Morgunblaðið - 26.03.2019, Síða 23

Morgunblaðið - 26.03.2019, Síða 23
MINNINGAR 23 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. MARS 2019 ✝ Örn Erlings-son fæddist í Steinshúsi í Gerða- hverfi í Garði 3. febrúar 1937. Hann lést á hjartadeild Landspítalans við Hringbraut 13. mars 2019. Örn var sonur Erlings Eylands Davíðssonar og Guðrúnar Stein- unnar Gísladóttur. Systkini eru Steinn, Steinunn, Þorsteinn, Pál- ína og Stefanía. Hálfbróðir þeirra er Ólafur Erlingsson. Eiginkona Arnar var Bergljót Stefánsdóttir, d. 2000, þau skildu 1987. Synir þeirra eru Stefán, Erlingur, Hjörtur og Örn. Dóttir Arnar frá því fyrir hjónaband er Dagfríður. Örn átti 12 barna- börn og fjögur barnabarnabörn. Sambýliskona Arnar frá árinu 2003 var Ingunn Þóroddsdóttir. Örn ólst upp í Steinshúsi sem stóð á sjávarkambinum. Sjórinn og fjaran áttu hug Arnar þegar hann var að alast upp. Örn fór snemma að vinna á landi og sjó. Fyrsta formlega skipsrúm Arn- ar var á trillu sem var yfirleitt biluð og róðrar urðu ekki margir. Tólf ára gamall keypti kennslu, veiðar og þróunar- aðstoð í Busan í Suður-Kóreu á vegum FAO. Það verkefni stóð yfir í fjögur ár. Vorið 1973 festu Örn og Þor- steinn bróðir hans kaup á Erni SK 50 frá Hofsósi og byrjað var að fara á síld í Norðursjónum. Örn var skipstjóri á honum og gerði hann út. Útgerðinni gekk vel og fjárfest var í fiskvinnslum og fleiri bátum. Árið 1986 hættir Örn sem skipstjóri og fer í land að sinna útgerðinni sinni betur og öðrum verkefnum. Árið 1998 skiptu bræðurnir fyrirtækjum sínum upp. Hlutur Arnar var út- gerðarfélagið Sólbakki ehf. og gerði Örn þá út Haförn KE 14 og Örn KE 13. Árið 1999 kemur ný- smíðin Örn KE 14 til landsins. Sá bátur var smíðaður í Póllandi og var sérhannaður snurvoðar- bátur. Örn lét smíða uppsjávar- skipið Guðrúnu Gísladóttur KE 15 í Kína. Það skip kom til lands- ins 2001 eftir meira en þriggja ára undirbúnings- og smíðatíma. Guðrún Gísladóttir KE 15 sökk við strendur Noregs 2002. Allir í áhöfninni björguðust. Örn hætti útgerð 2016. Örn var virkur í Oddfellow- reglunni og félagi í Rótarýklúbbi Seltjarnarness. Útför Arnar fer fram frá Fossvogskirkju í dag, 26. mars 2019 og hefst athöfnin klukkan 13. hann trillu með föður sínum og réru þeir saman þegar færi gafst. Örn gekk í Barnaskól- ann í Garðinum. Foreldrar og afi hans vildu að hann færi í menntaskóla. En hugurinn leitaði til hafs. Örn var 16 ára þegar hann fór á fyrstu síldarvertíð sína á Björgvini GK og síðan var hann á á Trausta GK og Farsæli GK. Örn fór í Stýrimanna- skólann 1956 og lauk meira fiskimannaprófi 1958. Eftir skólann var farið á síld fram á haust, í fraktsiglingar í sex mán- uði og síðan aftur í sjómennsk- una. Örn var stýrimaður í tvö ár á Voninni KE og eftir eina síldarvertíðina var sá bátur sér- útbúinn til að veiða loðnu til bræðslu, en það hafði ekki verið gert áður á Íslandi. Árið 1964 tekur Örn við trébátnum Ingi- ber Ólafssyni KE, síðar nýsmíð- inni Ingiber Ólafssyni KE og ný- smíðinni Eldey KE. Hvarf síldar 1968 varð til þess að Eldeyin fór í Norðursjóinn og til Austur- strandar BNA til að eltast við síld. Árið 1969 hóf Örn störf við Elsku afi. Ég er búinn að hugsa oft um þennan dag, aldrei gat ég ímynd- að mér hversu erfitt yrði að kveðja þig. Frá því að ég fæddist þá höf- um við alltaf verið límdir saman, sama hver fjarlægðin