Morgunblaðið - 06.03.2019, Page 29
DÆGRADVÖL 29
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. MARS 2019
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Þú nýtur vinnunnar í dag. Gættu þess
að dreifa ekki kröftum þínum um of því slíkt
leiðir ekki til neins. Þér tekst að ná takmarki
þínu með aðstoð að minnsta kosti þriggja ann-
arra.
20. apríl - 20. maí
Naut Gerðu það upp við þig hvað það er sem
þú raunverulega vilt en hlustaðu ekki bara á
skoðanir annarra. Hafðu kærleikann og for-
dómaleysið með í för.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Fylgstu náið með heilsufarinu svo að
þú sért undir það búin/n að mæta áskorunum
vikunnar. Láttu ekki koma þér úr skorðum.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Lífið snýst um að leysa vandamál, og
því er betra að þau liggi í augum uppi. Gríptu
það sem er fyrir framan þig og notfærðu þér
það.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Vegna vaxandi vinsælda þinna þarftu að
eyða meiri peningum á næstunni. Haltu áfram
á sömu braut og hlustaðu ekki á öfundarraddir
annarra.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Þú þarft á hvíld að halda. Leitaðu ham-
ingjunnar bæði í einkalífi og í starfi og láttu
ekkert trufla áætlun þína. Farðu varlega inn í
nýjar aðstæður.
23. sept. - 22. okt.
Vog Þú hefur lagt hart að þér að undanförnu
og ættir að fara þér aðeins hægar í dag. Það
getur skipt sköpum fyrir árangur þinn að þú
flytjir mál þitt af festu og þannig að allir skilji.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Það er nú einu sinni svo að stund-
um þarf að gera fleira en gott þykir. Ef þú færð
tækifærri til að taka stjórnina í einhverju máli,
gríptu þá tækifærið.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Þú ert ekki í skapi fyrir sjálfsaga og
sjálfsafneitun í dag og því langar þig meira til
að skemmta þér en vinna. Þú munt að öllum
líkindum fá nýja innsýn í hlutina í dag.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Nú stendur allt og fellur með því að
þú sért þolinmóður og berir þig með reisn.
Láttu því áhyggjurnar ekki hrannast upp held-
ur gakktu strax í málin.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Það getur verið gott að fá aðra í lið
með sér þegar verkefnin gerast flókin. Láttu
því slag standa áður en þú bognar undan álag-
inu.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Ef þú kærðir þig um, gætir þú bókað
vinnu eða einhvers konar félagslíf hverja ein-
ustu stund dagsins. Njóttu ánægjunnar sem
fylgir þessu.
Á Boðnarmiði rifjar AntonHelgi Jónsson upp „blendin
fagnaðarlæti úr gömlu limruk-
veri“:
Þegar ég rímurnar rappaði
með rytmanum salurinn stappaði
og barfólkið kátt
það blístraði hátt
en bara sá einhenti klappaði.
Prentvillupúkinn er alltaf
nálægur og því þykir mér rétt að
byrja á „stafsetningarlimru“ eftir
Ólaf Stefánsson:
Hann Sigmundur skýri á Skaga,
var skírður í eldgamla daga.
Það skírt er og hreint;
þó skorti óbeint,
skýrslu,- en það mætti laga.
Þessu skylt yrkir Hjálmar Frey-
steinsson um „Málhelti og fl.“ á fés-
bókarsíðu sinni:
Hróbjartur hímir í bælinu,
haltur á fæti og mælinu,
nærsýnn og loppinn,
nýlega sloppinn
af náttúruleysingjahælinu.
Hér talar Hjálmar um
„kjöraðstæður f. kísilver“:
Yfir Bakka er blágrá misturskán,
ber við himinn reykjarskýið þykkt.
En hitt er bæði happ og glópalán
að Húsvíkingar finna ekki lykt.
Allt er þegar þrennt er – enn yrk-
ir Hjálmar:
Í bönkunum annríkið alltaf vex.
Mér illa líst á fjóra,
ég held að við þyrftum svona sex
seðlabankastjóra.
Þorsteinn Gylfason yrkir:
„Ég var eins og vera ber,“
mælti Vera. „En ekki hver?
