Þá var fyrir- hugað að Ásgrímur kannaði hvort loðna væri á ferð í Hávadýpi og djúpunum þar austur af á leið sinni til Hafnar. Í kjölfarið fara sérfræð- ingar Hafrannsóknastofnunar og hópur útgerðarmanna uppsjávar- skipa yfir stöðuna. Áratugur er liðinn síðan loðnuleið- angrar vetrarins gáfu ekki tilefni til að heimila upphafskvóta, en vetur- inn 2009 var eigi að síður heimilað að veiða 15 þúsund tonn, sem voru nýtt til hrognavinnslu. Þetta var mikið áfall og sambærilegt við árið 1983 þegar engin loðnuveiði var leyfð. 44 þúsund tonn af kolmunna Í stað loðnuvertíðar hafa uppsjáv- arskipin verið á kolmunna á alþjóð- legu hafsvæði vestur af Írlandi. Vel hefur gengið þegar veður hefur ekki hindrað veiðar. Samkvæmt yfirliti á vef Fiski- stofu er búið að landa 44 þúsund tonnum af kolmunna. Í gær kom fram á vef Síldarvinnslunnar í Nes- kaupstað að verksmiðjur fyrirtæk- isins hafa tekið á móti tæplega 23 þúsund tonnum af kolmunna á árinu. aij@mbl.is Vonir um loðnu- vertíð hafa ekki aukist síðustu daga Loðnumælingar fyrir sunnan land Heimild: hafro.is Polar Amaroq Ásgrímur Halldórsson Þórólfur Guðnason sóttvarnalækn- ir segir að nokkur tilfelli til við- bótar varðandi mislingasmit hér á landi gætu komið upp á næstunni, en óttast ekki að faraldur muni breiðast út. Fjögur mislingasmit hafa komið upp að undanförnu hér á landi og hann segir að huga þurfi að mörgu vegna þeirrar stöðu sem komin er upp. Tvö börn eru meðal þessara fjögurra, en bæði börnin smituðust í flugi Icelandair frá London til Íslands 14. febrúar. Ann- að barnanna er á leikskólanum Hnoðraholti í Garðabæ og óbólu- settum börnum þar hefur verið gert að dvelja heima hjá sér næstu tvær og hálfa vikuna. Fleiri gætu smitast af mislingum, segir sóttvarnalæknir Kristján H. Johannessen khj@mbl.is „Þegar Norðurgarður var síðast lengdur, fyrir hátt í 20 árum, sáu menn þessa stækkun ekki endilega fyrir sér. En eftir því sem árin líða, aðstæður breytast og skipin stækka skapast þessi þörf,“ segir Björg Ágústsdóttir, bæjarstjóri Grundar- fjarðarbæjar, í samtali við Morgun- blaðið og vísar í máli sínu til fyrir- hugaðrar lengingar á Norðurgarði Grundarfjarðarhafnar. Greint var frá áformum þessum í Morgunblaðinu í gær, en í fyrradag var skrifað undir samning við Björg- un ehf. um fyrsta áfanga fram- kvæmdanna. Áfanginn felst í dæl- ingu púða undir 130 metra lengingu garðsins, en verkið var boðið út í jan- úar síðastliðnum. Við framkvæmd- ina skapast einnig tæplega 5.000 fer- metra nýtt athafnasvæði, til viðbótar við um 4.200 fermetra athafnasvæði Norðurgarðs. Björg segir aðstæður til stækkun- ar vera mjög góðar og að innsigling inn í Grundarfjarðarhöfn sé eins og best verður á kosið. „Það eru afskaplega góðar að- stæður til stækkunar hér. En þar að auki er aðdjúpt þannig að við getum auðveldlega stækkað Norðurgarð og boðið um leið djúpristum skipum að leggjast að bryggju í framtíðinni.“ Aðspurð segist Björg meðal ann- ars vera að vísa til komu erlendra skemmtiferðaskipa. „Í sumar erum við nú komin með 53 skemmtiferða- skip sem hafa boðað komu sína en þau voru 27 í fyrra,“ segir hún. Opnað fyrir stærri skip  Norðurgarður Grundarfjarðarhafnar stækkaður  Alls hafa nú 53 skemmti- ferðarskip boðað komu sína þangað í sumar  Aðstæður til stækkunar eru góðar Morgunblaðið/Gunnar Kristjánsson Grundarfjörður Mörg skemmti- ferðaskip sækja bæinn heim í ár.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.