Morgunblaðið - 26.03.2019, Qupperneq 33

Morgunblaðið - 26.03.2019, Qupperneq 33
MENNING 33 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. MARS 2019 Vagnhöfða 11 - 110 Reykjavík - www.ofnasmidja.is - sími 577 5177 hafðu það notalegt vottun reynsla ára ábyrgð gæði miðstöðvarofnar Bandaríski kvikmyndaleik-stjórinn Spike Lee á aðbaki nokkrir áhrifamiklarkvikmyndir, þeirra á með- al Do The Right Thing sem tilnefnd var til Óskarsverðlauna árið 1990 en laut í lægra haldi fyrir Driving Miss Daisy sem fjallar um vinasamband aldraðrar, hvítrar konu og þeldökks bílstjóra hennar en Do The Right Thing fjallar um átök fólks af ólíkum kynþáttum í hinu fjölþjóðlega hverfi Brooklyn í New York. Og örlögin geta verið undarleg því fyrir fáeinum vikum rann Óskars- styttan Lee aftur úr greipum til kvikmyndar sem gerist að stóru leyti í bifreið og er með einni hvítri og einni þeldökkri aðalpersónu, Green Book. Að þessu sinni er reyndar hvítur maður undir stýri og þeldökk- ur í aftursætinu. En Lee fór þó ekki tómhentur heim því BlacKkKlans- man hlaut verðlaun fyrir besta hand- rit byggt á áður útgefnu efni og þakkaði Lee fyrir sig með eftir- minnilegri þrumuræðu. Ætla mætti að kvikmynd sem til- nefnd er til Óskarsins og hlýtur þau eftirsóttu verðlaun myndi rata í ís- lensk kvikmyndahús en nei, svo er ekki. Telja bíómenn væntanlega að hún sé ekki vænleg til aðsóknar og ekki ætla ég að draga í efa þá spá- dómsgáfu. En að kvikmynd eftir Spike Lee rati ekki á hvíta tjaldið er engu að síður umhugsunarefni. Hún fór beint á stafrænu leigurnar, VOD, og er slík þróun að verða sífellt al- gengari og nú fara kvikmyndir þekktra leikstjóra líka beint á streymisveituna Netflix án þess að hafa viðkomu í bíóhúsum. Þessa þró- un hafa stórlaxar í kvikmyndaheim- inum gagnrýnt, m.a. Spielberg. BlacKkKlansman er sumsé komin á leigurnar og ekki annað hægt en að taka hana til kostanna. Handrit myndarinnar er byggt á endurminn- ingabókinni Black Klansman eftir Ron Stallworth sem varð fyrsti þel- dökki lögreglumaðurinn í Colorado Springs árið 1972. John David Wash- ington, sonur leikarans Denzels Washington, leikur Stallworth sem fær lítinn tíma til að aðlagast nýja starfinu, er hent beint í djúpu laug- ina og falið að hlera samkomu Svörtu pardusanna til að skera úr um hvort hreyfingin sé ógn við þjóðaröryggi. Þar kynnist hann ungri og róttækri konu, Patrice, sem hann verður ást- fanginn af en getur auðvitað ekki sagt henni sannleikann, að hann sé lögreglumaður að vinna gegn Svörtu pardusunum. Stallworth tekur nokkru síðar upp á því, eftir að hafa séð auglýsingu í dagblaði frá Ku Klux Klan, að hringja í símanúmerið sem þar er birt og þykjast vera hvítur kynþátta- og gyðingahatari og lýsa yfir stuðn- ingi við samtökin. Honum er vel tekið og í kjölfarið boðið að hitta félagana í samtökunum. Það getur hann auðvitað ekki og sendir starfs- bróður sinn, Flip Zimmerman (Adam Driver), í sinn stað en Zimmerman er hvítur gyðingur. Zimmerman tekst að sannfæra KKK-liða um að hann hati af öllu hjarta hörundsdökkt fólk og gyð- inga og kemst fljótlega í samband við leiðtoga samtakanna, David Duke (Topher Grace). Eða öllu heldur Stallworth því hann sér um öll símasamskipti við KKK-liða og hringir í Duke. Zimmerman mætir á fundi og samkomur í hans stað án þess að nokkurn gruni að þar fari annar maður en sá í símanum. Spennan tekur svo að magnast þeg- ar Zimmerman og Stallworth kom- ast á snoðir um að KKK ætli að fremja voðaverk og einn liðsmanna KKK fer að gruna að Zimmerman sigli undir fölsku flaggi. Skotið á Trump ,,Láttu ekki svona, Bandaríkjamenn myndu aldrei kjósa svona mann sem forseta!“ segir Stallworth þegar yfir- maður hans í lögreglunni greinir honum frá því að Duke, æðstiprestur KKK, geti mögulega orðið næsti for- seti Bandaríkjanna þar sem hann njóti mikilla vinsælda. Þarna skýtur Lee augljóslega á þá sem kusu Don- ald Trump í embætti forseta og dregur ekki dul á hvaða skoðun hann hefur á þeim manni. Og Lee dregur ekkert úr þegar kemur að lýsingum á nautheimskum og hatursfullum liðsmönnum KKK og kynþáttahatr- inu sem enn grasserar í heimalandi hans. Svona var ástandið á sínum tíma og svona er það enn, sýnir Lee okkur og sannar mál sitt með hroll- vekjandi fréttamyndum frá Banda- ríkjunum af ofbeldisfullum sam- komum öfgamanna. Mörg