Morgunblaðið - 06.03.2019, Síða 30

Morgunblaðið - 06.03.2019, Síða 30
Gunnlaugur Snær Ólafsson gso@mbl.is „Við viljum beina umræðunni meira að forsendum þess að styrkja fulltrúalýðræðið og stofn- anir þess sem vettvang pólitískra ákvarðana, eftirlits og stefnumót- unar, frekar en að einblína á hráan þátttökuskilning sem hér hefur verið ríkjandi þegar rætt er um að efla lýðræðið,“ segir Vilhjálmur Árnason, prófessor og stjórnar- formaður Siðfræðistofnunar Há- skóla Íslands, um bókina Íslenskt lýðræði: Starfsvenjur, gildi og skilningur, sem hann ritstýrir ásamt Henry Alexander Henrys- syni, sérfræðingi við Siðfræði- stofnun. Með bókinni er ætlað að boða þessa nálgun að umbótum á sviði lýðræðislegra stjórnarhátta svo hægt verði að endurheimta traust sem glataðist í efnahagshruninu. Benda höfundar meðal annars á að mikil áhersla hefur verið lögð á beint lýðræði í kjölfar hrunsins án þess að tekið hafi verið á þeim undirliggjandi þáttum sem nefndir eru í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis. „Við leggjum mikla áherslu á hugtakið skilning sem nefnt er í undirtitlinum. Þegar rætt er um að efla lýðræðið í al- mennri umræðu er það nánast allt- af skilið á þann hátt að það eigi að auka aðkomu fólks að ákvarðana- töku. Með þessu viljum við beina sjónum að því að það séu aðrir þættir sem þarf að leggja áherslu á,“ segir Vilhjálmur og tekur fram að ferlarnir sem leiða til ákvarð- anatöku séu ekki síður mikilvægir en ákvarðanatakan sjálf. Í bókinni er meðal annars talin hætta á að beint lýðræði geti alið á veikleikum íslenskrar stjórnmálamenningar verði ekki gerðar úrbætur hvað skilyrði upplýstrar umræðu varðar og vönduð vinnubrögð við stefnu- mörkun. „Það er ákveðin spenna milli þess sem rannsóknarnefndin sagði um vanda íslenskra stjórn- mála og stjórnsýslu og þess sem gerist í kjölfarið,“ staðhæfir Vil- hjálmur, og segir það á margan hátt vera skiljanlegt í ljósi þess að traustið á fulltrúalýðræðinu kolféll með fjármálahruninu. Tryggja gæði Bókin, sem er afrakstur rann- sóknarverkefnisins Hvað einkennir íslenskt lýðræði? Starfsvenjur, gildi og skilningur, sem styrkt var af Rannís, kynnir nálgun að eflingu lýðræðis á Íslandi sem byggir á ákveðnum hugmyndum um rök- ræðulýðræði, útskýrir hann. „Það er líka sérstakt í þessari bók að þarna vinnur saman hugvísindafólk sem greinir hugmyndir og sögu þeirra og félagsvísindafólk sem beitir sínum reynsluathugunum. Þetta er ekki algengt í íslensku fræðastarfi að ég held,“ bætir Vil- hjálmur við. Mætti segja að mikilvægur mun- ur á þátttökulýðræði (beinu lýð- ræði) og rökræðulýðræði sé að hið fyrrnefnda leggur áherslu á beina aðkomu almennings að ákvörð- uninni, en hið síðarnefnda á gæði þeirrar ákvörðunar sem er tekin með upplýstri umræðu og vönduðu samráði við þá sem ákvörðunin varðar, útskýrir Vilhjálmur. Þá sé grundvallaratriði að styrkja stoðir faglegra vinnubragða og forsendur málefnalegrar umræðu við stefnu- mótun. „Þetta snýst um það, hvort sem um er að ræða þátttöku- lýðræði eða aðra lýðræðislega ákvarðanatöku, hvernig hægt er að bæta gæði stjórnsiðanna,“ segir hann og bendir á að ein forsenda þess að beint lýðræði virki sé að bæta starfshætti fulltrúalýðræðis og skýra tengslin milli fulltrúa- lýðræðis og þátttökulýðræðis. Vil- hjálmur segir það vera flókið við- fangsefni að færa valdið meira til fólksins, einkum ef það eigi að vera í samræmi við ígrundaðan og upp- lýstan vilja þess. Veikir lýðræðislegir innviðir „Hugmyndin var á sínum tíma að móta rannsóknarverkefni í kjöl- far skýrslu rannsóknarnefndar Al- þingis. Í siðfræðihluta rannsóknar- skýrslunnar var notað það orðalag að það væru veikir lýðræðislegir innviðir á Íslandi, það hefði skort