Morgunblaðið - 26.03.2019, Side 18

Morgunblaðið - 26.03.2019, Side 18
SVIÐSLJÓS Guðmundur Magnússon gudmundur@mbl.is Blaðamannafélaginu er aðsjálfsögðu velkomið aðbeina kvörtun sinni þangaðef það svo kýs. Nefndin hefur ekki gert annað en að taka ákvarðanir og birta álit á grundvelli þeirra laga sem henni ber að starfa eftir og beita og hefur stigið afar var- lega til jarðar í málum þar sem reynt hefur á 26. gr. laga um fjölmiðla nr. 38/2011.“ Þetta sagði Elfa Ýr Gylfadóttir, framkvæmdastjóri Fjölmiðlanefndar, þegar Morgunblaðið leitaði álits henn- ar á tilkynningu Blaðamannafélags Íslands frá því á sunnudaginn, að það væri með í athug- un að kæra stjórn- sýslu nefnd- arinnar til umboðsmanns Al- þingis. Hjálmar Jónsson, for- maður félagsins, sagði í gær að málið yrði tekið fyrir á fundi stjórnar félagsins í næstu viku og gerði hann ráð fyrir að kæran yrði send í kjölfarið. Fram kemur í tilkynningu sem birt er á vef Blaðamannafélagsins að gagnrýnin á störf fjölmiðlanefndar beinist að beitingu nefndarinnar á 26. grein laga um fjölmiðla sem lýtur að lýðræðislegum grundvallarreglum. Nefndin hefur gefið út álit varðandi umfjallanir fjölmiðla vegna kvartana sem henni hafa borist. Félagið telur að hún eigi ekki að skipta sér af því hvernig einstakir blaðamenn haga störfum sínum. Sérstök siðanefnd fé- lagsins fjallar um slík mál. Engar formreglur um kærur „Það er álit Blaðamannafélagsins að með þessu háttalagi sínu sé nefndin kom langt út fyrir valdsvið sitt og sé að fara á svig við skýran vilja löggjaf- ans eins og hann birtist þegar fjöl- miðlalögin urðu að lögum. Þar verður að hafa í huga álit meirihluta mennta- málanefndar, sem minnihlutinn tók undir, en þar segir „að ákvæðið um lýðræðislegar grundvallarreglur beri að túlka sem stefnuyfirlýsingu um grundvallarreglur í fjölmiðlun en ekki sé með því ætlunin að setja tjáningar- frelsi íslenskra fjölmiðla auknar skorður“. Blaðamannafélagið telur að nú hafi fjölmiðlanefnd farið út fyrir þau valdmörk sem þar er að finna,“ segir í tilkynningu á vef félagsins. Blaðamannafélagið telur einnig að það sé stórlega ámælisverð stjórn- sýsla af hálfu fjölmiðlanefndar að hafa ákveðið að birta álit eingöngu grund- að á 26. grein fjölmiðlalaga án þess að setja nokkrar formreglur um það hvaða skilyrði kærur þurfi að uppfylla til þess að teljast tækar fyrir nefnd- inni. Þannig virðist nefndin líta svo á að allt birt efni í íslenskum fjölmiðlum sé á valdsviði nefndarinnar og enginn áskilnaður er um aðild kærenda, fyrn- ingu eða að reynt hafi verið að krefj- ast leiðréttingar á kærðri umfjöllun eins og finna má í siðareglum BÍ. Engin ákvæði hér að lútandi sé að finna í starfsreglum nefndarinnar, enda séu þær settar áður en nefndin fékk heimild til að birta álit sam- kvæmt breytingu á fjölmiðlalögum sem samþykktar voru 2013. Það veki furðu að stjórnvald á tilteknu sviði í íslensku samfélagi skuli ekki gera meiri kröfur til eigin stjórnsýslu og réttaröryggis þeirra sem starfa á því sviði. Tíðkast í nágrannalöndunum Í 26. grein fjölmiðlalaga