Morgunblaðið - 26.03.2019, Page 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. MARS 2019
Hafnarbraut 25 | 200 Kópavogi | Sími 554 0000 | www.klaki.is
HVOLFARARKARA
Handhægir ryðfríir karahvolfarar
í ýmsum gerðum.
Tjakkur vökvadrifinn með
lyftigetu frá 900 kg.
Halli að 110 gráðum.
Vinsælt verkfæri í
matvælavinnslum
fiski – kjöti – grænmeti
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is
Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
Ársfundur Veðurstofu Íslands er
haldinn í dag undir yfirskriftinni:
Nýjar áskoranir - nýjar leiðir. Honum
verður streymt á netinu og fást nán-
ari upplýsingar á vefnum vedur.is eða
Facebooksíðu Veðurstofu Íslands.
Fundurinn hefst klukkan 9.00 með
ávarpi Guðmundar Inga Guðbrands-
sonar, umhverfis- og auðlindaráð-
herra. Þá mun Árni Snorrason, for-
stjóri, tala um samvinnu, þekkingu,
framsækni og áreiðanleika sem hafa
verið lykillinn að árangri í tíu ár.
Ingvar Kristinsson, framkvæmda-
stjóri eftirlits- og spásviðs, mun fjalla
um aukið umfang náttúruvár-
vöktunar. Sigrún Karlsdóttir nátt-
úruvárstjóri fjallar um hvernig veð-
ursjár bæta þjónustu. Loks mun
Jórunn Harðardóttir, framkvæmda-
stjóri úrvinnslu- og rannsóknarsviðs,
tala um nýjar leiðir með öflugri
veðurlíkönum á tímum ofurtölva.
Ný ofurtölva kemur til Íslands
Veðurstofan tekur þátt í samstarfi
tíu ríkja um úrvinnslu veðurgagna
og rekstur ofurtölvu sem staðsett
verður á Veðurstofunni. Ísland, Dan-
mörk, Finnland, Svíþjóð, Noregur,
Eistland, Lettland, Litháen, Holland
og Írland, hafa nú ákveðið að keyra
saman veðurlíkön og tilheyrandi
ofurtölvur frá árinu 2027.
Fyrst verða aðskildar keyrslur,
annars vegar fyrir austurhluta svæð-
isins og hins vegar fyrir vesturhluta
þess. Veðurstofan mun sameinast
dönsku, írsku og hollensku veður-
stofunum um rekstur reiknilíkana og
úrvinnslu veðurgagna frá árinu 2023.
Sameiginleg ofurtölva vegna vestur-
hlutans verður á Veðurstofunni og
kemur hún í stað ofurtölvu dönsku
veðurstofunnar sem er þar nú.
Samstarfið tekur svo á sig endan-
lega mynd árið 2027 þegar allar
veðurstofurnar tíu sameinast um
reksturinn undir heitinu United
Weather Centres (UWC). gudni-
@mbl.is
Tíu lönd sameinast um
úrvinnslu veðurgagna
Ársfundi Veðurstofunnar í dag verður streymt á netinu
Lögreglan á Suðurnesjum stöðvaði
um 150 bifreiðir á Reykjanesbraut
við Innri-Njarðvík í hefðbundnu
umferðareftirliti á sunnudags-
kvöld. Allir ökumenn reyndust hafa
sitt á hreinu nema einn sem ók
sviptur ökuréttindum.
Á undanförnum dögum hefur á
annan tug ökumanna í umdæminu
verið kærður fyrir of hraðan akstur
Sá sem hraðast ók mældist á 151
km hraða þar sem hámarkshraði er
90 km á klukkustund. Annar öku-
maður var grunaður um ölvunar-
akstur.
