Morgunblaðið - 26.03.2019, Blaðsíða 12
12 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. MARS 2019
laugavegi 47 www.kokka.is kokka@kokka.is
Epicurean skurðarbretti
Verð frá 2.690 kr.
Ný sending
AF YFIR 5000
VÖRUM
30-70%
RÝMINGARSALA
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
Virðing og samvinna eruþau gildi sem ég hef aðleiðarljósi. Starfsfólki berað tileinka sér virðingu
fyrir skjólstæðingum okkar og
starfa í þeim anda sem ein heild
samkvæmt því markmiði að finna
góðar lausnir á sérhverju máli sem
við fáum til úrlausnar. Frá okkur á
fólk að snúa sátt,“ segir Steinunn
Ásgeirsdóttir í Stokkhólmi.
Vaxi í störfum sínum
Á ráðstefnunni Offentlig Chef
sem haldin var á dögunum í Sví-
þjóð var Steinunn valin yfirmaður
ársins í opinbera geiranum þar í
landi. Hún stýrir Patientnämnden
Stockholm, stofnun sem sinnir
þjónustu við fólk sem vill koma á
framfæri kvörtunum og ábend-
ingum til heilbrigðisþjónustunnar í
landinu Allir sem eru starfandi
yfirmenn og forstjórar í opinbera
geiranum í Svíþjóð komu til álita í
valinu og var hópurinn því stór.
Eftir alls kyns síur stóðu átta
manns eftir og þar varð Steinunn
fyrir valinu sem Årets offentliga
chef.
„Rökstuðningurinn fyrir valinu
vék að eiginleikum mínum sem
stjórnandi og leiðtogi. Þar kom
fram að ég hefði jákvæðni að
leiðarljósi og leitaðist við að skapa
þannig andrúmsloft á vinnustað að
starfsfólk, yfirmenn og undirmenn,
fengju tækifæri til þess að vaxa í
störfum sínum,“ segir Steinunn og
heldur áfram:
„Einnig sagði að ég væri sem
stjórnandi óhrædd við að útdeila
verkefnum og væri ekki upptekin
af áliti annarra. Sæi alltaf mögu-
leika og gæti tekið á vandamálum.
Dómnefndin lagði auk þess áherslu
á að ég hefði verið í forsvari fyrir
því að hafa áhrif á þá menningu
sem ríkti á okkar vinnustað.
Stjórnunarstíll minn einkenndist af
því að vera alltaf uppörvandi, skýr
í framsetningu og skapandi. Við
hefðum alltaf skjólstæðingana í for-
gangi og leituðum lausna við vand-
málum sem upp kæmu. Þetta er
umsögn sem mér þykir afar vænt
um.“
Auka gæði
heilbrigðisþjónustu
Segja má að Patientnämnden
sé stofnun sambærileg Embætti
landlæknis á Íslandi. Þjónustan
felst í því sem fyrr segir að taka á
móti erindum sjúklinga og aðstand-
enda þeirra og snýr að því sem má
betur fara í heilbrigðisþjónustunni
og almennri heilsugæslu.
„Við aðstoðum skjólstæðinga
stofnunarinnar við að fá svör og úr-
lausn sinna mála. Við greinum jafn-
vel þessar ábendingar í því skyni
að nota þær til að auka gæði heil-
brigðisþjónustunnar og bendum á
áhættu eða hindranir sem snúa að
öryggi sjúklinga og mikilvægi,“
segir Steinunn og greinir frá því að
stofnuninni hafi verið breytt nýver-
ið í því skyni að gera vægi hennar
meira og skapa henni fastari og
betri sess innan hinnar opinberu
stjórnsýslu.
„Ný lög í Svíþjóð hafa markað
starfsemi stofnunarinnar meira
vægi. Starf okkar hefur því áhrif á
alla heilbrigðisþjónustuna í Stokk-
hólmi því oftast er erindum okkar
vel tekið. Starfsfólk sjúkrahúsa og
heilsugæslu veit að við erum sjálf-
stæð stofnun sem á jafnframt að
koma með tillögur um breytingar
sem eru hagstæðar og jákvæðar
fyrst og fremst fyrir sjúklingana.“
Steinunn, sem hefur veitt starf-
semi Patientnämnden forstöðu
síðastliðin tvö ár, segir starfsfólk í
opinbera geiranum – og raunar
alla aðra – geta lært mikið hvað af
öðru um árangursríka stjórnun. Í
því efni minnir hún á að opinber-
um stofnunum sé fyrst og síðast
ætlað að þjóna og gæta hagsmuna
þegnanna. Þar gildi að mæta fólki
með vinsemd, jákvæðni svo það
finni sig skipta máli.
