Morgunblaðið - 26.03.2019, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 26.03.2019, Qupperneq 10
10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. MARS 2019 Ársfundur Lífeyrissjóðs verzlunarmanna verður haldinn í dag, þriðjudaginn 26. mars, kl. 18:00 á Grand Hótel Reykjavík. Dagskrá fundarins • Venjuleg ársfundarstörf • Kynning á samþykktabreytingum • Önnur mál Sjóðfélagar eiga rétt til setu á ársfundinum. Fundargögn verða afhent á fundarstað. Reykjavík, 24. janúar 2019 Stjórn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna Ársfundur 2019 Lífeyrissjóður verzlunarmanna — live.is Líney Sigurðardóttir Ágúst Ingi Jónsson Grásleppuvertíðin hófst með hvelli en fyrsti dagur vertíðar var miðviku- dagurinn 20. mars. Veður var skap- legt þann dag svo að Halldór Stef- ánsson á Hólma ÞH fór fyrstur grá- sleppukarla á Þórshöfn og lagði allar trossur. Á föstudag skall óveðrið á en foráttubrim og mikil kvika var einnig á laugardag og ekkert sjóveður. Á sunnudag gaf loks á sjó og dró áhöfnin á Hólma þá fyrstu sjö tross- urnar á vertíðinni og fékk þar um 200 kg af grásleppu. „Það er ekki mikið að hafa í svona brimi,“ sagði Halldór. Hann sagði að netin hefðu sloppið furðanlega vel miðað við hafrótið undanfarna daga. „Ég var búinn undir slæma útreið á netunum og hef séð það verra en þetta,“ sagði Hall- dór. Hann leggur aflann upp hjá Ís- félaginu á Þórshöfn. Verðið nokkru hærra Grásleppuverð í ár er nokkru hærra en í fyrra, um 260-270 krónur á kíló, segja fyrstu tölur, og ætti ver- tíðin að verða þokkaleg ef gæftir verða á þessu veiðitímabili. Líklega munu fjórir bátar gera út frá Þórs- höfn á grásleppu þetta vorið. Hafrannsóknastofnun og BioPol ehf. á Skagaströnd hafa um langt árabil átt í samstarfi varðandi merk- ingar á hrognkelsum. Árið 2018 voru annars vegar um 200 fiskar merktir á hefðbundinni veiðislóð á Húnaflóa og hins vegar um 290 ungfiskar í al- þjóðlegum makrílleiðangri norður og suður af Íslandi og við austurströnd Grænlands. Ekki er vitað til þess að ungviði hafi áður verið merkt með þessum hætti, segir á heimasíðu Hafrannsóknastofnunar, en endur- heimtur geta gefið mjög mikilvægar upplýsingar um vöxt hrognkelsa og hvert þau ganga til hrygningar. Greiddar verða fimm þúsund krónur fyrir hvern fisk sem berst í heilu lagi til BioPol á Skagaströnd með merk- inu í. Einnig fær sendandi upplýs- ingar um hvar og hvenær fiskurinn var merktur. Veiddust á stóru hafsvæði Í makrílleiðangrinum 2018 veidd- ust hrognkelsi sem meðafli í efstu lögum sjávar á hafsvæði sem nær frá Austur-Grænlandi, allt í kringum Ís- land og norður með Noregi. Ekki er ljóst hvar þessi fiskur mun hrygna og hversu mörgum árum hann eyðir á þessum slóðum áður en hann kem- ur til hrygningar. Morgunblaðið/Líney Sigurðardóttir Þórshöfn Áhöfnin á Hólma ÞH nýkomin í land með um 200 kíló af grásleppu úr fyrstu trossunum sem hún dró á vertíðinni, frá vinstri: Ólafur A. Sigurðsson, Kristbjörn Hallgrímsson og Halldór Stefánsson. Byrjaði með hvelli  Fjórir bátar á grásleppu frá Þórshöfn  Netin sluppu furðu vel miðað við hafrótið  Safna merktum grásleppum Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Fiskeldi Austfjarða hefur fengið rekstrar- og starfsleyfi til stækk- unar fiskeldis síns í Berufirði og Fá- skrúðsfirði. Gefur það fyrirtækinu möguleika á að auka laxeldi sitt. Stór hluti leyfanna er bundinn því að alinn verði ófrjór lax. Er það í fyrsta skipti sem slíkt skilyrði er bundið