Einn af 150 öku-
mönnum próflaus
Stefán Gunnar Sveinsson
Jóhann Ólafsson
Sáttafundi í kjaradeilu Eflingar, VR,
Verkalýðsfélaga Grindavíkur og
Akraness, Landssambands íslenskra
verzlunarmanna og Framsýnar við
Samtök atvinnulífsins lauk um tvö-
leytið í gær, um tveimur tímum fyrr
en áætlað var. Næsti fundur í deil-
unni verður í Karphúsinu í dag kl. 10.
Vilhjálmur Birgisson, formaður
Verkalýðsfélags Akraness, sagði í
gær við mbl.is að fundinum hefði ver-
ið slitið fyrr en ella, þar sem Samtök
atvinnulífsins treysti sér ekki til að
setja fram tölur varðandi launaliðinn
meðan uppi sé óvissa um framtíð
WOW air.
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður
VR, staðfesti það í samtali við
Morgunblaðið. „Auðvitað hefur óviss-
an með WOW air töluverð áhrif,“ seg-
ir Ragnar og bætir við að sú óvissa
snúi fyrst og fremst að atvinnurek-
endum, en að hún hafi einnig áhrif á
verkalýðsfélögin þegar komi að
mögulegum áhrifum þess ef illa fari.
Verðbólga gæti farið í 6%
Ragnar Þór segir margar sviðs-
myndir hafa verið teiknaðar upp af
þeirri stöðu sem gæti komið upp. Þar
hafi bæði verið reiknað með að áhrifin
verði óveruleg og upp í að verðbólgan
gæti farið upp í 6% ef sú sviðsmynd
sem er hvað svörtust yrði að veru-
leika. Það búi til talsverða óvissu fyrir
verkalýðsfélögin að mati Ragnars,
sem snerti á ýmsum þáttum viðræðn-
anna.
Hann nefnir sem dæmi kröfugerð
félaganna. „Við gætum þurft að
endurskoða hana og jafnvel skerpa á
henni ef eitthvað er, sérstaklega þeg-
ar kemur að því að verja heimilin fyr-
ir mögulegum búsifjum,“ segir Ragn-
ar, en hann áætlar að ef verðbólga
fari upp í 6% gæti það þýtt aukningu
upp á annað hundrað milljarða króna
á verðtryggðar skuldir heimilanna,
sem þurfi þá að bregðast við. „Sömu-
leiðis þarf þá að tryggja að varnaglar
séu í kröfugerðinni varðandi áhrif
falls fyrirtækis sem hefur þetta mikil
áhrif á hagkerfið. þannig að það er
margt sem spilar inn í þetta,“ segir
Ragnar.
Hann bætir við að félögin hafi
reynt að fá umræður um launaliðinn í
nokkurn tíma án árangurs. „Við von-
um að það fari nú eitthvað að lagast
þar, þannig að það er ekki annað
hægt en að vona það besta. Við erum
ekki hætt að ræða saman, við frest-
uðum bara fundinum út af þessari
stöðu og tökum síðan upp þráðinn kl.
10 í fyrramálið.“
Ragnar segir undirbúning fyrir
næstu verkföll ganga ágætlega og að
sólarhringsverkfall síðasta föstudags
hafi gefið félögunum nokkuð skýra
mynd um hvernig eigi að haga eftirliti
og verkfallsvörslu betur. „En að sjálf-
sögðu vonar maður að þetta leysist
fyrir næsta fimmtudag. Við getum
frestað aðgerðum með tiltölulega
skömmum fyrirvara, en það verður
ekki gert nema við förum að sjá til
sólar með stóra þætti eins og launa-
liðinn og fleiri atriði sem skipta máli
við gerð kjarasamninga.“
Kröfurnar standa óhaggaðar
„Verkalýðsbarátta snýst um að
tryggja vinnuaflinu mannsæmandi
afkomu sama hvað kapítalísk fyrir-
tæki gera,“ sagði Sólveig Anna Jóns-
dóttir, formaður Eflingar, í samtali
við mbl.is í gær. Hún telur að vandinn
við íslenskt efnahagskerfi sé hversu
ótrúlega viðkvæmt það sé fyrir því að
eitt fyrirtæki geti leikið kerfið grátt.
