Morgunblaðið - 06.03.2019, Page 16

Morgunblaðið - 06.03.2019, Page 16
16 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. MARS 2019 6. mars 2019 Gengi Kaup Sala Mið Dollari 119.76 120.34 120.05 Sterlingspund 158.44 159.22 158.83 Kanadadalur 89.97 90.49 90.23 Dönsk króna 18.188 18.294 18.241 Norsk króna 13.904 13.986 13.945 Sænsk króna 12.879 12.955 12.917 Svissn. franki 119.62 120.28 119.95 Japanskt jen 1.0699 1.0761 1.073 SDR 166.71 167.71 167.21 Evra 135.72 136.48 136.1 Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 166.2977 Hrávöruverð Gull 1287.45 ($/únsa) Ál 1890.0 ($/tonn) LME Hráolía 64.97 ($/fatið) Brent Skannaðu kóð- ann til að sjá gengið eins og það er núna á ● Vilhelm Már Þorsteinsson, ný- ráðinn forstjóri Eimskipafélagsins, keypti í gærdag hlutabréf í félaginu fyrir 12,5 milljónir króna. Á þáverandi gengi jafngilti það ríflega 66 þúsund hlutum í félaginu. Hann átti engin bréf í félaginu fram að þeim tíma. Fé- lagið tilkynnti afkomu sína fyrir árið 2018 á fimmtudag í liðinni viku og sagði Vilhelm af því tilefni að rekstur nýliðins árs hefði valdið vonbrigðum. Hagnaður félagsins nam um milljarði króna og dróst saman um 56% milli ára. Bréf Eimskipafélagsins hækkuðu nokkuð í Kauphöll í gær eða um tæp 3% í ríflega 45,7 milljóna króna við- skiptum. Forstjórinn kaupir fyrir 12,5 milljónir í Eimskipi Vilhelm Þorsteinsson, STUTT BAKSVIÐ Stefán E. Stefánsson ses@mbl.is Atvinnurekendum er ekki mögu- legt að aðgreina mótframlag sitt og iðgjaldagreiðslur launþega í upp- gjöri sínu við lífeyrissjóði. Þannig gera samþykktir helstu lífeyris- sjóða landsins ekki ráð fyrir því að launagreiðendum sé kleift að standa skil á iðgjaldagreiðslum þeim sem þeir draga af launum starfsmanna sinna á sama tíma og þeir draga að greiða lögbundið mótframlag sitt á sama tíma. Þann- ig byggjast kröfur lífeyrissjóða á hendur launagreiðendum á skila- greinum og enginn aðskilnaður við innheimtuna gerður á mótframlag- inu og iðgjaldagreiðslum launþega. Elsta skilagrein í forgangi Morgunblaðið grennslaðist fyrir um hvaða reglur gilda í þessum efnum eftir að greint var frá því í Fréttablaðinu að WOW air hefði á undanförnum þremur mánuðum frestað greiðslu mótframlags síns til þeirra lífeyrissjóða sem starfs- menn þeirra greiða til, bæði hvað varðar skylduiðgjald og séreignar- sparnað. Í samþykktum helstu sjóða, þ.m.t. Lífeyrissjóðs verzlunar- manna, Gildis lífeyrissjóðs og Frjáls lífeyrissjóðsins er kveðið á um að skilagreinar frá launagreið- endum teljist í vanskilum uns full greiðsla hennar, ásamt áföllnum vanskilavöxtum séu inntar af hendi. Þá gilda almennt þær reglur að þegar iðgjaldagreiðslur berast frá launagreiðanda, ganga þær upp í elstu áföllnu skuld viðkomandi. „Öllum innborgunum launagreið- anda, hvort heldur sem þær berast með nýrri skilagrein eða öðrum hætti, skal ráðstafa til greiðslu elstu ógreiddra iðgjalda og van- skilavaxta launagreiðanda og skapa réttindi samkvæmt því,“ segir í samþykktum Gildis lífeyrissjóðs en samsvarandi grein er að finna í samþykktum Lífeyrissjóðs verzlun- armanna, Frjálsa lífeyrissjóðsins og Birtu lífeyrissjóðs, svo dæmi séu tekin. Í fyrrnefndri frétt Fréttablaðsins var haft eftir Svanhvíti Friðriks- dóttur að fyrirtækið ætti í góðum samskiptum við