Morgunblaðið - 06.03.2019, Síða 24
24 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. MARS 2019
Mig langar til að
segja nokkur orð til
minningar um afa
minn hjartkæran. Ég
er kannski ekki nógu
gömul til að segja frá mörgu á hans
löngu ævi, en það sem afi minn gaf
mér af hlýju og ástúð var engu öðru
líkt, svo yndislegur og góður var
hann. Hann var alltaf svo hjálp-
samur.
Elsku góði vinur minn hann
Svenni afi. Orð fá því varla lýst
hversu mikið mér þykir vænt um
Svenna afa og hversu mikil áhrif
hann hefur haft á mig. Duglegri og
góðhjartaðri mann er erfitt að finna
og á ég honum afa margt að þakka,
afi kenndi mér marga hluti sem ég
mun alltaf kunna að meta og nota í
lífinu. Afi var sterkur maður með
fallegt og gott hjarta. Það var alltaf
Sveinn Sigurbjörn
Garðarsson
✝ Sveinn Sigur-björn Garðars-
son fæddist 7. októ-
ber 1934. Hann lést
17. febrúar 2019.
Útförin fór fram
2. mars 2019.
hægt að treysta á
hann og ef mann
vantaði aðstoð við
eitthvað gat maður
sko alltaf hringt í
Svenna afa.
Afi kenndi mér
það mikilvægasta í
lífinu; að vera góður
við aðra og alltaf
rétta hjálparhönd ef
eitthvað er, afi var
maður sem vildi gera
allt fyrir alla og lagði hart að sér við
það, það sá ég alla daga. Mér þótti
afar vænt um afa og hann mun allt-
af fylgja mér. Ég veit að hann fylg-
ist með mér og passar upp á mig og
alla aðra sem honum þótti vænt um
og það eru margir.
Vertu sæll afi minn. Ég syrgi þig
en góðu minningarnar og þakklæt-
ið eru sorginni yfirsterkari. Þú hef-
ur markað líf mitt sem og fjölda
annarra og sá sem auðgar líf ann-
arra hefur vissulega lifað góðu og
þýðingarmiklu lífi. Takk fyrir sam-
veruna, gleðina og umhyggjuna.
Þín
Valgerður Guðný.
✝ Bragi Þor-bergsson fædd-
ist 7. júlí 1935 í
Keflavík. Hann lést
25. febrúar 2019 á
líknardeild Land-
spítalans í Kópa-
vogi. Foreldrar
hans voru Þorberg-
ur Pétur Sigurjóns-
son, f. 11. október
1904, d. 26. desem-
ber 1975, og Jónína
Þorbjörg Gunnarsdóttir, f. 20.
október 1899, d. 14. febrúar
1990. Þau eignuðust fimm syni
og komust fjórir þeirra á legg.
Synir þeirra eru Gunnar, f. 7.
nóvember 1929, d. 6. ágúst
2015, Freysteinn, f. 12. maí
1931, d. 23. október 1974, Bragi,
f. 11. desember 1932, d. 1. maí
1935, Sigurjón, f. 17. janúar
1934, og Bragi. Fyrir átti Þor-
bergur soninn Karl, f. 14. júlí
1929. Þorbergur og Jónína
skildu og átti Þorbergur fimm
börn með seinni konu sinni. Þau
eru Ásmundur, f. 15. apríl 1945,
d. 12. júlí 2013, Kristinn, f. 1.
júní 1947, Einar, f. 8. nóvember
1950, d. 29. janúar 2014, Stefán,
f. 23. ágúst 1956, og Guðrún
Margrét, f. 5. maí 1961, d. 10.
desember 1991.
Bragi fór í fóstur þegar hann
var ungbarn og ólst upp hjá
fósturforeldrum. Fósturmóðir
hans var Guðrún
Sigurbergsdóttir, f.
25. september
1906, d. 7. janúar
1991, og fóstur-
faðir Guðmundur
Guðmundsson, f.
28. júlí 1900, d. 9.
september 1991.
