Morgunblaðið - 26.03.2019, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 26.03.2019, Blaðsíða 26
26 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. MARS 2019 Smiðjuvegi 76 • Kópavogi • Sími 414 1000 • tengi@tengi.is Baldursnesi 6 • Akureyri • Sími 414 1050 • www.tengi.is Opið virka daga frá kl. 8-18 og laugardaga kl. 10-15 Gæði, þjónusta, ábyrgð - það er Tengi SÍGILD HÖNNUN Í 50 ÁR Fyrir 50 árum hannaði danski hönnuðurinn Arne Jacobsen fyrsta kranann fyrir Vola. Æ síðan hefur hönnun og framleiðsla Vola verið í fremstu röð. Anton Antonssonferðamálafrömuðurá 70 ára afmæli í dag. Hann er frá Alsace- héraði í Frakklandi en kynntist snemma á áttunda áratugnum íslenskri konu, Ásdísi Pétursdóttur Blöndal frá Seyðisfirði. Hann fluttist með henni til Íslands og gerðist kennari á Egils- stöðum. „Svo gerðist það að Úlfar Jacobsen sagði við mig: „Heyrðu, okkur í ferðaþjón- ustunni vantar mann eins og þig,“ en ég er tvítyngdur, þýska var götumálið hjá mér en franska bókmálið. Hann réð mig í ferð fyrir sig á hálendið, en á þessum tíma voru aðallega Þjóð- verjar í þeim ferðum. Ég hélt að ég ætti bara að vera túlkur en svo kom í ljós þeg- ar ég mætti að ég yrði leið- sögumaðurinn. Ég varð smástressaður og í ferðinni voru 45 manns af 13 þjóðum, en ég smitaðist og framtíðin var ráðin. Ég var kennari á veturna og leiðsögumaður á sumrin.“ Anton stofnaði síðan sína eigin ferðaskrifstofu, Ferðamiðstöð Austur- lands, og fékk umboð fyrir eina stærstu ferðaskrifstofu í Frakklandi. Hann var síðan fyrstur hér á landi til að bjóða upp á hestamannaferðir fyrir almenning. „Áður höfðu slíkar ferðir bara verið í boði fyrir hesta- menn og hestaklúbba, en svo tóku Íshestar við af mér þegar ég hætti þess- um ferðum. Ég segi stundum í gríni við Frakka að ef það hefði ekki verið fyrir íslensku hestana þá hefði ég flutt aftur til Frakklands sem er mjög flott land. En ég féll fyrir íslenska hestinum og íslenskri náttúru.“ Um áramótin settist Anton í helgan stein og elsti sonur þeirra Ásdísar, Daníel, er tekinn við fyrirtækinu, en skipt var um nafn á því þegar þau fluttu suður og heitir nú AD Travel. Anton hefur nú meiri tíma til að sinna hestunum sínum og svo hefur hann gaman af því að taka ljósmyndir. Anton og Ásdís búa í Mosfellsbænum og börn þeirra eru auk Daníels, Pétur Atli sjálfstætt starfandi teiknari, Emilía danskennari með meistara- gráðu í sviðslistum og Davíð sem er trommuleikari í hljómsveitinni Kaleo og býr í Los Angeles. Barnabörnin eru orðin þrjú. „Ég ætla að halda upp á afmælið með fjölskyldunni, ég er lítið fyrir stór partí.“ Ferðamálafrömuður Anton rak ferða- þjónustufyrirtæki í meira en 40 ár en sonur hans tók við um áramótin. Kom á hestaferðum fyrir almenning Anton Antonsson er sjötugur í dag J óhann Friðrik Friðriksson fæddist 26. mars 1979 í Reykjavík og ólst upp í Keflavík. Hann spilaði körfuknattleik með Kefla- vík fram eftir aldri og varði sumrum í sveit í Borgarfirði. Hann hóf snemma að taka þátt í félagsstarfi og var for- maður nemendafélags Fjölbrauta- skóla Suðurnesja á sínum námsárum. Jóhann byrjaði sinn starfsferil með námi eins og svo margir Suður- nesjamenn í Flugstöð Leifs Eiríks- sonar, hjá Flugleiðum og um tíma í öryggisgæslunni auk þess sem hann vann sem blaðamaður að ýmsum verkefnum auk margmiðlunar og vefhönnunar. Jóhann gekk í Holtaskóla í Kefla- vík og Fjölbrautaskóla Suðurnesja, fór síðar fór utan til náms ásamt eiginkonu sinni, Erlu Hafsteins- dóttur, lauk undirbúningsnámi við Midlands Technical College í Suður- Karólínu árið 2009, BA-námi árið 2011 og mastersnámi árið 2013 í lýð- heilsuvísindum við Suður-Karólínu háskólann, með áherslu á heilsuefl- ingu, kennslu og hegðun. Jóhann Friðrik Friðriksson, fagstjóri hjá Vinnueftirlitinu – 40 ára Hjónin Keflvíkingarnir Erla og Jóhann kynntust árið 2007 og gengu í hjónaband 21. júní 2008. Hóf snemma að taka þátt í félagsstarfi Í Suður-Karólínu Jóhann og Erla ásamt börnum sínum, Hafsteini Orra og Matthildi Hönnu, í heimsókn síðasta sumar þar sem Jóhann dvaldi við nám. Íslendingar Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur. Börn og brúðhjón Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinnimbl. is/islendingar eða á islendingar@mbl.is Á „Íslendinga“ síðum Morgunblaðsins er meðal annars sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem hjónavígslum, barnsfæðingum eða öðrum tímamótum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.