Morgunblaðið - 26.03.2019, Síða 21

Morgunblaðið - 26.03.2019, Síða 21
UMRÆÐAN 21 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. MARS 2019 EES-samningurinn (um Evrópska efna- hagssvæðið) var undir- ritaður við hátíðlega at- höfn í Kauphöllinni í Oporto í Portúgal hinn 2. maí 1992 en tók gildi árið 1994, fyrir aldar- fjórðungi. Fyrstir til að undirrita samninginn voru forsætisráðherra Portúgals, Anibal Ca- vaco Silva, sem var í forsæti fyrir Evrópubandalaginu og utanríkisráðherra Íslands, sem þá var formaður ráðherraráðs EFTA, og heitir að eftirnafni Hannibalsson. Að undirskrift lokinni tókumst við í hendur. Með vísan til skyldleika nafnanna stóðst ég ekki mátið og sagði: „Þessar undirskriftir gefa til kynna að áhrifa Hannibals gæti nú langt norður yfir Alpana“. Hvers vegna EES? Hvers vegna gátu EFTA-ríkin sjö – fjögur landa Norðurlanda og þrjú Alpalönd, Sviss, Austurríki og Lichtenstein – ekki bara gengið í Evrópubandalagið? Fyrir því voru ýmsar ástæður. Fjög- ur EFTA-ríkjanna voru hlutlaus (Finnland, Svíþjóð, Sviss og Austur- ríki). Aðild að Evrópubandalaginu samrýmdist ekki hlutleysisstefnu þeirra (e. non-alliance). Innri markaður ESB Evrópubandalagið var fyrir sitt leyti svo upptekið af því að undirbúa framkvæmd innri markaðarins (og sameiginlegs gjaldmiðils í framtíð- inni), að fjölgun aðildarríkja var ekki á dagskrá að sinni. En þótt pólitíkin væri öndverð, knúðu gagnkvæmir viðskiptahagsmunir á um lausn. Það gat ekki beðið. Þótt EFTA-ríkin teld- ust vera smáþjóðir á jaðri Evrópu- bandalagsins, voru þær engu að síður efnahagslega sterkar. Sameiginlega stóðu þær fyrir meiri viðskiptum við Evrópubandalagið en Bandaríkin og Japan til samans. Það voru gagn- kvæmir hagsmunir, að þær yrðu full- gildir aðilar að innri markaðnum, sem var í smíðum. Jacques Delors tók að sér hlutverk brúarsmiðsins. Í ræðu á Evrópuþing- inu í Strassborg í upphafi árs 1989 bauð hann EFTA-ríkjunum til samn- ingaviðræðna. Í tilboði hans fólst að- ild að innri markaðnum, sem var meginmálið. Varðandi stjórnsýslu samningsins lagði hann til tveggja stoða lausn til að fyrirbyggja að lög og reglur um innri markaðinn brytu í bága við fullveldi EFTA-ríkjanna. Seinna hefur verið upplýst – m.a. í endurminningum Gro Harlem Brundtland, forsætisráðherra Nor- egs – að Delors hafði undirbúið jarð- veginn með viðræðum í bræðralagi sósíaldemókrata í Skandinavíu og Austurríki. Eftir þær viðræður þótt- ist hann viss um jákvæðar undir- tektir. Í framhaldinu tók Gro frumkvæðið. Hún bauð forsætis- og utanríkis- ráðherrum EFTA-ríkjanna sjö til fundar í skíðaparadísinni, Holmen- kollen, fyrir utan Osló í mars 1989. Þar átti að leggja á ráðin um viðbrögð við frumkvæði Delors. Fyrir Íslands hönd mættu þar Steingrímur Her- mannsson forsætisráðherra og undir- ritaður, þáverandi utanríkisráðherra. Af framsöguræðum forsætisráð- herranna mátti ráða, að undirtektir við útspili Delors væru jákvæðar. Sumir þeirra tíunduðu þó meiri fyrir- vara en aðrir. Þeirra á meðal var for- sætisráðherra vor. Hans fyrirvari var um fisk (og sitthað fleira). Við sögðum reyndar báðir að ef EFTA-ríkin tækju ekki upp fríverslun með sjávar- afurðir sín í milli (eins og iðnaðar- vörur), og mörkuðu sér sameiginlega samningsstöðu gagnvart hinni sam- eiginlegu fiskveiðistefnu Evrópu- bandalagsins (sem kvað á um aðgang að auðlindum fyrir aðgang að mörk- uðum), þá gæti Ísland ekki verið með. Fríverslun með fisk Fyrst í stað leit út fyrir að samstaðan gæti strandað á