Uppeldisbræður
hans voru Ólafur
Kristberg Guð-
mundsson, f. 29.
maí 1930, d. 27. júlí 2018, og
Hörður Guðmundsson, f. 16.
febrúar 1929.
Bragi kvæntist Eddu Júlíu
Þráinsdóttur. Dóttir þeirra er
Dagný Þóra Bragadóttir, f. 7.
september 1977. Fyrir átti Edda
Þráinn Ólaf Jensson, f. 24. ágúst
1958, Melkorku Eddu Frey-
steinsdóttur, f. 16. ágúst 1960,
og Freydísi Jónu Freysteins-
dóttur, f. 9. desember 1966.
Bragi lauk BA-gráðu í ís-
lensku, ensku og almennum
málvísindum frá Háskóla Ís-
lands árið 1970 og prófi í upp-
eldis- og kennslufræðum árið
1971. Hann vann við landmæl-
ingar hjá Orkustofnun á annan
áratug en starfaði lengst af sem
yfirkennari í Þinghólsskóla í
Kópavogi.
Útför Braga fer fram frá
Hafnarfjarðarkirkju í dag, 6.
mars 2019, klukkan 13.
Mig langar að minnast míns
góða vinar og trausta samstarfs-
manns til margra ára, Braga Þor-
bergssonar yfirkennara, með
nokkrum orðum. Samstarf okkar í
Þinghólsskóla var afar gott og mér
fannst mjög traustvekjandi að
vinna með honum. Hann var einn
þeirra manna sem fóru ekki um
með neinum látum, heldur vann
sitt starf með hægðinni og mikilli
nákvæmni. Hann var ljúfur og
þægilegur í allri umgengni, en
fastur fyrir er hann hafði myndað
sér skoðanir á hlutunum og það
var ekki auðvelt að fá hann til að
skipta um skoðun þegar hann
hafði tekið ákvörðun. Þetta eru
kostir sem ég kunni vel að meta og
þó að við hefðum ekki alltaf sömu
sýn á hlutina gátum við alltaf talað
okkur á sameiginlega niðurstöðu.
Bragi var einstaklega nákvæmur í
sínum verkum og mætti segja mér
að þar hafi skákin hjálpað til.
Hann var góður skákmaður og
náði glæsilegum árangri í þeirri
íþrótt ekki síst í bréfskák, en hann
tók þátt í mörgum skákmótum á
þeim vetfangi og stóð sig þar með
mikilli prýði. Talandi um skák, þá
er mér mjög minnisstætt hve auð-
velt hann átti með að semja
stundatöflur fyrir skólann á haust-
in, en þar kom skákkunnáttan og
rökhugsunin að góðum notum.
Þar var Bragi á heimavelli og ég
dáðist oft að því hvað hann gat allt-
af fundið lausnir á málum sem mér
fannst óleysanleg. Það var Braga
mikið kappsmál að skila stunda-
töflum þannig til kennara, að ekki
væru neinar eyður í þeim og að
þeir fengju samfelldan vinnudag
eins og nemendurnir. Bragi var af-
ar hlédrægur og kannski örlítið
feiminn og ég fann fljótlega að
hann vildi fremur sjá um ýmiss
konar skýrslugerð heldur en að
hafa skikk á nemendunum, enda
sagði ég við hann að ég skyldi sjá
um krakkana ef hann sæi um
möppurnar. Þessi verkaskipting
hentaði báðum og vorum báðir
ánægðir. Ég kveð Braga með mik-
illi virðingu og þakklæti um leið og
ég þakka honum fyrir samstarfið
og sendi fjölskyldu hans mínar
innilegustu samúðarkveðjur.
Guðmundur Oddsson.
Bragi Þorbergsson
✝ Þórólfur Frið-geirsson fædd-
ist á Stöðvarfirði 4.
febrúar 1935. Hann
lést á Landspítal-
anum í Fossvogi
22. febrúar 2019.
Foreldrar hans
voru Elsa Jóna
Sveinsdóttir, f. 7.