var á milli okkar þá sáum við alltaf til þess að við værum í góðu sambandi. Við erum búnir að bralla og upp- lifa margt saman. Fórum til Vest- mannaeyja á golfmót, Færeyja- ferðina með Rótarýklúbbnum, ég heimsótti þig til Flórída, laxveiði- ferðirnar, ég fékk að taka æfinga- akstur á bílnum þínum og allar ferðirnar á Kaffivagninn frá því ég var lítill. Þú gerðir svo margt fyrir mig og varst alltaf til staðar og fyrir það er ég ævinlega þakk- látur. Þér fannst gaman að því hvað ég hafði mikinn áhuga á að vinna og að vinna mikið, sama hvað ég tók mér fyrir hendur, ef það var nóg að gera þá varstu sáttur. Ég hafði ekki langt að sækja metn- aðinn og þú varst mín fyrirmynd í einu og öllu. Þú varst svo stoltur þegar ég eignaðist börn, þú ljóm- aðir allur og fannst þetta alveg æðislegt. Nærvera þín var alltaf góð, stundum gátum við setið lengi saman án þess að segja orð og alltaf leið mér vel með þér. Samband okkar var einstakt, engu öðru líkt! Minningin um þig er hlý og góð. Takk fyrir allt sem þú hefur gert fyrir mig. Þinn nafni að eilífu. Örn Erlingsson. Þau Begga, kraftmikil og lífs- glöð bæði, stofnuðu fjölskyldu á sama tíma og ungi skipstjórinn varð fullgildur og virkur þátttak- andi í þeirri tæknivæðingu og framþróun í veiðarfærum og út- gerð sem gekk yfir. Þegar síldin hvarf á sjöunda áratugnum bauðst Örra starf hjá Matvæla- og landbúnaðarstofnun SÞ (FAO) og hélt til Busan í Kóreu. Sjómenn í Busan nutu kennslu og leiðsagnar Örra í um þrjú ár. Begga hélt utan um synina tvo heima uns þau eltu Örra út og líf- ið hélt áfram í Asíu. Daglegt líf fjölskyldunnar gjörbreyttist við flutninginn en þau löguðu sig að framandi aðstæðum með útsjón- arsemi og dugnaði. Á slóðum nemenda Örra í Busan er í dag hinn þekkti Jagalchi-fiskmarkað- ur, einn hinn stærsti í Austur-As- íu, og glitrandi skýjakljúfar hafa risið á milli hæðanna þar sem Örri og Begga bjuggu. Þegar fjölskyldan stækkaði enn á ný fylgdi Örri Beggu og stráka- hópnum heim í faðm stórfjöl- skyldunnar í Keflavík. Sjálfur lauk hann sínu verki í Busan áður en hann fluttist heim á vit nýrra verkefna. Þau skapaði hann sér sjálfur með góðri blöndu af eðl- isávísun, skynsemi og kjarki. Í hönd fór tími athafna og verð- mætasköpunar á öllum víg- stöðvum, barnauppeldis og út- gerðar. Kynni okkar Örra voru varla hafin þegar hann bauð mér á þorrablót á heimili sínu, þar upplifði ég fyrst hið glaða og hispurslausa viðmót væntanlegr- ar tengdafjölskyldu, fjörið og há- vaðann, ættarsvipinn sterka. Ekki var laust við að rólegur landkrabbi færi svolítið hjá sér í návist Örra. Þegar barnabarna- hópurinn stækkaði var indælt að finna mjúkan og forvitinn afa fyr- ir innan skelina hörðu. Afinn var boðinn og búinn þegar til hans var leitað, þá kom hann brunandi til að klípa í lítil nef, stríða góðlát- lega og gæta barnanna. Aldurinn dró ekki úr athafnagleði og frum- kvöðulskrafti Örra en áhugamál eins og golf, lax og heimshorna- flakk toguðu einnig í hann og aldrei var setið auðum höndum. Minningarnar frá Kóreu tendr- uðu glampa í augum og frábært var að heyra Örra tala kóreskuna með tilþrifum við kóreska vin- konu okkar á góðri stund. Örri hugsaði stórt en þekkti þó öðrum betur smæð mannsins, ferðaðist víða þótt ræturnar djúpu í Garðinum væru hluti af honum sjálfum. Hrjúfur var hann og meyr í senn, sjálfstæður og djarfur, gerandi