segir orðrétt: „Fjölmiðlaveita skal í starfi sínu halda í heiðri lýðræðislegar grundvallarreglur og standa vörð um tjáningarfrelsi. Hún skal virða mann- réttindi og jafnrétti, og einnig frið- helgi einkalífs nema lýðræðishlutverk fjölmiðlaveitu og upplýsingaréttur al- mennings krefjist annars. Fjölmiðla- veita skal gæta þess að uppfylla kröf- ur um hlutlægni og nákvæmni í fréttum og fréttatengdu efni og gæta þess að mismunandi sjónarmið komi fram, jafnt karla sem kvenna.“ Í bréfi sem Elfa Ýr sendi Blaða- mannafélaginu 14. mars er gagnrýni á vinnubrögð Fjölmiðlanefndar svarað. Fram kemur að með breytingum á fjölmiðlalögum árið 2011 taki ákvæði um lýðræðislegar grundvallarreglur til allra fjölmiðla, en ekki aðeins ljós- vakamiðla eins og áður. Þá hafi orða- lagi greinarinnar verið breytt árið 2013 til að ná upphaflegu takmarki sínu auk þess sem fjölmiðlanefnd fékk heimild til að gefa út álit vegna brota á lögunum. Elfa Ýr bendir á að margar systurstofnanir fjölmiðlanefndar er- lendis hafi með höndum eftirlit með lagaákvæðum um hlutlægni og ná- kvæmni í fréttum og fréttatengdu efni, líkt og fjölmiðlanefnd hér á landi, þar á meðal sænska fjölmiðlastofn- unin Myndigheten för press, radio och TV, Ofcom í Bretlandi og BAI á Írlandi. Ákvarðanir er varða ná- kvæmni og hlutlægni séu t.d. stærsti einstaki málaflokkurinn sem sænska fjölmiðlastofnunin sinni og berist henni um 1.500 kvartanir á grundvelli ákvæðisins á ári hverju. Deilt um stjórnsýslu Fjölmiðlanefndar Fjölmiðlar Blaðamannafélagið og Fjölmiðlanefnd deila um stjórnsýslu nefndarinnar. Félagið íhugar að kæra til Umboðsmanns Alþingis. Elfa Ýr Gylfadóttir 18 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. MARS 2019 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Robert Mueller,saksóknari, hefur skilað skýrslu sinni til dómsmálaráðherra Bandaríkjanna. Barr ráðherra hefur ásamt Rosenstein næstráðanda birt útdrátt úr henni þar sem greint er frá niðurstöðum hennar. Málið snerist um það hvort að „Rússar“, hafi reynt að hafa áhrif á úrslit kosninganna haustið 2016. Mueller sótti all- marga nafngreinda „Rússa“ til saka, en þeir voru allir á bak og burt svo sakargiftir verða aldr- ei sannreyndar. Því er slegið föstu vestra að rússnesk yfir- völd hafi beitt sér í kosning- unum. Ekki er þó talið að þeir hafi haft erindi. Bandarískir kjörstaðir eru ekki samtengdir á neti og hakkarar eiga því erf- itt um vik. Vísað var í sann- reynda tilburði á samfélags- miðlum. En upphæðir sem nefndar voru um auglýsinga- kaup af hálfu Rússa snúast um fjárhæðir sem eru hreint smælki miðað við hefðbundinn auglýsingatrylling í kosningum þar. En opinbera umræðan var um að Donald Trump hefði í að- draganda kosninga í nóvember 2016 staðið að samsæri með rússneskum yfirvöldum um að „stela verðskulduðum kosn- ingasigri“ Hillary Clinton. Stærstu og „virtustu“ fjöl- miðlar Bandaríkjanna hafa hamast í þrjú ár við að birta fréttir sem „traustir heimild- armenn“ láku til þeirra um þætti samsærisins. Fjölmiðl- arnir hafa haldið dampi og haft fjölda