ágúst 1912 á
Bæjarstöðum við
Stöðvarfjörð, d. 20.
desember 1978, og Friðgeir
Þorsteinsson, f. 15. febrúar 1910
í Þorsteinshúsi við Stöðvarfjörð,
d. 31. maí 1999. Systkini Þórólfs
voru Guðjón, Örn, Sveinn Víðir,
Guðríður og Björn Reynir, þau
eru öll látin.
Hinn 24. desember 1958
gengu Þórólfur og Kristín Lilja
Halldórsdóttir frá Kroppstöðum
í Önundarfirði, f. 19. ágúst
1933, í hjónaband. Foreldrar
hennar voru Halldór Þorvalds-
son, f. 25. september 1895, d.
24. janúar 1975, og Ágústa Páls-
dóttir, f. 22. ágúst 1903, d. 8.
apríl 1946. Dætur Þórólfs og
Kristínar eru: 1) Ágústa Þór-
ólfsdóttir, f. 28. ágúst 1959,
ræna lýðháskólann í Kungälv
1953-54 og lauk kennaraprófi
frá Kennaraskóla Íslands 1958.
Hann stundaði sérnám í dönsku
og stærðfræði við Kennara-
háskóla Íslands og Kennarahá-
skólann í Kaupmannahöfn 1974-
75, auk þess að sækja fjölda
starfsnámskeiða. Ásamt því
stundaði hann sjómennsku á
sumrin.
Þórólfur kenndi við Grunn-
skóla Vopnafjarðar 1958-59, var
skólastjóri við Grunnskólann á
Eiðum 1959-63, skólastjóri á Fá-
skrúðsfirði 1963-75, kennari við
Víghólaskóla í Kópavogi 1976-
79, yfirkennari við Kópavogs-
skóla 1979-86 og síðast kennari
við Breiðholtsskóla. Í lok starfs-
ferils síns vann Þórólfur sem
ræsir hjá Golfklúbbi Reykja-
víkur og sem bústjóri hjá
Korpuskóla.
Þórólfur starfaði að málum
kennara og skóla á Austurlandi
og í Kópavogi. Sat t.a.m. í
stjórn Kennarasambands
Austurlands. Hann sat í stjórn
Ungmennasambands Austur-
lands, var stofnfélagi Lions-
klúbba á Fáskrúðsfirði og
Stöðvarfirði, var formaður Leik-
félags Fáskrúðsfjarðar ásamt
því að sinna ýmsum öðrum
félagsmálum.
Útför Þórólfs fer fram frá
Kópavogskirkju í dag, 6. mars
2019, klukkan 13.
maki Sveinn K.
Guðjónsson, f. 1.
júní 1960. Þeirra
börn a) Þórólfur
Sveinn Sveinsson, f.
25. maí 1980, maki
Halla María Hall-
dórsdóttir, f. 15.
febrúar 1981,
þeirra börn eru
Ágústa María, Vig-
dís Lilja og Valdi-
mar Sveinn. b)
Halldór Sveinsson, f. 5. maí
1988, sambýliskona Selma Rán
Lima, f. 21. nóvember 1996. 2)
Elsa Björg Þórólfsdóttir, f. 10.
júní 1962, sambýlismaður Alfreð
S. Kristinsson, f. 11. nóvember
1964. Börn Elsu eru a) Kristín
Lilja Jónsdóttir, f. 1. apríl 1984,
maki Hallur Ólafur Agnarsson,
f. 9. mars 1982, þeirra börn eru
Mikael Logi, Gabríel Snær,
Agnar Nóel og Harpa Máney. b)
Hildur Ýr Jónsdóttir, f. 28. apríl
1992, dóttir Alfreðs er Vaka, f.
21. febrúar 1994.
Þórólfur ólst upp í foreldra-
húsum á Stöðvarfirði. Hann
lauk landsprófi frá Eiðaskóla
1952, stundaði nám við Nor-
Elsku pabbi.
Englar Guðs þér yfir vaki og verndi pabbi
minn
vegir okkar skiljast núna, við sjáumst
ekki um sinn.
En minning þín hún lifir í hjörtum okkar
hér
því hamingjuna áttum við með þér.
Þökkum kærleika og elsku, þökkum
virðingu og trú
þökkum allt sem af þér gafstu, okkar
ástir áttir þú.