í sínum ævin- týrum. Við erum hljóð og hugsi yfir ævistarfi litla drengsins á sjávarkambinum í Garðinum og lífinu fram undan án hans. Guð blessi minningu Arnar Erlings- sonar. Elín Guðjónsdóttir. Byggðin í Garðinum stóð að mestu úti við sjóinn um miðbik síðustu aldar. Þessi öflugi sjór, sí- breytilegur í litarfari og á yfir- borði. Fjaran alltaf spennandi, ýmist flóð eða fjara og stundum skilaði sjórinn einhverju í fjör- una. Brimskaflar lömdu lága ströndina eða aldan gjálpaði sak- leysisleg við fjöruborðið. Þess á milli stillur og kyrrð, ró yfir fugli og mönnum. Fiskur í djúpinu, verðmæti sem þurfti að hafa fyrir að fanga. Áhættusamt verkefni. Það er ekki skrítið að þeir sem ól- ust þar upp bæru þessa mót. Örn var einn af þeim. Fjörmikill, djarfur og einstaklega útsjónar- samur aflamaður. Í gamla sam- félaginu var það heiður að fá viðurnefnið aflamaður. Örn náði því ungur. Hæfnin fólst í blöndu af hyggjuviti, færni í meðferð tæknibúnaðar og beitingu veiðar- færa. Krakkarnir úr Gerðahverfinu héldu vinskap út lífið. Tóku korn- ung upp glímu við fiskverkun og strákarnir fengu að vera með í sjóverkum strax og kraftur heim- ilaði. Það er ekki furða hvað margir urðu öflugir sjómenn, skipstjórar og aflamenn sem uxu úr grasi í Garðinum á þessum tíma. Komust til álna af eigin rammleik, eignuðust skip og búnað. Örn var elstur í hópi sex syst- kina, foreldrarnir fyrirmyndir og afinn horfði með velþóknun til drengsins. Þeirra samband öflugt. Örn fór víða, ungur aflamaður um Norður-Atlantshaf í fjöl- breytilegum veiðiskap. Jafnvígur á botnfisk og uppsjávarfisk. Skip- stjóri á eigin fjölum og útgerðar- maður lengi. Fór um stund í aðra heimsálfu að kenna þeim að bjarga sér þar við veiðiskap. Sama hvar hann var í veröldinni, hugurinn hvarf oft heim. Hann var heimsmaður sem varð að koma heim til upp- vaxtarins sér til viðhalds. Kær frændi minn er genginn, megi minning hans lifa með okk- ur og verðug viðfangsefni mæta honum á nýjum lendum. Hörður Gíslason. Við systkinin kynntumst Erni fyrst árið 2003 þegar móðir okkar bauð okkur í lambalæri eina kvöldstund. Strax var okkur ljóst að hér var á ferð mikill karakter, víðförull og skemmtilegur. Ennþá rifjum við upp hápunkt matarboðsins þegar skipstjórinn tók skankann af lambalærinu og nagaði af áfergju fyrir framan okkur. Hér var kominn í fjöl- skylduna orðheppinn húmoristi sem ávallt var létt yfir og gaman að vera nálægt. Mamma og Örn voru saman í rúm sextán ár, þau nutu fé- lagsskapar hvort annars, voru góðir félagar, ferðuðust saman um víðan heim og höfðu góð áhrif á hvort annað. Það var gæfuspor þegar þau eignuðust húsið á Flórída. Það var þeirra griða- staður frá myrkri og kulda á Ís- landi. Á Flórída vildu þau helst vera, í sól, umkringd golfvöllum og í félagsskap góðra vina. Við systkinin kynntumst Erni enn betur í ferðum okkar til Flór- ída þar sem hann tók á móti okk- ur af einstakri gestrisni. Þar kynnti hann okkur golf, alvöru wasabi og bragðsterkan mat. Örn er nú fallinn frá en hann skilur við okkur með gnótt góðra minninga sem munu ávallt fylgja okkur. Eftir standa stundirnar saman, þar á meðal matarboðin hjá mömmu og Erni þar sem Örn var alltaf hrókur alls fagnaðar og skemmti sér og okkur með sög- um, rökræðum, vísum og brönd- urum. Fátt fannst honum skemmtilegra en að ræða stjórn- mál með góðan