Morgunblaðið - 26.03.2019, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 26.03.2019, Qupperneq 22
22 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. MARS 2019 ✝ Sigurlaug Jón-ína Jónsdóttir fæddist 25. ágúst 1935 á Vésteins- holti í Haukadal í Dýrafirði. Hún andaðist á líknar- deild Landspít- alans 11. mars 2019. Foreldrar Sigur- laugar, eða Gógóar eins og hún var kölluð, voru hjónin Jón Guð- mundsson, f. 1906 að Hrauni í Keldudal, d. 1987, og Elínborg Guðjónsdóttir, f. 1914 á Arn- arnúpi í Keldudal í Dýrafirði, d. 2008. Systkini Gógóar eru Guð- mundur, f. 1934, Kristín, f. 1944, Kristbjörg, f. 1945, Vé- steinn, f. 1950, og Jón Friðrik, f. 1952. Á æskuheimilinu dvaldi langdvölum Guðmunda M. Þor- leifsdóttir, f. 1938, frænka þeirra og er hún sem ein af systkininum. Árið 1956 giftist hún Ólafi Kristberg Guðmundssyni, f. 29. maí 1930 í Hafnarfirði, d. 2018, til 18 ára aldurs er hún flutti til Hafnarfjarðar, til starfa á St. Jósefsspítala. Hún stundaði nám í Húsmæðraskólanum einn vet- ur og meðfram húsmóðurstarfi vann hún við ræstingar í Öldu- túnsskólanum. Í byrjun áttunda áratugarins tók hún meirapróf og í framhaldinu réttindi til ökukennslu sem hún starfaði við í 35 ár. Árið 1982 hóf hún aftur störf á St. Jósefsspítala og vann þar til sjötugs. Gógó taldi sig alltaf vera Dýrfirðing þó að hún byggi 65 ár í Hafnarfirði. Í 35 ár bjuggu þau Óli á Öldutúni 8, þar sem börn þeirra ólust upp og í 25 ár að Háabergi 21. Síðasta heimili Gógóar var á Sólvangsvegi 3. Fyrir um 40 árum gekk Gógó til liðs við Oddfellowregluna og var í Rebekkustúkunni Rann- veigu í Hafnarfirði þar sem hún gegndi ýmsum trúnaðarstörf- um. Einnig var hún, og þau Óli bæði, mjög virk í st. Georgsgild- inu í Hafnarfirði. Hún var söng- elsk og söng með kór Fríkirkj- unnar í Hafnarfirði á sínum yngri árum og með Gaflara- kórnum eftir að hún settist í helgan stein. Útför Sigurlaugar fer fram frá Víðistaðakirkju í Hafnar- firði í dag, 26. mars 2019, klukkan 13. fv. aðstoðaryfirlög- regluþjóni og öku- kennara. Börn Óla og Gógóar eru: 1) Guðmundur Rúnar Ólafsson tannlækn- ir, f. 1956, kvæntur Lindu Björk Magn- úsdóttur, þeirra synir: Gylfi Freyr, Hjalti Þór, Birgir Snær og Andri Fannar. 2) Elín- borg Jóna Ólafsdóttir, verk- fræðingur, f. 1957, gift Guð- mundi Kr. Tómassyni, þeirra börn: Berglind Eik, Tómas Björn og Ólafur Örn. 3) Kristín Ólafsdóttir hjúkrunarfræð- ingur, f. 1962, gift Vali E. Vals- syni, þeirra börn Kjartan Ágúst og Sigrún María. 4) Sigrún Ólafsdóttir, f. 1973, dáin sama ár. 5) Ólafur Erling Ólafsson skógarverkfræðingur, f. 1974, kvæntur Helmu Ýri Helgadótt- ur, þeirra synir Helgi Kristberg og Guðmundur Logi. Barna- barnabörnin eru 12. Gógó ólst upp á Vésteinsholti Elsku hjartans mamma okkar. Nú hefur þú kvatt okkur í bili. Allt of fljótt að okkur finnst því þrátt fyrir aldur og und- angengin veikindi fannst okkur þú eiginlega aldrei verða gömul, alltaf sama skvísan. Þú unnir útiveru og fórst í sund og gönguferðir eins lengi og heilsan leyfði og