Því viðmót þitt svo glaðlegt var og góðleg
var þín lund
og gaman var að koma á þinn fund.
Með englum Guðs nú leikur þú og lítur
okkar til
nú laus úr viðjum þjáninga, að fara það
ég skil.
Og þegar geislar sólar um gluggann
skína inn
þá gleður okkur minning þín, elsku pabbi
minn.
Vertu góðum Guði falinn er hverfur þú á
braut,
gleði og gæfa okkur fylgdi með þig sem
förunaut.
Og ferðirnar sem fórum við um landið út
og inn
er fjársjóðurinn okkar pabbi minn.
(Guðrún Sigurbjörnsdóttir)
Hvíl í friði, þínar dætur
Ágústa og Elsa Björg.
Elsku Doddi, komið er að
kveðjustund. Mikill er missir fjöl-
skyldunnar og allra sem kynntust
þér. Ég kom inn í fjölskylduna
sem ung kona, kærasta Dodda
nafna þíns, og eignaðist strax ann-
að heimili hjá Dodda og Stínu.
Hlýjan, gestrisnin og gleðin sem
mætti manni í Holtagerði var svo
áþreifanleg og umvafði mann.
Doddi var svipsterkur, fallegur
maður, beinn í baki, hnarreistur,
brosmildur og með stríðnisglampa
í augunum. Hann hafði góða nær-
veru og einstakt lag á að láta feim-
inni stúlku líða eins og á heima-
velli. Doddi var næmur á fólk,
lagði mikið upp úr samskiptum og
að fjölskylda og vinir hittust reglu-
lega. Hann var einnig stríðinn með
eindæmum og höfðum við gaman
af því að stríða hvort öðru góðlát-
lega. Orkan sem fylgdi honum var
með ólíkindum, það hefði verið
hægt að virkja alla þessu orku,
hann var alltaf eitthvað að brasa.
Þó að hann væri hættur störfum
var eins og hann ræki fyrirtæki.
Það þurfti að sinna vorverkunum,
setja niður kartöflur í Súðavík þar
sem þau áttu sumarhús, tína tugi
lítra af berjum og verka kjöt í
frystikisturnar á haustin. Maður
kom sko ekki að tómum kofanum í
Holtagerði og alltaf var tekið á
móti manni opnum örmum.
Þakklæti er mér ofarlega í
huga, fyrir að hafa verið tekið
svona vel af afa og ömmu eigin-
manns míns, fyrir að hafa fengið
að kynnast Dodda, varið gæða-
stundum með honum, fræðst af
honum, ferðast með honum, skap-
að ómetanlegar minningar, að
börnin mín kynntust langafa sín-
um sem var þeim svo undurgóður
og blíður. Doddi var einn af þeim
sem gefa mikið af sér með nær-
veru sinni, hafði gildi sín og for-
gangsröðun á hreinu í lífinu, ég tel
mig vera ríkari að hafa fengið að
vera samferða honum í þessi ár.
Takk fyrir vináttuna.
Elsku Stína, Gústa, Elsa, Doddi
minn og öll Holtagerðisfjöl-
skyldan, mínar dýpstu samúðar-
kveðjur.
Halla María Halldórsdóttir.
Elsku afi minn.
margs er að minnast
margs er að sakna
Ég skírði þröst í höfuðið á þér
hann datt úr hreiðrinu sínu
ég gaf honum að borða
kenndi honum að fljúga
og gaf honum síðan frelsi
til að þroskast og dafna
hann kom alltaf aftur
öll sumur
og heilsaði upp á okkur
hann þakkaði þér
fyrir að kenna mér
allt
Ég hef bara átt einn afa, ég var
bara svo heppin að eignast besta
afa sem til er.
