Morgunblaðið - 06.03.2019, Blaðsíða 17
FRÉTTIR 17Erlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. MARS 2019
Moskvu. AFP. | Lýst var yfir neyðar-
ástandi á Novaja Semlja-eyjum í
Norður-Íshafi í síðasta mánuði
vegna hvítabjarna sem leituðu
þangað í fæðuleit. Var það einkum
rakið til hlýnunar jarðar en slíkar
heimsóknir gætu einnig orðið al-
gengari vegna aukinna umsvifa
Rússa á norðurslóðum, að sögn vís-
indamanna.
Í febrúar höfðu meira en fimmtíu
hvítabirnir komið til bæjarins Bel-
úshja Gúba frá því í byrjun desem-
ber. Allt að tíu bjarnanna gengu um
göturnar og fóru inn í hús. Yfirvöld
í bænum lýstu yfir neyðarástandi í
viku og óskuðu eftir aðstoð rúss-
neskra stjórnvalda.
Gátu ekki veitt seli
Myndir af hvítabjörnum í Bel-
úshja Gúba vöktu mikla athygli á
netinu og yfirvöld í bænum voru
gagnrýnd fyrir að hafa ekki reynt
að koma í veg fyrir að dýrin leituðu
í sorphauga bæjarins í leit að
matarafgöngum. Sérfræðingar í
hvítabjörnum segja þó að megin-
ástæða þess að birnirnir fóru í bæ-
inn sé sú að hafísinn hafi myndast
seinna en áður í Barentshafi og þeir
hafi því ekki getað veitt seli. Sér-
fræðingarnir telja einnig líklegt að
hvítabirnir komist oftar í návígi við
menn á næstu árum vegna aukinna
umsvifa Rússa á norðurslóðum,
meðal annars vegna olíuleitar,
byggingarframkvæmda rússneska
hersins á Novaja Semlja og aukinna
siglinga flutningaskipa.
Samtökin Polar Bears Inter-
national segja að hafístímabilið hafi
styst um allt að 20 vikur á ári í Bar-
entshafi á síðustu áratugum. „Haf-
ísvöktun hefur leitt í ljós að haf-
ísinn myndaðist áður í desember
nálægt Belúshja Gúba,“ sagði Ilja
Mordvíntsev, vísindamaður við Se-
vertsov-vistfræðistofnunina í
Moskvu. „Hvítabirnirnir hafa í þús-
undir ára farið á milli staða á þess-
um árstíma til að veiða seli. Í þetta
sinn komu þeir að ströndinni og þar
var enginn ís.“
Gætu flutt sig til
norðurhluta Kanada
Mordvíntsev sagði að hafísinn
hefði myndast síðar og hvítabirn-
irnir hefðu þá farið frá ströndinni
til að veiða seli. „En ekki er hægt að
útiloka að þetta ástand skapist aft-
ur á næstu árum.“
Haldi hafístímabilið áfram að
styttast í Barentshafi er talið lík-
legt að hvítabirnirnir fari þaðan til
norðurhluta Kanada þar sem breyt-
ingarnar hafa verið minni.
Sovéski herinn notaði Novaja
Semlja til kjarnorkutilrauna fyrir
hrun Sovétríkjanna. Her Rússa hef-
ur reist nýjar byggingar á eyjunum
á síðustu árum og lagt þar nýjan
flugvöll. Ennfremur hafa verið
hafnar framkvæmdir við nýja höfn
vegna áforma um námuvinnslu.
Barentshaf
Norður-
Íshaf
Karahaf
Novaja Semlja-
eyjar
Belúshja Gúba
Lýst var yfir neyðarástandi þar
í byrjun febrúar eftir að hvítabirnir
komu þangað í fæðuleit vegna þess
að hafís myndaðist seinna en áður
og þeir gátu því ekki veitt seli.
Frá því í desember
hafa 52 hvítabirnir
komið til bæjarins.
Hvítabirnir leita oftar í manna-
byggðir vegna hlýnunar
R Ú S S L A N D
100 km
Heimild: Maps4news.com
.
Hvítabirnir oftar
í návígi við menn
Rakið til hlýnunar og umsvifa Rússa
Stokkhólmi. AFP. | Þau ólust upp í
Sýrlandi, Afganistan og Sómalíu og
vita hvar Ísrael er á landakortinu en
margir ungu flóttamannanna í Sví-
þjóð höfðu aldrei heyrt um helförina,
útrýmingarherferð nasista gegn gyð-
ingum.
Algengt er að þessi ungmenni hafi
fyrst heyrt af helförinni í námi sínu í
skólastofunni og stundum í samtölum
við kennara úr röðum gyðinga. „Einn
kennara minna varð fyrir áreitni ann-
arra nemenda. Hann er gyðingur og
þeir gerðu alltaf grín að honum,“
sagði Nergis Resner, nítján ára
stúlka sem fæddist í Svíþjóð og er af
tyrknesku og makedónsku bergi
brotin. Seinna gekk hún í hreyf-
inguna Ungt fólk gegn gyðinga- og
útlendingahatri sem Siavosh De-
rakthi stofnaði í Malmö, þriðju
stærstu borg Svíþjóðar. Um þriðj-
ungur íbúa hennar fæddist í öðru
landi.
