Morgunblaðið - 27.03.2019, Page 1
M I Ð V I K U D A G U R 2 7. M A R S 2 0 1 9
Stofnað 1913 73. tölublað 107. árgangur
DRAMATÍSK,
DULARFULL
OG SPENNANDI
MÓSAÍK-
MYNDIR
GERÐAR UPP
BÚSETI
HÆKKAR
LEIGUVERÐ
MINNING VALTÝS, 30 VIÐSKIPTAMOGGINNSKUGGAHVERFI Í BÍÓ 33
H
V
ÍT
A
H
Ú
S
IÐ
/
A
c
ta
v
is
7
1
1
0
3
0
Betolvex
B-12
H
Fæst án
lyfseðils
Baldur Arnarson, Stefán E.
Stefánsson, Þóroddur Bjarnason
og Pétur Hreinsson
Skúli Mogensen, forstjóri og stofn-
andi WOW air, fundaði um endur-
skipulagningu félagsins í gærkvöldi.
Fulltrúar WOW air vildu ekki tjá sig
um viðræðurnar og efni þeirra.
Félagið lofaði Morgunblaðinu við-
tali við Skúla um miðjan dag í gær.
Skömmu áður en blaðið fór í prentun
var hins vegar tilkynnt að vegna
annríkis yrði viðtalið að bíða.
Upp úr hádegi í gær sendi WOW
air frá sér tilkynningu um að félagið
hefði náð samkomulagi við meiri-
hluta skuldabréfaeigenda um fjár-
hagslega endurskipulagningu þess.
Haft var eftir Skúla á vef Vísis að
næsta skref væri að semja við kröfu-
hafa. Þeim viðræðum hefðu ekki
verið gefin nein tímamörk.
Friðrik Larsen vörumerkjasér-
fræðingur segir vörumerki WOW
air afar mikils virði. Félagið hafi
kostað miklu til markaðssetningar á
erlendum mörkuðum síðustu ár.
Hann telur aðspurður að vöru-
merkið hafi skaðast af umræðu um
framtíð félagsins síðustu daga en
vélar hafa m.a. verið kyrrsettar.
Með því að halda uppi tíðni flug-
ferða á næstunni geti félagið hins
vegar unnið vissan varnarsigur.
Skúli ekki lengur eigandinn
Með samkomulaginu við skulda-
bréfaeigendur er WOW air ekki
lengur í hreinni eign Skúla.
Hver eignarhluturinn verður til
framtíðar mun ráðast af endurskipu-
lagningu félagsins.
Ingólfur Bender, aðalhagfræðing-
ur Samtaka iðnaðarins, telur að flug-
fargjöld þurfi líklega að hækka.
„Vandræði flugfélaganna endur-
spegla það að hluta að verð á flugfar-
gjöldum hefur verið mjög lágt og
samkeppnin mikil á flugmarkaði við
félög með hagstæðari kostnaðarupp-
byggingu en þau íslensku.
Vandræði íslensku flugfélagana í
þessu umhverfi eru sjálfstætt
áhyggjuefni fyrir okkur sem ferða-
mannastað í ljósi þess hvað þessi fé-
lög eru umfangsmikil í flutningi far-
þega til og frá landinu. Flugfargjöld
þurfa líklega að hækka en það myndi
eflaust hafa neikvæð áhrif á ferða-
mannastrauminn hingað,“ segir Ing-
ólfur.
Yngvi Harðarson, framkvæmda-
stjóri Analytica, er sama sinnis og
bendir á sögulegt samhengi flugfar-
gjalda og fjölda skiptifarþega.
Verð flugmiða hafi í einhverjum
tilvikum verið undir kostnaðarverði.
Flugfélögin séu í erfiðri stöðu og
geti ekki lengur selt miðana á því
verði. Með því verði Ísland dýrari
áfangastaður sem aftur geti hægt á
vexti ferðaþjónustu á næstu árum.