Afa sem yfirgaf rúmið sitt svo
ég gæti kúrt í afaholu. Afa sem
bakaði fyrir mig vöfflur og eldaði
heimsins bestu kjötsúpu. Afa sem
gerði erfiðari stærðfræðidæmi svo
ég gæti æft mig áður en ég færi að
sofa svo ég væri tilbúin fyrir
fyrsta bekk. Afa sem las yfir og
lagaði fyrstu skáldsögu mína og
hélt svo áfram að lesa yfir og laga
skólaverkefnin í tugatali. Afa sem
stríddi mér og kallaði mig gikk því
ég vildi ekki borða augað úr svið-
inu eða útrunna mjólk. Afa sem
kenndi mér að veiða og sýndi mér
hvernig best væri að tína ber eins
og atvinnumaður. Afa sem tók mig
út um nætur að tína orma fyrir
næstu veiði. Afa sem gerði allt fyr-
ir mig. Afa sem alltaf var stoltur af
mér. Afa sem alltaf sýndi mér
hversu mikið hann elskaði mig.
Afa sem alltaf var afi minn.
Gáfnafar og gæska,
um gildir afa minn.
eilíf andans æska,
hið allra besta skinn.
Þín,
Hildur Ýr.
„Hvar er Stína?“ segir afi, í
annað eða þriðja skiptið, og ég rétt
búinn að sitja hjá honum í stund-
arfjórðung eða svo. „Eigum við að
hringja í Stínu?“ bætir hann við og
réttir mér símann sinn. Ég hlýði
og hringi í ömmu Stínu og spjalla
við hana stundarkorn. „Amma var
bara nokkuð hress,“ segi ég og
bæti við „hún er að koma bráðum,
eftir svona hálftíma.“ Afi sest upp í
rúminu og bara það virðist vera
nokkuð erfitt, hann hóstar og er
móður. „Nú, er það,“ segir hann
og það leynir sér ekki á svipnum
að hápunktur dagsins nálgast,
þegar Stína kemur. Það er eins og
öll þreyta og þrautir sem erfiðum
veikindum fylgja hverfi eitt
augnablik. Það er gott til þess að
vita að afi á þessa upplyftingu vísa,
því ekkert virðist stoppa ömmu í
að heimsækja kallinn sinn.
Við förum yfir það allra helsta,
hvernig gengur í námi og tóm-
stundum hjá Ágústu Maríu og
Vigdísi Lilju, hvernig Höllu Maríu
gengur með ritgerðina og hvort
Valdimar litli sé ekki alltaf jafn
fjörugur. Þegar ljóst er að lífið
gengur sinn vanagang leggst hann
aftur út af og dormar. Það skiptir
hann máli að vita hvað fjölskyldan
er að fást við, hann vill vera tilbú-
inn að gleðjast og fagna litlum og
stóru sigrum. Og styðja við þegar
reynir á. Ég tek í höndina á hon-
um og vil að hann finni að ég sé til
staðar, eins og hann hefur verið
fyrir mig alla tíð.
Handartak mitt breytir því ekki
að senn líður að leiðarlokum. Lík-
ami hans er búinn að þola ýmislegt
í gegnum tíðina, erfiða hjartabilun
í áratugi, lungnateppu, sykursýki
og fleiri áföll. Fram til þessa hafa
þessar raunir látið í minni pokann
fyrir lífsgleði og -vilja sem allt
sigraði, nema tímann, sem rann
upp 22. febrúar síðastliðinn.
Doddi afi helgaði líf sitt skóla-
málum, sem kennari og skóla-
stjóri. Það var hægt að leita til afa
ef það þurfti aðstoð í stærðfræði
eða dönsku, og það var gott. En
dýrmætasta kennslan fór fram
jafnt og þétt í gegnum tíðina. Og
megnið af þeirri kennslu fór fram í
vesturbæ Kópavogs, á stað sem
fjölskyldan kallar Holtagerðið.
Sem barn fékk ég þar athygli og
umhyggju, sem unglingur skilning
og þolinmæði, sem ungmenni á
krossgötum húsaskjól og góð ráð.
Og nú sem fullorðinn maður með
fjölskyldu stendur hið sama enn til
boða fyrir mig og mína.
Doddi afi kenndi mér ákveðin
gildi, sem ég mun reyna að til-
einka mér til að geta veitt þeim
sem standa mér næst öryggi og
hamingju.
