Morgunblaðið - 26.03.2019, Side 30
30 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. MARS 2019
Hópur 14 listamanna frá hinum
ýmsu löndum hittist í gær í
Kringlumýri í Skagafirði og hóf
þriggja vikna vinnu að sýningu sem
mun nefnast Á söguslóð Þórðar
kakala og mun samanstanda af
hljóðleiðsögn og þrjátíu listaverk-
um. Hljóðleiðsögnin á að leiða gesti
í gegnum listaverkasýningu sem
sýnir fólk, atburði og staði er tengj-
ast lífi höfðingjans Þórðar kakala
sem var uppi á Sturlungaöld. Fé-
lagið Kakalaskáli ehf. stendur að
baki sýningunni, en það er í eigu
Sigurðar Hansen og Maríu Guð-
mundsdóttur, bænda í Kringlumýri.
Þórður kakali var einn áhrifa-
mesti einstaklingur 13. aldar hér. Á
sýningunni verður honum fylgt eft-
ir frá því hann stígur á land á Gás-
um árið 1242 og þar til hann lætur
lífið í Noregi 1256.
Samkvæmt upplýsingum sem
koma fram á söfnunarsíðu verkefn-
isins á vefnum Karolinafund er
markmiðið að gera sögu 13. aldar
táknræna og sýnilega og vekja
áhuga innlendra jafnt sem erlendra
ferðamanna á Sturlungaöld og hin-
um blóðugu átökum sem leiddu til
falls þjóðveldisins og erlendra yfir-
ráða.
Hinn fjölþjóðlegi hópur lista-
manna mun hanna og skapa verk
inn í sýningarrýmið og munu þeir
túlka með eigin aðferðum og efni-
við ákveðna atburði og persónur
sögunnar. Auk þess sem inni á milli
verða stuttar skýringar, textabrot,
ættartöflur og kort þar sem við á.
90 listamenn víða að sóttu um að
taka þátt í verkefninu. Þeir 14 sem
valdir voru munu vinna á staðnum
til 15. apríl. Jón Adólf Steinólfsson
myndhöggvari er listrænn stjórn-
andi sýningarinnar. Ferlið er kvik-
myndað og er gestum boðið að
koma og sjá listamennina vinna
næstu þrjá laugardaga.
Vinna sýningu um Þórð
kakala í Kringlumýri
14 listamenn víða að skapa verk
Kakalaskáli Listamennirnir túlka
hina ýmsu atburði Sturlugasögu.
Í Kúnstpásu Íslensku óperunnar í
Hörpu í hádeginu í dag, þriðjudag,
flytja Hallveig Rúnarsdóttir
sópransöngkona og píanóleikarinn
Hrönn Þráinsdóttir hinn rómaða
franska ljóðaflokk Les nuits d’été
eða Sumarnætur op. 7 eftir tón-
skáldið Hector Berlioz.
Hallveig og Hrönn hafa starfað
saman að tónlistarflutningi um ára-
bil og hafa verið afar virkar á tón-
leikasviðinu. Hallveig var á dög-
unum valin Söngkona ársins 2018 á
Íslensku tónlistarverðlaununum.
Tónleikarnir hefjast kl. 12.15,
standa yfir í um 30 mínútur og er
aðgangur ókeypis.
Morgunblaðið/Þórður
Söngkonan Hallveig syngur ljóðaflokk
eftir franska tónskáldið Hector Berlioz.
Hallveig og Hrönn
með Kúnstpásu
Kvartett
trommuleik-
arans kunna Pét-
urs Östlund kem-
ur fram á
djasskvöldi á
KEX Hostel við
Skúlagötu í
kvöld, þriðjudag,
kl. 20.30. Auk
Péturs skipa
kvartettinn þeir Sigurður Flosason
á saxófón, Eyþór Gunnarsson á pí-
anó og Gunnar Hrafnsson á bassa.
Samkvæmt tilkynningu munu þeir
flytja valda djassstandarda.
Pétur hefur búið og starfað í Sví-
þjóð undanfarna áratugi. Þar hefur
hann leikið með kunnum sænskum
djassmönnum auk ýmissa alþjóð-
legra stjarna í heimi djassins.
Pétur Östlund og
félagar leika á KEX
Pétur Östlund
Tónlistarmaðurinn Gísli Magnússon,
sem notar listamannsnafnið gím-
aldin, hefur sent frá sér breiðskífuna
Gímaffinn, sem hefur að geyma átta
lög eftir hann sjálfan og í hans út-
setningu. gímaldin hefur komið víða
við í íslensku tónlistarlífi síðustu ára-
tugina. Hann hefur hvort tveggja
gefið sjálfur út plötur, spilað og
sungið inn á annarra manna plötur
og komið fram á fjölmörgum tón-
leikum. Til marks
um hversu langt
er síðan hann lét
fyrst að sér kveða
á tónlistarsenunni
er að hann gaf
fyrstu sólóplötu
sína út á kassettu.
Það var „gímaldin 1997“.
Morgunblaðið sendi gímaldin
nokkrar spurningar í tölvupósti um
nýju plötuna; tilurð hennar, efni,
innihald og fleira.
Gímaffinn kemur? Hver er Gímaff-
inn, hvert kemur hann, hvar var
hann?
