Morgunblaðið - 26.03.2019, Page 29
DÆGRADVÖL 29
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. MARS 2019
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Þetta er fullkominn dagur til að
breyta mataræði þínu og venjum í hreyfingu.
Þú gerir ekkert í hálfkæringi.
20. apríl - 20. maí
Naut Þér tekst yfirleitt að laða að þér hluti, í
stað þess að eltast við þá. Gakktu hægt um
gleðinnar dyr. Allt hefur sinn tíma, vertu ró-
leg/ur.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Það er margt sem hvílir á þér og
þér finnst erfitt að einbeita þér. Reyndu að
ná heildarsýn til þess að þú getir vegið og
metið aðstæður.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Samræður við náungann taka
óvænta stefnu í dag. Hoppaðu út í óvissuna í
stað þess að velta fyrir þér valkostunum um
of.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Í dag ættir þú að reyna að verja tíma
með góðum vinum. Að ná sér á strik ef jafn
mikill hæfileiki og að hrasa aldrei. Taktu til í
geymslunni.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Þú gætir skrifað bók um hvernig á að
njóta sín til fulls. Segðu færra og stattu við
það. Þér er treystandi til að leiða stór verk-
efni.
23. sept. - 22. okt.
Vog Settu þér alltaf raunhæf takmörk og
stefndu að þeim hvað sem tautar og raular.
Mundu að öllum orðum fylgir ábyrgð, því er
gott að telja upp að 10 áður en þú lætur orð
falla.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Þú hefur verið að velta fyrir þér
umbótum í vinnunni og ert komin/n með
nokkrar hugmyndir sem eru vel þess virði að
hrinda í framkvæmd. Gefðu þér tíma til að
slaka á.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Það þýðir ekkert að berja höfðinu
við steininn og ætla að breyta hlutum sem
eru löngu liðnir. Þér finnst gaman að hitta
fólk, gerðu meira af því.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Ekki hafa áhyggjur af því hvað
aðrir eru að hugsa. Aðrir geta ekki annað en
fylgt þér að málum. Þú ert alltaf á undan
þinni samtíð í hugsun.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Þú verður að komast yfir and-
stöðu þína við breytingar því það hefst ekk-
ert með því að hjakka í sama gamla farinu.
Blandaðu þér ekki í vandamál annarra.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Viljir þú kynnast nýju fólki er ágæt
leið að finna sér nýtt áhugamál. Sláðu á
kjaftaganginn áður en hann skemmir út frá
sér.
Ólafur Stefánsson skrifar á Leir:„Úr því að Vilhjálmur Hölter
komst í Vísnahornið með sína ódauð-
legu hringhendu „Veröld fláa“ sem
allir kunna og syngja, má nefna eitt-
hvað fleira um og frá karlinum.
Höltersbær var kotbær á Hverfisgötu
41 og var móðir Vilhjálms Margrét,
einstæð móðir, talin fyrir bænum,
enda Vilhjálmur laus við og ekki tal-
inn iðjumaður. Höltersnafnið kom
eins og gefur að skilja, frá föðurnum
Diðrik Hölter skóara, sem átti aðra
konu, sem var stjúpa Vilhjálms.
Ekki voru kærleikar milli Vil-
hjálms og stjúpunnar, og orti hann
um hana og heldur kalt.
Mín er stjúpa músagrá
mjög er illileg að sjá,
hún er bráðum fallin frá,
fjörgömul með rauðan skjá.
Senn mun stjúpa lífið láta;
leysast heimi frá.
Vilhjálmur mun varla gráta,
veislu fær hann þá.
Jón Gissurarson yrkir:
Hending fer um hugans tröð
húmið tekur völdin
Að bregða sér á Boðnarmjöð
er býsna gott á kvöldin.
Til að auka andans þrá
eftir basl og vökur.
Er þar líka unnt að sjá
annarra manna stökur.
Og Ingólfur Ómar Ármannsson
svarar:
Hending fer um hugans svið
hrekur dapra vöku.
Andinn leitar inn á við
orðin mynda stöku.
Það er skemmtileg skírskotun í
þessari vísu Hallmundar Krist-
inssonar:
Vísurnar hefurðu ýmsar ort.
