Morgunblaðið - 26.03.2019, Qupperneq 16
16 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. MARS 2019
SMÁRALIND
www.skornirthinir.is
Mjúkur innsóli
úr leðri
2 riflásar
Verð 7.995
Stærðir 36-41
Fly Soft inniskór
Kíktu á verðið
26. mars 2019
Gengi Kaup Sala Mið
Dollari 118.93 119.49 119.21
Sterlingspund 156.3 157.06 156.68
Kanadadalur 88.84 89.36 89.1
Dönsk króna 18.023 18.129 18.076
Norsk króna 13.958 14.04 13.999
Sænsk króna 12.851 12.927 12.889
Svissn. franki 119.45 120.11 119.78
Japanskt jen 1.076 1.0822 1.0791
SDR 165.49 166.47 165.98
Evra 134.52 135.28 134.9
Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 162.48
Hrávöruverð
Gull 1311.1 ($/únsa)
Ál 1866.5 ($/tonn) LME
Hráolía 67.76 ($/fatið) Brent
Skannaðu kóð-
ann til að sjá
gengið eins og
það er núna á
● Mörg félög sem skráð eru á aðallista
Kauphallar Íslands tóku talsverða dýfu
á fyrsta viðskiptadegi vikunnar í gær.
Heildarviðskipti á hlutabréfamarkaði
nam 2,3 milljörðum króna. Lækkunar-
hrinuna leiddu fasteignafélögin þrjú.
Mest varð lækkun Regins eða 4,61% í
130 milljóna viðskiptum. Þá lækkaði
Eik um 4,38% í 137 milljóna við-
skiptum. Reitir fylgdu svo á eftir með
3,17% lækkun í 258 milljóna við-
skiptum. Fjarskipta- og fjölmiðlafyrir-
tækið Sýn lækkaði um 3,62% í 60
milljóna viðskiptum og Arion banki
lækkaði um 3,15% í 125 milljóna við-
skiptum.
Tvö tryggingafélaganna lækkuðu
einnig. Þannig lækkaði TM um 2,9% í
37 milljóna viðskiptum, VÍS um 2,33% í
33 milljóna viðskiptum. Bréf Sjóvár
stóðu í stað. Það voru einungis bréf HB
Granda sem hækkuðu í viðskiptum
gærdagsins. Nam hækkun bréfa þess
2,2% í 134 milljóna viðskiptum.
Mörg félög tóku dýfu í
upphafi vikunnar
STUTT
BAKSVIÐ
Stefán E. Stefánsson
ses@mbl.is
Á sunnudagskvöld óskaði flugvéla-
leigufyrirtækið Jin Shan 20 eftir því
við forsvarsmenn flugvallanna í
Montréal í Kanada og í Miami í Flór-
ída að vélarnar TF-PRO og TF-
NOW, sem WOW air hefur haft í
rekstri, yrðu kyrrsettar og teknar af
félaginu. Þar með missti flugfélagið
tvær af 11 vélum sem það enn hafði í
rekstri úr höndum sér.
Á síðustu mánuðum hafa stjórn-
völd teiknað upp sviðsmyndir af
mögulegum afleiðingum þess að alls-
herjar rekstrarstöðvun yrði hjá fé-
laginu, eða allt frá því að ljóst var
orðið að félagið glímdi við alvarlegan
og viðvarandi lausafjár- og rekstrar-
vanda. Þá staðfestir Bogi Nils Boga-
son, forstjóri Icelandair Group, að
félagið búi yfir viðbragðsáætlunum
vegna slíks atviks, kæmi það upp.
„Sem stórt fyrirtæki í jafn breyti-
legu umhverfi og fluggeirinn er, eig-
um við viðbragðsáætlanir við ýmsum
mögulegum atvikum sem geta komið
upp, bæði hjá okkur og í rekstrarum-
hverfi okkar.“ Hann vildi þó ekki tjá
sig nánar um í hverju þær áætlanir
felast.
Miðað við 11 véla flota
Morgunblaðið hefur undir hönd-
um sviðsmyndagreiningu þar sem
mat er lagt á afleiðingar slíkrar alls-
herjarstöðvunar og hvert umfangið á
mögulegum flutningum strandaðra
farþega yrði dagana á eftir. Áætlun-
in miðast reyndar við 11 véla flota
WOW air en áætlanir höfðu í gær
ekki verið uppfærðar með tilliti til
fregna af kyrrsetningu vélanna
tveggja. Reyndar hefur kyrrsetning
TF-NOW mun minni áhrif í þessa
veru þar sem vélin hefur verið nýtt í
leiguverkefni milli Kúbu og Banda-
ríkjanna að undanförnu og því er
ekki um tengifarþega að ræða í þeim
tilvikum þar sem niðurfelling ferða
þeirrar vélar hefur orðið að veru-
leika.
Þrjár sviðsmyndir á borðinu
Þrjár sviðsmyndir hafa verið
teiknaðar upp sem gera ráð fyrir
ólíkri staðsetningu véla WOW air,
allt eftir því hvenær dags kæmi að
allsherjar rekstrarstöðvun þess.
Fyrsta sviðsmyndin gerir ráð fyrir
stöðu þar sem vélar félagsins væru
staddar í heimahöfn, þ.e. á Kefla-
víkurflugvelli. Það gerist tvisvar á
dag, eða fyrir kl. 6.00 á morgnana og
milli 13.00 og 16.00 síðdegis.