lífeyris- og sér- eignarsjóði er tengdust vanskilum fyrirtækisins. Morgunblaðið leitaði upplýsinga hjá fyrirtækinu um hvaða sjóðir ættu þar í hlut. „við getu mekki tjáð okkur um samskipti við einstaka lífeyris- sjóði,“ sagði Svanhvít er hún brást við fyrirspurninni skriflega. Ábyrgist allt í 18 mánuði Þegar dráttur verður á iðgjalda- greiðslum til lífeyrissjóða stofnast til vaxtakröfu sem miðast við drátt- arvexti á hverjum tíma. Skv. upp- lýsingum frá Seðlabankanum eru dráttarvextir í dag 12,25%. Skv. upplýsingum sem Morgunblaðið hefur aflað grípa lífeyrissjóðir til ákveðinna innheimtuaðgerða þegar lífeyrisiðgjöld eru komin í 90 daga vanskil. Það er m.a. gert þar sem Ábyrgðarsjóður launa (ÁL) ábyrg- ist kröfur lífeyrissjóða um lífeyr- issjóðsiðgjöld til 18 mánaða. Ekk- ert þak er á þeirri ábyrgð og sjóðurinn gerir ekki greinarmun á vangoldnu mótframlagi atvinnurek- anda og iðgjaldi launamanna. Þetta staðfestir Halldór Oddsson, lög- fræðingur hjá ASÍ sem einnig á sæti í stjórn ÁL.Ábyrgð ÁL gagn- vart iðgjaldagreiðslum yfir fyrr- nefnt 18 mánaða tímabil er án tak- markana og að því marki gildir önnur ábyrgð um iðgjaldagreiðsl- urnar en laun almennt. Þannig kemur fram á heimasíðu ÁL að há- marksábyrgð sjóðsins vegna van- goldinna launa nemur 633 þúsund krónum á mánuði. Ekki heimilt að aðgreina framlög til lífeyrissjóðs Morgunblaðið/Eggert Lausafjárstaða WOW air tókst ekki að greiða starfsmönnum laun síðasta dag febrúarmánaðar eins og hefð er fyrir.  Skilagreinar launagreiðenda í vanskilum bera 12,25% dráttarvexti Ríkislögmaður hefur móttekið rúm- lega 10 bréf þar sem krafist er greiðslu miskabóta upp á 500 þúsund krónur í hverju máli. Miskabótanna er krafist á grundvelli hlerana skömmu fyrir eða eftir að aðilar sem höfðu réttarstöðu sakbornings, höfðu verið hleraðir. Þetta herma heimildir Morgunblaðsins en málin tengjast öll svokölluðum hrunmál- um. Nýlegt fordæmi Grundvöllur kröfunnar er annars vegar með vísan í ákvæði í lög um meðferð sakamála, nánar tiltekið 246. grein þeirra, sem kveður á um að maður sem hefur verið borinn sökum í sakamáli eigi rétt til bóta ef mál hans hefur verið fellt niður eða hann verið sýknaður með endanleg- um dómi. Hins vegar með vísan til þeirra röksemda og fordæmis sem liggur fyrir úr dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í máli Hreiðars Más Sigurðssonar gegn íslenska ríkinu frá 30. apríl 2018. Samkvæmt heim- ildum Morgunblaðsins gæti fjöldi svipaðra mála legið á bilinu 50-100. Í frétt Morgunblaðsins frá 15. febrúar kom fram að ríkislögmaður hefði boðið einstaklingi sem sætti símhlerunum eftir skýrslutöku hjá lögreglu 500 þúsund krónur í miska- bætur auk greiðslu lögfræðikostnað- ar. Að sögn Einars Karls Hallvarðs- sonar ríkislögmanns, í fyrrnefndri frétt, kom fram að embættið brygð- ist aðeins við ef bótakrafa væri gerð, eins og í tilvikunum sem um ræddi í þessari frétt, en reynt væri að semja um bætur þegar það ætti við. peturhreins@mbl.is Morgunblaðið/Ómar Hleranir Rúmlega 10 mál hafa ný- lega verið send ríkislögmanni. Fleiri hleranir á borð ríkislögmanns  Mál þessarar tegundar gætu orðið 50-100 W W W. S I G N . I S Fornubúðir 12, 220 Hafnarfjörður │ S: 555 0800 │sign@sign.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.