eiginlega að- eins lengur. Varst alltaf að þjálfa þig og gera allt til að líða betur og hugsa um heilsuna. Við erum þér endalaust þakk- lát fyrir kærleiksríkt uppeldi, gæsku þína og örlæti. Þú kennd- ir okkur hve mikilvæg sam- heldni og umhyggja hvers fyrir öðru er. Þú varst miðjan í fjölskyld- unni, hélst í alla þræði og alltaf sendum við sms eða hringdum er komið var á áfangastað hvort heldur voru ferðir innanlands eða utan. Það varð ekki langt á milli ykkar elsku pabba, sem lést í fyrrasumar. Þið áttuð langa og farsæla samfylgd og eruð nú sameinuð á ný. Mikið eigum við eftir að sakna ykkar. En minningarnar lifa áfram með okkur öllum. Við munum halda þeim á lofti meðal afkom- enda okkar og hafa í heiðri þau gildi sem þú stóðst fyrir. En handan við fjöllin og handan við áttirnar og nóttina rís turn ljóssins þar sem tíminn sefur Inn í frið hans og draum er förinni heitið (Snorri Hjartarson) Þín Ólafur Erling, Kristín, Elínborg og Rúnar. Þegar ég hugsa til ömmu Gógó eru mér minnisstæðar all- ar góðu minningarnar sem við áttum saman í Háaberginu, en ég sótti mikið heim til ömmu og afa, einkum á menntaskóla- og háskólaárunum. Það var alltaf svo góður andi hjá þeim, einhver ólýsanleg tilfinning sem fyllti mann hlýju og öryggi. Við amma vorum miklar vin- konur og það skipti ekki máli hvort við vorum á flandri niðri í bæ eða í rólegheitum heima hjá ömmu og afa, við áttum alltaf góðar stundir saman. Ömmu var margt til lista lagt og hún sinnti ýmisskonar handa- vinnu af kostgæfni og iðulega fylgdu hlýir lopasokkar í jóla- pakkann til barnabarnanna. Amma gerði besta grjónagraut- inn sem við barnabörnin nutum oft góðs af og svo gerði amma líka bestu pönnukökurnar sem oft voru á boðstólum ef gestir komu. Það var alltaf hægt að fá eitthvað góðgæti hjá ömmu, jafnvel grilluðu samlokurnar í samlokugrillinu hennar ömmu voru bestu samlokurnar. Mér er líka minnisstætt frá barnæsku minni hjá ömmu og afa, þar sem við barnabörnin fengum að leika með eldhús- áhöldin á eldhúsgólfinu hjá ömmu, sem einhvern veginn voru mun meira spennandi en áhöldin heima fyrir. Hlýjust er þó minningin um næturgistingar hjá ömmu og afa, þar sem amma umvafði mig í dúnsængina sína og söng fyrir svefninn; Ó, Jesús, bróðir besti. Amma var alltaf til staðar fyrir fólkið sitt, passaði vel upp á sína og fylgdist ávallt vel með ferðalögum og atburðum í lífi af- komenda sinna, en fjölskyldan var stolt þeirra ömmu og afa. Ég mun hugsa hlýtt til minninga minna um ömmu og afa sem nú eru sameinuð á ný. Hvíldu í friði, elsku amma, Þín, Sigrún María. Elsku amma Gógó. Nú ertu farin frá okkur og hvílir lúin bein hjá afa Óla. Söknuður okkar er mikill og sár en við vitum að þú ert líka glöð að vera hjá afa því þú saknaðir hans svo mikið. Við hugsum til ykkar á hverjum degi með þökk í hjarta fyrir allt það góða sem þið hafið verið okkur. Alltaf varstu með hugann við hvernig okkur gengi, hvað við værum að brasa og hafðir næg- an tíma til að hlusta á okkur þegar við komum í heimsókn eða fengum