Morgunblaðið - 27.03.2019, Side 4
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. MARS 2019
Strandgötu 24 | 220 Hafnarfjörður | Sími 565 4100 | nyform.is
Úrval af rafdrifnum
hvíldarstólum
Opið virka daga
11-18
laugardaga
11-15
N Ý F O R M
h ú s g a g n a v e r s l u n
Komið og skoðið úrvalið
Veður víða um heim 26.3., kl. 18.00
Reykjavík 4 skýjað
Hólar í Dýrafirði 3 skýjað
Akureyri 5 léttskýjað
Egilsstaðir 4 léttskýjað
Vatnsskarðshólar 5 skýjað
Nuuk -1 léttskýjað
Þórshöfn 7 skýjað
Ósló 5 skúrir
Kaupmannahöfn 5 skýjað
Stokkhólmur 4 léttskýjað
Helsinki 2 heiðskírt
Lúxemborg 8 skýjað
Brussel 10 léttskýjað
Dublin 12 skýjað
Glasgow 9 alskýjað
London 12 alskýjað
París 12 heiðskírt
Amsterdam 9 léttskýjað
Hamborg 7 skúrir
Berlín 8 léttskýjað
Vín 9 heiðskírt
Moskva 2 heiðskírt
Algarve 18 léttskýjað
Madríd 19 heiðskírt
Barcelona 16 heiðskírt
Mallorca 14 léttskýjað
Róm 13 rigning
Aþena 17 rigning
Winnipeg -1 alskýjað
Montreal -3 heiðskírt
New York 3 heiðskírt
Chicago 5 léttskýjað
Orlando 24 heiðskírt
27. mars Sólarupprás Sólsetur
REYKJAVÍK 7:04 20:03
ÍSAFJÖRÐUR 7:06 20:11
SIGLUFJÖRÐUR 6:49 19:54
DJÚPIVOGUR 6:33 19:33
VEÐUR KL. 12 Í DAG
Á fimmtudag Suðvestan 10-15 og éljagangur, en
þurrt á Austurlandi. Hiti um frostmark.
Á föstudag NV og V 3-8, en 8-13 A-lands. Él um
landið N-vert og með SV-ströndinni. Frost 0-6 stig.
Snýst í suðvestan 15-25 með éljum og kólnandi veðri, hvassast norðvestan til. Lengst af bjart-
viðri eystra.
Ómar Garðarsson
Vestmannaeyjar
„Skilaboðin eru mjög skýr,“ sagði
Sindri Viðarsson, formaður Útvegs-
bændafélags Vestmannaeyja og
sviðsstjóri hjá Vinnslustöðinni, eftir
fund í gær um stöðuna í Vestmanna-
eyjum í kjölfar loðnubrestsins í ár.
„Horfum til framtíðar, aukum rann-
sóknir, reynum að minnka óvissu um
það sem við erum að taka úr náttúr-
unni og skilja það betur. Búum líka til
rekstrarhæft umhverfi fyrir fyrir-
tækin þannig að þau séu betur í stakk
búin til að takast á við sveiflur í nátt-
úrunni,“ sagði Sindri einnig.
Á fundinum kom fram að brestur-
inn er mikið fjárhagslegt högg fyrir
samfélag eins og Vestmannaeyjar,
fólkið, fyrirtækin og sveitarfélagið,
sem eiga mikið undir loðnuveiðum og
vinnslu loðnuafurða. Þingmönnum
Suðurkjördæmis var sérstaklega
boðið á fundinn og mættu Páll
Magnússon, Ásmundur Friðriksson
og Vilhjálmur Árnason frá Sjálf-
stæðisflokki og Karl Gauti Hjaltason
frá Miðflokknum.
Áhrifanna strax farið að gæta
Sindri var meðal frummælenda á
fundinum ásamt Írisi Róbertsdóttur,
bæjarstjóra og Hrafni Sævaldssyni,
nýsköpunar- og þrjóunarstjóra hjá
Þekkingarsetri Vestmannaeyja.
Hrafn sagði að höggið fyrir Vest-
mannaeyjar, sem hafa yfir að ráða
um þriðjungi loðnukvótans, væri mik-
ið og að áhrifanna væri strax farið að
gæta. Benti hann á að sex skip hefðu
stundað veiðarnar frá Vestmanna-
eyjum og eitt þeirra, Álsey VE í eigu
Ísfélagsins, væri nú til sölu. „Sjó-
menn á þessum bátum standa uppi án
atvinnu og uppsjávarfrystihúsin tvö í
Vestmannaeyjum standa ónotuð í sjö
til átta mánuði á árinu. Í fyrra gaf
loðnan af sér 18 milljarða og sex í
Vestmannaeyjum. Það verður því
minna fjármagn í umferð og það tapa
allir,“ sagði Hrafn.
Íris sagði að loðnubresturinn bitn-
aði á öllum Eyjamönnum. Bæjar-
sjóður verður af 4,2% útsvarstekna,
100 milljónum króna og hafnarsjóður
af 8,3% sinna tekna, sem eru um 40
milljónir. „Svo kemur þetta við fjölda
fólks, bæði beint og óbeint,“ sagði
Íris. „Það eru um 200 manns sem
vinna við vinnslu loðnunnar í landi og
85 sjómenn eru á loðnuskipunum.