Virðing og tillitssemi
„Hjá stofnunum eins og
Patientnämnden þarf að hafa
gagnsæja verkferla svo fólk viti
hvernig við vinnum úr málum sem
til okkar berast. Við viljum ná ár-
angri í störfum, að starfsfólki líði
vel á vinnustaðnum og upplifi
gleði. Þannig starfar fólk saman í
einingu og veitir þjónustu þar sem
fólki er sýnd virðing og tillitssemi
og hvergi slegið af kröfunum í
þeim efnum,“ segir Steinunn að
síðustu.
Stjórnunarstíll sé
alltaf uppörvandi
Yfirmaður ársins! Stein-
unn Ásgeirsdóttir gerir
vel í Svíþjóð. Stýrir stofn-
un sem liðsinnir fólki
gagnvart heilbrigðiskerf-
inu. Allir snúi sáttir til
baka og athugasemd-
irnar séu uppbyggilegar.
Fyrirmynd í stjórnun.
Forysta Starfsfólk, yfirmenn og undirmenn, fái tækifæri til þess að vaxa í
störfum sínum, segir Steinunn Ásgeirsdóttir í Svíþjóð í viðtalinu.
Stokkhólmur Höfuðborgin í hinu rómaða ríki velferðarinnar.
Íslendinga á meðal er hefðin sú að
taka lagið á mannamótum og syngja
hástöfum. Hvað er svo glatt sem
góðra vina fundur? Svo orti lista-
skáldið góða og víst er að enginn
maður syngur nema hann sé glaður.
Íslenski kórinn í Gautaborg heldur
kóramót með þátttöku íslenskra
kóra frá Norðurlöndunum og Norð-
ur-Evrópu dagana 5. og 6. apríl
næstkomandi. Söngfólkið er að
stærstum hluta Íslendingar búsettir
í viðkomandi löndum, margir í ára-
fjöld en aðrir til skemmri tíma.
Íslensk kóramót hafa verið haldin
í 26 ár. Í byrjun hittust íslensku kór-
arnir í Gautaborg og Lundi að frum-
kvæði Kristins Jóhannessonar sem
stjórnaði íslenska kórnum í Gauta-
borg árum saman. Síðan þá hafa
kóramótin verið haldin annað hvert
ár og kórarnir skiptast á að halda
þau og hefur þátttakendum, kórum
og söngfólki, stöðugt fjölgað. Já,
það er svo gaman að syngja! Á síð-
asta mót sem haldið var í Kaup-
mannahöfn fyrir tveimur árum komu
rúmlega 200 kórsöngvarar. Þátttak-
endur nú verða um 220 þannig að
syngjandi Íslendingum á þessu
svæði er samkvæmt því að fjölga!
Sendiherra Íslands, Estrid Brekk-
an, býður kórana velkomna með
móttöku á föstudeginum. Á laug-
ardagsmorgni æfa kórarnir sameig-
inlega fyrir tónleika sem haldnir
verða kl. 16.30 í Christina ekyrka
(Þýsku kirkjunni) í miðbæ Gauta-
borgar. Kórarnir syngja sex lög sam-
an og síðan syngur hver kór eigin
lög. Tónleikunum lýkur með að allir
kórarnir syngja saman íslenska þjóð-
sönginn okkar fallega: Ó Guð vors
lands.
Hvað er svo glatt sem góðra vina fundur?
Syngjandi Íslendingar í Skand-
inavíu munu hittast á kóramóti
Kór Íslenski kórinn í Gautaborg er öflugur og syngur ljómandi fallega.
Steinunn Ásgeirsdóttir er fædd í Svíþjóð 1962 og var þar með fjölskyldu
sinni fyrstu þrjú æviárin, uns fjölskyldan fluttist heim til Íslands. Eftir
stúdentspróf flutti Steinunn aftur til Svíþjóðar; nam félagsráðgjöf frá
Sociala Högskolan í Stokkhólmi og lauk síðar meistaranámi við sama
skóla. Frá árinu 2001 hefur hún starfað við stjórnun, meðal annars sem
forstöðumaður hjúkrunarheimila í Botkyrka og um árabil starfaði hún
sem eins konar hverfisborgarstjóri í Skärholmen- og Farsta-borgarhlut-
unum í Stokkhólmi. Í því starfi var hún einnig tilnefnd og komst til úrslita
keppni um titilinn Årets chef í Svíþjóð þar sem valinn er stjórnandi ársins
bæði í opinberum stofnunum og einkafyrirtækjum.
Hverfisborgarstjóri í Stokkhólmi
Á FJÖLBREYTTAN FERIL AÐ BAKI Í SVÍÞJÓÐ
Koma með tillögur um
breytingar sem eru
hagstæðar og jákvæðar
fyrst og fremst fyrir
sjúklingana.