viðnám gegn fjármagnsöflunum sem fengu mikinn framgang á ýmsum sviðum í aðdraganda efna- hagshrunsins 2008,“ segir Vil- hjálmur. Það er einn prófsteinn á lýðræðissamfélag hvernig viðnám er veitt, svo sem á sviði stjórnmál- anna og í fjölmiðlum, gegn fram- gangi sérhagsmunaafla. Hópurinn sem stendur að rannsóknarverk- efninu og bókinni var samsettur með hliðsjón af þessu, að sögn Vil- hjálms. Skorturinn á viðnámi er aðeins einn angi málsins, en skýrsla rann- sóknarnefndar Alþingis leggur áherslu á að styrkja ýmsar stoðir eins og að efla ráðuneyti og fag- lega stjórnsýslu, styrkja eftirlits- stofnanir og bæta vinnubrögð í stjórnmálum, segir prófessorinn. „Þar eru ýmsar hugmyndir um lýðræðisumbætur sem lutu að stjórnsiðum og stjórnkerfi, en það sem gerist eftir hrun er að ríkjandi lýðræðisumræða beinist nær alfar- ið að því að efla beint lýðræði. Þá hafa verið framkvæmdar margar tilraunir í þá veru, í kringum stjórnarskrá, þjóðfundi og frávísun forsetans á Icesave. Þetta miðar mest að kosningamiðaðri þátttöku, að auka aðkomu borgaranna að ákvörðunum, sem er skiljanlegt í ljósi þess að traustið hrundi á hin- um opinberu stofnunum. En við bendum á að við þurfum fyrst og fremst að styrkja stjórnkerfið, full- trúalýðræðið og stofnanir þess, þá ferla þar sem ákvarðanir eru tekn- ar, styrkja forsendur stefnumót- unar og upplýstrar umræðu, ekki síst þá ferla sem gera borgurum kleift að draga kjörna fulltrúa til ábyrgðar,“ útskýrir hann. „Það þarf að gera ríkar kröfur til kjör- inna fulltrúa og embættismanna sem hafa það hlutverk að gæta al- mannahagsmuna. Ein leið til þess er að styrkja fjölmiðla og aðrar mikilvægar leiðir til að halda borg- urunum upplýstum, sem er ein megináskorun lýðræðis í samtím- anum.“ Innlegg í umræðu Höfundar líta þó ekki endilega á bókina sem upplistun úrlausnar- efna, heldur sem mikilvægt innlegg í umræðuna um hvernig skuli efla lýðræðislega ákvarðanatöku og þroska fulltrúalýðræðið og stofn- anir þess, að sögn Vilhjálms. „Við teljum að þetta sé annar tónn en sá sem sleginn hefur verið,“ segir hann og bætir við að hægt sé að tryggja meiri gæði pólitískra ákvarðana ef upplýst og mál- efnaleg rökræða fari fram. „Það eru til alls konar hugmyndir um rökræðuþing og rökræðuhópa og slíkt, en við erum ekki með þá út- gáfu af rökræðulýðræðinu, heldur erum við að ræða um að styrkja rökræðustoðir hinna opinberu stjórnmála.“ „Samráð við almenning snýst oft bara um að hlusta á fólk og taka hugmyndir þess alvarlega, en svo er það kjörinna fulltrúa að vinna úr þeim og rökræða þær á for- sendum sinna hugmynda um al- mannahag. Auðvitað eru þær hug- myndir breytilegar en rökræður munu ekki endilega skila hinni einu sönnu hugmynd um almanna- hag, heldur þeim hugmyndum sem við höfum komist að fyrir tilstilli málefnalegrar umræðu hverju sinni,“ svarar prófessorinn spurður um framkvæmd rökræðulýðræðis. Auk ritstjóranna tveggja eru átta höfundar og eru þeir Guð- mundur Jónsson, prófessor í sagn- fræði, Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor í stjórnmálafræði, Ólafur Páll Jónsson, prófessor við Menntavísindasvið Háskóla Ís- lands, Ragnar Karlsson, dokt- orsnemi í fjölmiðlafræði, Ragnheið- ur Kristjánsdóttir, dósent í sagnfræði, Salvör Nordal, heim- spekingur og umboðsmaður barna, Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir, dósent í opinberri stjórnsýslu og stefnu- mótun, og Þorbjörn Broddason, prófessor í fjölmiðlafræði. Morgunblaðið/Hari Ritstjórinn „Það er einn prófsteinn á lýðræðissamfélag hvernig viðnám er veitt, svo sem á sviði stjórnmálanna og í fjölmiðlum, gegn framgangi sérhagsmunaafla,“ segir Vilhjálmur Árnason í samtali um bókina nýju um lýðræði. Boða leið að lýðræðisumbótum  