að gista. Þær stund- ir eru okkur ómetanlegar inn í framtíðina, við munum gera okkar besta til að færa áfram ljósið sem þið afi gáfuð okkur. Elsku besta amma Gógó, takk fyrir allt. Helgi Kristberg, Guðmundur Logi. Börnin sem þú blessun vafðir þinni búa þér nú stað í vitund sinni: alla sína ævi geyma þar auðlegðina sem þeim gefin var. Þú ert áfram líf af okkar lífi: líkt og morgunblær um hugann svífi ilmi og svölun andar minning hver athvarfið var stórt og bjart hjá þér. Allir sem þér unnu þakkir gjalda. Ástúð þinni handan blárra tjalda opið standi ódauðleikans svið. Andinn mikli gefi þér sinn frið. (Jóhannes úr Kötlum) Elsku amma Gógó, þú munt ávallt lifa í hjörtum okkar. Berglind Eik. Í dag kveðjum við einstaka konu, dásamlega fyrirmynd okk- ar og kæra vinkonu, elsku ömmu Gógó. Hana einkenndi fegurð, lífsgleði og jákvæðni, dugnaður og unun af hreyfingu og náttúrunni. Amma og afi voru glæsileg hjón fyrir margar sakir; ein- lægni, hógværð og góðmennska skein einfaldlega af þeim. Þau höfðu áhuga á hverju sem á gekk í lífi okkar afkomendanna, án þess þó að vera nokkurn tím- ann afskipta- eða stjórnsöm. Þau nutu þess að gefa okkur góð ráð og miðluðu úr ótæmandi reynslubrunni sínum, en alltaf af skynsemi og skilningi. Amma var eins og síungur trúnaðar- vinur sem mátti tala við um heima og geima. Alltaf svo skemmtileg, brosmild og ungleg í fasi og útliti. Hún nefndi oft hversu gaman það væri að vera ungur í dag, tækifærin svo mörg og heimurinn spennandi. Dugnaður ömmu var slíkur að henni leið best í sundi eða gang- andi um bæinn í öllum veðrum, úti í beði að reyta arfa eða að sópa planið. Hún gekk hiklaust í öll verk og þannig ræktaði hún líkama og sál. Þegar hún átti auða stund sinnti hún svo handavinnu og nutum við sannarlega góðs af því. Ömmu- pönnsur voru líka þær bestu í heimi, en þær bakaði hún iðu- lega á tveimur pönnum svo bunkarnir hlóðust hratt upp. Við erum svo þakklát fyrir allar góðu stundirnar, til dæmis í eldhúsinu í Háabergi, iðulega með bláber og rjóma í skál eða kremkex úr kassanum. Minning- arnar eru ómetanlegar og munu ylja okkur um ókomin ár. Við trúum því að amma hafi átt ljúfa endurfundi í drauma- landinu við Óla sinn og litlu dótturina Sigrúnu sem hún saknaði svo sárt í rúm 45 ár. Við kveðjum elsku ömmu Gógó með innilegu þakklæti fyr- ir allt og allt. Hjalti Þór, Harpa Mjöll, Kristófer Ingi og Karitas Mjöll. Sum orð hafa fegurri hljóm en önnur. Í metum hjá mér eru orðin móðir, ljósmóðir og systir. Öll geta þau átt við þá sem hér er kvödd. Hún var systir mín, í þess orðs fyllstu mynd, var mér móðir í marga vetur og hún opn- aði augu mín fyrir ljósinu, fjöl- breytileika lífsins, ást á útiveru og náttúru og leiddi mig fyrstu sporin í heimi fullorðinna. Hún var alla tíð mín fyrirmynd og henni á ég mikla þökk að gjalda. Gógó systir var einstök kona. Hún var falleg, hávaxin, grönn og ævinlega fín í tauinu. Dætur mínar sögðu að hún væri mikil pía. En fegurð hennar var ekki eingöngu hið ytra. Hún var höfðingi, gull í