drykk í hendi og ekki lá hann á skoðunum sínum. Gamlárskvöldin á Sæbraut munu seint renna okkur úr minnum. Þar var mikið sprengt og fjöl- mörgum sólum var skotið yfir Seltjarnarnes. Það sem kemur fyrst og fremst í huga okkar á þessari sorgarstundu er þakklæti fyrir góðar samverustundir með Erni. Það voru mikil forréttindi að fá að kynnast honum og minningin um hann mun lifa björt og hlý. Við systkinin og fjölskyldur okkar eigum eftir að sakna hans sárt. Ari, Gísli og Ingibjörg. Veit duftsins son nokkra dýrðlegri sýn en drottnanna hásal í rafurloga? Sjá grundu og vog undir gullhvelfdum boga. Hver getur nú unað við spil og vín? Sjálf moldin er hrein eins og mær við lín, mókar í haustsins visnu rósum. Hvert sandkorn í loftsins litum skín, og lækirnir kyssast í silfurósum. Við útheimsins skaut er allt eldur og skraut af iðandi norðurljósum. (Einar Benediktsson) Það var ósjaldan á góðri stund að Örn fór með þessar ljóðlínur. Við kynntumst Ingunni og Erni í The Villages á Flórida fyr- ir allmörgum árum. Þar varð til góður hópur vina sem hittist reglulega. Golf hefur átt þar stór- an þátt auk þess að hittast og skiptast á skoðunum. Örn lét að sér kveða í þeim samræðum og hafði ákveðnar skoðanir. Reyndar höfðu leiðir okkar Arnar legið saman áður við aðrar aðstæður, sem varð þess valdandi að samband okkar var sterkt. Einnig höfðu foreldrar sagt frá þessum glaðlega manni mörgum árum áður. Hann fór með þeim m.a. í laxveiði í Selá í Vopnafirði í nokkur skipti. Um þá tengingu vissum við ekki fyrr en mörgum árum seinna. Örn sýndi mikið æðruleysi og hörku í veikindum sínum. Hann lét veikindin ekki hindra sig í að fara út á golfvöll eða að hitta vini sína. Í lokin fann hann að bar- áttan var á enda en samt sló hann á létta strengi. Við kveðjum Örn með miklum söknuði og sendum Ingunni og öðrum ástvinum hjartans kveðjur. Guðrún og Guðmundur Vikar. Fumkvöðulsins Arnar Erl- ingssonar, hafsins hetju, trillu- karls, skipstjóra og útgerðar- manns verður minnst dag. „Hann var djarfur maður sem þorði að taka ákvarðanir á meðan hinir hikuðu,“ sagði Sigmar Ólafsson vélfræðingur, sem hafði eftirlit með glæsilegu uppsjávarskipi í Kína þar sem tæknibylting átti sér stað á þeim tíma. Nú er frum- kvöðullinn látinn eftir erfið veik- indi. Eftir situr minning okkar kaffifélaga í Kaffivagninum til fjölda ára, þar sem við sitjum nú og hugsum til baka þegar skemmtilegur karl birtist í dyr- unum og upphófust skemmtileg- ar samræður manna á milli. Þegar hann tók okkur í gegn, þegar við vorum ekki á sama máli, „hættið þessu bölvaða kjaft- æði“, sagði Örn. „Þið hafið ekkert vit á því sem þið eruð að tala um.“ Tónninn hækkaði og uppi varð hávaði þar sem flestir höfðu aðr- ar skoðanir á málefnum líðandi stundar, svo undir tók í vagnin- um. Það bætti ekki ástandið að æsa karlinn upp. Til að kitla pinn- ann aðeins í hita leiksins, þá not- uðu menn orðið sægreifi. En Örn hafði ætíð svör á reiðum höndum, skellihló og hafði gaman af. Enda gat fundarsetan verið löng þar sem við félagar ræddum málin og mikið var fjörið og mikið gaman að hittast og spjalla um mál líð- andi stundar. Borðið okkar í Kaffivagninum var þétt setið af frábærum félögum. Örn var hörkusjómaður frá Steinshúsi í Garði af guðs náð frá 11 ára aldri þegar hann hóf sjó- mennsku með föður sínum. Hann var hrjúfur en með gott hjarta, ekki