Vilhjálmur Árnason er annar ritstjóra bókar um lýðræði  Rökræðulýðræði leið að betri niðurstöðu  Beint lýðræði svarar ekki ákalli rannsóknarnefndar  Málefnaleg umræða grundvöllur umbóta 30 MENNING MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. MARS 2019 Spennusagan Alein eftirMary Higgins Clark ger-ist á lúxusfarþegaskipi íanda Titanic og við lestur- inn kemur Agatha Christie óneitanlega upp í hugann. Það eru meðmæli enda er sagan vel skrif- uð, glæpir ríka fólksins falla vel inn í umhverfið og ekki verður annað sagt en að fólk uppskeri eins og það sái. Höfundi tekst bærilega að lýsa andrúmsloftinu um borð í Queen Charlotte. Lesandinn getur auð- veldlega sett sig í spor farþega og þarf ekki mikið að hafa fyrir því að taka þátt í munaðinum í jómfrúar- ferðinni á leiðinni frá New York í Bandaríkjunum til Southampton á Englandi, leið Titanic til baka sem aldrei varð. En skjótt skip- ast veður í lofti og það sem átti að vera drauma- ferð breytist í allt annað og verra. Gestirnir eiga sér misjafna for- tíð og þegar vel er að gáð hafa sumir ýmislegt að fela. Hinir sömu geta því haft hagsmuni af fráfalli tiltekinna einstaklinga og þegar svo er komið er úr vöndu að ráða. Hver er sökudólgurinn? Alein er ein þessara bóka sem lesandinn rennur í gegnum eigin- lega án þess að taka eftir því. Þar skipta stuttir kaflar miklu máli, en uppbygging sögunnar er aðal- atriðið. Eitthvað er að gerast allan tímann og spennan eykst eftir því sem styttist í ferðalok. Þrátt fyrir illsku og tvöfeldni eru samt ekki allir undir sömu sök seldir og róm- antíkin svífur yfir vötnum áður en yfir lýkur. Í anda Agöthu Christie Spennusaga Alein bbbmn Eftir Mary Higgins Clark. Pétur Gissurarson þýddi. Ugla útgáfa 2019. Kilja. 335 bls. STEINÞÓR GUÐBJARTSSON BÆKUR Höfundurinn „…spennan eykst eft- ir því sem styttist í ferðalok.“ Á fundi sínum í gær ákvað stjórn Nóbelsstofnunarinnar (NS) að Sænska akademían (SA) mætti í haust afhenda Nóbelsverðlaunin í bókmenntum fyrir bæði 2019 og 2018, en sem kunnugt er voru engin verðlaun afhent í fyrra vegna þeirr- ar krísu sem ríkt hefur í SA frá árs- lokum 2017. „Að mati stjórnar NS skapa þær ráðstafanir sem SA hef- ur gripið til góða möguleika á því að SA endurheimti traust sitt sem verðlaunaveitandi stofnun,“ segir í fréttatilkynningu frá NS. Þar er vísað til þess að starfsreglur SA hafi verið skýrðar, þeim breytt á þá leið að meðlimir hafi nú möguleika á að hætta og búið sé að velja inn nýja meðlimi. „Í SA starfa ekki lengur meðlimir sem eru til rann- sóknar vegna trúnaðarbrota eða sakamála,“ segir í tilkynningunni sem Sænska ríkisútvarpið segir frá. Í samtali við Dagens Nyheter fagnar Anders Olsson, starfandi ritari SA, ákvörðun stjórnar NS. Aðspurður neitar hann að tjá sig um það hvaða skilyrði NS hafi sett fyrir því að SA endurheimti réttinn til að útdeila Nóbelsverðlaunum. Á síðasta ári margítrekaði Lars Heikensten, stjórnandi NS, að SA yrði að leysa ýmis vandamál áður en SA gæti endurheimt traust NS. Síðan krísan hófst innan SA hafa samtals sjö meðlimir kosið að hætta, þeirra á meðal Sara Danius, fyrrverandi ritari SA, og Katarina Frostenson, eiginkona Jean-Claude Arnault sem sakaður var um að hafa áratugum saman beitt konur kynferðislegu ofbeldi, átt óeðlileg fjárhagsleg tengsl við SA og ítrek- að lekið nöfnum um komandi vinn- ingshafa. Að kröfu NS tók sérstök Nóbelsnefnd til starfa 1. febrúar sem sjá mun um valið á verðlauna- höfum, en hún er til jafns skipuð fólki innan og utan Sænsku aka- demíunnar. silja@mbl.is Tvenn Nóbelsverðlaun afhent í ár AFP Gleði Síðasti Nóbelsverðlaunahafi er Kazuo Ishiguro sem fékk verðlaunin 2017.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.