gegn, örlát, heil- steypt, hress í viðmóti en fáguð. Hún hafði mörg áhugamál og sinnti þeim af heilindum. Hún hafði líka skemmtilega vökulan hug gagnvart hvers kyns nýj- ungum. Hafði t.a.m. gaman af að breyta heima hjá sér, raða öðru- vísi upp, svona til að staðna ekki. Óla var ekki alltaf dillað þá en hann unni sinni konu og hún fékk að ráða. Systir mín var sterkur per- sónuleiki, velvirkur og vel mein- andi dugnaðarforkur, sem efld- ist við hverja ágjöf og saman sigldu þau Óli fleyi sínu farsæl- lega til hafnar. Síðustu árin setti þó heilsuleysi mark sitt á dag- legt líf þeirra hjóna. Krabbinn gerði sig heimakominn hjá báð- um og felldi Óla í sumar. Gógó barðist við hann í meira en ára- tug, hafði lengi betur. Fór í hverja meðalagjöfina af annarri og synti og gekk eins og hún frekast gat. Baráttuvilji hennar var ótrúlegur. Aldrei kom til greina að láta undan eða gefast upp. Gógó var hetja til hinstu stundar. Þrotin að líkamlegum kröftum en óbuguð í anda, um- vafin aðdáunarverðri umhyggju sinna nánustu, kvaddi hún dag- inn eftir 63 ára brúðkaups- afmæli þeirra Óla. Eftir að mamma og pabbi voru öll má segja að Gógó og Óli tækju við fjölskyldumerkinu. Á heimili þeirra voru allir aufúsu- gestir og samheldin fjölskyldan átti þar skjól. Vinahópurinn var líka stór og fá heimili veit ég með meiri gestagang en þeirra Gógóar og Óla og þar var rausn. Systir mín vissi vel að hverju dró og ræddi um það á hispurs- lausan hátt. Nú finn ég huggun í þessum samtölum okkar. Stundum brá fyrir glettni í þeim. Hún sagði að sig hefði dreymt Óla. Hann hefði sagt að það mætti fást við margt skemmtilegt þarna hinum meg- in. Ég svaraði, í ljósi þess að garðrækt var eitt af áhugamál- um hennar, að ég hefði heyrt að þarna væru fallegir garðar. „Ég ætla nú ekki að fara að standa í neinu ati,“ svaraði systir. Fólk er eins og hús með mörgum herbergjum, misstórum og misfögrum. Gógó systir var stórhýsi, höll, þar sem ljós brunnu í hverjum kima og komumönnum var fagnað. Hún kunni listina að uppörva og gleðja með miklum mannskiln- ingi og skarpri sýn á tilveruna. Af hennar fundi fór sá bogni beinn og sá hnuggni horskari. Skarð eftir slíka einstaklinga er vandfyllt. Elsku systir hefur kvatt, en það kemur að endurfundum. Þangað til munu fagrar minn- ingar um hana, og þau Óla bæði, bregða birtu fram á veginn. Með þeim bættust kærir og ötulir liðsmenn í englahópinn. Ást- vinum öllum sendum við Haukur innilegar samúðarkveðjur. Kristín Jónsdóttir. Útivistarfólk, sem skokkar eða röltir sína leið kringum Hvaleyrarvatn, ofan Hafnar- fjarðar, með gróðursælt um- hverfið til allra átta, og rétt grillir í snotra skálabyggingu of- an við vatnið, heldur jafnvel að svona hafi þetta alltaf verið. Því er nú aldeilis ekki að heilsa. Fyrir rúmum 50 árum var St. Georgsgildið stofnað í Hafnarfirði og kappsfullir heiðursmenn og -konur hófust handa við að byggja skálann Skátalund og rækta, nánast gróðurlaust umhverfi hans, ásamt með börnum sínum, í góðri samvinnu við Skógræktar- félagið Þöll. Ein