„Gímaffinn er þessi lífræna eind í
manninum sem engin sér, dýrfylgja
eins og Harvey eða Donnie Darko
sögðu frá. Við gerum ráð fyrir því að
við komum einhvers staðar að eða frá
og gerum ráð fyrir því á sama hátt að
við séum líka á leiðinni eitthvað. Við
höfum ávallt þessa tilfinningu eða
hugmynd um eftirfylgd eða eftirför
en er það bara einhver genetískur
kóði og ef svo; af hverju þurfum við
leiðarvísi frá einhverjum sem við
teljum minna þróuð en við? Ef ekki
þessi kóði, þá alvöru dýrfylgja og þá
er spurningin; er það óljóst hvort
okkar er dýrið og hvort maðurinn?
Hvert stefnir þetta allt saman og
ætlum við að taka dýrin okkar með
okkur?“
Eru öll lögin á plötunni ný?
„Nýjustu lögin á plötunni voru
samin nokkrum augnablikum áður
en upptökur hófust en elstu lögin er
tæplega 20 ára gömul. Það er stund-
um ekki minni ástæða til að reyna að
spá fyrir um fortíðina en að skapa
kröfur fyrir framtíðina til að reyna
að standa undir. Fortíðin er líka á
stöðugri hreyfingu meðan við erum
fleiri en eitt sem þurfum að sam-
ræma einhverskonar skilning á
henni. Í tilviki þessara elstu laga má
segja að gömlu, elektróútgáfurnar
hafi verið miklu fútúrískari og þann-
ig er í þessum upptökum verið að
túlka þá framtíðarsýn í fortíðinni
með enn eldri verkfærum, meðan út-
koman getur aldrei verið annars
staðar en í núinu. Þannig er augljóst
að við erum ekkert endilega að læra
réttu lexíurnar af því sem þegar er
skeð og megum þess vegna alveg við
meira samtali við fortíðina.“
Eru öll lögin eftir gímaldin?
„Tvö lögin eru rússnesk þjóðlög,
en útsett af gímaldin. Það má segja
að þau séu svanasöngur RusicRemix
– sem var myspaceverkefni sem stóð
yfir meðan gímaldin var í vinnubúð-
um í Rússlandi fyrir nokkru. Eins og
nafnið gefur til kynna var þar á ferð
Íslendingur að rímixa vestræna tón-
list til austurs með rússneskum verk-
færum, hér snýst remixið þó við og
með smá króki til Indlands og Dan-
merkur áður en það nær Íslands-
ströndum. Ólíkt Rusicremix er tón-
listin síður rímixuð en ljóðin sem fá
alveg nýtt eðli og hlutverk.“
Hvaða vera er framan á plötunni,
er það gímaldin sjálfur?
„Nei, og eða já, þetta er hvernig
Árni Ingólfsson myndlistarmaður
sér veru sem ég hef kosið að kalla Gí-
maffann. Árni hafði teiknað og málað
þessa veru í 30 ár, og það má sjá fleiri
af þeim með smáskífunum sem þegar
voru komnar út á Spotify og Tidal;
„Akh ti dolya“ og „Vinstra augað sér
drauga“. Þannig er líka áhugavert
hvernig 30 ára gamalt þema málara
sem ég kynntist bara fyrir nokkrum
árum verður hin endanlega sýn á
veru sem lifir hvergi nema í augna-
blikinu. Það kallast líka á við klippi-
myndaþema sem við notuðum við
umslagsgerðina; leturverkið á plöt-
unni er bókstaflega klippt saman úr
bútum af gömlum plötuumslögum –
þannig að núið verður lítið annað en
klippimynd af fortíðinni.“
Þú sagðir umfjöllunarefnið á plöt-
unni Blóðlegum fróðleik frá 2016
vera endurreisn einstaklingshyggj-
unnar, er eitthvað slíkt heildarþema
á Gímaffinn kemur?
„Alls ekki eins samantekið og á
Blóðlegum fróðleik, en það er sjálf-
sagt þessi þráður milli fortíðar og
framtíðar – hvað eigum við að læra af
fortíðinni, hverju ættum við að
breyta í fortíðinni, hvaða spurning-
um hefur aldrei verið svarað? Á sama
hátt er nauðsynlegt að spyrja sömu
spurninga um bæði nútíð og framtíð.
Og þótt eitthvað sé ekki fram-
kvæmanlegt þýðir það ekki að eng-
inn megi spá neitt í það.“
Af hverju vínyll núna?
„Diskurinn er eins og nútíminn,
rangur og vondur, en vínyllinn er for-
tíð og framtíð, mjúkur og réttur.
Diskurinn er þannig vondur en nauð-
synlegur.“
gímaldin um Gímaffann
Sum lögin á Gímaffanum, nýjustu plötu gímaldins, voru samin augnablikum
áður en upptökur hófust, önnur eru um 20 ára gömul Átta laga breiðskífa
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Lexía „Fortíðin er líka á stöðugri hreyfingu meðan við erum fleiri en eitt sem þurfum að samræma einhvers konar
skilning á henni,“ segir gímaldin og að við séum ekkert endilega að læra réttu lexíurnar af því sem þegar er skeð.
Platan er í forsölu og má panta
hana hjá gímaldin á facebook eða
gimaldin@gmail.com, en síðan
verður hún seld í plötubúðum.