Þetta er mikið högg og það kemur
ekkert í staðinn fyrir þetta fólk,“
sagði Íris.
Krefst Íris þess að gerð verði út-
tekt á áhrifum loðnubrestsins sem all-
ir í Vestmannaeyjum finni fyrir með
einum eða öðrum hætti. „Við þurfum
ekki að endurskoða fjárhagsáætlun
núna, reksturinn er á pari en hvort við
þurfum að horfa á framkvæmdahlið-
ina kemur í ljós þegar líður á árið,“
sagði Íris en fyrirhugaðar eru stórar
framkvæmdir á vegum bæjarins,
bygging slökkvistöðvar og íbúðir fyrir
fatlaða.
„En það sem skiptir máli núna er
að við beitum okkur fyrir því að unnin
verði greining og skýrsla um áhrif
loðnubrests á sveitarfélag eins og
Vestmannaeyjar,“ sagði Íris að end-
ingu.
Sindri kom víða við erindi sínu, og
setti meðal annars fram kröfu um
frekari rannsóknir og bætta sam-
keppnisstöðu fyrir greinina. „Þetta
eru þættirnir sem munu hafa áhrif á
okkur eftir fimm ár, tíu ár og fimmtíu
ár,“ sagði Sindri. Benti hann á að
ríkisstjórin gengi þvert á stjórnar-
sáttmálann um að auka samkeppnis-
hæfni sjávarútvegs og að síðasta út-
spilið hefði verið hækkun á kolefnis-
gjaldi.
Sindri benti líka á hversu lítið er
vitað um loðnu og göngur hennar. Brá
hann upp frétt úr blaði frá 2001 þar
sem sagt var frá árangurlausri loðnu-
leit. „Hvað gerðist þá?“ spurði Sindri
og hélt áfram. „Eftir tíu daga storm
kemur öll loðnan upp í Víkurálnum
fyrir vestan og það er gefinn út kvóti
upp á milljón tonn. Árið 2015 fannst
lítið en haldið var áfram að leita. Það
voru leyfð 160 þúsund tonn og útflutn-
ingsverðmæti 15 milljarðar og þar af
fimm milljarðar til Vestmannaeyja.“
Ljósmynd/Óskar Pétur Friðriksson
Loðnubrestur Mikill áhugi var á erindunum í Vestmannaeyjum.
Bresturinn
högg fyrir
samfélagið
Verða af 100 milljónum króna
„Ég get ekki dæmt um það,“ segir
Eyjólfur Guðjónsson, skipstjóri á
Ísleifi VE með áratuga reynslu af
uppsjávarveiðum, þegar hann er
spurður að því hvort hann teldi að
gefa hefði átt út loðnukvóta í ár.
„Ég held að það þyrfti að vera ein-
hver lágmarkskvóti svo menn fari
af stað og það auðveldar mönnum
að vakta loðnuna.“
Eyjólfur segist ekki geta sagt til
um hvort stofninn sé í lágmarki en
bendir á að ef gefinn er út kvóti fái
Færeyingar og Norðmenn alltaf
sinn hlut. „Þeir fá að geyma á milli
ára sem við fáum ekki að gera.
Norðmenn fá alltaf sitt þó það hafi
ekki verið veidd loðna í norskri
lögsögu áratugum saman. Samt er
þessi kvóti.“
Eyjólfur segir ástandið skelfi-
legt því það sé ekki í neitt annað
að fara. Hann telji að stofninum
hafi hnignað eftir að byrjað var að
nota troll við loðnuveiðar. „Við
höfum dæmið frá 2017 þegar við
fórum ekki af stað fyrr en eftir
verkfall. Þá gekk loðnan eins og í
gamla daga, enginn búinn að trolla
í henni. Í fyrra, svipaður kvóti, búið
að hræra í henni með trolli fyrir
austan land og veiðar í nót urðu
ekki svipur hjá sjón,“ sagði Eyjólf-
ur að endingu.
Telur að ekki hefði átt að trolla
LOÐNUSTOFNINN
Áhorfendapallar í borgarstjórnar-
sal Ráðhúss Reykjavíkur voru þétt-
setnir í gær þegar Reykjavíkurráð
ungmenna sat fund borgarstjórnar.
Reykjavíkurráð ungmenna kem-
ur með tillögur um málefni sem á
þeim brenna og segja frá því sem
betur má fara í borginni.
Í tilkynningu frá Reykjavíkur-
borg kemur meðal annars fram að
fundur Reykjavíkurráðs ungmenna
og borgarstjórnar sé orðinn að ár-
vissum viðburði og er þessi fundur
sá átjándi í röðinni. Markmið með
starfsemi ráðsins er m.a. að skapa
vettvang og leiðir til þess að gera
þeim sem eru yngri en 18 ára kleift
að koma skoðunum sínum og til-
lögum á framfæri.
Ungmenni
fjölmenntu
í Ráðhúsið
Morgunblaðið/Eggert