úr þessum vaska hópi var Sigurlaug Jónsdóttir, Gógó, sem við söknum og kveðjum í dag. Gógó var alla tíð virk í fé- lagsskapnum, sem að stærstum hluta var myndaður úr jarðvegi skáta sem vildu halda áfram starfi sínu á einhvern máta á fullorðinsárum, meðfram brauð- striti og barnauppeldi. Oft hófst vinnudagur við vatn- ið á sunnudagsmorgunkaffi á heimili hennar og Ólafs Guð- mundssonar, yfirlögregluþjóns, sem lést sl. sumar. Síðan var farið uppeftir og hendur látnar standa fram úr ermum, spáð og spekúlerað. Óli var skálavörður til fjölda ára, óþreytandi við að líta eftir honum, nánast daglega, dytta að með félögum sínum, slá grasflöt- ina, gefa fuglunum, sjá um leigu og annað sem gerist ekki af sjálfu sér. Þrátt fyrir heilsuleysi beggja til margra ára voru þau óþreyt- andi við að hlúa að þessum fal- lega stað og er þeim báðum þakkað af hjarta fyrir sinn þátt í þessari paradís sem við nú njótum. Konurnar í gildinu stofnuðu líka saumaklúbb, sem hittist reglulega eins og slíkra klúbba er siður og þá voru skipulögð ófá skemmtikvöld, ferðalög og aðrar uppákomur innan skála- og gildishópsins. Ævinlega var Gógó hress og kát, glæsileg á velli, enda stund- aði hún hreyfingu; gönguferðir, sund, og mætti í tækjasal eins lengi og heilsan framast leyfði, til að styrkja sig, og nokkrir gildisfélagar sungu með henni í Gaflarakórnum í mörg ár. Við söknum vinar í stað; góðs félaga sem farinn er heim, eins og skátar segja gjarnan þegar einhver úr hópnum deyr. Hún á vísa góða heimkomu og þökkum við félagar hennar þeim báðum, Gógó og Óla, áralanga vináttu og vottum ættingjum dýpstu samúð. Fríða Ragnarsdóttir. Sigurlaug J. Jónsdóttir FALLEGIR LEGSTEINAR Auðbrekku 4, 200 Kópavogi, sími: 537-1029, www.bergsteinar.is Á góðu verði Verið velkomin Opið: 10-17 alla virka daga Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma og langamma, VALGERÐUR BJÖRNSDÓTTIR, Hólabergi 38, Reykjavík, lést á Landakoti mánudaginn 18. mars. Jarðarför fer fram frá Háteigskirkju þriðjudaginn 2. apríl klukkan 13. Eiríkur Brynjólfsson Lilja Eiríksdóttir Halldór Laxdal Björn Eiríksson Ásta Guðrún Guðbrandsd. Brynjólfur Eiríksson Anna Eiríksdóttir Páll Pálsson Örn Eiríksson Bjarnfríður Elín Karlsdóttir Ingi Eiríksson Hrönn Jónsdóttir Sigrún Eiríksdóttir Stefán Már Kristinsson Birgir Eiríksson Berglind Snorradóttir barnabörn og barnabarnabörn Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ÞÓRA S. GUNNARSDÓTTIR, Baugholti 3, Keflavík, lést á hjúkrunarheimilinu Hlévangi, Keflavík, 22. mars. Útför hennar fer fram frá Keflavíkurkirkju fimmtudaginn 4. apríl klukkan 13. Gunnar Ólafur Schram Ellisif Tinna Víðisdóttir Stefanía Helga Schram Birgir Guðnason Anna Þ. Gunnarsd. Schram Aðalsteinn K. Gunnarsson Gunnar I. Gunnarss. Schram Garðar Birgisson Lovísa Kjartansdóttir Davíð Birgisson Alexandra Högnadóttir og barnabarnabörn Kær móðir okkar, HEBBA HERBERTSDÓTTIR, Þorragötu 7, Reykjavík, er látin. Gylfi Zoëga Gunnar Már Zoëga

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.