Morgunblaðið - 26.03.2019, Blaðsíða 36
Skáldsagnahöfundurinn Jane
Smiley heldur fyrirlestur í Þjóð-
minjasafni Íslands í dag kl. 16.
Smiley hlaut Pulitzer-verðlaunin
fyrir skáldsögu sína A Thousand
Acres frá árinu 1991 og var gerð
kvikmynd eftir henni nokkrum ár-
um siðar. Smiley dvaldi á Íslandi
sem Fulbright-styrkþegi árið 1976
og hafði sú dvöl mikil áhrif á skrif
hennar og mun hún í fyrirlestri sín-
um, „What I did in Iceland“, segja
frá þeirri reynslu sinni.
Jane Smiley fjallar um
dvöl sína á Íslandi
ÞRIÐJUDAGUR 26. MARS 85. DAGUR ÁRSINS 2019
Sími: 569 1100
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is
Í lausasölu 670 kr.
Áskrift 7.240 kr. Helgaráskrift 4.520 kr.
PDF á mbl.is 6.420 kr. iPad-áskrift 6.420 kr.
„Kannski bárum við of mikla virð-
ingu fyrir þeim. Þetta var illa tapað
hjá okkur,“ sagði Aron Einar Gunn-
arsson, landsliðsfyrirliði í knatt-
spyrnu, eftir stórt tap Íslands gegn
Frakklandi, 4:0, í undankeppni Evr-
ópumótsins í París í gærkvöld.
Hann segir að heimaleikirnir við
Albaníu og Tyrkland í júní ráði öllu
um möguleika íslenska liðsins. »1
Bárum kannski of
mikla virðingu
ÍÞRÓTTIR FÓLK Í FRÉTTUM
Íslandsmeistarar KR í körfuknatt-
leik karla eru komnir á beina braut
í einvíginu við Keflavík í átta liða
úrslitunum eftir
að hafa unnið
öðru sinni í jafn-
mörgum leikjum
þegar liðin mætt-
ust í Vesturbænum í
gærkvöld. Tinda-
stóll er líka kom-
inn í 2:0 eftir
sannfærandi
útisigur á Þór í
Þorlákshöfn
og stefnir
líka hrað-
byri í
undan-
úrslitin.
»2
KR og Tindastóll eru
með góða stöðu
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
„Nudd er dýrum oft nauðsyn. Rétt
eins og við mannfólkið hafa þau
vöðva og sinar sem þurfa hreyfingu
og aðhlynningu eigi vel að vera.
Raunar er vitundin um vellíðan dýr-
anna stöðugt að aukast, sem er gleði-
efni,“ segir Nanna Lovísa Zóphaní-
asdóttir hundanuddari. Hún rekur
nuddstofuna Hundar og kettir í
versluninni Gæludýr á Smáratorgi í
Kópavogi þangað sem fólk kemur
með ferfætlinga sína.
Eymsli af ýmsum toga
Starfsemin, sem var ýtt úr vör árið
2011, fór rólega af stað enda nudd-
þjónusta þessi þá algjört nýmæli á
Íslandi. Í dag er hins vegar nóg að
gera hjá Nönnu, sem lýsir starfi sínu
sem því skemmtilegasta í heimi.
„Eymsli skepnanna geta þá verið
af ýmsum toga. Með stóru hundana
kemur fólk til mín oft eftir vinnutarn-
ir, til dæmis veiðitímabilið og fjár-
leitir á hausti. Marga gamlingja með
gigt er komið með reglulega til að
halda þeim mjúkum, tíkur og læður
eftir got, og þrífætt eða eineygð dýr
sem hafa ekki sama jafnvægi í líkam-
anum og á að vera. Einnig er stund-
um komið hingað með blindrahunda í
nudd; skepnur sem aldeilis hafa
sannað gildi sitt við að vísa blindu og
sjónskertu fólki veginn. Hins vegar
eru hreyfingar slíkra hunda, sem
gjarnan eru hafðir í ól og taumi, oft
einhæfar og það gerir þjálfun nauð-
synlega til dæmis fyrir þá vöðva sem
ekki fá hreyfinguna sem þarf,“ segir
Nanna.
Margar stéttir vinna saman
Hvað varðar svo litlu hundana hef-
ur fólk þá mikið inni á heimilum og í
búri og er á stundum kannski ekki
eins meðvitað um að hreyfa þá nóg.
„Litlu hundana þarf að liðka til
með nuddi, en margir koma til mín
með hvuttana eftir ábendingu frá
dýralæknum,“ segir Nanna. „Sama
máli gegnir um nudd á köttum, sem
þurfa þó ekki jafn mikils með og
hundarnir. Annars finnst mér alveg
frábært hvað hinar ýmsu stéttir sem
sinna velferð dýra vinna vel saman;
til dæmis dýralæknar, atferlisþjálf-
arar, sjúkraþjálfarar, hnykkjarar, og
næringarfræðingar. Þetta er mjög
ánægjuleg þróun,“ segir Nanna um
starfsemi sína, sem fylgjast má með
á facebooksíðunni Hundar og kettir.
Með ráðum og dáð
Nanna nam fræði nuddarans úti í
Svíþjóð, það er í lotunámi sem tók
tvö ár. Þegar því lauk setti hún aug-
lýsingu í blöðin og kynnti þjónustu
sína, en stofan er í sambýli við versl-
unina Gæludýr á Smáratorgi
„Fyrstu misserin fékk ég alls kon-
ar skilaboð frá fólk sem fannst nudd-
þjónusta fyrir hunda og ketti vera
brandari. Viðhorfin til þess hafa
breyst mikið. Og ég hefði varla kom-
ist svo langt með reksturinn nema
því aðeins að vinir mínir hér hjá
Gæludýrum studdu mig með ráðum
og dáð í byrjun. Þeim á ég mikið að
þakka,“ segir Nanna, sem sjálf á
fjóra hunda og jafn marga ketti. Eru
þrír hundanna litlir, fallegir Coton de
Tulear og einn Old English Sheep-
dog. Kettirnir eru Ragdoll; allt þjálf-
aðar skepnur og liðugar vel.
Morgunblaðið/Eggert
Hundanudd Eymsli skepnanna geta þá verið af ýmsum toga, segir Nanna Lovísa, hér með skjólstæðing í fangi sér.
Nanna nuddar hunda
Vitund um vellíðan dýra eykst Fyrir hunda og ketti
HEYRNARSTÖ‹IN
Kringlunni • Sími 568 7777 • heyra.is
Hlustaðu
á hjartað þitt
Beltone Trust
™
Beltone Trust™ heyrnartækin
gera þér kleift að heyra jafn-
vel minnstu smáatriði – sem
stundum reynast þau mikil-
vægustu. Við hjá Heyrnarstöðinni leggjum
allan okkar metnað í að veita góða þjónustu
og bjóða upp á hágæða heyrnartæki. Komdu
í ókeypis heyrnarmælingu og fáðu heyrnar-
tæki lánuð til reynslu.