í starfs- og rekstrarleyfi fiskeldis- fyrirtækis hér á landi. Eldi á ófrjó- um laxi hefst í vor. Fiskeldi Austfjarða er nú með 6.000 tonna laxeldi í Berufirði og hefur lengi viljað breyta regnboga- silungsleyfum sem það hefur haft í Berufirði og Fáskrúðsfirði í laxeldis- leyfi. Eftir stækkun verður heimilt að ala 20.900 tonn af frjóum og ófrjó- um laxi í þessum tveimur fjörðum. Stækkun í sumar Hafrannsóknastofnun hefur metið að Berufjörður beri 10 þúsund tonna eldi, Fáskrúðsfjörður 15 þúsund tonn og Reyðarfjörður 20 þúsund tonn. Annað fyrirtæki, Laxar - fisk- eldi, er einnig með starfsemi í Reyðarfirði og Fáskrúðsfirði. Vænt- anlegt áhættumat Hafró takmarkar möguleika á eldi á frjóum laxi á Austfjörðum. Guðmundur Gíslason, stjórnar- formaður Fiskeldis Austfjarða, segir að leyfi til tvöföldunar á eldi á frjó- um laxi geri fyrirtækinu kleift að þróast áfram. „Við erum með kyn- slóðaskipt eldi og þurfum að vera með aðgreind svæði og hvíld á milli. Vel hefur gengið með eldið og allar umhverfisrannsóknir sýnt jákvæða niðurstöðu. Við verðum til dæmis ekki varir við lús,“ segir Guð- mundur. Hann segir að laxaseiðin verði klár til útsetningar í vor og nú er verið að setja saman kvíar. Mun nýta leyfin Eldi á 8.900 tonnum af laxi í Beru- firði og Fáskrúðsfirði er bundið skil- yrðum um að notaður verði ófrjór lax. Fyrstu seiðin verða sett út í vor, um 120 þúsund ófrjó seiði í eina sjókví. Hann segir að ófrjór lax hafi verið alinn í Noregi í nokkur ár og komin sé góð þekking á eldinu. Það sé á réttri leið. Þannig komi fram í skýrslu NRS í Norður-Noregi að ár- angur við eldi á síðustu kynslóð hafi verið álíka og við eldi á frjóum laxi. Eldið sem hefst í vor er unnið í samvinnu við Hafrannsóknastofnun og Stofnfisk sem framleiðir seiðin. Guðmundur segir stefnt að því að nýta leyfin til fulls þegar fram líða stundir. „Í ljósi aflabrests í loðnu og hræringa í ferðaþjónustu veitir ekki af fleiri stoðum í atvinnureksturinn,“ segir hann. Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Berufjörður Laxaseiði sett út í sjókvíar hjá Fiskeldi Austfjarða. Eldi á ófrjóum laxi hefst á Austfjörðum Alls voru 1.469 tonn af hvala- afurðum flutt út á síðasta ári. Árið 2017 voru flutt úr 1.407 tonn og 1529 tonn árið 2016, en tvö síðartöldu árin voru veiðar á stórhvelum ekki stundaðar við landið. Útflutnings- verðmætið í fyrra nam rúmlega 940 milljónum, en 995 milljónum árið 2017 og tæplega 1,6 milljörðum 2016, samkvæmt upplýsingum á vef Hafstofunnar. Þar kemur fram að í fyrra hafi 145 langreyðar verið veiddar við landið, en í Morgunblaðinu hefur áður verið greint frá því að dýrin hafi verið 146, þar af tveir blendingar langreyðar og steypireyðar. Fram kom í blaðinu í haust að Hvalur hf. hefði sent tæp- lega 1.500 tonn af hvalaafurðum með frystiskipi frá Hafnarfirði til Japans 13. október. Haft var eftir Kristjáni Loftssyni, framkvæmdastjóra Hvals hf., að flutningaskipið sigldi norð- austurleiðina um Norður-Íshafið sem er mikið styttri leið en ef siglt væri suður og austur um Indlands- haf. Skipið var fulllestað, en ein- hverjar birgðir eftir að sögn Krist- jáns. Um 150 manns unnu við veiðar og verkun hjá Hval hf. í Hvalfirði og Hafnarfirði á vertíðinni sem stóð í 98 daga frá 19. júní. aij@mbl.is Morgunblaðið/Ómar Í Hvalfirði Sama fólkið hefur unnið við hvalveiðar og hvalskurð ár eftir ár. Hvalaafurðir fluttar út fyrir 940 milljónir

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.