mikið fyrir að vera í sviðs- ljósinu en harður í horn að taka ef menn reyndu að plata hann. Þá varð minn reiður svo undir tók í þeim viðskipum, enda ekki nein furða þegar hann treysti mönn- um sem brugðist höfðu hlutverki sínu, sem hann var ekki sáttur við. „Með óbragð í munninum,“ eins og Örn orðaði það í viðtali vil Morgunblaðið fyrir löngu. Enda heiðarlegur í öllu sem hann gerði og framkvæmdi það með stæl og sló ekkert af. Átti flottasta og best útbúna uppsjávarskip á þeim tíma, Guðrúnu Gísladóttur KE 15, og fleiri skip sem báru nafnið hans. Tók þátt að byggja upp glæsilegt fiskverkunarhús í Sandgerði. Enda skattakóngur á Reykjanesi á þeim tíma og stolt- ur af því að greiða gjöld sín til heimabæjar síns, Garðs, þar sem hann andaði að sér sjávarloftinu sem gaf honum allt sem hægt var að hugsa sér. En bítlabærnin Keflavík var bærinn hans líka, þar sem hann fór á vetrarvertíð 15 ára. Séra Örn Bárður hafði á orði: „Lífsverkefnið vísar oft til þess- arar vonar, starfsval og köllun ber því oft vitni að undir býr von- in um að geta lagt lífinu lið.“ Víst er að það getur verið kalt á toppnum og svo má ekki gleyma því að frægt fólk er bara venju- legt fólk eins og við.“ Kæri vinur og félagi okkar, við söknum þín. Þökkum þér fyrir frábærar stundir öll þessi ár, við stöndum með þér, en tökum gott kaffispjall þegar við hittumst næst. Ingunn Þóroddsdóttir, sam- býliskona hans, þú varst stoð og stytta hans alla tíð og einnig þeg- ar hann veiktist, þökk sé þér fyrir það. Ég votta þér, börnum hans og fjölskyldu, mínar samúðar- kveðjur. Guð blessi minningu Arnar Erlingssonar um aldir alda. Jóhann Páll Símonarson. Kveðja frá Rótarýklúbbi Seltjarnarness Félagi okkar í Rótarýklúbbi Seltjarnarness, Örn Erlingsson, er látinn. Hann gekk í klúbbinn okkar í janúar 1991 og var því bú- inn að vera í klúbbnum í rúm 28 ár þegar hann lést. Hann gegndi ýmsum embættum á fyrstu árum sínum í klúbbnum og var Erni þakkað fyrir góð störf og ekki síður fyrir rausnarleg framlög í Rótarýsjóðinn með Paul Harris orðu 2008. Við minnumst Arnar með söknuði, hann var góður félagi, hann kom með hressilegan blæ inn í klúbbinn í anda sjómannsins og átti það til að segja skemmti- lega frá atvikum úr sínu við- burðaríka lífi. Við Rótarýfélagar sendum sambýliskonu Arnar og afkom- endum hans okkar innilegustu samúðarkveðjur. Blessuð sé minning Arnar Er- lingssonar. F.h. Rótarýklúbbs Seltjarnar- ness, Þór Þorláksson, forseti. Örn Erlingsson Virðing, reynsla & þjónusta Allan sólarhringinn 571 8222 Svafar: 82o 3939 Hermann: 82o 3938 Ingibjörg: 82o 3937 www.kvedja.is svafar & hermann Ástkær sambýliskona mín og móðir okkar, JÓFRÍÐUR JÓNSDÓTTIR frá Svangrund, lést miðvikudaginn 20. mars. Jarðarförin fer fram frá Hólaneskirkju á Skagaströnd laugardaginn 30. mars klukkan 13. Jón Rögnvaldsson Helga Björg Jónsdóttir Jón Árni Jónsson Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, EINAR JÚLÍUS HALLGRÍMSSON garðyrkjumaður, Austurbyggð 5, Akureyri, lést mánudaginn 18. mars á hjúkrunarheimilinu Hlíð. Útförin mun fara fram í kyrrþey að ósk hins látna. Innilegar þakkir til starfsfólks á hjúkrunarheimilinu Hlíð fyrir frábæra umönnun og hlýju. Magnús Einarsson Denise Mosley Hallgrímur Einarsson Courtney Wright Friðrik Einarsson afabörn og langafabörn

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.