Amma Stína, sem nú syrgir
eiginmann sinn til rúmlega 60 ára,
var kjölfestan á heimilinu og
treysti gildin. Og þau fluttu með
þeim frá Holtagerðinu í Árskóga
og líka til Súðavíkur þar sem þau
áttu sitt annað heimili.
Elsku amma, mamma og Elsa
frænka, og allt Holtagerðisfólk, ég
bið ykkur huggunar og styrks.
Þórólfur Sveinn Sveinsson.
Þórólfur frændi okkar, föður-
og afabróðir, skilur eftir sig ljúfar
minningar um myndarlegan mann
með silfurhvítt hár og stríðnis-
glampa í dökkum augum. Við
mæðgin vorum svo gæfusöm að
kynnast honum og fjölskyldu hans
betur en ella þegar við bjuggum á
Ísafirði í rúman áratug eftir að
hann og Kristín kona hans keyptu
sér hús í sumarbyggðinni í Súða-
vík. Þar var engum í kot vísað og
það lýsir honum kannski ágætlega
að um leið og hann stríddi bróð-
urdótturinni á því að vera í þykk-
ara lagi var engin undankoma með
að þiggja meira af veitingunum.
Þessi góðlátlega blanda af stríðni
og höfðingsskap einkenndi hann í
öllum samskiptum. Hann lá ekki á
skoðunum sínum en var alltaf til í
að ræða málin og óhræddur við að
sýna viðkvæmni ef svo bar undir.
Við kveðjum góðan og hlýjan
frænda með þakklæti í brjósti fyr-
ir allar gæðastundirnar sem við
áttum með honum og fjölskyldu
hans.
Elsku Stína, Gústa, Elsa og
fjölskyldur, okkar innilegustu
samúðarkveðjur.
Elsa Arnardóttir og
Þorgeir Jónsson.
Horfinn er kær vinur og félagi,
Þórólfur Friðgeirsson, fyrrum
skólastjóri. Þórólfur tók við störf-
um skólastjóra í Búðahreppi 1963.
Fljótlega hófust kynni okkar og
hans ágætu konu, Kristínar Lilju
Halldórsdóttur. Guðrún og Þórólf-
ur höfðu kynnst áður í Eiðaskóla.
Hafa þessi kynni staðið meira en
hálfa öld með miklum ágætum.
Á þessum árum var félagsheim-
ilið Skrúður nýlega tekið í notkun.
Opnuðust þá möguleikar á fjöl-
breyttu félagsstarfi. Þórólfur var
mikill félagsmálamaður og var
hann fenginn til að vinna að því að
koma á fót frekara félagsstarfi.
Stofnað var leikfélag og varð
brátt öflugt starf í tengslum við
það, settar upp margar sýningar
og farið í leikferðir um fjórðung-
inn. Tók Þórólfur virkan þátt í að
leiða þetta starf. Þórólfur var dug-
legur að hafa samband við for-
ráðamenn og kunningja sína á
öðrum stöðum áður en farið var í
leikferðir og hefur það átt stóran
þátt í því að oft var aðsóknin góð.
Lionsklúbbur var stofnaður og
starfaði af miklum þrótti. Stofnað
var tónlistarfélag og á vegum þess
var tónlistarskóli, blandaður kór
og kirkjukór á vegum kirkjunnar.
Samkórinn heimsótti nágranna-
byggðarlög. Þórólfur kom á fót
unglingaskóla og ýmsu fleira sem
til framfara horfði.
Eftir að við fluttum suður höf-
um við átt fastan miða í Þjóðleik-
húsinu ásamt Guðjóni bróður
Þórólfs og konu hans Ásdísi.
Eftir sýningar var farið í kaffi
og rabbað saman um sýninguna.
Voru þetta góðar og ánægjuleg-
ar stundir.
Um árabil komu fjölskyldur
okkar saman á gamlárskvöld og
fögnuðu nýju ári. Eftir standa
ógleymanlegar minningar.
Á svona langri vegferð er
margs að minnast, samveru og
samvinnu sem aldrei féll skuggi
Þórólfur
Friðgeirsson