færustu manna í „rann- sóknarblaðamennsku“ og ósjaldan fullyrt að „mál Trump og Rússa“ sé margfalt verra en mál Nixons forseta! Í huga bandarísks almennings er það málið sem Mueller hefur verið að rannsaka. En samfelldir lekar „trú- verðugra heimildarmanna“ hafa aldrei breyst í óyggjandi sannanir, eins og gerðist oft í Watergate forðum. Demókrat- ar og leiðtogar þeirra í fag- nefndum þingsins, hafa fullyrt lengi að sekt Trumps lægi fyrir. Þeir kröfðust þess síðast að starf Muellers yrði verndað með nýjum lögum! Robert Mueller, sem hefur ásamt fjölda saksóknara rann- sakað þetta mál í tvö ár kemst nú að þeirri niðurstöðu að ekki sé fótur fyrir því að Donald Trump hafi átt í samkrulli við Rússa um að hafa áhrif á úrslit kosninganna. En Mueller virð- ist kjósa að tala með aðeins óljósari hætti um hinn þáttinn, hindrun réttvísinnar (obstruct- ion of justice). Æðstu yfirmenn dómsmálaráðu- neytisins taka hins vegar af allan vafa í þeim efnum. Að- koma Rosensteins vekur þar athygli, en hann stóð á bak við skipun Muellers saksókn- ara. Grunnur hennar var upp- diktuð skýrsla fyrrverandi bresks njósnara kostuð af kosningastjórn Clintons! Alan Dershowitz lagapró- fessor við Harvard, þekktur demókrati og einn frægasti verjandi landsins, talaði jafnan fyrir því, að hvað sem liði að- draganda við skipan saksókn- arans þá mætti alls ekki hrófla við honum eða trufla störf hans. Nú segir Dershowitz að þeg- ar Mueller hafi komist að þeirri niðurstöðu að Trump sé alsaklaus um hinn alvarlega glæp sé það til skammar að vera með þokukennt tal um síð- ara atriðið. Maður sem ekki hefur framið glæp, að mati sak- sóknara sjálfs, sé ekki líklegur til að hindra réttvísina í starfi. Hið þokukennda tal snýst ein- göngu um tal forsetans opin- berlega. Mueller nefni ekki að hann hafi komist á snoðir um að forsetinn hafi beitt valdi til að torvelda rannsóknina. Nú eru til eiðsvarnir vitnis- burðir um að helstu yfirmenn FBI áttu mjög einkennilega fundi vorið 2016 og síðar og voru í nánu sambandi við yfir- menn leyniþjónustu Banda- ríkjanna. Það var þeirra mat að Hillary Clinton myndi vinna kosningarnar nokkuð örugg- lega. En þeir sögðust til örygg- is vera með plan B til að tryggja að hið ólíklega gerðist ekki. Atriði sem tengjast þess- um alvarlegu uppljóstrunum eru eina samsærið sem nú glittir í. Nú þegar rannsóknum Mueller og hans fjölmenna hóps ákærenda er lokið með sigri Trumps forseta, eru því uppi háværar kröfur um að rannsaka þurfi aðkomu hátt- settra manna að ferli sem stefndi að því að koma löglega kjörnum forseta Bandaríkj- anna úr embætti! Rannsóknar- fjölmiðlarnir miklu geta vart komist hjá því að fara í nafla- skoðun á umgengni blaða- manna við „trúverðuga“ heim- ildarmenn. Alan Dershowitz sagði í fyrradag að niðurstaða Muell- ers væri ömurleg fyrir þá fjöl- miðla sem mest hafa hamast. Nefndi hann CNN sérstaklega. (A very, very bad day for CNN. They should be hanging their head in shame.) Á Íslandi hefur einn fjölmiðill, RÚV, verið sér- staklega áhugasamur um þetta meinta samsæri. Og