þúsund manns eru nú skráð í KKK-samtökin í Bandaríkjunum, ótrúlegt en satt. Þeir sem séð hafa kvikmyndir Lee vita að hann tekur skýra afstöðu til umfjöllunarefnisins og málar ekki í gráum tónum heldur meira í svörtu og hvítu. Það gerir hann líka í þess- ari mynd en ver hins vegar full- miklum tíma í að sýna hversu við- bjóðslegt KKK-liðið er og í að upp- lýsa áhorfendur um hvað þeldökkir Bandaríkjamenn hafi þurft að þola allt frá tímum þrælahalds. Þá sögu þekkja auðvitað allir eða ættu að þekkja. En áminningin er eflaust nauðsynleg og verður það líklega alltaf. Lyginni líkast Sumt í þessari mynd er svo skrítið að maður trúir ekki öðru en að Lee sé að taka sér skáldaleyfi, til dæmis þegar Stallworth fær það óvænta verkefni að þurfa að gæta David Duke vegna líflátshótana sem honum hafa borist. En þetta gerðist í raun og veru og Stallworth gekk meira að segja svo langt að láta taka mynd af sér með Duke og einum fylgismanna hans sem sýnir bæði mikið hugrekki og fífldirfsku hjá lögreglumanninum. Leikarar myndarinnar standa sig prýðilega og þá sér í lagi Washington og Driver. Lee nær að halda athygli áhorfandans og magna upp spennu en sem fyrr segir dvelur hann stund- um fulllengi við að sýna hina miklu illsku og hið mikla óréttlæti og hefði mátt stytta myndina um einar 15-20 mínútur. Kvikmyndataka Chayse Irvin er áhrifamikil og áferð myndarinnar og litir minna á kvikmyndir þess tíma sem myndin á að gerast á og þá m.a. Blaxploitation-myndirnar. Og Donald Trump fær væna sneið undir lok myndar þegar sýndar eru raunverulegar upptökur af fjölda- fundi öfgaþjóðernissinna í Char- lottesville sem enduðu með ósköpum og manntjóni og Trump lét í kjölfarið þau ummæli falla að nýnasistunum væri nú ekki einum um að kenna hvernig fór. Þetta er áhrifamikil mynd og oft spaugileg þó umfjöllunarefnið sé grafalvarlegt. Stundum er hún að- eins of bókstafleg í boðskap sínum, eins og búast mátti við en engu að síður ein af betri kvikmyndum þessa merka leikstjóra og sver sig í ætt við Do The Right Thing og Malcom X. Leikið skjöldum tveim Tvíeyki Lögreglumennirnir Flip Zimmerman (Adam Driver) og Ron Stallworth (John David Washington) virða fyr- ir sér skírteini sem staðfestir að Stallworth sé orðinn félagi í Ku Klux Klan. Driver og Washington leika báðir vel. Stafræn leiga – VOD BlacKkKlansman bbbbn Leikstjórn: Spike Lee. Handrit: Spike Lee, Charlie Wachtel, David Rabinowitz og Kevin Willmott. Aðalleikarar: John David Washington, Adam Driver, Robert John Burke, Laura Harrier og Jasper Pääkkönen. Bandaríkin, 2018. 135 mín. HELGI SNÆR SIGURÐSSON KVIKMYNDIR Tónlistarmaðurinn Auður, réttu nafni Auðunn Lúthersson, mun koma fram á tónlistarhátíðinni Hróarskeldu í Danmörku í sumar. Verða það hans fyrstu tónleikar á hátíðinni og er hátíðin jafnframt sú umfangsmesta sem honum hefur boðist að koma fram á frá því hann gerði plötusamning við SONY DK 2018 og eftir útgáfu breiðskífunnar Afsakanir í fyrra. Auður mun fagna útgáfu þeirrar skífu með tónleikum í Gamla bíói á föstudaginn, 29. mars, sem hefjast þeir kl. 21 en um upphitun sér GDRN sem flytja mun lög af plötu sinni Hvað ef. Afsakanir Auður á umslagi plötu sinnar. Auður á Hróarskeldu og í Gamla bíói Hljóðbókafyrirtækið Storytel efn- ir í fyrsta sinn til handrita- samkeppni fyrir hljóðbækur, Eyrans, og óskar eftir tilbúnum handritum að skáldsögu á ís- lensku. Skal það vera samfelldur texti sem tekur um sex til níu klukkustundir í lestri, eða 50.000- 90.000 orð. Valin verða allt að þrjú handrit úr innsendum verk- um sem gefin verða út sem hljóð- bækur hjá Storytel, að því er fram kemur í tilkynningu. Útvöld- um höfundum býðst útgáfusamn- ingur vegna hljóðbókar en höf- undur heldur öðrum réttindum eins og vegna raf- eða prent- aðrar bókar. Verðlaunafé er 300.000 kr. fyrir fyrsta sæti, 200.000 kr. fyrir annað sæti og 100.000 kr. fyrir þriðja sæti. Dómnefnd er skipuð Sigrúnu Margréti Guð- mundsdóttur, bókmenntafræðingi og formanni dómnefndar, Óskari Guðmundssyni rithöfundi og Sólu Þorsteinsdóttur, framleiðanda hjá Storytel, og skal senda handritin fyrir 9. maí 2019 á netfangið handrit@storytel.com, merkt „Eyrað 2019“. Stefán Hjörleifsson er landsstjóri Storytel á Íslandi Storytel blæs til handritakeppni Stefán Hjörleifsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.