Hreyfingar og stofnun, sem rithöf-
undurinn Stieg Larsson kom á fót,
hafa tekið höndum saman um að að-
stoða nemendur og kennara í barátt-
unni gegn gyðingahatri.
Þótt Derakthi hafi fengið hótanir á
netinu vegna baráttu sinnar hefur
hann skipulagt námskeið í skólum,
hópsamræður og fræðsluferðir á
staði þar sem nasistar komu upp út-
rýmingarbúðum. Markmiðið er að
fræða ungmenni um fjöldamorðin á
gyðingum í síðari heimsstyrjöldinni
og nauðsyn þess að fyrirbyggja slíkar
útrýmingarherferðir. „Sum þeirra
koma frá einræðisríkjum, stríðs-
svæðum þar sem hatur á gyðingum,
hommum og konum er landlægt,“
sagði Derakthi sem fæddist í Svíþjóð
og er sonur innflytjenda frá Íran.
Framtak hans varð til þess að árið
2013 var hann sæmdur verðlaunum
sem kennd eru við Raoul Wallenberg,
sænska sendifulltrúann sem bjargaði
þúsundum gyðinga í stríðinu.
Gegn áróðri þjóðernissinna
og íslamista
Þeir sem taka þátt í fræðslunni
segja að falsfréttir og samsæris-
kenningar á samfélagsmiðlum geri
þeim stundum erfitt fyrir. „Vinsæl-
astur þeirra er eflaust YouTube þar
sem áróður hægriöfgamanna skarast
stundum við áróður róttækra íslam-
ista,“ sagði Jonathan Leman, fræði-
maður við Expo-stofnunina sem Stieg
Larsson kom á fót. Stofnunin gaf út
sérstakan bækling eftir að 90 af 100
kennurum, sem hún hafði samband
við árið 2016, sögðu að nemendur sín-
ir tryðu samsæriskenningum um að
helförin hefði annaðhvort aldrei átt
sér stað eða að röng mynd væri gefin
af henni í sögubókum.
Vissu ekkert um Önnu Frank
Ingrid Lomfors tekur á móti þús-
undum nemenda á hverju ári í sögu-
safninu Forum for levande historia í
miðborg Stokkhólms þar sem þeir
eru fræddir um helförina og fleiri
glæpi gegn mannkyninu. „Í fyrra átti
ég dásamlegt samtal við þrjár ungar
múslímastúlkur um Önnu Frank,“
sagði Lomfors sem fræddi þær um
gyðingastúlkuna sem neyddist til að
fara í felur í Amsterdam vegna of-
sókna nasista gegn gyðingum og dó
síðar í útrýmingarbúðum. „Þær vissu
ekkert um Önnu Frank. Þær gengu
um sýningarsalinn og tvær þeirra
sögðu síðan við mig að þær sæju sjálf-
ar sig í henni, vegna einangrunar-
innar, stöðugrar ógnar, ofsóknanna
og óvissu um hvort þær yrðu á lífi
daginn eftir.“
Ímaminn Salahuddin Barakat og
rabbíninn Moshe-David HaCohen í
Malmö hafa stofnað sameiginlega
hreyfingu sem hefur það að markmiði
að stuðla að friðsamlegri sambúð
gyðinga og múslíma með hátíðum,
námskeiðum og fyrirlestrum.
Gyðingar eru um 15.000 til 20.000
af tíu milljónum íbúa Svíþjóðar. Í
skýrslu Glæpavarnastofnunar Sví-
þjóðar frá árinu 2016 um glæpi, sem
beindust gegn ákveðnum hópum eða
einstaklingum vegna trúar, þjóðernis,
stjórnmálaskoðana eða kynhneigðar,
er talið að rekja megi 3% þeirra til
gyðingahaturs. Um 7% glæpanna
voru rakin til haturs á múslímum.
Sænska lögreglan segist ekki hafa
séð nein merki um að glæpum, sem
raktir eru til gyðingahaturs, hafi
fjölgað verulega í Svíþjóð frá árinu
2014 þótt landið hafi tekið á móti um
400.000 innflytjendum síðan þá.
Fræða „nýja Svía“ um
fjöldamorðin á gyðingum
Margir ungir flóttamenn höfðu aldrei heyrt um helförina
AFP
Gegn hatri Siavosh Derakhti (2. frá vinstri), stofnandi hreyfingar gegn gyðingahatri, ræðir við ungmenni í Malmö.
Voltaren Gel er bæði verkjastilland
og bólgueyðandi
Vöðva eða liðverkir?
Voltaren 11,6 mg/g hlaup. Inniheldur díklófenaktvíetýlamín. Staðbundnir bólgukvillar. Lesið
Leitið til læknis eða lyfjafræðings sé þörf á frekari upplýsingum um áhættu og aukaverkanir. Sjá nánari upplýsingar um lyfið á www.serlyfjaskra.is.
i
va dlega upplýsingar á umbúðum .
15%
afslátturaf 100g og 150gVoltaren Gel