Morgunblaðið - 06.03.2019, Page 26

Morgunblaðið - 06.03.2019, Page 26
26 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. MARS 2019 Stella Stefánsdóttir viðskiptafræðingur á 50 ára afmæli í dag.Hún er með MS-gráðu frá Viðskiptaháskóla Kaupmannahafnarog er núna doktorsnemi í opinni nýsköpun við Háskóla Íslands. „Ég er núna aðallega að einbeita mér að doktorsritgerðinni sem er um opna nýsköpun, þ.e. samstarf um vöruþróunarferli hjá stærri fyr- irtækjum og hvernig utanaðkomandi aðilar koma inn í ferlið eins og viðskiptavinir, birgjar, notendur, rannsóknarstofnanir og háskólar.“ Stella gefur sér þó tíma til að taka þátt sveitarstjórnarmálum í sín- um heimabæ, en hún er varabæjarfulltrúi í Garðabæ og situr í skipu- lagsnefnd og er formaður stjórnar Hönnunarsafns Íslands. „Það er nóg að gera í skipulagsmálunum og við erum að fara að byggja ný hverfi á Álftanesi, við Lyngás og í Vetrarmýri þar sem verður meðal annars fjölnota íþróttahús. Svo eru margir spennandi viðburðir í Hönnunarsafninu, Hönnunarmars verður í lok mánaðarins og ýmsar uppákomur í kringum það.“ Áhugamál Stellu eru fjölskyldan, félagsmál, útivist og ferðalög, en hún fór til Tansaníu í fyrra með fjölskyldunni. „Ég fer mikið á skíði, bæði svigskíði og gönguskíði, er nýkomin heim úr skíðaferð í Kitzbü- hel í Austurríki þar sem við vorum fjórar fjölskyldur saman og við fjölskyldan eyddum vetrarfríinu á Akureyri í brakandi blíðu. Ég hef einnig gaman af því að fylgjast með dætrunum í fótbolta og handbolta og höfum við síðustu ár líka verið að elta landsliðin okkar í knatt- spyrnu á stórmót.“ Eiginmaður Stellu er Sigsteinn Páll Grétarsson, forstjóri hjá Arctic Green Energy, og dætur þeirra eru Sara Líf 21 árs, Kristín Sif 19 ára, Sonja Lind 15 ára og Eva Sóley 12 ára. Stella hélt upp á afmælið um síðustu helgi en ætlar að njóta dagsins með fjölskyldunni í dag. Í Garðabæ Stella ásamt dætrum sínum við Vífilsstaðavatn. Ný hverfi og nýtt íþróttahús að rísa Stella Stefánsdóttir er fimmtug í dag H allgrímur Kjartansson fæddist 6. mars 1959 í Reykjavík. „Fjöl- skylda mín var búsett í Grunnavík í Jökul- fjörðum og þar bjó ég fyrstu þrjú ár ævinnar eða til 1962. Þá tóku allir íbúar sig saman og fluttust búferlum úr Grunnavíkurhreppi, sem þar með lagðist í eyði. Ég fluttist til Ísafjarð- ar með fjölskyldu minni þar sem ég gekk í grunnskóla og svo Mennta- skólann á Ísafirði, sem þá var nýlega stofnaður.“ Að loknu stúdentsprófi 1979 lá leiðin í læknisfræði við Háskóla Ís- lands. Þaðan útskrifaðist Hall- grímur vorið 1986. „Ég starfaði á ýmsum stöðum innanlands að námi loknu en dvaldi einnig í eitt ár í Sví- þjóð við lækningar. Um áramót 1991 var ég ráðinn héraðslæknir á Þing- eyri við Dýrafjörð. Vorið 1994 hélt ég svo til Noregs í framhaldsnám í heimilislækningum og sneri heim með sérfræðiréttindin upp á vasann haustið 1997.“ Hallgrímur sneri aftur til Þing- eyrar en sú heilsugæslustöð samein- aðist síðan með fleirum í Heilbrigð- isstofnunina, Ísafjarðarbæ. Þar var hann yfirlæknir heilsugæslu til árs- ins 2004. Eftir það lá leiðin til Nor- Hallgrímur Kjartansson læknir – 60 ára Fjölskyldan Ferming tvíburasonanna Hilmis og Huga vorið 2016. Fermt var í Holtskirkju í Önundarfirði. Meðal síðustu íbúa í Grunnavíkurhreppi Drengjaflokkur Vestra Synir Hallgríms spila með félaginu en Hallgrímur er liðsstjóri. Lengst t.h. er þjálfari liðsins, Nebosja Knezevic. Hafnarfjörður Þórey Rut er fædd 13. júní 2018 kl. 02.35 á Akranesi. Hún var 54 cm við fæðingu og 3.340 g. Foreldrar hennar eru Róbert Leifsson og Kristín Dögg Kristins- dóttir. Nýr borgari Íslendingar Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur. SMÁRALIND – KRINGLAN Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum. Börn og brúðhjón Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.