Halldór Þorkelsson, fram-
kvæmdastjóri ráðgjafarfyrirtækis-
ins Capacent, segir óvissu í efna-
hagsmálum hafa dregið úr
væntingum. Margt bendi til að það
hafi haft marktæk efnahagsleg
áhrif.
„Við getum hikstalaust sagt að við
finnum það víða í því sem við erum
að fást við að sú óvissa sem verið
hefur uppi, og þá einkum varðandi
flugfélögin, hefur haft tilfinnanleg
áhrif.
Langvarandi óvissa er aldrei góð í
rekstri. Þá til dæmis varðandi skipu-
lag og hvernig fólk ætlar sér næstu
skref inn í framtíðina,“ segir hann.
WOW air tjáði sig ekki um viðræðurnar við kröfuhafa í gærkvöldi Hagfræðingar telja að flugmiðar
þurfi að hækka í verði Framkvæmdastjóri Capacent segir óvissuna í fluginu hafa haft marktæk áhrif
MWOW »10 og ViðskiptaMogginn
Víkurfréttir/Hilmar Bragi
Trygging Ein af farþegaþotum WOW air, TF-GPA, sést hér í flugskýli 885 á Keflavíkurflugvelli. Vélin er sögð vera trygging fyrir skuldum hjá Isavia.
WOW reynir að semja
Höskuldur Daði Magnússon
hdm@mbl.is
„Ég er nú búinn að vera í mörgum
nýbyggingum, hef tekið þátt í að
smíða 20-30 skip, en hef aldrei séð
neitt þessu líkt. Þetta hlýtur að
vera vankunnátta. Menn bara haga
sér ekki svona,“ segir Björgvin
Ólafsson, umboðsmaður skipa-
smíðastöðvarinnar Crist S.A. á Ís-
landi, við Morgunblaðið, en skipa-
smíðastöðin sér um smíði nýs
Herjólfs í Póllandi.
Vísar hann í máli sínu til þess
hvernig Vegagerðin hefur haldið á
málum varðandi afhendingu Herj-
ólfs. Þegar menn hafi greint á um
kostnað hafi ekki verið gerð nein
tilraun til að ræða málin á yfirveg-
aðan hátt og finna lausn. „Menn
komu bara með lögfræðistóð frá
Danmörku á fyrsta fund og það er
auðvitað þeirra hagur að allt fari í
háaloft. Það var enginn tæknimaður
sem gat rætt málin,“ segir hann.
Björgvin segir að Herjólfur hafi
verið boðinn út með teikningum frá
Vegagerðinni, gerðum í Noregi og
þær kostað hundruð milljóna króna.
„Og maður spyr sig í dag, vissu
þeir sem gerðu teikningarnar af
þeim vandamálum sem hafa verið
með Herjólf?“
G. Pétur Matthíasson, upplýs-
ingafulltrúi Vegagerðarinnar, segir
þá eiga í viðræðum við skipasmíða-
stöðina um framhaldið.
„Við reiknum með að það séu
yfirgnæfandi líkur á því að við fáum
skipið afhent þótt það gæti tafist
eitthvað,“ segir hann. »18
Gagnrýnir framgönguna
Ljósmynd/Vegagerðin
Skipasmíðastöð Nýr Herjólfur
sést hér á siglingu.
Aldrei séð neitt þessu líkt, segir umboðsmaður Crist S.A. „Þetta varstutt leit en löng
björgun,“ sagði
Jónas Guð-
mundsson hjá
Slysavarnafélag-
inu Landsbjörg í
samtali við
Morgunblaðið og
vísar í máli sínu
til þess þegar
björgunarsveitir
björguðu átta manns og þremur
jeppabifreiðum til byggða á mánu-
dag. Hafði fólkið, sem þá var sunn-
an Langjökuls, lent í ógöngum
vegna slæmrar færðar. Tók að-
gerðin yfir 20 klukkustundir.
Þyrla gæslunnar tók einnig þátt
og var um borð sérstakur GSM-
leitarbúnaður. »11
GSM-leitarkerfi
nýtt til björgunar
LHG Þyrlusveit
gæslunnar tók þátt.