Orðinn ríflega sextíu plús.
En vinur minn góður, veistu hvort
vex einhver jurt í þinni krús?
Sveinbjörn Egilsson þýðir lauslega
eftir Schiller:
Hjá virðum sumum viskan dýr
vegleg gyðja heitir.
Öðrum er hún kostakýr,
kálf og mjólk sem veitir.
Og að lokum eftir Þórarin frá
Dýrastöðum:
Springur af reiði bylgjan breiða,
brotsjó skeiðin sneiðir hjá,
hættan seiðir, fjöllin freyða,
farmenn leiði greiðu ná.
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Hölter og fleiri
góðir hagyrðingar
„ÉG SVER AÐ SEGJA SANNLEIKANN
OG EKKERT NEMA SANNLEIKANN, SVO
HJÁLPI #METOO.”
„ÉG GET ALLTAF LAGAÐ AXLIRNAR SVO
FREMI SEM MITTIÐ PASSAR.”
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
... að lesa í milli línanna.
Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann
ÉG ER AÐ LÆRA SVO
MARGT UM KONUR
GRETTIR, ÞAÐ HEFUR
OPNAÐ AUGU MÍN AÐ
EIGA KÆRUSTU.
AFSAKAÐU
EN ÉG ER
AÐ ÞVÍ!
HJÁLP! HRÓLFUR
BJARGAÐU MÉR!
GET ÉG EITTHVAÐ
GERT AÐ ÞVÍ
AÐ HEITUR
SANDURINN
BRENNI MÍNAR
VIÐKVÆMU
TÆR?
Víkverji brá undir sig betri fæt-inum þessa helgina og skellti
sér í kvikmyndahús. Sú var tíðin að
þær heimsóknir voru tíðar. Það hef-
ur breyst og í dag eru kvikmynd-
irnar sem Víkverji sér á stóru tjaldi
afar fáar. Reyndar hefur þessum
heimsóknum fækkað svo hin allra
síðustu ár að Víkverji man varla
hvaða „fullorðins-mynd“ hann sá
síðast. Var það James Bond? Getur
það verið?
x x x
Jæja, afköstin eru í það minnstasorgleg. En á móti koma stöku
barnamyndir sem geta verið hin
ágætasta skemmtun. Um helgina
skellti Víkverji sér til að mynda að
sjá Lego Movie 2 og hafði gaman af.
Félagsskapurinn var átta og tíu ára
börn og það er minnst helmingur
skemmtunarinnar að fylgjast með
því hvernig þau upplifa myndina.
x x x
Rétt er að hrósa því að nú erhægt að panta sér sæti áður en
gengið er í salinn. Þar með liggur
fyrir hvort þolanlegar aðstæður eru
fyrir hendi. Og um leið að taka sér
góðan tíma í sælgætissölunni, en
þar verður sannarlega að vanda til
verka. Víkverji veitti því athygli að
á afgreiðsluborðinu lá staukur með
pipardufti sem ætlaður var til að
dreifa yfir poppið. Gjörsamlega
galið!
x x x
En hvernig var svo myndin?Svona er henni lýst á metn-
aðarlausri síðu kvikmyndahússins:
„Fimm ár eru liðin frá síðustu
mynd og nú vofir ný ógn yfir:
LEGO DUPLO innrásarher frá
annarri plánetu, sem fer um og
eyðir öllu sem á vegi hans verður.“
Þar er ekki að finna upplýsingar
um hvaða íslensku leikarar tala inn
á myndina, en gaman hefði til að
mynda verið að vita hver tók að sér
að herma eftir Bubba Morthens
sem birtist þarna í óvæntu auka-
hlutverki. Nema að Bubbi hafi talað
sjálfur því í ensku útgáfu myndar-
innar fer Bruce Willis með hlutverk
sömu persónu og er þar vísað í hlut-
verk hans í Die Hard. Ekki leiðum
að líkjast. vikverji@mbl.is
Víkverji
Elskið réttlætið, þér sem drottnið á
jörðu. Hugsið til Drottins af alúð og
leitið hans af einlægu hjarta.
(Speki Salómons 1.1)