þessu. Sviss- lendingar, Finnar og m.a.s. Svíar töldu sig þurfa að vernda sinn vatnafisk. Að lokum var það Ingvar Carlsson, forsætisráðherra Svía, sem tók af skarið. Hann beitti sér fyrir því í einkaviðræðum við starfsbræður sína frá Finnlandi og Sviss að þeir gæfu eftir sína fyrirvara í nafni allsherjar samstöðu: meiri hagsmunir fyrir miklu minni. Það varð niður- staðan. Íslendingar mættu gjarnan minnast þess að forsætisráðherra vor, Steingrímur Hermannsson, hélt vel á brýnustu þjóðarhagsmunum Ís- lendinga á þessum fundi. Við skulum líka minnast þess að við áttum hauk í horni þar sem Ingvar Carlsson var. Það á að fara í sögubækur okkar. En þar með var björninn ekki unn- inn. Að loknum Holmenkollen- fundinum hófust könnunarviðræður, þar sem þetta risavaxna samnings- svið var kortlagt. Sjálfar samninga- viðræðurnar hófust haustið 1989. EFTA-ríkin höfðu þann hátt á að skipta með sér formennsku í ráð- herraráðinu. Þegar samningaviðræð- urnar byrjuðu fyrir alvöru var Ísland í formennsku. Það fór hrollur um sér- fræðingana í ráðuneytum samstarfs- þjóðanna. Það lak út í sænsku press- una að mandarínum sænsku stjórn- sýslunnar væri órótt. Hvernig var unnt að ætlast til þess að hin örsmáa utanríkisþjónusta Íslands réði við svo risavaxið verkefni? Þetta var áður en þeir höfðu kynnst fyrir alvöru Hannesi Haf- stein, aðalsamningamanni Íslands. Þegar upp var staðið var aðalsamn- ingamaður Íslands (og EFTA í upp- hafi, um miðbik og lok samningstím- ans) rómaður sem einhver harð- svíraðasti samningaþjarkur, sem hin þýsk-leidda samningavél Evrópu- bandalagsins hafði kynnst. Hannes fékk reyndar fljótlega viðurnefnið „Herra Nei“, heiðursnafnbót, sem hann bar með rentu. Þegar aðalsamningamaður ESB tilkynnti að hann hefði ekkert umboð til að falla frá kröfunni um aðgang að auðlindum fyrir aðgang að markaði, svaraði Hafstein því til f.h. EFTA, að þá væri ekki um neitt frekar að ræða – og strunsaði út með samninganefnd EFTA-ríkjanna í eftirdragi. EFTA hafði jú samþykkt að gera fríverslun með fisk að sameiginlegu samnings- markmiði. Á það var látið reyna til þrautar. Niðurstaðan varð endanlega sú að Íslendingar (og þar með Norð- menn og Færeyingar) fengu því sem næst fulla fríverslun með fisk (96,6%) fyrir lítilfjörlegar veiðiheimildir ESB, tímabundnar. Þar að auki fékkst und- anþága frá rétti annarra ríkja til fjár- festinga í íslenskum sjávarútvegi. Sú undanþága stendur enn. Mér til efs, að án stuðnings samstarfsaðila okkar í EFTA hefðum við náð aðildarsamn- ingi að EES, sem Íslendingar hefðu sætt sig við. Hrakspár EES-samningurinn er lang- samlega umfangsmesti og mikilvæg- asti milliríkjasamningur sem íslenska lýðveldið hefur nokkru sinni gert. Með gildistöku hans 1994 stækkaði heimamarkaður okkar úr 300 þúsund manns í 300 milljónir. Og síðar í 500 milljónir með stækkun Evrópusam- bandsins. Með samningnum erum við fullgildir aðilar að innri markaði ESB – stærsta fríverslunarmarkaði í heim- inum. Þetta, eitt út af fyrir sig, ger- breytti íslenska hagkerfinu og vaxtarmöguleikum þess. Samning- urinn er sívirkur í þeim skilningi, að lög og reglur um starfsemi innri markaðarins eru innleiddar í löggjöf aðildarríkja jafnóðum og þær verða til. Fyrir gildistöku samningsins, frá árinu 1988 til 1994, var Ísland í djúpri efnahagslægð, reyndar þeirri lengstu á lýðveldistímanum. Það var langvarandi samdráttur í sjávarafla, versnandi viðskiptakjör og neikvæð- ur hagvöxtur ár frá ári. Þetta þýddi umtalsvert atvinnuleysi. Það