hvaða fjöl- miðill var helsta heimild hans? Bandarískir „stór- miðlar“ sem trúað höfðu eigin áróðri, eiga bágt núna} Söguleg niðurstaða F yrir mörgum árum var ég kallaður sem sérfræðingur fyrir þingnefnd vegna lagafrumvarps sem lá þá fyrir. Þingmennina kannaðist ég flesta við, annaðhvort persónu- lega eða úr fjölmiðlum. Formaðurinn var hátt- prúður og spurði nokkurra spurninga, en gaf svo öðrum nefndarmönnum orðið. Allir voru málefnalegir nema einn varaþingmaður sem fór að snúa út úr því sem ég sagði. Ég átti engra hagsmuna að gæta og lét háðsglósurnar framhjá mér fara. Allir höfðu gleymt þessu í lok fundarins nema ég. Líklega man ég þetta atvik vegna þess að það var undantekning. Alla jafna eru þing- nefndarmenn prúðir og yfirvegaðir þegar gesti ber að garði. Mér fannst það að vísu í mínum skammvinnu þingnefndarstörfum að nefndar- menn hefðu mátt temja sér að vera komnir inn á mín- útunni þegar fundurinn átti að byrja og ættu ekki að leggja yfirhafnir sínar á stólbök eins og nemendur í fram- haldsskóla. Á nefndarfundum á formfesta vel við. Hún sýnir virðingu þingmanna fyrir þingnefndinni og gestum sem þangað koma. Þegar fréttamyndir sjást frá nefndarfundum í breska þinginu er kurteisin og yfirvegun það fyrsta sem venjuleg- ur Íslendingur tekur eftir. Allir eru prúðbúnir og karlarnir eru í jakkafötum með bindi, þó að þeir kunni misvel að hnýta þau. Þingmennirnir eru undantekningarlítið vel máli farnir. Þó að þeir spyrji af festu er virðingin í háveg- um höfð, án alls hroka. Þetta er ekkert nýtt. Í þýðingu Ingibjargar Haraldsdóttur á Fávita Dostoj- evskis er þessi kafli: „Vitið þér, mér þykir afskaplega gaman að lesa í blöðunum um enska þingið: Reyndar ekki um það sem þeir eru að ræða þar (ég er enginn stjórnmálamaður, sjáið þér til) heldur hitt, hvernig þeir tala saman og hegða sér eins og stjórnmálamenn, ef svo má segja: „Hinn há- velborni greifi sem situr andspænis mér“, „hinn hávelborni jarl sem er sama sinnis og ég“, „hávelborinn andstæðingur minn, sem hefur komið Evrópu á óvart með tillögu sinni“, það er að segja öll þessi orðtök, allt þetta þing- ræði frjálsrar þjóðar – það er þetta sem heillar menn eins og mig.“ Stjórnmálaumræðurnar eru auðvitað aðal- atriðið og eðlilega segja margir að fallegar um- búðir utan um ekki neitt séu lítils virði. Væri ekki betri bragur á því að stjórnmálamenn kæmu sér sam- an um eitthvað skynsamlegt fremur en að hlaða saman uppskrúfuðum skrautyrðum? Jú, en virðingin er þó síst meiri fyrir þeim sem deila út og suður með fúkyrðaflaumi. Enginn getur sagt að stjórnmálahefðin hafi farið á hærra plan við tíst Trumps, eða stefnu Jokos Widodos forseta Indónesíu, sem lætur taka eiturlyfjasala af lífi án dóms og laga. Hvað sem okkur kann að finnast um pólitíkusa almennt, þá er enginn vafi á því að kurteist og snyrtilegt fólk er að öðru jöfnu betri stjórnmálamenn en sóðalegir ribbaldar. Benedikt Jóhannesson Pistill Kurteisir fávitar Höfundur er stærðfræðingur og stofnandi Viðreisnar. STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.