Morgunblaðið - 26.03.2019, Side 15
FRÉTTIR 15Innlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. MARS 2019
Líftæknifyrirtækið Genis á Siglu-
firði hefur undirritað styrktarsamn-
ing við þýska handknattleiksliðið
THW Kiel, sem Alfreð Gíslason
þjálfar.
Haft er eftir Alfreð í tilkynningu
frá Genis að samningurinn eigi sér
þann aðdraganda að nokkrir leik-
menn liðsins strýddu við þráláta lið-
verki og stirðleika sem finna varð
lausn á. Var ákveðið að þeir tækju
inn fæðubótarefnið Benecta frá Gen-
is í nokkra mánuði til að sjá hvort
það ynni bug á vandanum.
„Árangurinn er mjög góður, leik-
mennirnir hafa náð sínum fyrri styrk
og eru lausir við liðverkina. Það er í
samræmi við þá reynslu sem fjöl-
margir Íslendingar hafa af Benecta
og var ástæða þess að ég vildi að
mínir leikmenn prófuðu það,“ segir
Alfreð, sem hefur áhuga á að kynna
fleirum í þýsku íþróttalífi Benecta.
Viðurkenning fyrir Genis
„Benecta hefur fengið afar góðar
móttökur meðal íþróttafólks og
þeirra sem eru virkir í útivist. Alls
neyta um tíu þúsund manns Benecta
hér á landi þar sem okkar aðalmark-
hópur hefur verið til þessa, enda
Genis lítið fyrirtæki og enn að slíta
barnsskónum. Þess vegna eru mót-
tökurnar, sem Benecta hefur fengið
meðal leikmanna Kiel, eins öflugasta
íþróttafélags Þýskalands, mikil
viðurkenning fyrir okkur. Við bind-
um þess vegna miklar vonir við sam-
starfið við Kiel og leikmenn Alfreðs
Gíslasonar,“ segir dr. Hilmar Janus-
son, forstjóri Genis, í tilkynningu frá
fyrirtækinu.
Einnig segir að Benecta hafi
undirgengist lyfjapróf hjá Cologne
List í Köln, leiðandi stofnun í eftirliti
og rannsóknum á fæðubótarefnum
með tilliti til heilnæmis og efnainni-
halds.
Genis styrkir
lærisveina Alfreðs
Styrktarsamningur við THW Kiel
EPA
Handbolti Lærisvinar Alfreðs
Gíslasonar hafa notað Benecta.
Íbúum á Íslandi fjölgaði um 2,4% á
síðasta ári en um áramót voru lands-
menn 356.991 og hafði þá fjölgað um
8.541 frá sama tíma árið áður og nam
fjölgunin 2,4%. Konum, sem um ára-
mót voru 174.154 talsins, fjölgaði um
1,9% og körlum, sem voru 182.837 um
áramótin, fjölgaði um 2,9%.
Talsverð fólksfjölgun var á höfuð-
borgarsvæðinu en íbúum þar fjölgaði
um 5.747 í fyrra eða um 2,6%. Hlut-
fallslega varð þó mest fólksfjölgun á
Suðurnesjum, 5,2%. Einnig fjölgaði
íbúum á Suðurlandi (3,2%), Austur-
landi (2,1%), en minna á Vesturlandi
(1,5%), Vestfjörðum (1,0%) og
Norðurlandi vestra (0,4%). Hins veg-
ar varð fækkun á Norðurlandi eystra
(0,03%).
Alls voru 72 sveitarfélög á landinu
1. janúar síðastliðinn og hafði þeim
fækkað um tvö síðan á sama tíma ári
fyrr. Það var annars vegar vegna
sameiningar Breiðdalshrepps og
Fjarðabyggðar undir nafni þess
síðarnefnda, og hins vegar Sand-
gerðis og sveitarfélagsins Garðs í
Suðurnesjabæ. Í sjö sveitarfélögum
bjuggu færri en 100 og 40 sveitar-
félög voru með færri en 1.000 íbúa.