ger- breyttist eftir gildistöku EES- samningsins. Þar með hófst öflugt hagvaxtarskeið, uppgangur útflutn- ingsgreina, meiriháttar fjárfest- ingar, vaxandi kaupmáttur og blóm- leg nýsköpun. Á skömmum tíma voru Íslendingar komnir í hóp rík- ustu þjóða heims. En því fór fjarri að Íslendingar væru á einu máli um ágæti EES- samningsins. Sjálfstæðisflokkurinn var á móti samningnum í stjórnar- andstöðu og boðaði í staðinn tvíhliða fríverslunarsamning um fisk við ESB. Allir vissu reyndar að hann var ekki í boði. Eftir kosningar 1991 skipti flokkurinn um stefnu en klofnaði samt í málinu við atkvæða- greiðslu á Alþingi. Samningurinn var efnislega að mestu frágenginn í ríkisstjórnartíð Steingríms Her- mannssonar (1988-91) með samn- ingsumboði Framsóknar og Alþýðu- bandalags. En fyrir alþingis- kosningarnar 1991 snerust þessir stjórnarflokkar harkalega öndverðir við þessu stærsta máli ríkis- stjórnarinnar. Reyndar fóru þeir hamförum í kosningabaráttunni gegn samn- ingnum sem þeir fundu flest til for- áttu. Helstu talsmenn þessara flokka spáðu því að spænski flotinn mundi leggja undir sig Íslandsmið; að landið mundi fyllast af portú- gölskum verkamönnum og að þýskir auðkýfingar mundu kaupa upp lax- veiðiár og óðul feðranna. Þeir harð- svíruðustu fullyrtu jafnvel að landið mundi á endanum glata nýfengnu sjálfstæði sínu. Það þótti fréttnæmt í útlöndum að umræður á Alþingi um EES-samninginn tóku lengri tíma en í þjóðþingum allra hinna að- ildarríkjanna til samans – og reynd- ar lengri tíma en sjálf kristnitakan þúsund árum áður. Lof og last Eftir á, í ljósi reynslunnar, vilja fæstir kannast við hrakspárnar og landráðabrigslin. Steingrímur Her- mannsson viðurkennir í ævisögu sinni að kúvendingin í EES-málinu fyrir kosningarnar 1991 hafi verið stærstu mistökin á stjórnmálaferli hans. Þau mistök hafa dregið langan slóða á eftir sér í íslenskum stjórn- málum. Alþýðuflokkurinn, sem einn flokka stóð heill og óskiptur með EES-samningnum frá upphafi til enda, taldi sig ekki geta tryggt samningnum brautargengi á Alþingi í áframhaldandi vinstristjórn. Þar með var Sjálfstæðisflokkur Davíðs Oddssonar leiddur til valda. Allir vita hvernig það fór að lokum. Sú var tíð, á uppgangsárunum fyrir og eftir aldamótin síðustu, að flestir lofuðu og prísuðu EES- samninginn sem burðarstoð íslensks efnahagslífs. Þetta gilti líka um flesta þá sem höfðu farið hamförum gegn samningnum. Þá vildu hins vegar flestir þessa Lilju kveðið hafa. Það gilti ekki síst um fyrrverandi andstæðinga sem sögðu að samn- ingurinn væri svo góður að við þyrftum ekki að ganga í Evrópu- sambandið. Eftir hrunið 2008 breyttist þetta enn í huga margra. Þá sögðu menn sem svo að ef EES-samningurinn hefði ekki opnað allar gáttir fyrir frjálst flæði fjármagns til og frá landinu hefðum við kannski getað forðast hrunið. EES-samningurinn hefði opnað allt upp á gátt. Með öðr- um orðum að lög og reglugerðir Evr- ópusambandsins um fjármála- stofnanir og fjármálamarkaði, sem innleiddar hefðu verið á Evrópska efnahagssvæðinu árið 1999, hefðu ekki dugað þegar á reyndi. Sömu mönnum vefst gjarnan tunga um tönn þegar á það er bent að Noregur innleiddi sömu reglur og við. Samt varð ekkert hrun í Noregi. Sömu reglur en ekkert hrun. Hvers vegna ekki? M.a. vegna þess að norski Seðlabankinn setti þann fyrirvara varðandi lágmarkstrygg- ingu sparifjáreigenda að hún gilti að- eins um innistæður í norskum krón- um. Þetta þýddi að norskir bankar ráku ekki útibú í útlöndum á ábyrgð