Morgunblaðið - 06.03.2019, Page 11

Morgunblaðið - 06.03.2019, Page 11
FRÉTTIR 11Innlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. MARS 2019 Flutningaskipið Rolldock Sea lagði af stað frá Hafnarfjarðarhöfn í gær- morgun með sementsskipið Fjord- vik um borð, sem strandaði í Helgu- vík í vetur. Verður Fjordvik siglt í sína hinstu ferð þar sem það fer í niðurrif í Belgíu. Umfangsmiklar aðgerðir hafa staðið yfir við höfnina við að komaskipinu í flotkví Rolldock Sea. Fjordvik strandaði við hafnar- garðinn í Helguvík aðfaranótt 3. nóvember sl. Áhöfn á þyrlu Land- helgisgæslunnar, TF-GNA, tókst að bjarga 15 manns frá borði við erfiðar aðstæður, en skipið lamdist við stór- grýttan hafnargarðinn meðan á að- gerðum stóð. Tæpri viku síðar tókst að draga skipið af strandstað og inn til Keflavíkur. Þaðan var það síðan dregið yfir til Hafnarfjarðar þar sem það fór í þurrkví til að gera það flothelt til flutninga burtu af landinu. Fjordvik af stað í sína hinstu ferð  Lagði úr Hafnarfjarðarhöfn í gær Ljósmynd/Víkurfréttir-Hilmar Bragi Álfheimum 74, 104 Rvk, sími 568 5170 Verið velkomin • Bolir • Peysur • Jakkar • Pils • Buxur • Kjólar Ný sending VINSÆLU VELÚRGALLARNIR alltaf til í mörgum litum og í stærðum S-4XL VIÐTAL Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is „Ég hef fylgst lengi með Helga og dáðst að hans listaverkum og það var þess vegna heiður fyrir mig að hann skyldi taka að sér að gera þessa brjóstmynd,“ segir Ólafur Ragnar Grímsson, fyrrverandi forseti Ís- lands. Brjóstmynd af Ólafi Ragnari eftir Helga Gíslason var afhjúpuð á Bessastöðum á mánudagskvöld. Katrín Jakobsdóttir forsætisráð- herra afhjúpaði myndina og flutti ávarp. Guðni Th. Jóhannesson, for- seti Íslands, flutti sömuleiðis ávarp, rétt eins og Ólafur og höfundur verksins. Myndinni verður komið fyrir á efri hæð Bessastaðastofu þar sem eru brjóstmyndir af öllum fyrri forsetum lýðveldisins. „Það var skemmtilegt að fylgjast með því hve fagmannlega hann stóð að því að ná svipmóti mínu, kunnáttu hans í að móta leirhöfuðið á þann hátt að það myndi síðan endurspegl- ast með skemmtilegum hætti þegar búið var að færa það í brons. Helgi sagði oft við mig að þessi brjóstmynd væri hans listræna túlkun en mér finnst vel hafa tekist til að ná svip- móti mínu frá ýmsum hliðum, hvort sem það er frá vinstri, hægri eða að framan. Myndin ber líka með skemmtilegum hætti höfund- areinkenni Helga,“ segir Ólafur í samtali við Morgunblaðið. Fundar í Vatíkaninu Nokkrir mánuðir eru síðan verk- inu lauk en erfiðlega gekk að finna hentugan tíma fyrir vígsluathöfnina. Í samtali við Ólaf Ragnar kemur fram að hann hefur verið á stans- lausum ferðalögum síðan í desember. Hann sótti fyrst ráðstefnu í Kóreu og hélt þaðan til Peking og talaði á ráð- stefnu um hreina orku. Þá var haldið til Hong Kong til fundahalds. Því næst flaug Ólafur til New York, Los Angeles og fleiri borga í Bandaríkj- unum áður en hann hélt til Mið- Austurlanda þar sem hann sótti margvíslega fundi. Þaðan fór hann til Davos og síðast til München. Í gær flaug hann svo af landi brott og var förinni heitið til Rómar þar sem hann mun sitja fund í Vatíkaninu. „Ég er að fara að sækja fund um þúsaldarmarkmið Sameinuðu þjóð- anna þar sem rædd verður þróun sjálfbærni og loftslagsmála frá sjón- arhóli ýmissa trúarbragða og þeirra sem láta sig umræðuna varða,“ segir hann. Fundur þessi er skipulagður af Turkson kardínála sem þykir einn af helstu áhrifamönnum innan Páfa- garðs. Turkson flutti einmitt ræðu sem fulltrúi páfa á fyrstu Arctic Circle-ráðstefnunni hér árið 2013. „Þessi fundur stendur í tvo daga og á öðrum degi munu þátttakendur eiga fund með páfa. Það sýnir hversu mikla áherslu Páfagarður leggur á þennan fund, að hann skuli gefa sér tíma í sinni þétt setnu dagskrá til að funda með okkur,“ segir Ólafur en þetta verður í þriðja sinn sem hann hittir páfa. Mikilvægur samráðsvettvangur Ólafur segir að ásamt þessum fundahöldum og ferðalögum séu miklar annir við Hringborð norður- slóða - Arctic Circle. Verið sé að skipuleggja mikla alþjóðlega ráð- stefnu í Sjanghæ í Kína í maí. Um- fjöllunarefnið er Kína og norður- slóðir og er þetta fyrsta slíka ráðstefnan í Kína og unnin meðal annars í samvinnu við þarlend stjórnvöld. Þá hafi hann átt fundi með emb- ættismönnum í bandaríska utanrík- isráðuneytinu, öldungadeildar- þingmönnum og fleirum um þátttöku Bandaríkjamanna í málefnum norðurslóða. „Okkur hefur tekist að gera Hringborð norðurslóða að mikilvægasta samráðsvettvangi um þetta svæði. Þetta snýst ekki lengur bara um þetta stóra alþjóðlega þing hér á landi, þar sem saman koma yfir tvö þúsund þátttakendur frá yfir 60 löndum, heldur er mikil ásókn stjórn- valda í öðrum löndum að halda þing hjá sér. Skriðþunginn á þessum vexti er mjög mikill.“ - Þú hefur ekkert í hyggju að fara að hægja á þér? „Góð spurning. Dætur mínar og Dorrit eru alltaf að spyrja að því sama. Það er nokkur vandi vegna þess að eftirspurnin eftir þátttöku minni í margvíslegum fundum og verkefnum virðist vera vaxandi. Þetta eru spennandi verkefni sem bjóðast og fróðlegur vettvangur. Það er erfitt að segja nei meðan maður hefur orku og skynjar bæði efnislega hvað þessi þróun er spennandi og hvað hún er hröð. Meðan ég geri gagn og finnst þetta skemmtilegt hugsa ég að ég haldi þessu áfram.“ Orkuríkur Ólafur Ragnar á ferð og flugi  Fundar með páfa síðar í vikunni  Spennandi verkefni bjóðast víða um heim  Hringborð norð- urslóða vindur upp á sig  Ánægður með brjóstmynd sem afhjúpuð var á Bessastöðum í vikunni Ljósmynd/Gunnar G. Vigfússon Á Bessastöðum Ólafur Ragnar Grímsson ásamt fjölskyldu sinni við afhjúpun brjóstmyndar af sér á Bessastöðum á mánudagskvöld.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.