Einungis tíu sveitarfélög voru með
yfir 5.000 íbúa.
1. janúar voru 62 þéttbýlisstaðir á
landinu með 200 íbúa eða fleiri og
fjölgaði þeim um einn milli ára. Auk
þeirra voru 35 smærri staðir með 50–
199 íbúa sem er fækkun um tvo frá
fyrra ári. Í þéttbýli bjuggu 334.404
íbúar og í dreifbýli og smærri
byggðakjörnum bjuggu 22.587
manns.
Kjarnafjölskyldur voru 83.358 1.
janúar síðastliðinn en 82.102 ári áður.
Til kjarnafjölskyldu teljast hjón og
fólk í óvígðri sambúð, börn hjá þeim
17 ára og yngri, einhleypir karlar og
konur sem búa með börnum 17 ára og
yngri, segir á vef Hagstofu Íslands.
Landsmönnum fjölgaði um 2,4%
Hlutfallslega varð mesta íbúafjölgunin á Suðurnesjunum á síðasta ári
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Reykjanesbær Mikil fjölgun varð á Suðurnesjunum, sú mesta á landinu.
Lögreglan á
Suðurnesjum hef-
ur á síðustu dög-
um haft afskipti
af allmörgum ein-
staklingum
vegna fíkniefna-
mála. Karlmaður,
sem færður var á
lögreglustöð vegna gruns um fíkni-
efnasölu, reyndist vera með fíkniefni
innan klæða. Var hann með hnúa-
járn og lyfseðilsskyld lyf í fórum sín-
um, sem ekki hafði verið ávísað á
hann, svo og myljara.
Í húsleit fannst amfetamín og kók-
aín. Tveir karlmenn voru hand-
teknir og viðurkenndu þeir eign sína
á efnunum, segir í dagbók lögregl-
unnar á Suðurnesjum.
Ökumaður sem ók bifreið sinni út
af í Hvassahrauni reyndist vera með
fíkniefni í vörslu sinni og var að auki
grunaður um fíkniefnaakstur. Fimm
ökumenn til viðbótar voru teknir úr
umferð vegna gruns um fíkniefna-
akstur.
Með fíkniefni, lyf,
myljara og hnúajárn
" #
$
% &
'
()
&*
+
'
( ,-. /
0123456738961:89 ;< = >? @AB C@B@ D E5FF53GHIIJKL MN
Suðurlandsbraut 26 Sími: 587 2700
Opið: 11-18 virka daga, 11-16 laugardaga www.alno.is
Björgunarskip Slysavarnafélagsins
Landsbjargar á Neskaupstað var
kallað út í fyrrinótt vegna vélarvana
báts. Fljótlega kom í ljós að báturinn
var ekki vélarvana en að hluta raf-
magnslaus og m.a. án siglingatækja.
Var honum fylgt til hafnar og hann
lagðist að bryggju í Neskaupstað um
kl. 2 um nóttina.
Þá voru björgunarsveitir á Suður-
landi kallaðar til leitar að fólki á
Langjökli í fyrrinótt. Aðstandendur
fólksins, sem var á þremur jeppum,
höfðu samband þar sem þeir voru
farnir að óttast um það.
Sjö jeppar voru sendir á Lang-
jökul eftir tveimur leiðum en fljót-
lega tókst að staðsetja fólkið ekki
langt frá Þórisjökli sunnan Lang-
jökuls. Um hálfáttaleytið sá björg-
unarsveitarfólk til jeppanna og voru
þeir töluvert sunnan Langjökuls,
rétt norðan við Skjaldbreið. Björg-
unarsveitirnar hjálpuðu jeppafólk-
inu til byggða en ekki amaði neitt að
því. Höfðu jepparnir bilað í ferðinni.
Bátur í vanda og leit
að þremur jeppum
á hálendinu