„Þrátt fyrir það þarf að tryggja
mannsæmandi afkomu og við berj-
umst fyrir því. Að mínu mati standa
þær kröfur óhaggaðar,“ sagði Sólveig
Anna.
Hún sagði það vera sinn skilning
eftir fundinn í gær, að verkalýðs-
félögin hefðu þar gefið Samtökum at-
vinnulífsins tíma og svigrúm til að sjá
hvernig dagurinn færi áður en hægt
væri að gefa svör um launaliðinn.
„Mín afstaða er sú að auðvitað eiga
viðræður um launalið að halda áfram,
sama hvað á sér stað þarna,“ sagði
Sólveig og vísaði til vandræða WOW
air.
„Við stefnum á að gera kjarasamn-
inga fyrir gríðarlegan fjölda af vinn-
andi fólki. Það er gríðarlega mikil
ábyrgð og okkur ber skylda til að axla
þá ábyrgð, bæði okkur og SA, sama
hvað gerist þarna.“
Fulltrúar Samtaka atvinnulífsins
vildu ekki tjá sig þegar eftir því var
leitað í gær.
Óvissan um WOW air
blandast í kjaramálin
Morgunblaðið/Hari
Sáttafundur Eyjólfur Árni Rafnsson, formaður Samtaka atvinnulífsins, og Halldór Benjamín Þorbergsson fram-
kvæmdastjóri á leið til fundar við ríkissáttasemjara og fulltrúa verkalýðsfélaganna í gærmorgun.
Fundi hjá Ríkissáttasemjara lauk fyrr en áætlað var Félögin segja SA ekki
treysta sér til að setja fram launaliðinn vegna óvissunnar Fundað aftur í dag
Viðræður
» Fundur hófst hjá ríkis-
sáttasemjara kl. 10 í gærmorg-
un og átti að standa til kl. 16.
Honum var svo slitið kl. 14.
» Næsti fundur í deilunni
verður í dag kl. 10.
Ragnar Þór
Ingólfsson
Sólveig Anna
Jónsdóttir
Útboðum vegna fyrirhugaðra fram-
kvæmda á öryggissvæðinu á Kefla-
víkurflugvelli er lokið og er búist við
að þær hefjist á næstunni. Þetta kem-
ur fram í fréttatilkynningu frá utan-
ríkisráðuneytinu. Þetta verða fyrstu
framkvæmdirnar á vegum banda-
rískra stjórnvalda á Íslandi síðan
varnarliðið hætti starfsemi sinni hér
á landi haustið 2006.
Í tilkynningunni segir að banda-
ríski sjóherinn hafi undirritað tvo
samninga við bandaríska verktakann
Rizzani DE Eccher, annars vegar um
viðhald og breytingar á flugskýli 831
á Keflavíkurflugvelli og hins vegar
um byggingu þvottastöðvar fyrir
flugvélar við sama flugskýli. Er fram-
kvæmdunum ætlað að bæta aðstöð-
una fyrir kafbátaeftirlitsflugvélar
Atlantshafsbandalagsþjóðanna. Þá
hefur verið undirritaður verksamn-
ingur milli bandaríska sjóhersins og
ÍAV um viðhald og endurbætur á ör-
yggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli.
Heildarfjárhæð verksamninganna
þriggja er 25.250.000 Bandaríkjadalir
eða rétt tæpir þrír milljarðar króna
og stendur bandaríska varnarmála-
ráðuneytið straum af framkvæmd-
unum.
Morgunblaðið/ÞÖK
Varnarlið Þetta verða fyrstu umsvif
Bandaríkjastjórnar hér frá 2006.
Setja þrjá
milljarða í
flugvöllinn
Útboðum lokið
vegna öryggissvæðis