Fæst má nú gera“
Og fyrr má nú vera
en vera eins og Vera ber.
Og að lokum er „Megrun“ eftir
Hólmfríði Bjartmarsdóttur:
Það er gamanlaust um það að
glettast
og gárungar létu það fréttast.
Hún var víst ekki klók
þessi kona sem tók
af sér hausinn, því hún vildi léttast.
Þessi þingvísa Andrésar Björns-
sonar er klassísk:
Flokkurinn þakkar fögrum orðum
fyrir það að gera
nú, þetta sem hann þakkaði forðum
að þá var látið vera.
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Af Sigmundi, Hróbjarti
og góðu fólki
„TEKURÐU GAMLA UPP Í?”
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
... að selja sportbílinn
þegar von er á erfingja.
Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann
ÉG ELSKA AÐ SJÁ
ÁRSTÍÐASKIPTIN
FRÁ SUMRI YFIR
Í HAUST …
EÐA, EINS OG ÉG KALLA
ÞAÐ, FRÁ RJÓMAÍS YFIR
Í NÝBAKAÐAR SMÁKÖKUR
LEYNDARMÁLIÐ Á BAK VIÐ VELGENGNI
ER ÚTHALD! ALDREI GEFAST UPP!
Í TÍUNDA SKIPTIÐ,
FARÐU ÚT MEÐ RUSLIÐ!
ÉG OG MINN KJAFTUR!
ENN ENGU NÆRUPPLÝSINGAR
Víkverji hefur um nokkurt skeiðbeðið eftir þýsku sjónvarps-
seríunni Babýlon Berlín, sem Rík-
issjónvarpið hóf sýningar á um
helgina. Þættirnir fjalla um lög-
reglumanninn Gereon Rath, sem
kemur frá Köln til Berlínar árið 1929
og þarf að glíma við ýmis mál. Þætt-
irnir eru byggðir á flokki bóka sem
fjalla um ævintýri Raths. Víkverji
hefur lesið fyrstu bókina, sem heitir
Nasser Fisch eða Blautur fiskur og
mun vera lögreglumál í Berlín yfir
lík sem ekki er hægt að bera kennsl
á. Víkverji veit ekki hvort þetta orða-
lag er líka notað í lögreglunni á Ís-
landi.
x x x
Mikill kraftur var í Berlín á þess-um tíma. Borgin var deigla
sköpunar á öllum sviðum og iðaði af
lífi, ekki síst næturlífi. Hún átti sér
líka skuggahliðar, glæpagengi skiptu
henni upp á milli sín og mannslíf
gátu verið lítils virði. Hún var einnig
vettvangur pólitískrar baráttu og
átaka. Kommúnistar fóru mikinn og
stutt í land byltingarinnar. Á hinum
ás stjórnmálanna voru nasistar að
ryðja sér til rúms. Berlín á milli-
stríðsárunum er því upplagt sögu-
svið fyrir krassandi atburðarás.
x x x
Víkverji hafði heyrt þessum þátt-um hrósað og var nokkuð hrifinn
af þeim fyrsta. Í það minnsta var
ekkert hægt að finna að umgjörð-
inni. Víkverji var reyndar ekki uppi á
þessum tíma, en búningar og annað
virkaði trúverðugt.
x x x
Hvað atburðarásina sjálfa snertirer of snemmt að fella dóm. Í
fyrsta þættinum voru margir kynnt-
ir til sögu og mörgum boltum hent á
loft svo að erfitt var að henda reiður
á öllu sem gerðist, hvað þá að halda
því til haga í gljúpu heilatetri í heila
viku þar til næsti þáttur verður
sýndur. Af fyrsta þættinum að dæma
er ljóst að menn kölluðu ekki allt
ömmu sína í Berlín á þessum tíma og
þeim sem muna skýrmælgina og sið-
prýðina úr þáttunum um Derrick
lögregluforingja gæti fallið allur ket-
ill í eld. vikverji@mbl.is
Víkverji
En Guð minn mun uppfylla allar ykk-
ar þarfir og láta Krist Jesú veita ykkur
af dýrlegum auðæfum sínum.
(Filippíbréfið 4.19)