norska tryggingasjóðsins, heldur dótturfyrirtæki með bankaleyfi og undir eftirliti og á ábyrgð gistiríkja. Þess vegna var t.d. ekkert Icesave í Noregi. Veldur hver á heldur. Langlífi? EES-samningurinn hefur reynst vera mun langlífari en við, sem að honum stóðum í upphafi, gerðum ráð fyrir. Í okkar huga var hann brúar- smíð sem átti að brúa bil í sögulegri þróun. Reynslan hefur kennt okkur, rétt einu sinni enn, að skýst þótt skýrir séu. Á 20 ára afmælinu frá gildistöku, þ.e. á árinu 2014, efndu stjórnvöld í Noregi og Lichtenstein til viðamikillar rannsóknar á reynsl- unni af EES-samningnum. Hinum lærðu skýrsluhöfundum bar saman um að efnahagslegur ávinningur samningsins fyrir aðildarríkin væri óumdeilanlegur og ómetanlegur. Án aðildar að innri markaði ESB væru EFTA-ríkin, sem eftir standa, í von- lítilli stöðu. Þau ættu þá fárra ann- arra kosta völ en að ganga í Evrópu- sambandið. Það hefur hins vegar orðið æ ljós- ara á seinni árum að fullri aðild fylgja alvarlegir ókostir, ekki síst vegna skipulagsbæklunar peninga- málasamstarfsins. Þess vegna er það að þeir sem eru af ýmsum ástæðum andstæðingar Evrópusambands- aðildar líta með velþóknun á EES- samninginn. Það er engin goðgá að kalla EFTA-ríkin aukaaðila að ESB. Þau njóta kostanna sem fylgja aðild að innri markaðnum en eru laus við meinta ókosti peninga- málasamstarfsins og sameiginlegu fiskveiðistefnunnar svo að dæmi séu nefnd. M.a.s. Bretar verða að íhuga það vandlega eftir útgöngu sína úr ESB hvort EFTA-aðild – og þar með aðild að innri markaðnum – leysi þann efnahagsvanda sem þeir ella standa frammi fyrir. En það vefst fyrir gamla stórveldinu að sætta sig við þá skerðingu á full- veldi sem EFTA-aðild hefur nú- orðið í för með sér. Það getur vaf- ist fyrir gömlum nýlenduherrum að sætta sig við að fá megnið af löggjöf sinni um efnahags- og við- skiptamál í tölvupósti frá útlönd- um án þess að eiga þar nokkurn hlut að máli. En það hefur hingað til ekki vafist fyrir smáþjóðum eins og Noregi, Íslandi og Lichtenstein. Kannski líta þær á fullveldisskerð- inguna sem fórnarkostnað fyrir að- lögun að viðskiptaháttum í hnatt- væddum heimi. Og heimastjórnin í Skotlandi hefur formlega lýst því yfir að innganga í EFTA, og þar með aðild að innri markaði ESB, sé einn þeirra valkosta sem sjálf- stætt Skotland stæði frammi fyrir – eftir Brexit. Evrópusambandið er nú um stundir í tilvistarkreppu sem ekki er séð fyrir endann á. Það er því ekki í stakk búið til að taka við nýj- um aðildarríkjum í náinni framtíð. Það þýðir að EES-ríkin þrjú, Nor- egur, Ísland og Lichtenstein, munu að óbreyttu halda dauða- haldi í EES-samninginn. Hann mun reynast þeim haldreipi enn um hríð. Og kannski Skotland – og jafnvel Færeyjar og Grænland – bætist brátt í hópinn. Hver veit? EES aldarfjórðungi síðar – bráðabirgðaúrræði eða framtíðarlausn? Eftir Jón Baldvin Hannibalsson »EES-samningurinn hefur reynst vera mun langlífari en við, sem að honum stóðum í upphafi, gerðum ráð fyrir. Jón Baldvin Hannibalsson Höfundurinn leiddi af Íslands hálfu samningana um EES við Evrópusam- bandið á árunum 1989-’94. Boðahlein 22, Hafnarfirði LAUST STRAX. Mjög gott 59,7 fm raðhús, miðjuhús í þriggja raðhúsa lengju við DAS í Hafnarfirði. Hentar sérlega vel fyrir einstakling 60 ára eða eldri. Allar nánari upplýsingar veitir Brynjólfur Jónsson hagfr. og lögg. fasteignasali í síma 511-1555 og 898-9791. Opið hús í dag kl. 17.00 til 18.00 Opið hús

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.