Ef rekstur WOW myndi stöðvast
snemma morguns myndi það þýða að
um 1.500 farþegar væru strandaðir á
Íslandi og um 500 Íslendingar í Evr-
ópu kæmust ekki heim með félaginu
þann daginn eins og þeir ætluðu sér.
Ef reksturinn stöðvaðist hins vegar
upp úr hádegi væru 700 farþegar
strandaðir í Keflavík og um 150-180
Íslendingar í Norður-Ameríku kæm-
ust ekki heim.
Önnur sviðsmyndin gengur út frá
því að rekstur myndi stöðvast í kjöl-
far þess að vélar félagsins halda af
stað til Evrópu eða eru ekki lagðar af
stað frá áfangastöðum í álfunni. Þá
væru um 400 Íslendingar strandaðir
þar og um 700 erlendir ferðamenn
staddir á Íslandi sem ekki kæmust í
síðdegisflug sem þeir ættu pantað til
Norður-Ameríku.
Þriðja sviðsmyndin gerir ráð fyrir
því að rekstur myndi stöðvast eftir
að vélar félagsins halda á leið til
Norður-Ameríku eða eru ekki farnar
á loft frá áfangastöðum í álfunni að
nýju. Í því tilviki má gera ráð fyrir að
um 200 Íslendingar væru stranda-
glópar víða í álfunni.
Tæki fáa daga
Sérfræðingur sem Morgunblaðið
ræddi við, og unnið hefur að sviðs-
myndagreiningunni sem hér er
dregin upp, segir að það myndi alltaf
taka nokkra daga að koma öllum
þeim erlendu ferðamönnum sem hér
dvelja og eiga pantað flug með WOW
air til síns heima. Það ætti þó að leys-
ast á um tveimur sólarhringum en að
verkefnið myndi þó taka 5-6 daga að
teknu tilliti til þeirra Íslendinga sem
fastir væru á erlendri grundu. Það
myndi fara eftir bókanastöðu þeirra
flugfélaga sem hingað fljúga og
hversu hratt væri hægt að bregðast
við svo koma mætti farþegunum í ný
flug.
Meðal þess sem taka verður tillit
til er að áhrifin virðast mest af því ef
rekstrarstöðvun ætti sér stað
snemma morguns. Fráflæðisvandinn
sem skapast vegna stöðvunar magn-
ast meira hér á landi en þar sem far-
þegar væru stopp erlendis þar sem
mörg flugfélög þjónusta flesta þá
áfangastaði sem WOW flýgur á.
Áætlunin sem hér er birt miðast
aðeins við þann vanda sem skapast
daginn sem að rekstrarstöðvun
kæmi. Dagana á eftir myndi svo
safnast upp hópur þeirra sem ekki
gætu nýtt sér þjónustu félagsins eins
og stefnt hefði verið að. Það er hins
vegar minna áhyggjuefni því þeir
einstaklingar munu hafa ráðrúm og
tíma til að gera breytingar á sínum
ferðaáætlunum.
Strandaglópar ættu að geta
komist fljótt til síns heima
Morgunblaðið/Eggert
Stöðvun Hökt kom í flugáætlun WOW í gær og fyrradag vegna kyrrsetninga.
Áætlanir eru til taks ef kemur að mögulegri rekstrarstöðvun WOW air
Icelandair mun senda fulltrúa fé-
lagsins á fund með bandaríska flug-
vélaframleiðandanum Boeing í
Renton í Washington-ríki Banda-
ríkjanna á morgun. Þetta staðfesti
Ásdís Pétursdóttir, upplýsinga-
fulltrúi Icelandair Group. Að hennar
sögn er fundurinn haldinn sérstak-
lega vegna kyrrsetningar Boeing
737 Max 8 vélanna, en tvær slíkar
vélar fórust með nokkurra mánaða
millibili, í október á síðasta ári og nú
í mars. „Við erum í nánu samstarfi
við Boeing alla daga og sitjum reglu-
lega fundi með þeim og þetta er liður
í því. Fulltrúar okkar munu sitja
þennan stöðufund,“ segir Ásdís í
samtali við Morgunblaðið.
Í frétt Seattle Times um málið
segir að Boeing hafi haldið einn slík-
an stöðufund á laugardaginn síðasta.
Annar fundur er á dagskrá á mið-
vikudag þar sem Boeing hefur boðið
200 flugmönnum, tæknimönnum og
fulltrúum flugmálayfirvalda að því
er fram kemur í vefútgáfu Seattle
Times. Á fundinum hyggst Boeing
veita flugfélögum og flugmálayfir-
völdum upplýsingar um áætlun
fyrirtækisins um að koma vélunum á
öruggan hátt í loftið á ný. Í sérstakri
tilkynningu frá John Hamilton, yfir-
verkfræðingi Boeing, sagði hann rétt
af Boeing að hafa selt sjálfvirkan ör-
yggisbúnað vegna MCAS stýrikerf-
isins sérstaklega í stað þess að gera
það að skyldubúnaði í vélunum.
Fram hefur komið að rekja megi
slysin tvö að minnsta kosti að hluta,
til galla í MCAS-stýrikerfinu. Ice-
landair hefur staðfest að félagið var
ekki með slíkan búnað í sínum
vélum. Það hafi verið í skoðun.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Boeing Icelandair starfrækti þrjár
Max 8 vélar fyrir kyrrsetninguna.
Á fund Boeing
vegna Max-véla
Icelandair send-
ir fulltrúa til
Washington-ríkis